Hreyfingin upplýsir um kostunina.

 

Hvenær sagði Hreyfingin hingað og ekki lengra???

 

Var þegar landráðasamningurinn kenndur við Svavar Gestsson var samþykktur???  Samningur sem hefði gert þjóðina gjaldþrota með tilheyrandi hörmungum fyrir alþýðu þessa lands.

Nei, ekki heyrðist múkk í þingmönnum Hreyfingarinnar.  Greinilega ekki kostuð af almenningi.

 

Var það þegar ríkisstjórnin sveik öll loforð um skjaldborg heimilanna????  Sérstaklega var það krítískt þegar almenningur stóð fyrir utan þinghúsið haustið 2010, þá fór hann ekki fyrr en stjórnvöld lofuðu að gera eitthvað eftir Helgi.  

Nei, Hreyfingin er greinilega að bíða eftir þessari eftir Helgi.  Greinilega ekki kostuð af heimilum landsins.

 

Var það þegar Alþingi drap niður alla heiðarlega umræðu um hvað fór úrskeiðis í aðdraganda Hrunsins og hverjir báru þar ábyrgð á???  Með því að ákveða að ákæra aðeins einn mann eins og um einræðisherra hefði verið að ræða og útrásaravíkingarnir væru blásaklausir englar.  

Nei, þingmenn Hreyfingarinnar lýstu mikilli ánægju með þá afgreiðslu ríkisstjórnarinnar.  Greinilega ekki kostaðir af réttlætinu.

 

Var það kannski þegar Alþingi ákvað að  leyfa umræðu um að það hefði hugsanlega gert rangt með því að fókusa ákæruna á einn mann og gjörðir hans síðustu mánuðina fyrir Hrun???  Var þá ekki fyrir löngu búið að ræna þjóðina eins og Rannsóknarnefnd Alþingis sýndi svo glögglega framá í skýrslu sinni???  

Jú, þá sögðu þingmenn Hreyfingarinnar, hingað og ekki lengra.  Við látum ekki bjóða okkur þessa ósvinnu.

 

Hverjir skyldu óttast að málið sé tekið upp??  Hverjir skyldu hafa áhyggjur að umræðan um Landsdóm endi með því að Alþingi skipi óháða rannsóknarnefnd með algjört umboð til að rannsaka allt og alla sem höfðu eitthvað með Hrunið og Hrunaðstæður að gera.    Að það verði upplýst hverjir unnu fyrir útrásina við að ræna.

Svarið því og þið vitið svarið hver á Hreyfinguna.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill vantraust á Ástu Ragnheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með þér, Ómar, þessi undirskriftasöfnun er kostuleg í ljósi alls sem á hefur gengið.

Ragnhildur Kolka, 22.1.2012 kl. 18:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, málið sem hreyfði við Hreyfingunni, segir margt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2012 kl. 18:50

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

"Hverjir skyldu óttast að málið sé tekið upp??  Hverjir skyldu hafa áhyggjur að umræðan um Landsdóm endi með því að Alþingi skipi óháða rannsóknarnefnd með algjört umboð til að rannsaka allt og alla sem höfðu eitthvað með Hrunið og Hrunaðstæður að gera.    Að það verði upplýst hverjir unnu fyrir útrásina við að ræna.

Svarið því og þið vitið svarið hver á Hreyfinguna."..... ótrúlega bjánalegt...jafnvel frá þér!!.....svo að Hreyfingin er vonda aflið!!.....auðvitað ekki sjallarnir, sem hafa vílað og dílað um ALLT hérlendis undanfarna áratugi!.....Mjög heimskt verð ég að segja. Þetta er allt í takt við þá endurritun hrunsögunnar, sem sjallarnir sinna með mikilli ákefð núna.

Jón Kristjánsson, 22.1.2012 kl. 19:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón,

Þú ert greinilega nýr hérna, gaman fá þig í heimsókn.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2012 kl. 20:22

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Merkilegt þegar menn halda að að aðeins einn Flokkur hafi stuðlað að hruninu..Aftur á móti var einginn flokkur sem hét Hreifinginn í síðustu kosningum í framboði.þeir sem sitja á þingi nú og kalla sig Hreifinguna eru aðeins afætur á Skattborgurum,óttalegir kjánar sem fá laun fyrir kjánaskap sinn og gaspur um ekki neitt...

Vilhjálmur Stefánsson, 22.1.2012 kl. 20:39

6 identicon

Hef ekki lesið skrif þín áður Ómar en allt það sem þú setur hér fram er rangt. Það voru fá á þingi sem börðust eins mikið gegn Svavars samningunum og við og öllum Icesave samningunum sem komu í kjölfarið. Við höfum ætíð gagnrýnt ríkisstjósnina harðlega fyrir að vinna ekki að almennum aðgerðum til að leiðrétta skuldir heimilanna og það var meginatriðið sem strandaði á í viðræðum okkar við þau Jóhönnu og Steingrím um daginn. Við töluðum af krafti fyrir því að allir fjórir ráðherrarnir yrðu ákærðir og lýstum óánægju með að aðeins einn skyldi fyrir Landsdóm. Við lögðum meira að segja til að það yrði líka skipuð nefnd utan þingsins til að fara yfir ráðherraábyrgðarmálið. Þú spyrð hverjir óttast að málið verði tekið upp og svarið er að Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekkert meier en þegar þý hans þurfa að bera vitni fyrir Landsdómi, þess vegna lögðu þeir fram þessa tillögu. Hins vegar hefur forseti þingsins klúðrað þessu máli frá byrjun sem og mörgum öðrum og það er almenn óánægja með hana á þinginu. Aðferðin til að skipta um forseta (samkvæmt þingsköpum) er að leggja fram lista með nöfnum a.m.k. 32 þingmanna um vantraust á forseta. Þú ættir að leggja þig eftir sannleikanum í framtíðinni en ekki vera með svona dylgjur og ósannindi á opinberum vettvangi.

Þór Saari (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 21:21

7 identicon

Þá væri líka forvitnilegt að vita hvort Fröken heiðarleg Birgitta sé á launum þegar að hún er að mæta á mótmælendafundi úti í heimi eða hvort hún er í launalausu leyfi á meðan ???

ER það misminni hjá mér að Birgitta hafi verið að tala um gegnsæi og að allt sé upp á borði ? kemur það heim og saman við að hún vilji ekki birta undirskriftalistann?

sæmundur (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 21:36

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Fyrir hvern ert þú þór Saari að vinna á þingi???Hverjir kusu Hreifiguna á þing??  Væri ekki heiðalegast fyrir þá sem tilheira Hreifinguni á þingi að segja af sér þingmensku??Vegna þess að það var enginn kosin á þing fyrir Hreifinguna.þór Saari ert þú á mála hjá Jóhönnu Sigurðardóttur? Viltu halda Ríkistjórninni á lífi til að þú getir haldið launum með veru þinni á þingi??

Vilhjálmur Stefánsson, 22.1.2012 kl. 23:18

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þór og takk fyrir innlitið.

Þú hefðir betur lesið skrif mín fyrr, þá værir þú ekki í þessum pytti sem þú ert í dag, styðjandi ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þar með samsekur þeirri óhæfu sem hún stendur fyrir.  

En það er hins vegar spurning hvort þú hefðir skilið eitt orð af því sem ég segi, allavega virðist þú ekki skilja tiltölulega einfalda framsetningu á staðreyndum í þessum pistli.

Þessi pistill var ekki að lýsa störfum þínum, mér er fullkunnugt um verk ykkar þingmanna Hreyfingarinnar, enda kjósandi ykkar og sjálfsagt eini maðurinn í markhópi Gallups sem alltaf hefur sagst ætla að kjósa ykkur ef kosið yrði til þings nú, eins og það var orðað.  Eða alveg þar til þú varst upplýs af svikum við hugsjónina um Nýtt og betra Ísland.

Það er ekkert rangt hér að ofan, Svavarssamningurinn með fyrirvörum var samþykktur með þinni hjásetu.   Það er rétt að Birgitta og Margrét greiddu atkvæði á móti, en hið raunverulega já kom þegar þær samþykktu fyrirvarana á Svavarssamningnum.  Þetta er það sem ég kalla að "heyrist ekki múkk" þegar samþykktur er samningur sem fól í sér gjaldþrot þjóðarinnar.  Það er ekki ykkur þingmönnum að þakka að bretar voru svo heimskir að fallast ekki á Svavar með fyrirvörum.  Við værum búin að vera sem þjóð ef þeir hefðu gert það.

En "múkk", ekki "múkk", eitthvað annað orð???, hvernig lýsir maður viðbrögðum  þingmanna sem héldu áfram störfum sínum eins og það væri daglegt brauð að samþykkja frumvarp um gjaldþrot þjóðarinnar.  Einhver hefði sagt Nei og gengið út og hringt á lögregluna því það varðar við lög að gera þjóð sína gjaldþrota.

En annað í pistlinum er lýsing á grundallarmálum þar sem viðbrögð ykkar voru ekki eins harkaleg eins og núna, við máli sem fjallar aðeins um þinglega meðferð þingsályktunartillögu.  Eitthvað sem er lýðræðislegur réttur þingmanns að fá rætt.

Viðbrögð sem ég kalla, "hingað og ekki lengra".  

Og pistillinn er skrifaður vegna þess að mér ofbýður að þingmenn sem eru kosnir á þing til að berjast gegn ofríki valdsstjórnar, að þeir styðji slíkt ofríki og tel það ekki afsökun að þið séu andvígir efni viðkomandi þingsályktunar.

Í skætingnum þínum hér að ofan, sem ég reyndar skil alveg mætavel því pistill minn er meinyrtur, bendir þú ekki á sambærileg viðbrögð í þeim grundvallarmálum sem ég tók til samanburðar.

Með öðrum orðum, þú bullar þegar þú segir mig fara með rangt mál.

Ég fullyrði hvergi í pistlinum hverjir kosta ykkur, bendi hugsanlega á þá sem gera það ekki, en spyr spurninga um hugsanlega kostunaraðila og þá út frá hagsmunum þeirra sem hafa hag á því réttarhneyksli sem ákæran á hendur Geir Harde er.

Spurningar mínar eru mjög eðlilegar út frá rökstuddri gagnrýni minnar á þá afgreiðslu Alþingis að ákæra aðeins einn mann, að sekir ákveði að ákæra aðeins einn úr þeirra hópi.  Ég hef líka bent á hverjir hafa hag af að meirihluti Alþingis afskræmi svona réttarreglur og hundsi þar með algjörlega kröfu almennings um opið og heiðarlegt uppgjör við Hrunið.

Og þar sem þið styðjið vitleysuna þá er eðlilegt að þið séuð tengdir við þá aðila.  Sé það rangt þá verðið þið að gefa vitræna skýringu, sem þið hafið ekki gert.  Upphrópanir og hávaði hafa ekkert með rök að gera.

En ég svara ekki þessum spurningum, og fyrir því er ein mjög einföld ástæða. 

Ég veit að þið eru ekki kostuð.

Það er góð regla Þór að mæta ekki í umræðu án þess að lesa það fyrst sem maður gagnrýnir og þekkja eitthvað til þess sem maður ætlar að gagnrýna.  Lesendur þessa bloggs vita að ég er ekki sjálfstæðismaður og ég hef haldið úti harðri gagnrýni á ríkisstjórnina að hindra uppgjör við útrásina og gerendur hennar.  Ég er ekki svo skyni skroppin að vita ekki að Geir Harde er aðeins verkfæri, aðeins útlimur hjá þeim sem lögðu drög að þessu Hruni og komust upp með að ræna þjóðina.

Viðbrögð mín eru harkaleg vegna þess að sömu aðilar eru ennþá að og ég fékk nóg á aðgerðarleysi ykkar þingmanna eftir útburðinn í Breiðagerði.  Og ólíkt ykkur, þá greip ég til þeirra ráða sem ég ræð yfir.

Ég notaði bloggið til að vekja athygli á að við erum ennþá rænd og það stendur ekki til hjá ráðamönnum að stöðva það rán.  Og þú ert samsekur Þór Saari í því aðgerðarleysi.

Þú varst samsekur um leið og þú ákvaðst að forða ríkisstjórnina frá falli.

Og átt þar með ekkert gott umtal skilið, ekki frekar en aðrir sem styðja óhæfu og óhæfuverk.

Ég skal samt upplýsa þig um hvað fólk í ykkar stöðu hefði gert eftir að það var ljóst að Alþingi ætlaði aðeins að ákæra einn mann og ég ætla að vitna í pistil frá því í gær.

Lestu og svaraðu með rökum ef þú getur.

"Stefna Hreyfingarinnar var rétt á sínum tíma, þingið var ekki hæft til að ákveða með hvað hætti þjóðin gerði upp Hrunárin vegna þess að þingið var gerandi í þeim atburðum sem þá áttu sér stað.  

Og þó að Birgitta hafi verið hædd og spottuð af Hrunverjum (fengum mikla háðung og skammir fyrir) þá bar henni skylda til að berjast áfram fyrir réttlæti og að stjórnkerfið axlaði ábygð á því sem gerðist.

Ábyrgð sem fælist í að upplýsa allar staðreyndir, viðurkenna það sem miður fór og axla ábyrgð á að bæta úr því tjóni sem gjörðir þess ollu almenningi.

 Birgitta hafði sannleikann með sér og sannleikurinn er aldrei kæfður til lengdar.  Það eru aldrei rök að ekki sé hægt að berjast áfram því þá sé maður skammaður eða gert grín af manni og því gangi maður til liðs við spottarana og hjálpi þeim við spottið sitt.

Það var ekkert sem hindraði Birgittu að leggja fram frumvarp um skipun sannleiksnefndar sem hefði valdsvið til að rannsaka allt og alla sem eitthvað komu nálægt Hrungerðum og Hrunákvörðunum og fá þá til að horfast í augun á ábyrgð sinni. 

Ekkert hindraði hana nema hennar eigið ???? eitthvað.  Og það veit Birgitta innst inni."

Það er ekkert flókið að berjast fyrir betri heimi, maður þarf aðeins að standa á sannfæringu sinni.

Og þekkja muninn á réttu og röngu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2012 kl. 00:58

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar, sæmundur og Vilhjálmur og takk fyrir innlitið.

Er ekki "gegnsæi" orðið háðsyrði í dag???

En það er eitt sem hefur réttlætt Hreyfinguna fram að þessu, og ég ætla aftur að vitna í sjálfan mig, hvern annan.

"En Hreyfingin mátti eiga að hún reyndi að berjast fyrir heimili landsins og þrátt fyrir allt þá er það lykilbarátta sem réttlætir eiginlega öll önnur afglöp."

Menn hafa þegið laun frá skattborgurunum fyrir minna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2012 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 167
  • Sl. sólarhring: 919
  • Sl. viku: 5898
  • Frá upphafi: 1399066

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 4995
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband