20.1.2012 | 22:23
Smánin er öll þín Þór Saari.
Skammastu þín að hafa svikið hugsjónina um Nýtt og betra Ísland.
Hverju var þér lofað????
Kveðja að austan.
Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér verð ég að lýsa mig 100% sammála þér Ómar. Skömm þessa fólks er mikil og þau virðast ekki gera sér nokkura hugmynd að þau voru að reyna að stöðva möguleikann á alvöru uppgjöri, sveiattan.
Umrenningur, 20.1.2012 kl. 22:31
Skammastu þín sjálfur Ómar. Sé ekki betur en að þokukenndar hugmyndir þínar um nýtt Ísland séu byggðar á ruglinu einu.
hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 22:41
þór Saari ætti framvegis að gæta orða sinna.það virðis sem hann sé kominn undir pilsfald Jóhönnu Sigurðardóttur,vei honum.
Vilhjálmur Stefánsson, 20.1.2012 kl. 22:48
Þór Saari hefur í orði kveðnu talað máli almúgans. Tvisvar upp á síðkastið hefur hann orðið uppvís að því að fara með rangt mál gegn betri vitund (Í Silfri-Egils laug hann að fyrsta Vaðalheiðarskýrsla hefði aldrei verið kynn, en hann var á fundi þar um. Síðan laug hann til um vonda stjórnsýslu Einars Guðfinssonar í áburðarmálinu, þar sem farið var að lögum). Þetta gjaldfellir hans málflutning.
Almenningur (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 23:02
Þór Saari segir bara það sem hann heldur að fólk vilji heyra.Sannleiksgildið skiptir hann engu máli.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 20.1.2012 kl. 23:24
Sumir greiða atkvæði með eigin rassi þ.e. bara geta setið einhvern vegin áfram á þingi - annars blasir við atvinnuleysi
Kristinn Pétursson, 21.1.2012 kl. 00:19
Þú þekkir ekki Austfjarðarþokuna Hilmar, það er ekki minn vandi.
Takk annars fyrir innlitið kæra fólk.
Ef skynsamt fólk í báðum fylkingum íhugar málið í smá tíma þá sér það að stálin stinn leiða aldrei til neinnar niðurstöðu.
Það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt.
Uppgjör á þann hátt að allir séu sáttir.
Og það er ákaflega einfalt í framkvæmd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2012 kl. 01:05
Alþingisleikritð tekur á sig nyjar myndir. Spillingin er hætt að vaxa og stendur i stað. Betra en ekkert. Öll umfjöllun um kæru og ekk kæru eru í röngum farvegi. Umfjöllunin átti bara að snúast um hvort fleiri ráðherra ætti að prófa fyrir rétti. Og ekki hvort eigi að hætta við alltsaman. En spillingarhugarfarið ræður og umræðan byrjar.
Spilling, sem er til vegna meðvitundarleysis, peninga og valdagræðgi þeirra sem eru mest spilltir á Alþingi, koma núna í ljós. Það er ekki verið að elta mann til að refsa heldur til að fá úskurð dómstóla um málið.
Öll vandamál á að leysa með uppgjöri svo allir séu sáttir..... alltaf!
Óskar Arnórsson, 21.1.2012 kl. 05:06
Tek undir orð Ómars og Óskars hér að ofan.
Við þurfum ekki refsingar og hótanapólitík/stjórnsýslu, heldur sannleikann og réttlát vinnubrögð, fyrst og fremst. Ég vil helst ekki hegna neinum, heldur skilja sjónarmið allra, til að geta áttað mig á undirrótinni. Ef við myndum þekkja og skilja alla algjörlega, þá væri friður og réttlæti ríkjandi.
Það er hægt að skilja ólík sjónarmið, ef maður leggur sig fram um að hlusta jafnt á alla, sama hversu fáranlegt manni finnst í upphafi, það sem viðkomandi hefur að segja. Fáránleikinn liggur oft í skilningsleysi mínu gagnvart annarra sjónarmiðum, því ef ég hlusta ekki einu sinni á það sem viðkomandi hefur að segja, sjónarmiði sínu til rökstuðnings, þá er ég ekki að virða viðkomandi eins og hann er. Öll sjónarmið eiga rétt á sanngjarnri umræðu, án árása, niðurníðs og skamma frá þeim sem hafa andstæðar skoðanir.
Þór Saari opinberar þarna að hann segir eitt og gerir annað. Hann kemur fram í fjölmiðlum og segir ríkisstjórnina alveg ótæka til nokkra verka, og nú er hann reiður yfir að ekki skulu allir styðja þessa ríkisstjórn í sínum ósanngjörnu verkum. Hann hefur nú afhjúpað að hann er kominn í stuðningshóp ríkisstjórnar, sem ekki veldur sínu hlutverki á lýðræðislegan hátt, einhverra leyndarmála vegna.
Þegar einhverju er haldið leyndu fyrir þingi og þjóð, eins og þessi ríkisstjórn gerir, er ekki hægt að ræða það né skilja, til að leiða málin til farsællar niðurstöðu og sáttar.
Var það ekki sá ágæti maður Jón Gnarr, sem talaði um sjálfbært gegnsæi? Það var ekki bara grín, heldur það sem raunverulega þarf, til að koma Íslandi upp úr soranum. En sannleikshræddir Íslendingar skilja ekki réttsýni Jóns Gnarr, kannski vegna þess að hans réttsýni passar ekki inn í pólitíska og rótgróna sora-blekkingarleikritið í Íslenskum stjórnmálum?
Ólýðræðisleg vinnubrögð og leynd, eru alltaf ávísun á tortryggni, óréttlæti og mismunun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2012 kl. 07:15
Flott innlegg hjá þér Anna Siríður! Engu við þetta að bæta...
Óskar Arnórsson, 21.1.2012 kl. 08:03
Sammála var ég þér Ómar að Íslendingar ættu ekkert erindi inn í ESB, hversu gott eða slæmt það fyrirbæri væri. Á köflum virtist þetta vonlaus barátta en svo rofaði nú aðeins til þegar ESB sjálft fór að riða til falls, a.m.k. með evruna sína sem var nú helsta aðdráttaraflið. Nú er nákvæmlega sama staða uppi gagnvart Sjálfstæðisflokknum, hrunflokknum. Vonlaus barátta. Það virðist ekkert ætla að breytast,fjármála og spillingaröflin halda fast um sitt,viðurkenna ekkert, forðast uppgjör.
Þetta ástand er ótrúlega líkt og í USA, hvar rebúblikanar (lesist Sjálfstæðisflokkurinn,hluti af Samf. og Frams.) eru fullkomnlega á valdi fjármálaaflanna undir merkjum trúarbragða sem kallast frjálshyggja. Demókratar (lesist hluti af Samfylking. og VG og að hluta Framsókn) eru í þeirri stöðu að þurfa að velja um að vinna fyrir fólkið, máttlausan lýðinn eða peningana sem annars munu kremja þá með valdi sínu. Hér vantar bara herslu muninn að staðfesta í stjórnarskrá það sem er orðið í reynd, að peningar séu jafnréttháir mönnum. (það eru Kanarnir búnir að gera).
Þú hefur lesið alveg kolvitlaust í þetta ástand og álítur "demókratana" vera aðalsökudólgana en kokgleypir áróður "Rebúblikanna" þ.e. hrunflokksins íslenska, Sjálfstæðisflokksins. Hreyfingin hefur að því er virðist reynt að standa utan við þetta en vinna að hagsmunum almennings. Þeir sem skammast nú út í Þór Sarí eru í raun að segja við viljum óbreytt ástand, við viljum ekkert uppgjör,bara uppgjöf.(eða fá okkar skerf af klíkugróðanum)
Dagurinn í gær er svartur dagur í íslenskri pólitík og fór kanski bara vel á því að hann var á 3. ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar. Hringnum er lokað. Engin verður dregin til ábyrgðar nema kanski þessir aumingjar sem voru dubbaðir upp í slökkviliðsbúninga? Af því þeir kunnu ekki,þorðu ekki og vildu ekki gera það sem þurfti.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 08:14
Enn og aftur takk fyrir innlitið kæra fólk.
Anna Sigríður, þú mælir vitur orð og ég er stoltur að bloggið mitt hýsir þau.
Bjarni, svona til að fyrirbyggja að ranghugmyndir komist í loftið að þá hef ég engar sérstakar skoðanir á ESB, eða réttara sagt hafði ekki. Skyldi sjónarmið beggja aðila sem rifust, hafði sjálfur enga sannfærningu fyrir einu eða neinu.
En eftir Hrunið 2008 þá varð ljóst að siðblindir vitleysingar stjórna ESB og á meðan eigum við ekkert erindi þangað, þó það gæfi tímabundið gull í skóinn.
Svo hélt ég að ég væri búinn að segja þér að ég læsi aldrei kolvitlaust í ástand, og að ég hef alltaf rétt fyrir mér, það er út frá þeim forsendum sem ég geng út frá. Ástæða, ég leiðrétti mig um leið og mér er sýnt fram á annað en á forsendum mínum gef ég engan afslátt, ég reyni að haga mér eins og siðuð manneskja og hef þær væntingar um framtíðina að hún verði mótuð af siðuðu fólki.
Ef þú vilt ræða málin þá mátt þú taka rökin í þeim pistlum þar sem ég slæ þeim fram, þau halda þræði, bæði út frá forsendum, rökleiðslu og niðurstöðu.
Ég vil benda þér á að orð eru ekki sama og gjörðir og vilji til að ná markmiði er ekki það sama og að markmið náist, eitthvað sem þú ættir að vita ef þekkir til sögu eða hefur lesið þér til um stjórnun.
Af hverju eykst kostnaður við samruna fyrirtækja og þau verða óskilvirkari þrátt fyrir fögur fyrirheit um hagkvæmi stærðar og skilvirkari stjórnun??
Af hverju var hvergi meiri kúgun verkafólks en í Sovét þó löggjöf þess kvæði á um skýr réttindi þess???
Bilið á milli orða og aðgerða er hvergi meiri en milli fyrirheitanna um skjaldborg heimila og raunveruleikans og kom fram í fréttinni um afskriftir bankakerfisins á skuldum auðmanna. Eitthvað sem ég bloggaði um þann 18. fyrsta undir fyrirsögninni, Fífluð þjóð, rænd, svívirt. Grundvallarpistill um grundvallarmál sem að sjálfsögðu vakti engin viðbrögð því við erum þjóð upphrópanna, ekki vitrænnar umræðu.
En rökin eru þar og víðar, pistillinn, Hver er sekur tekur líka á þeim.
Ef þú vilt ræða þau Bjarni, þá er ennþá opið fyrir athugasemdir. Ef þú vilt skylmast þá berð þú það uppá mig að kolgleypa rök þess fólks sem ég hef lamið á alla ævi en ef þú vilt ræða málin af alvöru, þá kemur þú með rök á móti rökum, af einlægni og festu.
Þitt er valið, mér er það alveg meinlaust hvor leiðin er farin.
En ég er á útleið í bili, á aðeins eftir einn grunnpistil um þetta mál, sem hann vonandi í dag eða aldrei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2012 kl. 11:20
Umræðan um þetta mál hefur verið á miklum villigötum að mínu mati. Þetta snýst ekki um eitthvað allsherjar uppgjör við hrunið heldur hvort glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað (þetta er kannski einn lítill hluti af uppgjörinu). Ef þetta mál verður stöðvað munum við aldrei fá niðurstöðu í það hvort glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað hjá stjórnmálamönnum í aðdraganda hrunsins.
Menn tala eins og það sé það sama að ákæra einhvern og að dæma hann sekan. Þór Saari hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að það sé verið að aumingjavæða Geir þegar verið er að reyna að taka frá honum tækifærið til að hreinsa mannorð sitt fyrír dómstólum (ef hann er saklaus eins og hann segir þá verður hann væntanlega sýknaður - og er þá sá eini af þessum ráðherrum sem getur státað af því).
Það að ekki hafi allir hinir grunuðu verið ákærðir heldur aðeins einn þýðir ekki að hann sé saklaus. Ef að fjórar manneskjur brjótast inn í sjoppu og stela sígarettum en aðeins ein er ákærð (höfuðpaurinn) - er þá ósanngjarnt að hann fari fyrir dóm og hið eina rétta að draga ákæruna á hann til baka? Þetta mál er ekkert öðruvísi.
Almenningur (færsla 4) talar um að Þór Saari hafið logið að þjóðinni varðandi einhver smámál. Af því tilefni er rétt að benda á að Geir Haarde laug ítrekað að þjóðinni um stöðu fjármálakerfisins í aðdraganda hrunsins! Hann talaði um eitthvað smá bakslag og allt yrði í lagi þegar hann vissi að allt var að stefna til fjandans! Meira segja kvöldið áður en hann hélt Guð blessi Ísland ræðuna gaf hann í skyn að allt myndi reddast! Það skal enginn segja mér að forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra og maður innmúraður í mesta hagsmunagæsluflokk og valdaklíku landsins hafi ekki vitað hvað var í gangi í fjármálageiranum. Hann laug blákalt að þjóðinni og skammast sín ekkert fyrir það (frekar en aðrir sem voru sekir um hið sama). Er skrítið að það sé komið svona illa fyrir okkur þegar siðferðisstandardinn hjá æðstu valdamönnum þjóðarinnar ekki hærri en þetta?
Starbuck, 21.1.2012 kl. 12:48
Má Þór ljúga af því Geir laug? Hvar á lygaskala er hin fræga setning: Ástandið er ekkert verra en í venjulegu árferði! Lítil-, miðlungs- eða stórlýgi?
Alemenningur (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 14:36
Blessaður Starbuck, ef eitthvað glæpsamlegt hefur átt sér stað þá eru til dómsstólar í landinu. Kosturinn við þá að þeir fara eftir viðurkenndum leikreglum og eru almennt taldir svona þokkalega hlutlausir í þeirri merkingu að ef brot eru skýr miðað við ákvæði laga, þá dæma þeir eftir þeim, sama hver á í hlut.
Pólitísku sýndarréttarhöldin sem þú vitnar í eru annars eðlis. Til þeirra er stofnað af hluta þjóðarinnar, gegn hinum hluta, og maður þarf að vera helvíti grænn, eða ofsalega reiður, til að trúa að einhver taki mark á niðurstöðunni, sama hver hún er.
Geir verður sýknaður fyrir Landsdóm, það er öruggt því ákæruliðirnir standast enga efnislega skoðun. Málsmeðferðin ekki heldur. Það miðar enginn vélbyssu að forseta Hæstaréttar og hann mun aldrei bendla nafn sitt við réttarhneyksli.
Og hvað þá??? Er þá alltí góðu, engin sekur, engin ábyrgur fyrir gjaldþroti heillar þjóðar????
En það versta er, að ef hann verður sakfelldur fyrir sannarleg afglöp, þá tekur enginn mark á því. Því hvernig er hægt að sakfella menn fyrir afglöp??? Hvaða hlutlaus mælikvarði er þar á????
Og hvað þá???? Er þá Hrunið afgreitt????
Er þá alltílagi að þeir sem komu okkur á hausinn ráði öllu, að almenningur rétt skrimti á meðan auðstétt Hrunáranna veltir sér í kampavíni og kóki???
Nei Starbuck, skynsamt fólk á að sjá að þeir einu sem græða á svona skrípaleik eru þeir sem hafa allt að fela og allt að græða að umræðan sé út á velli en ekki inní húsi réttlætisins.
Og að lokum, þú ert of skynsamur að nota þetta sjoppudæmi, það slær meira að segja Raufarhafnarvitleysuna í ICEsave út í að vera út úr kú miðað við efnisatriði málsins. Þó svona gangi á síðum samherja sem nota hópefli upphrópana til að styrkja trúna þá byrja menn ekki að skjóta sig í fótinn þegar menn ætla að taka þátt í rökræðum við annað fólk sem notar dómgreind sina til að móta afstöðu sína til mála.
Ekki nema maður sé svona laumuandstæðingur þess málstaðar sem maður þykist verja.
Og það er ekki fallegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2012 kl. 16:56
Ég er ekki að réttlæta það ef Þór hefur logið (hef bara ekki fylgst nógu vel með til að meta það). Ef Þór finnst líka sjálfsagt að ljúga þá er hann nátturlega ekkert skárri en Geir. Hins vegar eru afleiðingarnar af lygunum miklu alvarlegri þegar þær snúast um stór mál.
Mér þykir sérstaklega slæmt að sumir eru að réttlæta það að logið hafi verið til um stöðu fjármálakerfisins til að hlutirnir yrðu ekki verri en ella. Ef við ætlum að hafa þetta svona þá þýðir það að við getum aldrei treyst orði af því sem valdamenn segja um ástandið í kerfinu. Eins og í hruninu munum við bara frétta það eftir á hvað staðan var slæm og margt í tómu rugli. Sem sagt, stjórnmálamenn segja allt vera í lagi hvort sem það er satt eða þeir búast við algeru hruni daginn eftir.
Hvernig er hægt að búast við því að stjórnmálamenn öðlist eitthvað traust hjá almenningi þegar hlutirnir eru svona?
Starbuck, 21.1.2012 kl. 17:19
Ómar
Þegar jafn alvarlegir hlutir hafa átt sér stað og í aðdraganda hrunsin þá finnst mér mjög eðlilegt að það komi til kasta dómstóla að fjalla um sekt eða sakleysi helstu ráðamanna.
Þú talar um venjulega dómstóla en leikreglurnar segja að í svona málum sé það Landsdómur sem á að fjalla um málin en ekki þeir. Þetta sem þú kallar pólitísk réttarhöld er bara hinn eðlilegi farvegur sem málið er að fara miðað við hvernig kerfið er byggt upp (og hefði virkað alveg eins ef vinstristjórn hefði verið við völd fyrir hrun).
Það getur vel verið að þessi Landsdómur sé eitthvað fyrirbæri sem virkar illa og óeðlilega en svona er kerfið og það væri skrítið að ætla breyta því í fyrsta skipti sem eitthvað reynir á þennan dómstól. Fjandinn hafi það, þeir eru búnir að hafa marga áratugi til að leggja þennan Landsdóm niður eða breyta honum en svo er bara grenjað þegar loksins kemur að því að það þarf að fara að nota hann.
„hvernig er hægt að sakfella menn fyrir afglöp“ Menn eru dæmdir fyrir manndráp af gáleysi ef þeir aka fullir og keyra niður manneskju – það eru afglöp en ekki glæpur framinn af ásettu ráði. Það eina sem skiptir máli er hvað lögin segja til um að sé glæpur. Ef þau segja að vanræksla (og hugsanlega eitthvað fleira) sú sem Geir er sakaður um varði við lög þá á hann að sjálfsögðu að fá dóm – og það er nú algert lágmark að lögð sé fram ákæra!
„Er þá hrunið afgreitt????“ Nei, alls ekki en þá hefur réttlætið að einhverju leyti náð fram að ganga og stjórnmálamenn munu sjá að þeir geta ekki hegðað sér ábyrgðarlaust án þess að það hafi einhverjar afleiðingar.
Varðandi sjoppudæmið þá er það alveg sambærilegt. Í báðum tilfellum eru nokkrir aðilar sakaðir um glæpsamlegt athæfi en aðeins einn er ákærður. Þú segir að þetta það sé alger vitleysa og sakar mig um að nota léleg rök en færir svo sjálfur engin rök fyrir því að þessi dæmi séu ekki sambærileg! Þetta er nú ansi lélegt hjá þér!
Starbuck, 21.1.2012 kl. 19:22
Geir er að vakna upp í fyrsta skipti sem ábyrgur pólitíkus og ráðherra. Og það hefur aldrei skeð fyrir neinn pólitíkus á Íslandi áður. Hvort Geir Haarde er gangster eða ekki, er óintresant. Maður sem er til sölu fram og til baka er ekki hægt að nota sem ráðherra...Ráðherraembætti er tillölulega einfalt séu menn með móral til þess að vinna þessa vinnu....ég myndi kjósa >Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra. Verð að vera sammála honum í öllu fyrir það? Er ekki nóg að treysta manninum fyrir þessu embætti þó mér finnist sumt sem hann segir sé út í hött?...Hvað er eiginlega lýðræði?
Óskar Arnórsson, 21.1.2012 kl. 23:27
Óskar
Vonandi ert þú einn um að finnast það "óintrestant" hvort ráðherrar eru gangsterar eða ekki - eða á það bara við um Geir? Ekki skil ég hvernig þú finnur það út að Geir sé "að vakna upp í fyrsta skipti sem ábyrgur pólitíkus og ráðherra"
Starbuck, 22.1.2012 kl. 00:02
Starbuck, ef menn eru ákærðir í opinberu máli þá er ákæruvaldið búið að dæma viðkomandi sekan fyrir sitt leyti. Síðan er það dómstólanna að skera úr um hvort ákæruvaldið geti sannað mál sitt. Ef viðkomandi er svo sýknaður þýðir það ekki að hann endilega að hann sé saklaus heldur hitt að ekki hafi tekist með óyggjandi hætti að sanna sekt hans. Í opinberum málum eru gerðar meiri kröfur um sönnun en í einkamáli og því eru þess dæmi að menn hafi verið sýknaðir í opinberu máli en sakfelldir í einkamáli.
Hér á landi hefur gilt sú regla menn þurfa ekki að sanna sakleysi sitt heldur er það ákæranda að sanna sekt. Þessvegna er það út í hött að tala um að þetta sé eitthvert tækifæri fyrir Geir að sanna sakleysi sitt.
Það er grundvallar munur á að sæta rannsókn í sakmáli og vera ákærður. Það geur hver sem er lent i rannsókn en þú ert ekki ákærður nema ákæruvaldið sé svo sannfært um sekt þína að það telji verulegar líkur á þú verðir sakfelldur. Það er enginn ákærður bara til fá einhverjar upplýsingar gerðar opinberar. Sem betur fer búum við ekki í þannig réttarríki.
Ef ákæruvaldið kemst að því að allar líkur séu á að ákærði sé saklaus ber því að falla frá ákæru en ekki að halda málinu til streitu bara til að sjá hvað kemur út úr því. Alþingi er í þessu tilfelli ákæruvaldið og það er fáheyrður yfirgangur að ætla að meina alþingi að ræða það hvort ástæða sé til að endurskoða þá ákvörðun að kæara.
Landfari, 22.1.2012 kl. 02:34
Blessaður Starbuck.
Taktu það ekki illa upp þó fáir ábendingar í fullri vinsemd að notkun á heimskulegum frasa skemmir málatilbúnað þinn. Maður skyldi ætla að þú værir að þessu til að hafa áhrif á umræðuna, alla vega sé ég ekki annan tilgang með veru þinni hér. Frasarnir eiga heima innan um samherja sem nota frasa því þeir hugsa í frösum og er ofviða að takast á við röksemdir og skoðanir sem ganga gegn frösunum. Og bregðast þá við með upphrópunum og heitingum gagnvart fólki sem vogar sér að vera á annarri skoðun. Tala nú ekki um ef fyrrum dásamaðir samherjar eru alltí einu farnir að tala gegn hinu viðtekna í þeirra hópi.
Ég ætla jafnframt, í fullri vinsemd, að benda þér á að í seinna innslagi þínu, mér ætluðu, að þá sýndir þú þann styrk sem ég bjóst við að þér, varst málefnalegur og komst rökum mínum ágætlega til skila. Tæklaðir rök og settir fram rök. Líkt og félagi Landfari gerir líka og menn fróðari á eftir.
Ég ætla ekki að skipta mér frekar að þessari umræðu ykkar, ef hún flýtur áfram þá er ég fróðari á eftir því vitneskja byggist á að hlusta og meta ólík rök í máli þar sem allflestir eru sammála um forsendur, það er það var Hrun, stefnir í að verða án ábyrgðar, og fólk vill eitthvert uppgjör, helst heiðarlegt. En mönnum kemur ekki saman um hvernig best er að standa að því.
En ég skal alveg útskýra mína vinsamlegu ábendingu áðan, ekkert mál, hélt að hún væri augljós en það er þannig með ljósið, menn eiga það til að ganga með sólgleraugu.
Stærsti gallinn við svona frasa sem ganga ljósum logum meðal samherja er að þeim hættir til að fara í þann búning að fegra og skýra, hvort sem er rök þeirra, skoðanir, aðstæður eða hvað sem menn ætla sér að láta frasann ná yfir.
Hollywood gerði einu sinni mynd með Burt Lancaster sem ég sá svarthvíta sirka 12-13 ára gamall, sem mér fannst leiðinleg þá því það gerðist ekkert í henni, en óx mjög í huga mér þegar mér fór að vaxa skegg því hún sagði nefnilega mjög merkilega sögu. Í myndinni birtist Burt, hár og myndarlegur og í upphafi hennar þá einsetti hann sér að synda í öllum sundlaugum sem voru á milli heimili hans og þess staðar sem hann var á þegar hann tók þessa ákvörðun. Hann lenti oft og iðulega í spjalli við húsráðendur því fólki fannst beiðni hans dálítið skrýtin, að fá að synda í sundlauginni, bláókunnugur maður. Burt var hinn hressasti og lýsti sundáhuga sínum sem hann viðhélt í fallegri sundlaug sinni innan um konu og 2 dætur sínar (að mig minnir) og öllum sem á hlýddi var ljóst að hér var á ferðinni hamingjusamur maður sem lifði hinu fullkomna fjölskyldulífi.
Nema þetta var glansmynd, mynd sem Burt vildi að væri, en var ekki, reyndar mjög fjarri. Brestir komu svo í þessa mynd þegar nær dróg heimaslóðum, þá hitti hann fólk sem þekkti til og það spurði frétta, og þá út frá þeirri þekkingu sem það hafði. Þá kom í ljós að það var eitthvað að, það voru hjónabandserfiðleikar, vandræði með dæturnar sem líkaði illa við pabbann og svo var vafamál hvort hann átti sundlaug yfirhöfuð enda á hvínandi kúpunni. Það eina sem virtist raunverulegt, var fjallmyndarlegt útlit hans á sundskýlunni.
Og lokaatriðið var ógleymanlegt, þegar hann kom heim var konan að fara frá honum, rifrildi við dæturnar en hann átti sundlaug. Myndin endaði á því að myndavélinni var beint að henni, hún var lítil, í algjöri vanhirðu, full af laufi og skít.
Raunveruleikinn á bak við glansmyndina var allt annar.
Sama er það með sjoppudæmið, það á að tjá ákveðna hugsun, að ræningi er ákærður óháð því hvort aðrir sleppi og það er svo sem gott og gilt. En það á ekki neitt skylt við það dæmi úr raunveruleikanum sem um er fjallað. Það eru engin líkindi á milli, það lýsir allt öðrum hlut og þegar þú slærð því fram þá dæmir þú þig strax út úr rökræðunni. Hver nennir að rökræða við mann sem slær fram órökum og ætlast til að þeim sé svarað????
Líklegast ert þú ekki sammála um þetta séu órök og ég skal þá gera þér þann greiða að útskýra það betur fyrir þér.
Sjoppudæmið lýsir ráni sem er lögbrot og fyrir það eru menn ákærðir, óháð því hvort allir gerendurnir hafi náðst.
Ríkisstjórnin rændi engan, hún braut ekki lög, menn eru að meta ábyrgð á því sem gerðist og þá hvort meint aðgerðarleysi hafi verið saknæmt.
Á þessu er reginmunur.
Sjoppudæmið er líka með innbyggða rökvillu, og það er það að ef dæmið á að vera sæmbærilegt, þá sluppu hinir ræningjarnir vegna þess að þeir tóku ákvörðun um hver var ákærður, og þeir ákváðu að sleppa sjálfum sér þó þeir vissu að þeir væru jafn sekir. Ekkert vitiborið fólk myndi álykta að slík ákæra byggðist á lögum og reglu, að þjófar og ræningjar geti ákveðið hver sé ákærður og hver ekki og fyrir hvað er ákært, og stjórnað því síðan á hvaða hátt ákæruvaldið fjallar um málið.
Þetta kallast þjófafar, ekki réttarfar.
En ef þú vilt halda þig við sjoppur og rán, þó dæmin séu í eðli sínu ólík í grundvallaratriðum, þá lætur þú sjoppudæmið ná yfir þann raunveruleika sem gerðist. Og þá færðu það út af hverju ég og annað heiðarlegt fólk er á móti þessari afgreiðslu.
Vissulega var sjoppa rænd en það var ákært vegna hennar svo ekki yrði tekið á ráninu úr öllum búðunum í mollinu sem hún var í. Að baki var skipulagður þjófahópur sem hafði mútað öryggisvörðum svo ránið var mjög auðvelt. Hann hafði einnig þau ítök innan lögreglu og dómskerfisins að ekkert var gert í málinu, það átti að láta þjófnaðinn órannsakaðan.
En þegar búðareigendur mótmæltu almennt, var ákveðið að ákæra fyrir eina sjoppu og dómskerfinu var afhent fyrrum stjórnanda á vettvangi sem hættur var ránsskap sökum þess að hann fótbrotnaði við heimilisstörf og kom ekki lengur neitt að gagni við rán og ránsskap. Til að tryggja að hann fengi milda meðferð þá var ákveðið að ákæran myndi hljóða uppá brot á reglum um hávaðamengun en ránsmenn skutu úr byssum við ránið. Mjög erfitt er að sanna brot á reglum við hávaðamengun því enginn hávaðmælir var í sjoppunni og því allar líkur á að hinn meinti fyrrum forsprakki yrði sýknaður fyrir dómi.
Sem gefur að skilja voru búðareigendur ekki sáttir við þessa afgreiðslu réttarkerfisins og vildu nánari rannsókn. En það var ekki hlustað á þá. Og á meðan menn deildu þá skipulagði og framkvæmdi þjófagengið ný rán i mollinu, óáreitt því það gengu allir lausir nema þessi fótbrotni og allir mútuþegarnir sem gerðu ránin möguleg, voru í sínum stöðum og sáu til þess að allt gengi snuðrulaust.
Þegar einhver kvartaði yfir þessum síendurteknum þjófnaði og að það væri ekkert réttlæti í því fólgið að aðeins einn þjófur af mörgum hefði verið tekinn og ákærður, á meðan allir hinir gengu lausir, og að hann hefði aðeins verið ákærður fyrir brotabrot af þeim ránum sem þjófagengið bar ábyrgð á á árum áður, að þá reis upp hópur nytsamra sakleysingja og sagði;
"Það er verið að ákæra."
Og þjófnaðirnir héldu áfram.
Þú ert einn af þessum nytsömu sakleysingjum Starbuck,
Bið að heilsa suður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2012 kl. 09:19
Takk fyrir þetta Landfari. Ég vissi ekki að það væri einhver grundvallarmunur á opinberum málum og einkamálum og finnst það skrítið ef þetta er svona.
"ef menn eru ákærðir í opinberu máli þá er ákæruvaldið búið að dæma viðkomandi sekan fyrir sitt leyti". Þetta hljómar eins og að í ákæruvaldinu sé falið dómsvald - að í ákærunni felist dómur um sekt viðkomandi og hann teljist þá sekur þangað til annað hvort lögbundnir dómstólar snúa dómnum við eða ákæran sé dregin til baka. Ég hef litið þannig á þetta að hinn ákærði hljóti að teljast saklaus þangað til lögbundinn dómstóll hefur kveðið á um sekt hans, hvað sem ákæruvaldið segir.
Það sem um er að ræða er spurningin hvort Geir braut lög. Ég hef talið að hann væri í betri stöðu ef mál hans væri skoðað af dómstólum og þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki brotið lög. Þá hefði Geir hreinna mannorð heldur en ef ákæran verður dregin til baka og gæti með góðri samvisku (annað en ýmsir aðrir) sagt "ég braut ekki lög".
Starbuck, 22.1.2012 kl. 09:45
Ómar
"Ríkisstjórnin rændi engan, hún braut ekki lög, menn eru að meta ábyrgð á því sem gerðist og þá hvort meint aðgerðarleysi hafi verið saknæmt. "
Er ekki mótsögn í þessu. Getur aðgerðarleysi verið saknæmt án þess að brotin hafi verið lög? Það sem okkur greinir á um er aðallega þetta, hvort Geir braut lög eða ekki.
Minn skilningur er sá að hlutverk Landsdóms sé að fjalla um brot á lögum og ef ákæran fjallar ekki um brot á lögum þá hljóti hann að vísa henni frá. Ef viðkomandi er saklaus þá muni Landsómur sýkna hann og hann hafi þá (lagalega séð) hreint mannorð á eftir.Annars er hérna kafli af wikipedia um Landsdóm: Ráðherraábyrgð og LandsdómurÁ Íslandi bera ráðherrar, sem æðstu handhafar framkvæmdarvalds, ábyrgð gagnvart Alþingi skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar og kallast þessi ábyrgð ráðherraábyrgð. Ráðherraábyrgðin greinist í pólitíska ábyrgð annars vegar og hins vegar lagalega ábyrgð.Pólitíska ábyrgðin felst í því að ráðherra verður að hafa traust meirihluta þingmanna ellegar getur Alþingi samþykkt vantrauststillögu gegn ráðherranum og neyðist þá ráðherra til að segja af sér.Lagalega ábyrgðin felst í því að meirihluti Alþingis getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans.Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð ber ráðherra refsiábyrgð í þrenns konar tilvikum[2]:Einungis Landsdómur getur dæmt eftir þessum lögum. Brot gegn lögunum varða embættismissi, sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Dómar Landsdóms eru fullnaðardómar og verður ekki áfrýjað. Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman frá stofnun hans árið 1905 og því hefur aldrei reynt á lagalega ábyrgð ráðherra á Íslandi.
_____________________________________________________________Mér finnst mjög mikilvægt að „þjófagengið“ fari fyrir dóm og vonandi verða allir sem brutu lög dæmdir fyrir brot sín. Mér finnst samt mjög líklegt að sumir „þjófanna“ muni sleppa - sem er auðvitað ósanngjarnt gagnvart hinum. Það þýðir samt ekki að þeir sem verða úrskurðaðir sekir eigi að sleppa – af því að „öll ábyrgðin af þjófnaðinum er sett á þá“. P.S. Ég væri alveg til í að rökræða þessa hluti betur í víðara samhengi en ég hef ekki tíma til þess núna.Starbuck, 22.1.2012 kl. 10:26
Það er rétt hjá þér Starbuc að ákærði telst saklaus þar til lögbundinn dómstóll hefur fundið hann sekan. Ákæruvaldið er ekki dómstóll þannig að viðkomanid er "saklaus" í lagalegum skilningi þó hann sé ákærður en ákæruvaldið væri ekki að ákæra hann nema af því að það telji hann sekan. Ekki bara það heldur telur það sig líka geta sannað það fyrir dómstólum. Ef annað af þessu skortir er ekki gefin út ákæra. Það er nú ekki flókanra en það.
Þess vegna er það svo furðulegt að sumir þingmenn vilji banna mönnum að ræða það, ef nýjar upplýsingar hafa komið af stað efasedum hjá mönnum. Í þessu máli fer Alþingi með ákæruvaldið sem er einstakt að því leiti. Í máli 9 menninganna fór Alþingi ekki með ákæruvaldið en þar vildi Þór Saari að löggjafarvaldið færi að skipta sér af dómsvaldinu sem er brot á stjórnarskrá að ég held.
Landfari, 22.1.2012 kl. 15:25
Blessaður Starbuck.
Þetta segir allt sem segja þarf. Ekkert að þessu á við.
Og ákærurnar halda vatni. Samkvæmt evrópsku lögum gat Landsbankinn haft það form á ICEsave sem honum sýndist. Hefði eitthvað verið gert eftir á til að þvinga þá í dótturfélag þá var komin á skaðabótaábyrgð ríkisins. Ergo að gera það sem hann var kærður fyrir að gera ekki, var refsivert samkvæmt þriðja punkti.
Aðgerðarleysið siðustu mánuði fyrir Hrun??? Bankarnir með hæstu lánshæfiseinkunn og jákvæða umsögn í skýrslu OECD í júni 2008. Sérstaklega hrósað vegna ICESave og Edge. Taka þá niður????, bein ávísun á skaðabótakröfu hluthafa sem þeir hefðu unnið. Taka risalán erlendis og dæla inní þá???? bein ávísun á þjóðargjaldþrot.
Um meintan skort á samráði þá virðist það snúa beint að Björgvini Sigurðssyni, hvað segir það um Björgvin??? Og Landsdómur vegna þess!!!!, þá er dómsstóll götunnar nær nútíma réttarfari.
Kjarninn er sá sem fólk til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn þarf að kveikja á áður en flokkurinn fær hreinan meirihluta í næstum kosningum, er að upphróp og hávaði hefur ekkert með staðreyndir eða stjórnun að gera. Ákærunar voru illa unnar og augljóslega rangar. Byggðust hreinlega annað hvort á vanþekkingu eða heimsku.
En segjum að það sé einhver flötur á ákæru sem uppfyllir þessa þrjá punkta. Þá hefði þurft að ákæra alla ráðherra Hrunstjórnar og líka þá þingmenn sem gáfu henni pólitísku ábyrgðina. Svo hefði Landsdómur ákveðið hverja hann myndi sakfella.
Þeir sem málið varðaði, gátu aldrei handvalið úr sínum hópi.
Það er það sem þú skilur ekki, þetta er ekki gert í lýðræðisríki og þetta er uppskrift að borgarastyrjöld þegar 51% ætla að kúga 49%. Þeir hafa aldrei afl til þess.
En Starbuck, að lokum. Ég sé að þú hefur tekið niður sólgleraugun og áttað þig á hvað ég var að benda. Ég skil alveg forsendur þínar, skil alveg að þú viljir frekar ákæra einn en engan. Og þú vonar virkilega að sú ákæra leiði eitthvað í ljós sem myndi vinda uppá sig og kalla á frekari rannsóknir eða ákærur eftir því sem við á.
En þetta er bara ekki leiðin, þetta eru ekki boðleg vinnubrögð, jafnvel þó hún væri ekki úthugsuð til að hlífa hinum raunverulegu sökudólgum, að hún væri gerð að heilindum af fólki sem væri ekki að þessu til að tryggja gömlu þjófunum áframhaldandi vinnufrið við ránskap sinn og rupl, að hún væri hreinlega það sem gott fólk teldi það eina sem núverandi lögggjöf leyfði, þá missti hún mark þegar einn maður var tekinn út úr af samsekum félögum hans.
Ef við sem erum vinstra megin við miðju, skiljum það ekki þá getum við alveg eins afhent íhaldinu öll völd í landinu, allavega meðan við lifum. Því þá höfum við hvorki vit eða skynsemi til að stjórna þessu landi.
Það er það sem er sárast við þetta landsdómsmál.
Og Starbuck, þú lætur þig hag þjóðarinnar það mikið varða að þú tekur þátt í lifandi umræðu á netinu og leggur þitt að mörkum til lýðræðislegra skoðanaskipta.
Á meðan einhver gerir þetta þá ræður valdaelítan ekki öllu þó hún eigi fjölmiðlana.
Þess vegna er algjört lykilatriði að fallast ekki hugur, að missa ekki trúna að völd þjófa er ekki náttúrulögmál, og að allir þjófar eiga jail að gista áður en þeir fá uppreisn sinnar æru.
Ég skal viðurkenna skynsemina á bak við sannleiksnefndina og get svo sem alveg fyrirgefið þessu fólki ef það vitnar eins og það væri á samkomum hjá Gunnari í Krossinum, en ef þjófarnir ljá ekki máls á slíkri nefnd, og beita þá til þess kostuðum alþingismönnum og fjölmiðlamönnum, þá á hart að mæta hörðu.
Það er engin harka í þessari setningu þinni.
" Mér finnst samt mjög líklegt að sumir „þjófanna“ muni sleppa - sem er auðvitað ósanngjarnt gagnvart hinum."
Og það þarf ekki marga til að skilja það til að hlutirnir breytist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2012 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.