Að axla ábyrgð er ekki öllum gefið.

 

Að minnsta kosti ekki ritstjóra Morgunblaðsins.

Ég hef oft verið að spá hvernig honum líði á síðkvöldum þegar hann lítur yfir farinn veg.  Vissulega munu margar minningar vera góðar, mig langar sérstaklega þakka honum fyrir það að hafa komið lífeyrisgreiðslum ríkisstarfsmanna á lífvænlegan grundvöll.  Þekki það á eigin skinni, pabbi minn hefur oft boðið mér í hrossakjöt, reykt og saltað sem hann gæti varla ef hann hefði setið uppi með greiðslur úr lífeyriskerfinu eins og það var fyrir Davíð, Friðrik og Geir.

En annað fór miður, Hrunið er kennt við hann, með réttu eða röngu.  Og það hlýtur að vera hverjum manni skelfing.  Og innst inni hlýtur Davíð að vita að hann er ekki með öllu saklaus.

 

En þegar ég las Reykjavíkurbréfið í dag, sem reyndar er stórgott bömm á vanhæfustu stjórnendur sem saga vetrabrautarinnar greinir frá (veit ekki um verri dæmi úr Star Trek þáttunum), þá mætti halda að Davíð hafi ekki verið í vinnunni sinni, hvort sem það var í Stjórnaráðinu eða hinum megin við hólinn, í Svarta turni.  

Að hann hafi verið svona valdlaus áhorfandi og allt eiginlega gerst án hans vitundar.  Hann hafi jafnvel verið blekktur eða það sem verra er, fíflaður.

 

Eða hvernig á að skilja þennan texta???

"Á einhverju stigi hafði það gerst að viðskiptabankarnir þrír höfðu horfið frá meginverkefnum sínum sem þjónustustofnanir fólks og fyrirtækja með hæfilega hagnaðarkröfu og vaxtarmarkmið í að verða drifkraftur í ævintýralegum ferðum fjársjóðsleitenda, sem náð höfðu tökum á bankakerfinu beint eða óbeint".

Eða þennan????

"Íslenskir bankar höfðu aldrei séð slíka flóðgáttir opnast og stóðust ekki freistingarnar. Fjármálaeftirlitið var bundið við að nota samevrópskar eftirlitsreglur og menn vita hvernig þær hafa dugað í Evrópu".

Að ég minnist ekki á þennan.

"Og það voru ekki bara keypt fyrirtæki og fasteignir. Að lokum áttu menn heilan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna, ".

 

Hvað hafði Samfylkingin með það gera sem gerðist fyrir 2007, var það ekki þá sem hún komst í fyrsta skiptið í ríkisstjórn??? 

Hafði hún eitthvað með það að gera að hér voru teknar upp samevrópskar eftirlitsreglur, var það ekki bein afleiðing af samþykkt EES samningsins sem var samþykktur að ég man rétt af Viðeyjarstjórninni???

Var það Samfylkingin sem einkavæddi bankana????, er það þess vegna sem er talað um S-hópinn????

 

Svarið er auðvitað Nei og hvort sem söguskýring ritstjórans er rétt, að þetta hafi eiginlega bara gerst á einhverju stigi vegna þess að  áhættukóngar í fjársóðsleit tóku yfir atburðarrásina þá frýjar það ekki þáverandi forsætisráðherra og flokk hans ábyrgð.

Hann og flokkurinn var kosinn til að stjórna landinu, ekki til að horfa uppá einhverja atburðarrás.  Og þegar haft er í huga að þeir sem vöruðu við þessari atburðarrás voru annað hvort þaggaðir eða hæddir og spottaðir eins og Ögmundur benti réttilega á í stórmerkri grein í Morgunblaðinu og forsætisráðherra þáverandi og flokkur hans voru gerendur í þeirri þöggun og spotti, þá er ljóst að hin óvænta atburðarrás var þeim ekki mjög á móti skapi.  

Og í kosningum, sérstaklega 2003 og 2007, eignaði Sjálfstæðisflokkurinn sér ávinninginn af fjársjóðsleitinni, taldi hann, það er ávinningin, og hina "óstjórnuðu" atburðarrás vera sér að þakka og þá vegna þeirra kerfisbreytinga sem flokkurinn hafði staðið fyrir.

 

Hvort sem það er með réttu og röngu, þá er eðlilegt að þjóðin tengi bæði flokk og formann hans við það sem gerðist á árunum fyrir Hrun og endaði með gjaldþroti þjóðarinnar.

Og megin ábyrgðina hlýtur hann að bera sem stjórnvald þjóðarinnar á þessum árum þó það sé öruggt að ábyrgðina beri fleiri og ekkert afsakar hegðun útrásarinnar. 

En að afneita þessari ábyrgð er hreinn og klár liðleskjuháttur og ég ætla slíkt ekki formanninum fyrrverandi þó núverandi ritstjóri Morgunblaðsins tali stundum eins og hann hafi lítið vitað og fátt getað gert. 

 

Og ekki er hlutur fyrrverandi Seðlabankastjóra gerður betri í þessu Reykjarvíkurbréfi.  Í því er bent á að hann hafi neitað "að henda gjaldeyrisvarasjóði landsmanna á bálið" en "núverandi seðlabankastjóri lýsti því yfir margoft, bæði opinberlega og í þrengri hópi að það myndi hann hafa gert".  Og því trúi ég alveg.  Og það er alveg rétt að núverandi seðlabankastjóri  og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri eru fyrrum kommar en hverjir mótuðu stefnu Seðlabankans sem fylgt var í peningamálum undir stjórn fyrrverandi Seðlabankastjóra, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins??

Svarið er núverandi seðlabankastjóri þegar hann var aðalhagfræðingur bankans.  Og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri sá um að framfylgja henni.  Og hreint út sagt þá þurfti ekkert bankahrun til að þjóðin félli, vaxtaheimskustefnan hefði alveg ein og sér séð um það og það er hún ein og sér sem skapaði vaxtamismunaviðskiptin sem kennd eru við krónubréf og eru ástæða þess að ríkisstjórnin neyddist til að taka upp gjaldeyrishöftin eftir Hrun.

En það er eins og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins hafi gleymt öðru en afrekum fyrrverandi seðlabankastjóra, ábyrgðin á því sem miður fór hefur þurrkast honum úr minni.

 

Þetta Reykjavíkurbréf sem ég vitna í er ekkert einsdæmi, þvert á móti.  Ábyrgð annarra virðast ritstjóra mjög hugleikin en afsakanir tamar þegar kemur að hans hlut og flokksins sem hann leiddi í ríkisstjórn frá árinu 1991.

Mannlegt kannski en ekki karlmannlegt.

Og þó ritstjóri Morgunblaðsins eigi þetta sammerkt með því sem næst öllum sem einhver völd höfðu og ábyrgð báru, þá bætir það ekki hans hlut.  

Og innst inni veit hann það örugglega, "what are you thinking my lady, when you are alone in your bed",  gæti alveg eins átt við hann eins og fyrirsætuna fögru sem þessi texti er ortur um.

 

Hvað skyldi hann hafa hugsað á kveldi þess dags sem útburðurinn í Breiðagerði átti sér stað????  Þar kom Heimavarnarliðið einstæðri móður til hjálpar, en engin hjálp barst úr Móunum.  Þar var engin ábyrgð öxluð þó Hrunið hafi skapað neyðina sem endaði með meintum útburði barna og móður. 

Og hún er ekki ein, opinberar tölur segja að hátt i helmingi einstæðra mæðra eigi í gífurlegum fjárhagslegum erfiðleikum eftir Hrun og mjög margar sjá fram á útburð.

Samt hefur ekkert Reykjavíkurbréf verið skrifað um örlög þeirra.   Aðeins þögn.

 

Og ekkert heyrðist úr Móunum þegar flokkurinn hans ákvað að lúta ráðum Péturs Blöndals og svíkja heimili landsins á ögurstundu haustið 2010.  Samt eru erfiðleikar þeirra í beinum tengslum við Hrunið.  Og ríkisstjórnin hefði fallið ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki komið til hjálpar.

Er hægt að axla ábyrgð á vanda heimilanna á annan hátt en að styðja þau???

Er stuðningurinn við peningapúkana sem kosta Pétur Blöndal, mikilvægari en að styðja þúsundir barnafjölskyldna í neyð þeirra.

Neyð sem má rekja beint til Hrunsins.

Hvaða ábyrgð er það að gera ekki neitt þegar maður hefur styrk til að gera eitthvað.  Penni Morgunblaðsins er öflugt vopn en þegar á reynir þá er blaðið autt, ekki orð til stuðnings raunhæfum lausnum í málefnum heimilanna.

Þögn, aðeins þögn.

 

Hvorki fyrrverandi formaðurinn eða flokkur hans hefur axlað ábyrgð á hvernig komið er fyrir heimilum landsins.  

Flokkurinn hefur það sér til afsökunar að lúta valdboði peningapúkanna sem ritstjórinn kallar áhættukónga en  hver er afsökun ritstjórans???

Kjarkleysi, blinda, afneitun á eigin ábyrgð???

Veit það ekki en á meðan einstæðar mæður eru bornar út þá er smánin algjör hjá þeim sem eitthvað geta gert til að hindra það.

 

Eins er það með arfleiðina eftir 17 ára samfellda stjórnarsetu, gjaldþrota þjóð, sundruð þjóð.  

Við gjaldþrotinu er lítið hægt að gera, það varð, verður ekki breytt.

En af hverju er þjóðin sundruð???

Á því er ein stór skýring, og það er reiði yfir því að ekkert heiðarlegt uppgjör hefur átt sér stað.

Enginn gerandi hefur sagt, "mér varð á", á þann heiðarlega hátt að játa það sem miður fór og betur mátti fara, hjá honum, ekki öðrum.  Á einn eða annan hátt eru allir að benda á einhverja aðra.

Það er eins og menn skilji ekki að enginn annar getur beðið afsökunar fyrir þeirra hönd, þeir verða gera það sjálfir.  Og þeir gera það ekki fyrir aðra, hvað þá að þeir geri það á þann hátt að þeir krefji aðra um að biðjast afsökunar.

Hafi maður gert eitthvað á hlut einhvers, þá biðst maður afsökunar á því, jafnvel þó einhverjir aðrir hafi líka gert eitthvað á hlut viðkomandi.  Það er þeirra að sjá að þeir þurfi að líka að biðjast afsökunar.

Engin heiðarleg afsökun inniheldur orðin, "já ég gerði eitthvað en þeir gerðu líka".

 

Og þessi algjöri skortur á iðrun er að fara með þjóðina til helvítis.  

Fólk er reitt og gömlu Hrunöflin spila á þá reiði, sundra henni til að fá næði til að endurreisa efnhagslífið á sömu forsendum og var fyrir Hrun, og þá undir þeirra yfirráðum.

Eitt er að hafa valdið þjóðinni ógæfu, hvort sem það var viljandi eða óviljandi sem ég hygg að gildi um flesta ábyrgðaraðila Hrunsins, en annað er að eyðileggja framtíð hennar vegna þess að menn hafa ekki kjark og manndóm og segja, "fyrirgefðið, afsakið, mér varð á".

"Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að upplýsa það sem gerðist".

 

Það kallast að axla ábyrgð.

 

Núna þegar Alþingi virðist ætla að axla ábyrgð á mistökum sínum að hafa ákært aðeins einn mann, og það ranglega, fyrir að hafa borið ábyrgð á Hruninu, að þá er tómarúm.

Tómarúm sem mun endanlega sundra þessari þjóð ef það verður ekki tafarlaust fyllt.

Reiðin er áþreifanleg, og hún mun leita útrás.

Og það er ábyrgðarhlutur að afturkalla ákæruna, sem er vissulega nauðsynlegt því hún er aðför að lýðræðinu, án þess engar raunhæfar tillögur að heiðarlegu uppgjöri komi í staðinn.

Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ekki skilja þennan ábyrgðarhlut enda ungt fólk með silfurskeið í munni og hefur líklegast aldrei axlað neina ábyrgð í lífi sínu.  Hún vogaði sér að leggja fram tillöguna um afturköllun á Landsdómsákærunni án þess að fylgja því eftir með tillögum um óháða rannsóknarnefnd sem hefði raunverulegt vald til að rannsaka allt og alla sem tengjast Hruninu mikla.

Hún olli ekki hlutverki sínu, þetta eru bara eins og lítil börn.  Ómeðvituð um gjörðir sínar og ábyrgð.

 

En hvað um manninn sem gagnrýnir út í eitt, aðra???  

Kann hann að axla ábyrgð???

Mun hann segja, "mér varð á", og útskýra það eftir bestu samvisku???

Mun hann leggja til stofnun Sannleiksnefndar sem á að gera upp Hrunið á eins heiðarlegan hátt og dauðlegir menn geta gert???

Mun hann berjast fyrir því að útburði einstæðra mæðra sé hætt????

 

Núna er stórt spurt.  

Það er ekki öllum gefið að axla ábyrgð.

En  ábyrgð er oft öxluð.

 

Hvort við sem þjóð erum að upplifa þá ögurstund að slíkt sé gert í kjölfar þeirrar réttu ákvörðunar að falla frá ákæru á hendur Geir Harde, það veit tíminn einn í dag.

Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel/ í fjallinu dunar því komið er él/ snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt/ auganu hverfur um heldimma nótt/ vegur á klakanum kalda.

Hver er hin grátna sem gengur um hjarn/ götunnar leitar og sofandi barn/ hylur í faðmi og frostinu ver/ fögur í tárum en mátturinn þverr/ hún orkar eig áfram að halda.

 

Í dag orka ekki margar mæður áfram að halda.

Örlög þeirra og framtíð er í höndum þeirra sem hafa manndóm til að axla ábyrgð.

 

Ég axlaði þessa ábyrgð með því að skrifa þennan pistil.

Aðrir þurfa líka að axla sína ábyrgð.

Ekki bara ritstjóri Morgunblaðsins, öll þjóðin þarf að axla hana.

 

Hún axlar hana með því að skilja að réttlæti er forsenda heiðarlegs uppgjörs.

Og að ekkert uppgjör sé uppgjör nema fórnarlömb Hrunsins njóti réttlætis.  Þess réttlætis að þeim sé hjálpað í vanda sínum og neyð.

Og þegar hún skilur þetta þá mun engin móðir, ekkert barn, vera borin út af heimilum sínum.

 

Aðeins þannig, aðeins þannig gera menn upp Hrunið á heiðarlegan og réttlátan hátt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi.

Hér sannar þú enn og aftur að þú ert maður en ekki mús, þvílíkur pistill, þvílíkur reiðilestur. Ég vistaði þennann pistil hjá mér til öryggis ef omargeirsson.blog.is hverfur af netinu "alveg óvart".  Að venju allt satt og rétt, það vantar ekki og þörf brynning á þá sem bera ábyrgð en hafa ekki viðurkennt ennþá. Ef ég man rétt er Ólafur Ragnar sá eini sem hefur viðurkennt mistök og beðist afsökunar, en hann var ekki í aðstöðu til að stýra neinu.

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 23.1.2012 kl. 00:45

2 identicon

Hverjir voru helstu hönnuðir einkavinavæðingarinnar?

Voru það ekki núv. ritstjóri moggans og Halldór mömmukvóti?

Þeir ættu að þekkja alla kauðana sem kafsigldu þjóðarskútinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 00:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Umrenningur.

Takk, já ég er reiður, varð reiður þegar ég las fréttina um útburðinn.  Hef eiginlega ekki verið svona reiður frá því að ég las athugasemd þína eina forðum daga um þinn útburð Umrenningur góður.  

Hef síðan skammað mann og annan, hef ekki hlíft neinum, móðgað marga.  Jafnt samherja sem andstæðinga.

Og ég hef lagt á mikla vinnu á mig sem ég sé núna fyrir endann á.  

Svona pistla semur maður ekki til að láta þá liggja ólesna, þess vegna þurfti ég að hífa mig upp á Moggablogginu, að leggja drög að því að allavega hundrað manns myndu lesa og einhverjir skilja það vel að þeir taki undir kröfu mína um heiðarlegt, réttlátt uppgjör.

Það skýrist svo hvað verður.  

Meira getur herra óþekktur ekki gert.

En þessi pistill mun ekki hverfa, í raun er hann óður til Davíðs.  Sjaldan hefur dýrara verið ort um nokkurn mann.  Eini gallinn er sá að hann les ekki bloggið mitt og mun því ekki fá tækifæri til að skilja kveðskapinn.

En ef hann gerir það þá mun hann sjá sína Endurlausn

Því við Steingeitur tölum saman tungumálið þó utanaðkomandi þyki það oft hljóma eins og bölvað ýskur líkt og maður lendir i að hringja i faxnúmer.  Þú skilur mig Umrenningur góður enda alskiljandi á Vaðlvísku.

Kannski einhverjir fleiri sem hafa lært að lesa í mig eftir löng kynni í bloggheimum.

En meira get ég ekki gert fyrir einstæðar mæður þessa heims.  Og ég þarf að linna þessu bloggi í bili svo ég fjölgi þeim ekki.

Bið að heilsa á þær slóðir sem þú vafrar um.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2012 kl. 01:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Já það er rétt en um þennan pistil gildir líkt og kýrhausinn, margt býr í honum.

Garðyrkjustörfum mínum er lokið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2012 kl. 01:22

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar.

Það er margt í pstli þínum gott, en annað síðra. Við lestur hans gætu menn komist að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin sé saklaus af hruni bankanna. Því fer fjarri.

Ekki er ég Davíðsmaður, hef aldrei verið og mun aldrei verða. Um sekt hans í undanfara hrunsins þarf ekki að efast, en það er hægt að rífast um hversu stór hún var. Sekt annara stjórnmálamanna er ekki síðri og þar kemur Samfylkingin einnig sterkt að málum.

Nú vita allir að aðdragandi hrunsins var lengri en bara síðustu mánuðir fyrir hrun. Hver upphafspungtur þess er má endalaust deila. Það er þó deginum ljósara að EES samningurinn á stórann þátt í að þessi atburðarás yrði gerleg. Höfundur og aðalhvatanaður þess samnings var Jón Baldvin Hannibalsson. Það var fyrst og fremst hann sem stóð að gerð þess samnings, sem utanríkisráðherra, og það var hann sem harðast barðist gegn því að sá samningur færi í dóm þjóðarinnar og notaði rök sem ekki hafa staðist. Og loks nú eru menn farnir að viðurkenna opinberlega að sá samningur stangast á við stjórnarskrá landsins.

Í kosningum vorið 2007 var ýmsum ljóst að ekki var allt með felldu. Reyndar er það þannig að í dag þykjast allir hafa séð þá þróun á þeim tíma. 

Þá var ástandið orðið með þeim hætti að óprúttnir menn höfðu náð tökum á bönkum landsins, öllum stæðst fyrirtækjum þess og fjölmiðlaveldinu eins og það lagði sig. Ekki bætti úr skák að einn stjórnmálaflokkur var einnig kominn í hendur þessara manna. Það kom sér vel síðustu mánuðina fyrir hrunið, enda hafði þessum stjórnmálaflokki tekist að komast í ríkisstjórn. Sá stjórnmálaflokkur gerði þessum mönnum kleyft að tæma hirslur bankanna síðustu vikurnar fyrir hrun þeirra.

Nú sega margir að grípa hefði átt inn í atburðarásina fyrr, þegar ljóst mátti vera hvert stefndi. Samfylkingin segir að grípa hefði átt inn í fyrir vorið 2007, eða áður en sá flokkur komst til valda. Svo merkilegt sem það er, þá sýndi sá flokkur ekki minnst tilburði til inngripa þegar hann komst að völdum!

Þá má ekki gleima þeirri staðreynd að óprúttnu gosarnir höfðu öll yfirráð yfir fjölmiðlum og beyttu þeim miskunarlaust sér í hag. Þeir sem muna aðeins lengra aftur í tímann en bara til gærdagsins, muna sjálfsagt hvernig þjóðinni og þingmönnum var stjórnað af fjölmiðlum landsins. Hver sá sem kjark hafði til aö efast var samstundis grýttur af fjölmiðlum og þess vandlega gætt að hann kæmist ekki fram með sínar skoðanir.

Vissulega má segja að skaðann hefði verið hægt að minnka ef stjórnvöld hefðu gripið inn í atburðarásina fyrr, en spurningin er hvenær. Ef það hefði verið gert það tímalega að forða hefði mátt hruni bankanna er ljóst að óprúttnu gosarnir, sem réðu yfir ollu fjármagni þjóðarinnar og gott betur, hefðu ekki látið þar við sitja. Þeir hefðu beytt fjölmiðlum sínum og stjórnmálaflokki á svipaánn hátt og gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Auk þess hefðu þeir sótt sér her lögfræðinga og sent þá gegn ríkisstjórninni. Ef hins vegar hefðu verið gripið til aðgerða þegar staða bankanna var orðin svo slæm að ekki var möguleiki fyrir gosana að afhafast, hefði hugsanlega verið hægt að grípa til aðgerða eitthvað fyrr en gert var, kannski viku fyrr.

Menn leita nú logandi kerti að svartapétri, en það er spilastokkurinn allur sem er sýktur. Honum þarf að henda og opna nýjann stokk.

Gunnar Heiðarsson, 23.1.2012 kl. 09:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Lestu betur Gunnar, þér til upplýsingar þá er ég ekki að fjalla um Samfylkinguna, hvað þá alla sem einhverja ábyrgð bera.

Kveðja að austan.

PS, takk annars fyrir öflugt og greinandi innslag.

Ómar Geirsson, 23.1.2012 kl. 10:27

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá þvílíkur pistill, mæl þú manna heilastur Ómar.  Þennan pistil þarf að geyma og lesa af og til, til upprifjunar.  Þakkak þér fyrir skorinorðan og skilmerkilegan pistil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 15:16

8 identicon

Ef þú vilt fremja pólutískt sjálfsmorð, þá segir þú " Mér urðu á mistök".

Nei, aldrei í lífinu sem stjórnmálamaður. Betra að ljúga og ljúga út í eitt, því það vill lýðurinn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 15:41

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar. Þetta eru meiriháttar skrif. Ég skil þennan pistil sem áskorun til allrar þjóðinnar að fara gera eitthvað í málunum. Allir  þeir sem einhver dugur er  í, taki saman höndum og verji sína nánustu og sína  þjóð. Þá fyrst axli þeir ábyrgð. Þeir axla ábyrgð á að leiðréttingar verði gerðar eða ekki. Þjóðin skal axla þá ábyrgð að koma hlutunum í það horf að hægt verði að lifa mannsæmandi lífi í þessu gjöfula landi, sem Ísland er. 

Eggert Guðmundsson, 23.1.2012 kl. 15:54

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ásthildur.

V.Jóhannsson, samt er það öruggt eins og tveir +  tveir að sá stjórnmálamaður, reyndar með vigt, sem áttar sig á þeirri hugsun sem ég er að vekja athygli á, hann mun leiða þjóðina út úr erfiðleikum sínum.  

Eggert, eitthvað svoleiðis bjó að baki, Fýkur yfir hæðir var þemaefni þessarar síðustu bloggtarnar og þó flestir töldu sig vera að lesa um Landsdóm var ég samt að skrifa um útburð.  Og hvað þyrfti að gera til að stöðva slíka ósvinnu.

Auðvitað er þetta eins og að kasta vatni á gæs, en það er þetta með fiðrildi og áhrif þeirra.  

Takk fyrir innlitið allir sem hér hafa komið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2012 kl. 23:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar það er bláköld staðreynd að dropinn holar steininn, það er því fengur að öllum þeim sem vilja réttlæti og jöfnuð, og fordæma þau klíkustjórnmál sem hér eru ríkjandi í dag, og er raunar lífsspursmál að uppræta sem fyrst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 23:09

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Takk kærlega fyrir þennan frábæra pistil. Þú ert magnaður bloggari og persónuleiki.

Þeir myndu varla ekki sofa vel, sem gerðu sér raunverulega grein fyrir hvað þetta rányrkju-ástand síðustu ára og jafnvel áratuga er að gera börnunum. Ekki er ég með atburðarrásina á hreinu stig af stigi, né hver gerði hvað og hvers vegna í þessu ráni. En að bera börn út með rændum og sviknum foreldrum á Íslandi árið 2012 í hörkufrosti í janúar, er það sama og segja við það fólk: við getum ekki rænt meira af ykkur, né notað ykkur meira, og þess vegna er okkur alveg sama hvað verður um ykkur.

Það er ekkert nýtt í Íslandssögunni að fólk sé borið út úr hýbýlum sínum vegna græðgi sjúkra manna, en það er árið 2012 núna og útburður hefur aldrei verið meiri! Hagnaður bankanna er víst sagður mikill! Hvaðan kom sá hagnaður, og fyrir hverja er sá hagnaður? Eru það hýbýli barna á Íslandi, sem eru komin í eigu bankanna, sem gera þá svona gilda.

Og sumir vilja meina að hér á landi sé siðað samfélag og virkt réttarríki! Hvar er þetta siðaða samfélag og virka réttarríki?

Þeir er svo sannarlega til sem berjast gegn banka-hvítflibba-ránunum og óréttlætinu, og vinna gífurlega mikla vinnu í sjálfboðavinnu við að bjarga því sem bjargað verður! Ég er ekki að tala um Björgunarsveitirnar í þessu tilfelli, heldur Hagsmunasamtök Heimilanna, sem leggja alla sína aflögukrafta í að koma almenningi til hjálpar. Almenningur verður bara að vera virkari og skilja alvöruna áður en kemur að því að þeir eru í sömu sporum. Það er markvisst unnið að því að ræna öllu af öllum.

Það þarf fleiri svona bloggara eins og þig Ómar, sem segir sannleikann umbúðalaust.

Staðreyndin er að sundrung almennings svíkur börnin og úthýsir þeim, því varnarlausir og rændir foreldrar geta ekki borgað meir í lífeyrissjóðs-bankaræningja-hítina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2012 kl. 02:30

13 Smámynd: Ómar Geirsson

"Það er ekki þannig að við smáfuglarnir breytum heiminum, en hugsanlega getur söngur okkar vakið athygli stóru fuglanna, og eins getum við haft áhrif á stefið sem hinir smáfuglarnir syngja."

Takk fyrir innlitið stöllur,  á meðan vitrar konur ljá manni eyra þá  er ekki til einskis sungið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2012 kl. 09:21

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heiminn fylla menn og dýr af öllum tegundum. Smáfuglarnir eru fleiri og geta skipulega sýnt einum stórum tortímingartilburði. Væri ég sá stóri og hefði ekki ráðrúm til að ,,axla,nokkuð vegna ,,eldspýju,,þeirra litlu, hefðu þeir með því tortímt því og þvingað mig, að slökkvitækjunum.

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2012 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 336
  • Sl. sólarhring: 782
  • Sl. viku: 6067
  • Frá upphafi: 1399235

Annað

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 5141
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 266

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband