Hvernig þekkir maður mjög vitlausan hagfræðing???

 

Rangt, það er ekki hagfræðingur sem vill taka upp evru.  Sú bábilja byggist á viðteknum fræðum þar sem hagfræðingur heldur sig við það sem hann lærði þó staðreyndir segja honum að það sé úrelt. 

Prófessorinn sem hló að Kópernikus og bað stúdenta sína að flétta uppá blaðsíðu 55 í Heimsmynd miðalda þar sem stóð skýrum stöfum að jörðin væri flatur miðpunktur alheimsins, hann var ekki vitlaus sem slíkur, honum skorti einfaldlega dómgreind til að takast á við nýja þekkingu.

Eins er það með evrusinna eins og Gylfa Zoega prófessor, hann lærði stíft sem ungur maður, og fékk 10,5 á öllum prófum, um að gengisstöðugleiki væri forsenda heilbrigðs efnhagslífs og í ljósi hinnar þekktu sögu krónunnar þá er evran í hans huga lausn sem hann fær ekki vikið úr huga sér.  Og eins og prófessor miðalda sem gat ekki höndlað kenningar Kópernikusar þó þær væru studdar stærðfræðilegum sönnunum sem hann hafði fulla þekkingu til að meta og greina (og þar með sannfærst um réttmæti þeirra) því þá hefði heimsmynd hans hrunið, þá getur íslenski prófessorinn ekki höndlað þá staðreynd að allt sem hann sagði í tímum undanfarin ár er byggt á bulli.

Því evran er tilbúið bull sem á sér engar forsendur í raunheimi.

Um þessa mannlegu hegðun hafa sprottið mörg orðatiltæki, eins og til dæmis að "berja höfuð í stein", eða "stinga höfuð í sandinn" og þau staðfesta að samferðamenn afneitaranna telja viðbrögð þeirra ekki stafa af heimsku, heldur þrjósku eða skort á kjarki.

 

Nei, evruhagfræðingar eru margt, en það er ekki sjálfgefið að þeir séu vitlausir.

Vitlausustu hagfræðingar samtímans eru þeir sem afgreiða rökin um skaðsemi verðtryggingar með því vísa í ástand efnhagsmála eins og þau voru uppúr 1970.

Vissulega voru það ár óðaverðbólgunnar en þá táknaði Nokia gúmmístígvél ekki farsíma og þjóðin át flatbrauð en ekki flatbökur.  Lífið var saltfiskur og allt efnhagsumhverfið mótaðist af miklum sveiflum í sjávarútveginum.

Og það var tíminn sem laun voru vísitölutryggð og eina haglíkanið sem náði að skýra ástandið var hreyfimynd af hundi að elta skottið á sjálfum  sér.

 

Í dag er árið 2012 og þjóðfélagið í dag á fátt sameiginlegt með Íslandi árið 1970.

Og það er ekki bara að þjóðfélagið hafi þróast, þekking manna á orsökum og afleiðingum í efnahagsmálum hefur líka tekið stakkaskiptum.

Núna til dæmis vita allir að það gengur ekki að viðhalda kaupmætti launa þegar þjóðarbúið verður fyrir ytri áföllum.  Ein meginskýring óðaverðbólgunnar á árunum milli 1970 og 1980 var vísitölutrygging launa sem tók ekki tillit til olíuverðhækanna miklu og reyndi að viðhalda sama kaupmætti gagnvart útlöndum þó minna væri í afgang til að kaupa inn neysluvörur.   

Önnur meginskýring var offjárfesting í sjávarútvegi, vitleysan náði líklegast hámarki þegar Stöðvarfjörður, rúmlega 200 manna sjávarpláss keypti sér annan togara þó stórlega mætti draga í efa getuna til að gera út einn með sómasamlegum hætti.

Og fiskurinn er jú takmörkuð auðlind.

 

Lærdómurinn var að afnema launatryggingu, draga úr offjárfestingum, ná tökum á nýtingu sjávarauðlinda og að verðtryggja sparifé.

Aðgerðir sem virkuð vel til skamms tíma og þróun átti sér stað í þjóðfélaginu.

 

Og það felst í orðinu þróun að rök sem áttu við, eiga ekki við í dag.

Það má ræða um kosti og galla verðtryggingar en ekki með 30 ára gömlum rökum. 

Slíkt er aðeins  hreinræktuð heimska. 

Heimska sem gjaldfellir algjörlega þeim sem heldur þeim fram.

 

Árið 2012 er lærdómurinn sá að verðtryggingin kom ekki fyrir stórkostlegt efnahagshrun, hún kom ekki fyrir óðaverðbólgu og misvægið sem hún skapar á milli tekna og skulda er á góðri leið með að skapa stríðsástand í þjóðfélaginu.

Þetta er einfaldlega staðreyndir sem við blasa.

Skynsamt fólk benti á þetta strax eftir Hrunið 2008 en á það var ekki hlustað.

Þjóðin kaus frekar að lúta ráðum þeirra sem réðu fyrir Hrun.

Henni var sagt að með auknum kaupmætti myndi misvægið minnka, skuldirnar yrðu alltaf viðráðanlegri og viðráðanlegri. 

 

Kaupmátturinn jókst á síðasta ári en við það fór verðbólgan af stað. 

Skuldirnar hækkuðu.

Skuldirnar hækka líka þegar olían hækkar, til dæmis ef stríðsátök brjótast út við Persaflóa þá er ein afleiðing þeirra að húsnæðisskuldir hækka á Íslandi.  Ef það er uppskerubrestur í Ástralíu og Argentínu á sama tíma, þá hækka húsnæðisskuldir á Íslandi.

Raunverulega skiptir það engu máli hvað gerist, það eina sem er öruggt, það eina sem má alltaf bóka, er að húsnæðisskuldir á Íslandi hækka í kjölfarið.

 

Og fólk lætur ekki endalaust blekkjast.

Spurningin er því hvort eignastéttin vilji taka umræðuna út frá staðreyndum og nota rök í umræðunni og eiga þannig þátt í að móta nýtt kerfi eða hvort hún haldi áfram að tönglast á "munið 1970" og ráðin verði tekin af henni.

Óðaverðbólga er slæm, kollsteypur í efnahagsmálum eru slæmar, það er margt slæmt í þessum heimi.

En ef efnhagsaðgerðir ætla að ganga af almenningi dauðum þannig að hann á ekki annan valkost enn að flýja eða rísa upp, þá fyrst eru menn í djúpum skít.

Þess vegna er svo mikilvægt að heimskan stýri ekki umræðunni.  Að valkostir séu metnir af skynsemi og hagur allra sé hafður í forgrunni umræðunnar.

Annars eru allir taparar.

 

Og allir eru að tapa í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir góðan pistil Ómar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.2.2012 kl. 23:38

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég veit fyrir víst að  skilningur á Ensku, Þýsku og Frönsku  er stéttbundinn í UK, Þýkalandi og Frakklandi. Til að skilja yfirstéttar málið til gagns [myndmáliðog röksetningafræða] fara þegna þessar ríkja í gegnum formótunar síu kerfi, stund er sían tengd námsgjöldum þá erum við að tal um enskumælandi þjóðir. Þetta vita allir sem eru að tunda tungumálrannsókir, um stéttaskiptingu vegna ólæsis á mál 8,0% þeirra sem komast í gegnum síuna.

Rate á ensku , er vanleg þýtt gengi eða gengisskráning á Íslensku, Þetta hugtak er sklyt orðinu "Reit" í Íslensku.   Notað í sambandi við yfirstéttar fjámál í UK í gegnum aldirnar og vísar á í reit eða gátta í tveggjagáttar bókarhaldi.

Markaður hefur sitt gengi miðað við sem á honum fæst: Ef þú færð t.d. i kg. af gulli , 1 kg af kartöflum fyrir eina evru á markaði: þá er ein evra að raunvirði 1 kg. af karftöflu og 1 kg. af gulli.    Ef næsta ár þú færð 2 kg. af gulli og 2kg. af gullu á sama markaði, þá hefur evru gengi styrkst á þessum sama markaði, því þú færð meira raunvirði fyrir evruna þína.   Ef þú skiptir um nafn á evru skiptir það engu máli á gengis voginni. CRED er það sem seldist og DEB er gjalmiðill sem um ræðir.      Tölugildið er alta það sama. 

Þegar markaður er með nánsat allt til sölu þá er reiknað upp PPP sölueignarlóð til að setja á CREDIT skálina.    Kallað vegið hlutfallselgt meðaltala af öllu sem seldist almennt, slepp er því sem 10% ríkust og 10% fátækust spurðu eftir á síðasta ári, kallað skekkja myndina fyrir 80% meirihlutanum.

Inflation er það sem alltaf hækkar að meðatali þannig mælt á hverju tímabili.  Hrein verðbólga verður þegar jafmikið af sama raunvirði selst fyrir sömu hlutfallslegu hækkun á  upphæð í gjaldmiðli.
Þú fékkst ekki meira raunvirði en sem nam þinni kauphækkun.   

Útgefandi gjaldmiðils inn á sína markaði N.B. Opnar á hverju skatta ári með setja upp að DEB [tölugildi virkra pengina á sölu ári] <=> CRED [raunvirði þess sem selst á gengisverði]   Síða þegar lokað er segi Botto sala að segjum sala hafi verið 1000 milljónir í evrum  og mælingar áraunvirðis þess sem seldist segja genistölugildi hafi hækkað meira, þá er það raunhagnaður og kallast gengistyrking. 

Gengiskráning sannar að minna raun virði hafi fengist fyrir milljarðinn þá veikist heildar gengið.  Þá getur verið ritað CRED geniskrángu leiðétting 100 milljónir þá DEB megin of CRED megin á reiðuféð 100 milljónir:  Sala miða við raungengi var 900.000 milljónar og 900.000 milljónur eru tölu gildið a gjaldmiðlum á þessum markaði [raunvirði á þess gera upp á milli krónu eða dollars eða evru eða punds]   

Þegar ríki flytja 80 % út af öllu sínu Aljóðlega raunvirði til flytja in sama raunvirði þá er eðlilegt að gengiskráning Ríkistjórnar fylgi 80% raunvirðimati Aljóðsamfélgisins og gefi upp þjóðargengi sitt í samræmi.  Milli evrur ríkja og á EU áhrifasvæðum gildir svokölluð HCPI neytenda raunvirðis mælikvarði þegna EU, og þegar fleiri og fleiri heimskir þegnar bætast við þá strykist mælt innra gengi HCPI því liðið fer að borga fyrir 5 verðflokk sama verð og 1 verðflokkur , oft vegna framsetninga í glanspappír.

Ísland er búið að taka upp HCIP gengiskráningu, hinsvegar  tel ég mælingar aðferðir hér rangar og ekki leiðrétt þegar raunvirði minnkar í pakkningum sem seljast almennt, og líka að mánaðlegar nálganir [Ísl. neysluverðtyggingarvísititölugrunnur] miði ekki við 80% meðtekju hópinn eingöngu hvar hann verslar og hvað hann keypti á síðast ári. 

Þess vegna er hér í raun verið að eignfæra á hverju ári verðbætur og hækka fasteinga veðmat á passivum eignum sem eru ekki til sölu á markaði  til að láta verðbætur sem er hlutfalllega umfram sölu á raunvirði stemma við hækkuna á því sem ekki seldist.


AGS spurði sérfræðinga hér 2005 : hvervegna bókið þið  að nýbbygður fermetri á íbúðarhúsnæði hafa hækkaði 30% til 40% meira síðan 1994 en annarstaðar í heiminum? Það er hvaðan kom hlutfallslega aukningin á móti mælt  PPP [CPI] eða OER [HCPI].     Einnig var spurt í framhaldi, þótt nýbyggt hafi hækkað hér miklu meira en annarstaðar [Eðlilegt er að nýbyggingar fylgi íbúatölu max, 1,99%, eðilegt er 3,0% af passivum heimilsfasteignum sé virkt activt til sölu á hverju ári] , hversvegna er þá bókað að allt byggt gamalt húsnæði líka hafi hækkað um sama hlutfall?

Svör voru birt að hluta: Bylting hefur gerst á hugarfari almennra neytanda [apaðara Íslendinga] um verð á virkilegum fasteignum: kom frá Íbúðalánasjóði.

Hversvegna hafa vanskil aukist í regluuppssetningu hér  frá 1996 og veðsöfn eru öll subPrime, yfirtökulán og annað tilheyrandi  sem verðfellir þau og gerir vita vanhæf til að skila raunverði IRR á öllum tímum óháða almennun verðlagsreikningum. Svar sérfræðingar í Íslensku bókhaldi segja það vegna gífurlegs vaxtar í útskift framúrskarandi innheimtu lögfræðinga.


Prime AAA +++ fylkisveðsöfn til að skila raunvirði á öllu tímum út, er byggð þannig upp að engin valinn skráður eigandi sem tilheyrir þeim getur hugsanlega komist í vanskil. Greinlegt að menntasnobbbið hér skilur ekki AGS.  


Um 30 ára veðskuldarsafnfylki gildir að eftir 30 ár koma 3,3% nýir skráðir eigendur inn á 3,3% greiða upp lána sín. IRR úrteymið er ársaunvirði. 

Fyrir 30 árum voru skráðir eigendur 100 %, segjum 100 stykki og síðan koma inn um 9 nýir á hverju ár næstu aldirnar í þetta safn.

Fyrir 30 árum var reiknað að almennar verðalagshækknir myndu verða 150% [inflation] næstu 30 ár. [landráð að ráðgera meira] ef inflation verður minni það er skilar raunvexti, stógræða lánadrottanar.


Hinvegar verði enginn raunvöxstur, þá er 100 greiðslur fyrstu útgáfu á sama raunvirði og þarf að greiða út til 9 skráðra eigenda. hinsvegar er alltaf 100 skráðir í einu.      12 milljónir í verðbætur á hverjar 10 milljónir útborgarðar verðtyggja í 150% verðbólgu yfir 30 ár. 

Ef vextir er ekki fastir í hverri útgáfu þá eru þeir breytilegir  á hverju ári í safninu og skilar svipuðum þroska eftir 30 ár. Þá er að bindiskylda: bundið reiðfé umfram framtíðar verðlausra verðbætur, er 3,0% af veltunni.  25 ára þorski  skilar um 4,0% bindiskyldu, 5 ára þroski er að skila 20 % bindiskildu mikill áhættu vegna þess af fáir eru  í hverju safni með háar upphæðir.

Bindisskylda er EigenKapital. Í Þýsklandi er skammtíma vextir 15% og stefna svo á með lánstíma á 2,5% til 30 ár.    USA á nóg af Prime AAA+++ veðsöfnum. Ísland minna en Grikkland. Ekkert Prime lengra en 5 ár.

Júlíus Björnsson, 7.2.2012 kl. 23:42

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2012 kl. 07:53

4 identicon

Frábær pistill hjá þér Ómar eins og að venju.

Hins vegar mun þessi verðtrygging aldrei verða afnumin á meðan við erum með vinnumenn fjármagnsins inni á hinu lága alþingi og því miður verður engin breyting þar á þar sem fjórflokksspillinginn hefur tryggt það með lögum hverjir fái fjármagna til þess að komast þangað inn. Hér mun ekkert breytast fyrr en þessum kosningarólögum og flokkakerfi verði breytt á þann hátt að við almennigur þurfum ekki að vera rígbúndin við einhvern spillingarflokk til þess eins að geta kosið það sem miðstjórnin stillir svo upp þrátt fyrir sigur einhvers af listanum sem ekki fellur þeim í kramið. Við þurfum breytingar og þær felast best í því að fá að kjósa fólk og málefni, því kosning á flokkum leiðir bara til þess að þar slæðast með úlfar í sauðsgærum.

Kveðja.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 09:00

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtrygging er sér íslenskt hugtak og illa skilgreint, og illa skilið af Íslenskum lögfræðingum , hagfræðingu og stærðfræðingum.  Hugmyndi um að skila til baka fjárhæð sem lánuð er til baka á því verðlagi sem ríkir þá á þeim stað sem var lánað er minnst 7000 ára gömul.  Í kristnum heimi þótt nóg að að verðtyggja féð á meðan viðhalda því þótt ekki væri líka verið leggja á gyðinglegar álögur. Verð hafa alltaf haft þá tilhneigingu til að hækka á mörkuð, starfmenn vilja til dæmis fá hækkum fyrir að eldast í starfi sem breytist ekkert allan starfstímann. 

Þegar ríki eru í viðskiptum og fjámálstofnanir gilda  þau sjónarmið  að raunvirði komi fyrir raunvirði. Þetta gildir um öll lasngtímaviðskipti og stórviðskipti. Það er sama kostnaður fyrir tvo ríki að lána hvort öðru  til að vöru viðskipti: raunviðri á á móti raunvirði í viðskutum vsk. aðila í ríkjanna geti átt sér stað. Frair trate and free trate.  Gull sem trygging gekk upp með viðskipti voru bundin milli konga og hertoga.  Á 16 öld komu fram grunnur að því sem er kallað PPP í hinum alþjóðlega fjármálaheimi heimi í dag.    Það er að hafa verðskráningu á raunvirði alls sem selt er almennt alla staðar í heimum eftir 1970.  Þetta er svo kölluð PPP verðeingar. Þær  ligga alltaf fyrir um hráefni og orku,  því það eru tölur úr kauphöllum  sem gefa meðal verð síðast árs.   Fiskur , jarn , hveiti, olía,
Svo er líka til samræmd raunverð á framleiðlu og sölu álagningunum sem er líka fundið út sem meðaltal úr öllum heiminum. 

OCED ríkin senda árlega upplýsingar um magn allra vsk. vöruflokka og sölu verð í krónum , það er hvað var greitt fyrir þær hér á Íslandi. 

þá er byrjað að endurreikna  verðinn á alþjóðagengisverð:  Grunnflokkar: A til H, þar lítið að leiðrétta, hinsvegar þegar kemur á seinni stig þá þá þarf að draga fra söluveltum það sem var búið að reika áður til raunvermæta söluframleiðlu.  T.d. dæmis : Sölu verð á frönsku frönsku kartöflu úr verksmiðju,  er gefið um 100 tonn. þá er ekki reiknað orka sem fór að frysta kartöflurnar því hún var reiknuð sem sala hjá landsvirkjun, kartöflurnar sem sala fráfraleiðenda. Í raun er þessi 100 tonn bara reiknuðu á alþjóðlega meðalverði verði sem tengist framleiðslunni skattar, vinnulaun , og þessi hluti nýr bætist svo við raunvirði þjóðar tekna.  Þetta er greinlega miskilið hér því sumir halda að þeirra velta skili sér öllu óskipt til aikninga á raunþjóðartekjum. Þetta er bull sem engin íslensku hagfræðingur hefur leiðrétt hingað til. hrein raunverðmæti er fiskur og orka fyrir þau  er svo flutt inn mest annað sem þar í aðra sölu. Sala inn í landið er reiknuð sér og dregin frá vöru veltum sem nota hana til að teja ekki sömu raunvirði þætti tvisar á sama ári. Þetta hreinsar allt okur yfir meðal okur úr raunvirðinu, bæði skatta og vaxta okur.

Svo er þetta PPP  verð gefið upp í USA dollurum og borði saman við þjóðargengið sem Íslendingar fina út.  Þannig er fundið út hvað þú færð fyrir fyrir evrur , dollar eða krónur í samburði við allan heiminn.      Þetta er miðað við allt sem 80 % meðaltekju lið verslar, breyting á PPP er hlutfalsleg milli ára og þar sem hún er allta eins reiknuð og miða við selda vöru og það sem hún seltist á er þetta eini vöxtur sem er marktækur í hinum Alþjóðlega fjármál heimi. Hagvöxtur væntinga um verð sem breytist fram tíman á seldri vöru, eru stuldur á skattpengum að mínu mati.          

Ríki og Aljóðafjármálstofnar tekið veð í raunþjóðarsölu PPP.   Til að nálga PPP milli ára innleiddi faðirr index fræðanna Irving Fisher eftir hrunið mikla svo kalllaðan neytend verð vísi:   Lykil nafnið á skilgreininu  hans: Er neytendi verð vísir það er vísar á eftirspurn almennra neytenda á frjáslum mörkuðum. Eftirspurn er nú háð kaupmætti neytendanna. Hér var þetta þýtt neysluvísitala, hefur ekkert þeða að gera USA  þar sem neytendverðvísir er alfarið til að reikna verðbætur í fjámálaviðskiptum á tímabilum minni en 60 mán. lengri lán fylgja PPP,  ekki mæla matinn ofan í almenning. Hér hefur engin hagfræðingur bent á þessa viðbjóðslegu nafngipt: neyslu-vísi tala.    Index er hlutlaus og á að dryggja sölu innan USA á almennri neyslu vöru og þjónustu með sem mest gæði til að raunvirðið sé sem mest.


Hér er ekkert að því að greiða ekki raunvexti og skila raunviðri til baka með verðbótum eftia reikuðum miða við breytingar á PPP: hlutlaus aðili, viðhalda veði á lánstíma, borga af því skatta og tyggingar.  Ef hér hefði verið miðað við PPP, þá hefuð höfuðstólar lækkað hér þegar gengisfalsið hér  var ekki liðið lengur.  til að falsa gengi er hægt að skipta um verðflokka í pakkningum og send svo rangar upplýsingar til Alþjóðgengismarkaðarins sem heldur þá að raunvirði þess sem er verið selja hér sé miklu meira.   Þess vöru svika skila svo hærri álagning í krónum á hvert stykki þótt raunvirði salan minnki : falin verðbólga ár eftir ár, bitnaði líka á útlendingu sem lánuð hingað vegna sterka gengisins.    Þegar AGS 2005 spyr hvernig getur verð á nýbyggingar fermetra hækkað hér 40% meira en annarstaðar í heiminum: Innfluttir þrælar, eingar innfluttar,....

Hversvegna hækkaði svo alt gamalt líka um sömu upphæð.

Rétt svor eru hér eru verðbólgu verðbætur færða til eignar fyrir fram áður en búið er sanna að raunvirði heildarþjóðar sölu hafi aukist, þetta er svo mótbókað sem innlands eignverðnæta aukning á fasteignum. Erlendis er um 3,0% á heimils fasteignum á markaði á ári.  Hinvegar er fasteignaveðmat notað erlendis til að reikna fasteignskatta og halda húsnæðikostnaði fyrirtækja vsk. og starfmanna þeir niðri.   Markaðsverð á passivum eignum er á ensku 0.  Fasteigna veðmat fylgir PPP í USA til að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði.  Ríkið er ekki með neina þjónustu við fasteigna  sala og banka til að spenna upp fasteignaverð eins og hér. Svo kölluð Íslenska Nýfrjálshyggja er ekki frá USA heldur EU útgáfan og í bland við neysluvertryggingarvístölunnar Íslensku.   Hér voru aðilar fljótir að tengja græðgi sína við  USA, til hlífa lánadrottnaríkjum í EU.

Hér les maður að fólk hafi eingsast meira því eiginn þeirra hafi hækkaði verði og þetta jafngildi kaupmætti. Eignir sem eru ekki til sölu hækka í verði nema í hausnum á fíflum.  Starfsmenn stjórnsýslu hér horfa  greinlega á heimilin sem söluvöru íbúa sem sauði og vinnuþræla.   Allur þessi falski orðforði sem hefur verið dælt í Íslendinga sérí lagi eftir 1974 hefur greinilega heilaþvegið hana.  Allt sem er fólkið fyrir venjulegt fólka að skilja erlendis er ekki boðið venjulegu fólki sem reglur til að fara eftir.   Hér má alls ekki taka verðtyggingu úr sambandi, því það hljómar heimskt. losa okkur við Íslenska neysluvístölu til verðtrygginga og fara fram á að miða sé við PPP, er greindarlegt því það er ekki hægt að hafn því án þess að gera sig að fífli.  PPP er breyting á raunvirði heildaþjóðartekna vottað af AGS, Sameinuðu þjóðunum og Worldbank og Seðlabanka EU. Miða við falsgengisvísitölu  segir allt um allt um fjámálavitið.

Júlíus Björnsson, 8.2.2012 kl. 12:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus.

Ég reyndi svo sem líka að orða þetta á minn hátt í siðasta bloggpistli mínum.  Reyndar með annarri nálgun.

Eini gallinn við þetta er sá að við erum svo langorðir að það les okkur enginn.

En það má alltaf reyna að lemja hausinn við stein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2012 kl. 13:46

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Sigurður, mér þykir alltaf jafnvænt um þegar einhvern leggur út í torfæruna og kemst alla leið í gegnum pistlana.  Hugsunin er að gefa fólki rök sem það getur svo nýtt sér á sinn hátt í sínum rökleiðslum.

Og vonin sú að fólk gefist ekki upp fyrir hinum marghöfða þursi hagsmuna og samkrulls, fræða, stjórnmála og peningaafla.

En ég er ekki sammála að við þurfum að henda fólki út af þingi.  Það nægir að gera þingheim svo logandi hræddan að hann óttist um endurkjör sitt.  Og vænlegra en að fá nýtt fólk sem engu áorkar eins og bitur dæmi frá síðustu kosningum sanna.

Ótti við valdleysi er svipan sem valdið skilur.

En til þess þá þarf fólk sem á mikið í húfi, að mæta og styðja baráttuna.  Hvort sem það er í netheimum, á borgarafundum, á mótmælafundum.

Svoleiðis náðum við að sigra valdið í ICEsave deilunni og svoleiðis mun fólkið sigra í verðtryggingarstríðinu.

En án fólks mun ekkert breytast.

Þannig er það bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2012 kl. 13:53

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég get sannað og er setja það einfaldlega upp að erlendis gildir um allasjóði til geyma fé fram í tíman er til besta og  öruggusta uppsetning  á veðskuldbréfa safni [bakveð annarrs  hefur öryggi enga merkingu].
Ég ná í kenslu efni frá Glitni á netinu eftir hrun, gruna  Að W. sé höfundur. Þar sannast að fjámálgeirinn hér veit allt af hverju hlutir eru hér í grunni allt öðruvísi enn annarstaðar í heiminum. Þeir sem skila mig ekki skilja heldur ekki innherja málið hér.  Hér er talaði um hofuðbókunarbókhalds hefðir [frá nýlendu tíma]. Allt slíkt er byggt á fornum lögum erlendis og hefiðir hafa enga merkingu í öðrum málum, þar er þetta spurning um jafngildi og uppsetning og sunliðanir yfirlita á rökréttan og skipulega hátt. Undþágur frá skattlögum geta frumskógur sums staðar  en koma grunn lagreglum í bókhaldi ekkert við.  Það að geta dæmt um hver á hvað er einmitt tryggt ef alþjóðleg bókhaldlög í grunni eru virt.  

Í alþjóða fjármálum er miða við hlulfallslega breytingar á raunverði verði sem er lagt að veði, og líka bakveðum.    Ef veðið er gengi á markaði greiðenda, þá er miðað við staðan index  USA  CPI, það er mæliaðferðinni sem er beitt við útreikninga á honum, vegna þess að mismunar ekki neytendum og stendst anda allra eignarrétta laga og rökréttar hugsunar.

Þar er valin útrtaks hópur á hverju ári , sem mewga ekki vera þeir sem neyðast til velja ódýrt, 10 % fátækustu því það lækkar þá gengið lífstandardinn hjá öllum hinum, þessi hópur er líka alltaf með tekjur sem hlutfall meðtekna og fær aldrei lánað.
 10 % ríkustu , er oftast liðið sem fær ekkert lánað og græði mest á því að verðbætur séu sem mestar, geta stjórnað verðlagi neyslu fleirri enn sinnar eigin, versla sértæka og spyrja ekki um verð.

Síða dettur í huga að hafa neyslu lögaðila og hinsopinbra með í þessum útreikningum. Almenningu heldur ekki 300 milljóna veislur.  

Árshópurinn hledur um kvittnir , og útfrá þeim er fundið hlutfall þess hvar var verslað og hlutall þess sem hópurinn keyti til að finna út meðalkörfu. Næsta ár er svo varið í fyrirtækin eða hringt í þau og skráðar mánaðlegar verðbreytina á neyslu einingun sem fulltrúar almennings völdu.  Þar skiptir raunvirði máli ein og þegar PPP er fundið í næsta húsi, ef magn í pakkningu breytist ef efnishald þá er leiðrétt fyrir því.
Íslendingar sem vilja frekar Íslensku heildarneysluviðmun til miða verðtyggingar við í fjámála samhengi, virðast vera allir nema ég.

Bankar hér nota CPI daglega.   Hér má líka færa rök fyrir því þar sem verðbólga er eina mest í USA um 145% á 30 árum,  að best væri nota hann líka hérna innlands, við eru með mjög líktneyslu munstur einsog  USA , Kanda og hin endkumælandi heimur. Svo má heldur ekki sýna vexti á grunlana veðsöfnum sem  tryggja meir verðbólgu en 150% á 30 árum í nokkur ríki.  Viðerum að talaum verðbólgu eða hagvöxt á rauntekjuauknarinnar þjóðarinnar. Lagt er meira á í krónum á minna raunvirði. Þetta falls veikir krónu þegar uppkemst.  Þú færð minna fyrir krónu á íslndi ef raunvirði minnar og verð haldast óbreytt í krónum. Útlendingar velja þá það sama fyrir krónu í framtíðinni og væri þeiir eigin gjaldmiðill, undiliggjandi verðbólga er að meðtali um 4,5% á mörkuðu þar, hlutir hækka mismunandi mikið eftir skattastefnu ríkjanna og vaxta.
 rauntekjuvöxtu -1,0% þanngin að hagvatarkrafan erum 5,5% að meðaltali í EU. 6,0% verðbólga nauðsynleg, eða lækkun skatta og vaxta til samræmis við þá þýsku og Frönsku.  Verðtyggja tekjur þeir 80% tekjulægstu eingöngu. Svo lækkanir nýtist þeim sem geta ekki sparað.

Júlíus Björnsson, 9.2.2012 kl. 02:38

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir Júlíus.

Átt þú einhvern link á veðlánakerfið í Bandaríkjunum???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2012 kl. 08:06

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1222015/

Ég halaði niður öllum fjármálfræðkennslum bókum Glitnis nokkrum dögum eftir  hrun.  Grunar var hver var höfundurinn. Góðar hliðar eru þar að þarna var allt sem baklandið hefur í heilanum tilgreint.  Mjög vel upp sett.

Hinvegar segir höfundur hann ætli ekki að útskýra hvernig á að ítra til reikna út ávöxtun af endurfjármögnarbréfum íbúðlánasjóðs [milliliðar kosta]. Þetta fellur ekki undir verkfræðingaa heldur stæðræðinga með áhuga á hagnýtri stræðfræði, eins og mig sjálfan sérviska. Hagfræðingar hafa engan heila í svona hluti.

Síðan er talaðum veðsöfn og útskýrt að í ríkjum eins og eins og USA sé mikið af fylkjum og sérfræðingar sem er í bullunandi vinnu við reikna meðal gróða af öllum þessum fylkjum [ skammtíma áhættu brasks veðsöfn , hamborga bullur, ljóstofur, barir , næturklúppar, ......

 Auðvitað er fylki þúsund ára gömul og má nota á öll veðsöfn , líka þau þar sem almennar verðlags hækkanir eru eina áhættan. Fylki er hluti af námi rafmagnsverkfræðinga: pínulítið. En málið að læra að sanna formúlur  er nauðsynlegt til byggja sínar eigin. Sá sem getur það og Þjálfar sig verður Master. Ég þurft að sjáfmennta samfara Menntaskóla og Háskóla, þetta hefur svo lítið vægi í Alþýðunámi í heiminum í dag. Þetta þykir of erfitt fyrir heila með skammtíma minni og meðalgreind. Útlendingar sem koma hingað á vegum Alþjóðstofnanna eru ekki rjóminn í sínum heimaríkjum, topparnir fara í vinnu heima til að stunda samkvæmislífið þar og eru ráðnir fyrir útskrift til æviloka.

Hver maður á að vera á sínum stað um borð. Þannig lærði ég til sjós. Hver sem er getur ekki verið hvað sem er hvorki andlega eða líkamlega. Við eru öll eins en mismunandi eins og fingraför. Ísland  skildi ekki fylkin sem Danir skildu eftir hér, en létu þau í friði og unnu eftir hefðum. Síðan kom verðtygging á verðbólguvesti útlendinga. Síðan komu nýir aðilar inn og sögðu, það er hryllilegt að nýta ekki þessi bréf og margfalda ávöxtunina, á skammtíma forsendum þetta var um 1994, síðan kom Baaloon og Íbúðalánsjóður  1998, og þá átti að leika sama leiki og glæpagengi í USA, draga úr byggingum í 3 ár, koma svo fram með minni útkröfunar kröfur og breytt form á okuraunvöxtunum, hringt var í vini og kunninga lánað fyrir eingarhaldfélögum á kúlulánum 5 ára ekki 25 ár, og ordrur kaupa allt toppverði, fasteignaverðið mun rjúka upp á öllum fasteignum frá 2001 til 2006  þá eins og í USA vera búinn að selja allt fyrir 2005 til 2006.  Hér voru öllu veðsöfn í uppnámi 2004  og EU bankar í ekki áhættu máttu ekki auka útlán til  Íslands vegna veðskorts.  Þess vegna var samið bak við tjöldin að til að  fjámagna leiguþý UK, þýskalands og Hollands þá yrði að fara  krókaleið: stofna útbúi. þegar ekki væri hægt að tefja lengur þá myndi gengið felt og Ísland mjólkað næstu árin, raunvirðistreymi út úr Íslandi inn í hin hagkerfin skilar sér alltaf til Seðlabaka þessarra ríkja.  Þetta er speculation hjá mér vegna bankaleyndarinnar, sem verndar ríkisbanka jafnvel þótt nú skráðir, allir í EU á einkaframtak.   Lífið er saltfiskur og fugl í hendi. Glitnir var bannlista fyrir 2000 fékk engin útibú, reynta að fjamagna sig í Asíu og fann hér upp gengistryggð bréf [í efnhaga annar ríkja]til selja Japönum veðsöfninn.   Ég get látið fá eitthvað. En ef þú skilur linkin sem ég sendi þér, lítil stærðfræði. Eining þar merki eins og x breytistærð. Getur verði hús, króna, dollar, saltfiskur, nota til að skila allt í einu, x: allar tegundir af verðbréfum, nota til skilja kjarnan í kerfinu. Sá sem les setur inn það sem vill fyrir orðið einingu. Plottið hjá Brussel er að fá sauðina til að rísa upp á móti elítum lepparíkjanna.
Miðstýring kostar minni völd hjá fyrrverandi toppum. Þeir fóru í vörn til geta samið og hækkuð sig upp fyrir mörgum árum.  í EU er allt í grunni skiplagt 30 ár fram í tímann. Flest Lepp ríkin fengu tilboð sem þau gátu ekki hafnað, 30 góð ár. Ísland er ekkert betur sett en formleg Leppríki Frakka og þjóðverja og Breta. Elítan Íslenska verður að víkja fyrir Brussell til hér þrífist byggð. Okkur verður skammtað það sem hæfir eyjaskeggjum sem er ekki í aðstöðu til að semja. Aðildar kjaftaæði er til dreifa umræðu frá aðalvandamálinu hér vaxandi miskipti á grunn nauðsynjum.

Júlíus Björnsson, 9.2.2012 kl. 09:37

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, guð hjálpi þér Júlíus, ég er ekki með neitt skammtímaminni og það má alveg setja út á greindina.  Og fylki hef ég ekki skoðað frá því að ég slapp út úr síðasta tímanum hjá Ragnari Árna um árið.

En ef við færum þetta yfir í samantekt, er það þá rétt skilið að bandaríska kerfið gerir ráð fyrir ákveðinni verðbólgu yfir langt tímabil og reiknar hana strax í vexti eða eru vextirnir breytilegir til skamms tíma.

Svo megum við ekki gleyma því Júlíus að í ófullkomnum heimi riðar jafnvel Sviss til falls.  Og Kaninn lét ræna sig eins og þú útskýrir ágætlega.

Skjóttu á mig línu ef þú nennir, ég verð ekki verri af smá kennslu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2012 kl. 10:05

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sviss er búið hífa sig upp aftur, plottið hér er þekkt í viðskiptum. Leiðandi ríki  með góða varasjóði, ræða um að grisja á kennpis markaði, þá gildir að apa hin veikar ríkin fórn til að uppskera.  Slökun áhættu mati  valfrálst. NB. Kallaðist Nýfrelsi, lána  út á borgir í byggingu, veð koma á gjaldadaga bæði bakveð fullbyggði  og vsk .tekjur.

Ekki bundið valfrelsi skrá alla banka á einkframtak EU, til gera þá skattstofnum og skella skuldinni á einkframtak sumstaðar.   Síðan er byrja aðlána glannalega af leiðandi ríkjum, fórnininn hin apa , en allt í stoppa þau leiðandi, þau höfðu efni á þessi, hin sem öpuðu áttu engin veð, og varsjóðir ríkja eru hernaðleyndar mál.  Skattmann hér bannar vara sjóði vegna verðlagshækka í framtíðinn t.d.  Fyritæki mega [eiga] færa verðbólgu síðast ár til hækkunar á passvium eignum til að láta reiðfjár eiginféið hækka á móti ólseljanlegri eign. Hreint  Eigin áhættu fé er alltaf jafnt handbæru reiðfé vegna skuldbindinga til útborganna næst ár. Þegar banki á peninga í sjóði til að stækka þá er það hlut af útborgun vegna stækkunar. Óþarfa eiginfé =geyma penginga er heimska.  

Viðskipa aðila verður að fylgja verðbólumarkmið á sínum mörkuðum til að eiga fyrir útborgunum  til sinna bygja eða lánadrottna. Þar sem verðbólga er stöðu þá hækka allat jafnt á 60 mánuðum, ef þetta er  um 5,0% ári in við 0,5% á mánuði  þá verður eingin fé vegna útborgana næsta árs að vera 5,0% af útborgun síðast árs. Hér var sett í lög þá hætti ég í viðskiptum að færa mætti hækkun á passive eignum sem ég gat selt atvinnuhúsnæði  sem var þá verðbólga síðasta árs á móti áhætti eiginféð.   Erlendi má ekki blanda óseljanllegum eignum inní fjármálreksturinn bara lögbundnu reiðufjárkostnaði sem honum fylgir. Þá sjá líka lánadrottar að nákvæmlega áhættu veð þín.

Ég var ein fyrstur að brjót alþjóðalög og fara etir þessar vitleysu hér. Við leigðum hús , kannski leiga hafi verið 300.000 kr. Ég út skuldabréf eins og þjóðverjar:   3,0% nafnvextir 108 milljónar heildarskuld. koma á móti söluverði 75 miljónir. þá græðir kaupandi strax 33 milljónir en fær lægri vexti á gjalddögum en ég hagstæðar lán ef ég vildi selja fasteignina.

Síðan fyrsta árið þá var verðabólga hjá 7 % og 5.000.000 ókeypis til hækka eiginfé, á móti hækkar fasteign. Erlendi á fasteignin að vera í eignarhaldsmöppu og inn á hann er færður eignaskattur miðað við eignamat ríkisins. þessi skattur greiddur fer úr reiðu fjársjóði til lækkunar á eiginfé. Ég er búinn að borga. þetta gera útlendingar. Sá sem á ekki fyrir skatti hann fer á hausinn.

Ef þú ert að reka fyrirtæki sem á og rekur fasteignir, þá er fasteing passive, hinnar eru eins og vörur eru alltaf að seljast þú hækkar þær sjáfur vegna verðbólgu.  Reynt að blekkja lándrottna að þú eigir meira með svona kúnstum var ekki leyft hér heldur. Svo fóru allir sækast eftir sem dýrustum fasteignum til að fá verðbólgu hækkanir frá skattmann í meðgjöf. Bankar fengu veð til lána inn í rekstur á móti.  30 árum síðar er talað um eiginfé eins því meira því betra. Eignfé fer eftir lögboðum gjöldum sem tengjast rekstri, verðlagshækkum næsta árs, áhættu vegna eigin lánstarfsemi ef þú hefur ekki góð veð á móti , útborguna skyldu á uppgjörstímabili.  Meðal viðhaldskostanað. Allt þetta leggst svo ofan á sölu rekstrarins og þú átt alltaf fyrir útborgunumu ef þú ert markaðshæfur.


í Stöndugum ríku gildir 30 ára lögmálið á öllum sviðum og hringur 360 eins og ár.

Þá komu fram hf. áhættu í Danmörku.  Í sambandi við mikil kaup af passivu eignum. þá koma oft ríkisbanki inn í  og þarf veð og þá er það yfirleitt verksmiðjan,  þá er lánað raunvaxtalaust til verðtygginga á 30 ár og hér var þá skuldi færði á móti fasteign.   Hinvegar til að losna fasteign og hreinseigin fé þá þarf verðbólga að vera  80% á 30 árum ef útborgum var 20% í fasteiginni. þá hverfur þessi fasteign eftir 30 ár.  þú borgar hana upp með penginum. þetta er bara gerfi reiðufjárveð síðar.  Fasteing er alltaf hjá skattmann og skattarnir fara á eigin fé. Þá er betra að bera sama öllu 30 ára fyrirtæki í samgeira  ef eiginfé er hreint.  Þegar atvinnu húsnæði er selt þá er nýtt keypt og þá kemur sölugróði eða sölu tap.  Það var heimskt lið hér áður fyrr í bókhald sem heldur að eiginfé sé eign forstjóra t.d.  Svo er fyrirtækið með fastar skuldningar 60 milljónir á ári.  En allir sjá að fasteignin kostar 200 milljónir og héldu kommar þá að þarna væri forstjórinn að koma eignum undan, Fasteign eins áður segir skráð hjá ríkinu sem vanlega hækkar eignaskatta miðað við þjóðartekjur. Hagnaður eigenda úr rekstri  er mismunur á tekjum og gjöldum ársins.  Kemur ekkert passivum eignum við.  Hagnaður samfélgsins er lagður á kaup og sölu erlendis. Sum fyritæki þannig að betra er við við strafsenn og sum eru þannig að betra er við sölu.  Sálfræði er betra að miða við starfsemm og sölu.   Ríkið þýska segir þetta firma á greiða 5.000.000 á ári í skattskatt, 2.500.000 í lauskatt og 2.500.000 í söluskatt. Launi eru til ríkisins og best að dreifa jafnt á alla starfmenn.   Strafsmenn fá borgað fyrir kaup fyrir vinnu ekki skatta til ríkisins, það er formsatrið í full gildi utan Íslands. Erlendis er sagt að allri starfandi beri 50.000 miða við lámarkastekjur þá þarf fyrirtæki með 100 starfsmenn að borga 5.000.000 fyrir þá.   þá segja þjóðverja og nánast.    Að þegar aðilar er að segjast vinna í akkorði við skirfstofuvinnu og borga sér fullt af kaupi þá hækkar það verðlag til gera þeim þetta erfiða fyrir tengist fákeppni, þá er sagt að duglegri geti borið meiri byrgðar í samræmi.  þá kemur annað þrep venjulega miða við 2 grunnlaun dagvinnu.  þá borg þeir í þessu  dæmi 100.000 fyrst. svo hlutfallslega meir fyrir það er umfram.  3 þrep er nánast horfið í Danmörku en finnst í Ríkjum meiriháttar eins og Þýsklandi, Frakklandi og UK, risafyrtæki svo náttúrlega á Íslendi líka. þetta sem lagt er á er svo umreiknað í prósentur til leggja á og síð reiknað í prósentur til taka af.

hér tala kommar í Sjálfstæðiflokki  launaskkttar sé  ekki rektraleyfi fyrirtækja helur tekjur af strafsmönnum í þeirri merkingu að þeir hafi unnið þessar tekjur ekki að kaupendur hafi greitt þær þetta sé skattur af tekjum en ekki á tekjur eins og erlendis. AGS kallar þetta niðgreiðslur til lálaunfyrtækja  í formi persónuaflastáttar. Til skekkja samanburð. þegar þessi afsláttur var tekin fjölgaði hér lálaunstörfum, 5.000.000 fór beint á yfirbygginguna. sem núna kvarta yfir hárri prósentu.  Í Danmörku  kallst þessi 50.000 kall sem lagður er á allaformisins vega grunn samfélgsskattur til fjármagn grunnþjónutu , svo er 2 þrep bókuð á móti annri þjónustu ríkisins, þriðja þrep sennilega til fæða fátæka.  Afhverju er allt sett í flækju á Íslandi.   Heimskum finnst allt flókið vera greindarlegt það er sennilegasta skýring. Ef persónuafláttur er feldur niður 5.000.000 á hundrað manns þá hækka allir um 5.000.000 kr. en 2 og 3 .annað lækkar um 5.000.000 kr.
þá sjá þingmenn að hundrað manns eru skila 5.000.000 í skatt. þetta lið vex í virðingu á rétt til meiri þjónustu í staðin frá ríkinu. Fyrtæki sem svíkja minkin vsk. geta ekki eins vel falið strafsemm, þar er hægt að lækka vsk .á móti.  Samburður milli tekja hópa verður allt annara og skattaprósentur lægri, betri skattaskil.

Júlíus Björnsson, 9.2.2012 kl. 12:34

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fylki er 30 x 30 gjaldagar ári eða 360 x 360 gjaldagar mánuði  5 x  5 sinnum fimm.

þetta eru hólf  og þroskað safna 30 ára er með 30 hólf á hverju ári, sem er heildar útborgunar upphæð [eða inn], ef verðbóta vextir eru fastir á hverri ársútgáfu þá kallast þetta jafngreiðsla.  straunmlína merkir Í 30 hólfum á hverju eru 30 mismunandi árgangr. 30 mismunandi verðbóta nafnvexti  upphæði minni í hólfi eftirþví sem árgangur er eldri. Breytir kallast ef  allir vextir í árshólfi eru þeir sömu  þá er líka elstu árgangar með lægstu upphæðir.

heildar greiðsla á hverju ári er samt nánast sú sama ef fylkin eru þroskuð.

Fastrir allan tíman skilar stöðugtu  lægri greiðslu að raunvirði í augum greiðenda. Breytilegir eru lægri oft fyrstu árinn en geta hoppað upp á niður  og þykja óþægilega í USA vegna þess að margir eru þá allta reikna út raunvirði og finna út að það sé svindlað á þeim.  Öll lán eru hér 100% til 200% dýrari hér á 30 árum en í USA og UK viðmið engar niðurgreiðslur úr ríkisjóði.  þetta er til að tyggja að enginn útlendingur vill fjármagna íbúðalánsjóð, með með raunvaxta kröfu í hausi bréfa, á móti raunvaxtalausum verðtyggingum til 30 ára erlendis.  hér baklandinu er glæpalið sem fyllir aðra upp af vitleysi.  Í USA er litið á nafnvexti sem vísbendingu um verðtryggingar áhættu, 5,0% er fyrir verðbólgu næstu 30 ár, örugglega þar fyrir ofan byrja áhætta.  Þegar verðbólg hér er 6,0% þá eru nafnvsxtir hjábúðlansjóði  10,4% í samburði, bandbrjálað. Ef hér kæmi 1,0% ein mánuð og 0,0% 11 mánuði, þá er 1,0% yfir allt árið, 5,5% nafnvextir en verðnólgumánuðurinn er aðskila 16,5% nafnvöxtum. þetta er svo geðveikt þetta er ekki verðtrygging þetta er vitfyrring.  aðliar á mörkuðum erlendis eyða ekki tíma í að reikna neytt langtíma örryggir á raunvaxta eða skmmtíma áhætta eða raunvextir. Tveir aðskildir heimar sitt hvor markaður. Það er miklu meiri eftirpurn eftir verðtyggingu en áhættu í framkvæmd í heiminum.

það er tveir flokkar bréfa sem aldrei fara í Kauphallir skammtíma áhættum: Stofhlutbréf grunnfyrirtækja 30 ára reglan, heimili daglaunamanna í millstétt, 30 ára reglan.  það þykir viðbjóðelegt. þetta er grunn verðtygginga raunvaxta og ávöxtunarlaus, 1,99 max, á hverju ári. Fyrirtækin og nýbyggt. Fasteign bréf á markaði  erlendis er bréf sjóða sem greiða 1,99 max raunvextir efrimillstéttar sparendur og sjóðirnir fjámagna svo 5 ára kúlulán til byggingvertaka vegna nýbygginga. þar koma inn 1,99 prósent álag á 30  lánin til byggingarverktakanna, og svo spenna um að verðsveiflu verð hækki þangað til allt er selt, innan fimm ára. Reynslan segir að ef allt selst samt sem áður þá falli verðin aftur þegar hverfið þroskast,  það er eru enga sölu skýrslur fyrir nýtt hverfi endursölu saga, eninnherja hafa sölur frá öllum ríkjum USA í heila öld.  Allar líkur að verði falli eftir fimm ár. Menn geta nýtt sér reynslu annarra til að svindla á öðrum heimskum.  

Júlíus Björnsson, 9.2.2012 kl. 13:22

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus, þarf betra tóm til að spá í þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2012 kl. 14:26

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.interest.com/mortgage/calculators/arm-calculator/

Hér síða USA og fastir vextir 30 ár jafngreiðsla, lögverndað hugtak í UK allar greiðslu verð vera jafn háar. Annars er þetta skjalafals.
Londom intial rate max. alltaf 1,99% kostnaður við að þroska ný fylki. EF verbólg í dag er 5,6 í London þá er hæstu nafvextir 7,5%.
Allar líkur að sé nýtt eða kaupandi sé úr efri millistétt að kaupa fasteignir sem er lengi verið að selja.

USA fylkin er um 3,8 % og samt er fylkið í heild frá 1981 og því 65% gjaldadag miðiaðir við 4,5% verðbólgu.   Þetta er verðtryggina á reiðfjár útsreymi Verðbógla í USA snarlækkaði eftir 2000 og þar sem vexti þessar lána og lægri almennar hækkar lækka þá skjálfa skammtíma áhættu/ raunvaxta fjárfestar. UK er ennþá á 5,0% hækkum í kauphöllum. USA er nota langtíma fylkinn þannnig að loka sumum á ná þanning í  reiðfé, til mæta eftirspurn í heildina. Lækkun verðbólgu eykur raunvirði útstreymis. 

Málið Glitnir segir matrix notað í stórfum kerfum skammtímaáhættu fylkja, og segir að vaxtabyrði jafngreiðslu langtíma sé alltaf mestir fyrst vegna jafngreiðunnar. USA talar um veðaflosun  því fyrir greiðanda sem sem ekki í vandræðum með mánargreiðlur og læta sé að búa á samastað í10 til  30 ár  skiptir engu mál hvernig verðbótum er dreift eða eignaskiptingu á lánstímanum.

Hér og víða annstaðar í London er aðilar ekki með heila til skilja að grunnurinn eru fylki.

Hér væri vinnutími síðust 50 ár styttri og velmegun mikið meir ef veðmágrunnuur væri eins og stöndug ríkjum hagsveiflu jafnari. Ég votta að hér kann ekki á verðtyggingar eða  halda um raunvirði reiðfjárstreymis eða þroska ný fylki.  Þett virkar eins langtíma vaxtalaus yfirdráttar heimild. Tryggir lægsta húsnæðiskostnað  og því mesta samkeppni hæfni vsk. fyrirtæki með áþekkan launa og orkukostnað. Mestan kaupmátt launþega. Útlendingar eiga allan hagnað af því gengur upp hér miðað við 300.000 manna þorp EU. EES er snið fyrir ríki sem banna ekki eftirvinnu.   Wolwerhampton og sveitin þar í kring  er hugmynd Darling um Ísland framtíðar. Það verð flutt hingað inn grænmetisætur því kosta minna kaup. Hjólandi lið. Það er skorin niður elítan hér um 50% á næstu 10 árum. Írar þeira veðsöfn er rétta úr kútnum  faraí gegnum EU samdráttin mikið betur en Ísland. Lissbon tekur undir sjónarmið þriðja heimis um meiri hlutdeil.  Langtíma efnhagstöðuleiki byggir á sterku langtíma Prime AAA+++ veðskuldarfylkjum stærðin skiptir engu máli. Hlutafall 80% á móti 20% skammtíma. Hér búið til yfirbygginging frá1983  af fjölbeyttu torskildu skammtíma fjármálakerfi, 5 ára velta, 25% eigin fjárbinding fáir stór viðskipta vinir. Rétt fyrir voru Norlandráðherrar með þá tilfinngu að fjámálbyggingar hér sýndu hvað uppsetning væri þroskuð. Þroski merkir þroskuð fylki. Sjálfbærir varasjóðir. Sjá USA, Kanada, UK, Frakkland, Þjóðverja, Sviss , ... hér er ekki eitt langtíma Prime aaaa+++ verðtyggingasafn Í landi sem taldi sér trú um að það hefði fundið upp raunvirði fyrir sama raunvirði, raunvextir/áhætta byggir á 80% langtíma öryggi. 8% Í UK fara í Universtatis, mismundi góða.  

Júlíus Björnsson, 9.2.2012 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband