Hreyfingin gerði í brækurnar.

 

Sannaði sig sem flokkur hávaða án innihalds, sem flokkur án prinsippa nema þeirra að gera Þór Saari stærri þó væri ekki nema í einn dag.

Í pistli í gær spurði ég hverju Þór Saari hefði verið lofað, fékk hann vilyrði um einn af ráðherrastólum Steingríms ef hann væri tilbúinn að svíkja kjósendur sína og framlengja líf aumustu ríkisstjórnar Íslandsögunnar????  Eða var honum aðeins lofað athygli???

Allavega er Þór Saari svipan sem ríkisstjórnin notar á þau Ögmund, Jón og Guðfríði.

 

Það er rétt hjá Birgittu Jónsdóttur að dagurinn í gær var svartur dagur í sögu lýðræðis landsins.  Ekki vegna valdfirringu harðlínukjarna VinstriGrænna eða að fyrrum þingmenn Hrunstjórnarinnar reyndu að stöðva þingræðislega tillögu um að falla frá sýndarréttarhöldum á hendur einum ráðherra þeirrar stjórnar, heldur vegna þess að Birgitta Jónsdóttir og félagar sýndu lýðræðinu algjöra fyrirlitningu.

Þau voru kosin í lýðræðislegum kosningum sem andsvar við gamla þreytta valdflokka og höfðu umboð kjósenda sinna til að standa fyrir siðbót á Alþingi, til að berjast fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnkerfinu og til að berjast fyrir almenning í landinu en fyrir kosningarnar 2009 var í gildi samningur peningaaflanna við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem þýddi að allar byrðarnar af Hruninu yrðu settar á almenning auk gífurlegra gjaldeyrislána sem áttu að fara í velferðasjóð braskara.  Gjaldeyrisslán með greiðslubyrði sem þjóðin ræður ekki við.

 

Strax á fyrstu mánuðum þingsins féll Hreyfingin á prófinu, hún stóðst hvorki kröfur um siðbót eða lýðræðisleg vinnubrögð þegar Þóri var leyft að makka við ríkisstjórnina í sambandi við ICESave og ESB umsóknarferlið.  Vinnubrögð bakherbergja urðu vinnubrögð Hreyfingarinnar.

En Hreyfingin mátti eiga að hún reyndi að berjast fyrir heimili landsins og þrátt fyrir allt þá er það lykilbarátta sem réttlætir eiginlega öll önnur afglöp.

Og óvinurinn í þeirri baráttu er ríkisstjórn Íslands, og þá núverandi ríkisstjórn, ekki þær sem fóru með völd á árum áður.  Munurinn á þessu tvennu hefur vafist fyrir mörgum sem talið sig hafa borið velferð almennings fyrir brjósti, til dæmis er leitun af stuðningsmanni VinstriGrænna sem er ekki stoltur af baráttu flokksins í dag fyrir heimili landsins og þá sem minna mega sín því flokksforysta þeirra hefur alla tíðina í núverandi stjórnarsamstarfi verið í harðri stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn.

Slíkur misskilningur hefur líka loðað við Hreyfinguna því þingmönnum hennar hefur í gegnum tíðina verið tamt að skamma íhaldið og ekki alltaf áttað sig á að gerendur óhæfuverkanna eru aðrir í dag.  

En samt í heildina verið í stjórnarandstöðu við ríkisstjórnina.

 

Þangað til að eitthvað gerðist með Þór Saari milli jóla og nýjárs.   Svikin við málstaðinn hafa legið í loftinu síðan þá.  Og þau komu endanlega uppá yfirborði í gær. 

Og það er svartur dagur fyrir lýðræðið þegar fólk sem var treyst fyrir lýðræðislegu andófi gegn ríkisstjórn peningaafla, svíkur kjósendur sína og leggst hundflatt fyrir valdinu.

Því við kjósendur þeirra héldum að við værum að kjósa fólk, ekki Snata.  Og það sorglegasta við þetta er að innst inni er þetta fólk, ágætisfólk og því er skarðið á skildinum meira fyrir vikið.  

Af hverju sveik það heimili landsins fyrir einhverja upphefð sem varir ekki einu sinni eitt augnablik í tímansrúmi en minningin um svikin mun fylgja nafni þess um langa eilífð????

Áttar það sig ekki á því að sá sem hjálpar óhæfufólki við óhæfuverk er um leið samsekur í óhæfu???

 

Og þetta var þá málið til að falla hundflatur fyrir valdinu. 

Að aðstoða Hrunverja við að skella skuldinni á einn mann sem fallin er frá úr pólitík. 

Og koma þannig í veg fyrir að Hrunið mikla verði gert upp.  

Að svíkja heimili landsins með svikum við sína fyrri stefnu er ekki öllum gefið.

 

Stefna Hreyfingarinnar var rétt á sínum tíma, þingið var ekki hæft til að ákveða með hvað hætti þjóðin gerði upp Hrunárin vegna þess að þingið var gerandi í þeim atburðum sem þá áttu sér stað.  

Og þó að Birgitta hafi verið hædd og spottuð af Hrunverjum (fengum mikla háðung og skammir fyrir) þá bar henni skylda til að berjast áfram fyrir réttlæti og að stjórnkerfið axlaði ábygð á því sem gerðist.

Ábyrgð sem fælist í að upplýsa allar staðreyndir, viðurkenna það sem miður fór og axla ábyrgð á að bæta úr því tjóni sem gjörðir þess ollu almenningi.

 

Birgitta hafði sannleikann með sér og sannleikurinn er aldrei kæfður til lengdar.  Það eru aldrei rök að ekki sé hægt að berjast áfram því þá sé maður skammaður eða gert grín af manni og því gangi maður til liðs við spottarana og hjálpi þeim við spottið sitt.

Það var ekkert sem hindraði Birgittu að leggja fram frumvarp um skipun sannleiksnefndar sem hefði valdsvið til að rannsaka allt og alla sem eitthvað komu nálægt Hrungerðum og Hrunákvörðunum og fá þá til að horfast í augun á ábyrgð sinni. 

Ekkert hindraði hana nema hennar eigið ???? eitthvað.  Og það veit Birgitta innst inni.

 

En það er alltaf von fyrir Birgittu Jónsdóttir, innst inni skilur hún rök þeirra Ögmundar og Guðfríðar, að réttlát manneskja geri ekki rangt, þó hún haldi að það þjóni góðum tilgangi.

Slíkt þykir barnalegt á flestum tímum, að breyta rétt, en á þeim tímum sem við lifum felst vonin um framtíð að sem flestir þori þeim barnaskap, að gjöra rétt, að vilja vel, og hafa kjark til að berjast fyrir sannfæringu sinni.

 

Öllum verður á að gera í bærkurnar en manndómurinn felst í að hreinsa af sér óþverrann, hysja upp um sig og halda ótrauður áfram til móts við þær hættur sem bíða þeirra á þrautrgöngunni

Ég spái því að Birgitta muni hysja upp um sig.

Hún mun ekki afbera það til lengdar að skýla þeim sem bera mæður út.

 

Hún er betri en það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki aukið virðingu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður pistill og allt hverju orði sannara..................

Jóhann Elíasson, 21.1.2012 kl. 11:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jóhann, gott að fá jákvæð ummæli á pistil sem bæði felur í sér gagnrýni og hrós. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2012 kl. 11:29

3 Smámynd: Sólbjörg

Takk Ómar, gaman að sjá hvað þú kemur yfirleitt með kjarnan skýrt og skorinort.

Því miður finnst mér of margt líkt með Jóhönnu og Birgittu, báðar vilja ekkert fremur en að vera slegnar til riddara sem málsvarar réttlætis og alþýðunnar og vera hetjur, en lengra nær það ekki hjá þeim.

Eiginhagsmunaþjónar báðar tvær og þeim er hjartanlega sama um almenning, lýðræði eða réttlæti. Þær eru búnar að sanna það með verkum sínum, vilja baða sig í sviðsljósinu, en tala og mala innantómt. Fólk verður að læra að þekkja alvöru leiðtoga frá þeim sem nýta sér í eignhagsmunaskyni hungur fólks í réttlæti og frið.

Sólbjörg, 21.1.2012 kl. 13:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Sólbjörg, þetta er spurning, af hverju lendir gott fólk á þeim villigötum sem þú lýsir???  Það er alltof algengt að margur byrji með góð fyrirheit og endar í algjöru drullusvaði.  Bæði er ég að vekja athygli á drullusvaðinu sem og hinu að þetta er samt gott fólk. 

Ég fékk þessa ágætu mynd um fólk inní athugasemdarkerfi í gær, "... heldur búi þær í hjörtum okkar, enda vita allir, innst inni, hvað er rétt, hvað er satt, hvað er sanngjarnt, þó sumir kjósi stundum að sveigja hjá því, vegna drambs, hroka eða sið blindu.", lýsir vel þeim öflum sem takast á.

En alvöru leiðtogi eins og þú ert að lýsa, hann tjáir sig svona um þátt andstæðinga sinna í Hruninu, "En ég vara við því að búa til glæpamenn úr velviljuðu og heiðarlegu fólki sem kann að hafa unnið sér það til saka að hafa sýnt fyrirhyggjuleysi, andvaraleysi - augljóst nú eftir á en ekki endilega þá. Yfirsjónarbrot eru ekki sama og ásetningsglæpir. ".  Málið er að fólk getur mjög greint á um hvað fór úrskeiðis og hvað er rétt og hvað er rangt.  Og menn geta sagt ýmislegt um andstæðinga sína í hita leiksins.

En þegar er fjallað um sjálfa alvöruna, persónuleg málefni einstaklingsins, það þarf að gera það með þeirri aðgát og virðingu sem menn vilja sjálfir að þeim sé sýnd þegar á bjátar og þeir liggja við höggi..

Þetta finnst mér að andófsfólk Íslands klikki á í dag og það er miður.  Ástæða þess að enginn alvöru leiðtogi leiðir það er mjög einföld, hann fengi svo lítinn stuðning.  Því Andófið er hallara undir hávaða og lýðskrum en skynsemi og vitræna umfjöllun, það er þegar þetta tvennt kallast á.

Og því skortir Sýn á hvernig það ætlar að ná fram þessari betri framtíð sem það talar um.  Meðal annars vegna þess að það virðist ekki hafa neina þekkingu á samtímasögu eða sögu liðinna alda, frá þvi að byltingarnar hófust á sextándu öld.  Þekkt víti er þeim metnaður að sanna að þau beri að varast. 

Hefðbundnu flokkarnir fjórir eru ekki heldur með sterka leiðtoga.  Vissulega er Steingrímur sterkur, en sá styrkur sundrar flokki hans því meðalið snýst um að tryggja völd og valdasetu.  Um Jóhönnu þarf ekki að ræða, hún er ekki leiðtogi.  Ungu mennirnir tveir Sigmundur og Bjarni, hafa ekki náð að sanna sig.

Persónulega finnst mér eina vigtin í dag í manninum uppí Móum ef hann gæti einhvern tímann hætt þessu tuði sínu.  En hann verður seint kallaður í slaginn aftur.

Og skynsamastur finnst mér Ögmundur Jónasson en honum skortir kjark til að stíga fram.

Tek það fram að ég er algjörlega að tjá þetta mat mitt óháð pólitískum skoðunum mínum enda þær svo sérviskulegar að ég skil þær varla sjálfur, hvað þá aðrir.

Ég spái því hins vegar að sá maður sem þorir að gera málefni heimilanna að sínum, og þá úrlausn þeirra sem hið eina réttláta uppgjör við Hrunið, að hann muni leiða þjóð sína næstu árin. 

Það myndast einfaldlega ekki friður fyrr en kvæðið Fýkur yfir hæðir verður aftur fornt minni en ekki blákaldur raunveruleiki sem blasir við hundruð einstæðra mæðra í dag.

Fólk gleymir nefnilega um hvað hið raunverulega réttlæti snýst.  

Og það er það að fólk haldi heimilum sínum og geti búið með reisn í þessu landi.

Allt annað er einfaldlega prump.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2012 kl. 14:46

5 Smámynd: Sólbjörg

Alvöru leiðtogar sameina ólíkt fólk og blása fólki í brjóst trú á sjálft sig og sinn mátt. Sannur leiðtogi hefur trú á fólki bendir á hæfileika þeirra og dregur fram vilja þess til að framkvæma. Hópur sem hefur alvöru leiðtoga er í einingu um góð málefni sem leiða til góðs fyrir stóran hóp fólks og jafnvel þjóðina. Leiðtogi kemur með lausnir um leið og hann hvetur liðsmenn sína til þess sama. Leiðtogi kvartar ekki og ásakar aðra en hann bendir óhikað á rangindi. Vegna umhyggju fyrir öðrum hefur hann hugrekki til að fylgja sínum málum eftir, óhræddur við andstæðinga. Eiginhagsmunahyggja víkur ávallt fyrir sannri hugsjón.

Skoðum Steingrím í þessu samhengi þá er hann sterkur í að valta yfir allt og alla vill láta hylla sig og tróna sem einræðisherra - hlustar ekki á neinn eða lausnir annarra, kvartar og ásakar, er gríðarlega upptekin af sjálfum sér og kemur ekki með lausnir. Hann er duglegur að hrósa sjálfum sér.

Eins og þú bendir á þá fáum við þjóðin lýðskrumara, tel það vera meðal annars af því að hingað til höfum við almenningur ekki lagt okkar af mörkum, ekki verið sameinuð -en nú er það að breytast óðfluga hjá fjölmörgum að lokum hjá allri þjóðinni.. Almenningur verður líka að framkvæma eins og leiðtogi og vera það í hjarta sínu fyrir sig og þjóð sína. Kveðja.

Sólbjörg, 21.1.2012 kl. 16:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Og um þetta er ekki meira að segja.

Takk fyrir Sólbjörg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2012 kl. 16:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir orð Sólbjargar hér að ofan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 17:25

8 Smámynd: Sólbjörg

Takk Ásthildur, það er fólk eins og þú og fleiri þér líkir sem munu breyta þessu landi til batnaðar. Kveðja.

Sólbjörg, 21.1.2012 kl. 17:43

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Sólbjörg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 18:02

10 identicon

Þið eruð Yndisleg

anna (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 19:45

11 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ragnheiður Elín Árnadóttir talaði um að FLokkurinn hefði "axlað pólitíska ábyrgð" með því að víkja úr stjórn eftir hrun. Stelpu álftin áttar sig ekki á því að þegar flokkur hangir á völdum eins og hundur á roði og lætur draga sig á hárinu úr stólunum æpandi og skrækjandi og síðan sparkað á rassgatinu út á götu, kallast ekki að "axla pólitíska ábyrgð" en við hverju öðru var að búast hjá heilaþvegnum og spilltum FLokkshálfvita eins og þessi ömurlega Ragnheiður Elín er.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 266
  • Sl. sólarhring: 838
  • Sl. viku: 5997
  • Frá upphafi: 1399165

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 5080
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 214

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband