Hver er sekur????

 

Hver ber ábyrgð á Hruninu, hvernig er best að gera upp Hrunið??

 

Sitt sýnis hverjum og margur maðurinn er bálillur yfir tillögunni að Alþingi eigi að falla frá máli á hendur Geir Harde fyrir  Landsdómi.  Í umræðum við bloggpistli mínum Ég ákæri, kom fram það sjónarmið um ákæruna á hendur Geir Harde að "þetta mál er stærra en svo að geta orðið skiptimynt í ákærum. Þetta er spurning um hvort uppgjör eigi að fara fram eða ekki."

Í mínum huga er það kristaltært að ákæra sekra manna á einum úr þeirra hópi er vísasta leiðin til að ekkert uppgjör fari fram á orsökum og afleiðingum Hrunsins og það verði ekkert uppgjör fyrr en hver og einn horfi í barm sér og spyrji sig Hver er sekur??? 

Því sektin liggur víða og líklegast er mesta sektin hjá þeim sem neituðu fórnarlömbum Hrunsins um aðra miskunn en þá sem innheimtulögfræðingar veita. 

Hér á eftir langar mig að endurbirta hugleiðingar mínar sem ég færði sem andsvar við þeim sjónarmiðum sem ég vitnaði í hér að ofan.

 

"Ég held að hvergi í lýðræðisríki sé siðferðislegur ræfildómur jafn altækur og á Íslandi."

Ég held að ég geti að mörgu leiti tekið undir með þér og þá út frá þeirri staðreynd að fórnarlömb Hrunsins, hinn skuldugi almenningur var stimplaður sekur og honum meinað um hjálp, þá aðra en þá að fá að lifa við hörmungar skuldaþrælsins.

Og líka tel ég ákæruna á hendur Geir Harde sýna mikinn siðferðisbrest.

Það er þannig að ef þú telur ástæðu til að gagnrýna spillingu, rangindi, forréttindi valdastéttar, og annað sem þú telur ámælisvert, og þá út frá því að farið er á svig við lög og reglur, að þá verður þú að ástunda betri hegðun eða allavega sýna vilja í þá átt.

Í réttarríki er það ákaflega einfalt út frá hvaða forsendum menn eru ákærðir, menn eru ákærðir út frá lögum og reglum og þá vegna meintra brota á lögum og reglum.  

Menn eru ekki ákærðir út frá skoðunum ákærenda, hagsmunum þeirra eða öðru sem skýrist af geðþótta þess sem með ákæruvaldið fer á hverjum tíma.  Eitthvað sem ég vakti athygli á með þessari örfærslu minni (reyndar ásamt því að hamra á ICEsave steðja minn).

Og menn ákæra ekki út frá hefndarhvöt, sérstaklega ekki þeir sem vilja bylta þjóðfélagi á þann hátt að það sé betra og réttlátara á eftir.

Það er grundvallaratriði, grundvallaratriði sem enginn sannur byltingarmaður getur hundsað.

Það eru engin lögbrot í ákærunni á hendur Geir Harde, öll ákæran byggist á gildismati um hefði og hefði ekki, og slíkt er aldrei forsenda ákæru í réttarríki.

Jafnvel þó formaður Sjálfstæðisflokksins eigi í hlut.

Hefði Geir gerst sekur um spillingu, að hann hefði til dæmis þegið mútur frá bankamönnum fyrir að stjórna með lokuð augu síðustu mánuði fyrir Hrun, þá hefði mátt og átt að ákæra hann.  Sama gildir um önnur bein lögbrot.

Og þá hefði hann verið ákærður fyrir venjulegum dómsstólum því hann naut ekki þinghelgi þegar ákæran var gefin út.  Að nota Landsdóm í tilviki Geirs er alltaf algjör nauðgun á þingræðinu því hann var hvorki ráðherra eða þingmaður þegar hann var ákærður.

Þú spyrð um uppgjör og vilt örugglega að ekki sé hægt að setja heila þjóð á hausinn án þess að réttað sé yfir þeim einstaklingum sem ábyrgðina bera.  

Vissulega þarf uppgjör en dómsstólar eru ekki sá farvegur sem slíkt uppgjör á að renna um.  Dómsstólar geta aldrei neitt annað en tekið afstöðu til lögbrota og þá út frá gildandi lögum, ekki lögum sem menn hefðu kannski viljað hafa í gildi til að takast á við þær aðstæður sem komu upp í aðdraganda Hrunsins.

En jafnvel þó slík lög hefðu verið í gildi, þá er vandséð hvernig það hefði verið hægt að ákæra Geir Harde.  Hvað gerði hann sem aðrir gerðu ekki????  Hvar fór hann gegn ráðum og ráðleggingum þeirra sem töldust vit hafa og teljast vit hafa á efnhagsmálum???

Og dýpri spurning, var eitthvað gert öðruvísi hér en annars staðar á Vesturlöndum????  Og var ekki vitað allan tímann hvað var verið að gera????  Var ekki kosið 2007 um það þjóðfélag græðgi og sérhyggju sem Nýfrjálshyggjan hafði fest hér í sessi, þvert gegn gildum íhaldsmanna sem og jafnaðarmanna???

Og var niðurstaða kosninganna 2007 ekki sú að allir flokkar vildu starfa með Geir Harde og hans flokki????

Hver er þá sekur???

Eru það bara stjórnmálamenn okkar???  

Hvað með alla þá sem lugu og bulluðu í fjölmiðlum, álitsgjafa, háskólaprófessora, fulltrúa atvinnulífs og því miður verkalýðshreyfingarinnar???  Var ekki umræðan öll í þá átt hvernig átti að skipta gróðanum af útrásinni, gróðanum sem útrásarvíkingar færðu í bú??

Var yfir höfuð nokkur maður á móti þessu annar en Ögmundur Jónasson, og þá meina ég í fyllstu einlægni, ekki í nösunum eins og Steingrímur Joð sem var þegar fyrir kosningarnar 2007 kominn í baktjaldamakk til að komast í ríkisstjórn með Geir Harde.

Alla vega veit ég að allt lá fyrir, allt blasti við, löngu fyrir kosningarnar 2007.

Og þjóðin kaus, og kaus yfir sig Hrunið.

Nei, Árni, hvernig sem ég lít á þetta, þá er Geir Harde ekki sekur maður.

Og sektin liggur ekki hjá Nýfrjálshyggjunni, hún hefur aldrei þóst vera annað en það sem hún er.  Kerfi auðræningja þar sem hugmyndafræði geðsjúklinga, siðblindingja liggur til grundvallar.  Ég man ekki eftir að fylgismenn hennar hafi náð völdum í blóðugri byltingu.

Sektin Árni liggur í hugarfarinu, í hugarfari hins venjulega manns að hann skynjar ekki mörkin um hvað má og hvað má ekki.  Og að þú gerir ekki öðrum það sem þú vilt ekki að þér sé sjálfum gert.

Og sú sekt Árni er ennþá til staðar, og hún er margfalt meiri en nokkur tímann var fyrir Hrun.  Þá vissi fólk kannski ekki betur, skynjaði ekki að alþjóðvæðingin nærðist á blóði og þrældómi fátæks fólks, skynjaði ekki siðblinduna að þó það hefði það ágætt þá var það aldrei réttlætanlegt að hópur fólks byggi við algjört ríkdæmi á meðan aðrir sultu heilu hungri, að það væri aldrei réttlætanlegt að hópur manna skammtaði sér margföld ofurlaun á meðan aðrir hópar lifðu undir fátækramörkum, skynjaði ekki að sérhyggja og græðgi endar alltaf í upplausn og innbyrðis vígaferlum.

Eða svo ég dragi það saman, skynjaði ekki að forsenda siðaðs þjóðfélags er siðaður maður og hugmyndafræði hans, ekki hugmyndafræði siðblindingja sem segja að allt sé í lagi ef þú bara græðir á því.

En í dag eigum við að vita betur, við sjáum afleiðingarnar.

Samt tók það ekki Hrunverja, málaliða síngirndarinnar og sérhyggjunnar ekki nema nokkrar vikur að sannfæra meirihluta almennings um að skuldavandi ungs fjölskyldufólks væri þeirra pyttur sem hinum, þeim sem sluppu, bæri ekki nokkur skylda til að koma til aðstoðar.

Með öðrum orðum, við hjálpum ekki náunga okkar í neyð.  Við erum ekki lengur þjóð þar sem allir eru á sama báti og hafa sameiginlega hagsmuni að komast heilum og höldnu í land.

Og við kusum um þetta siðleysi Árni, í kosningunum 2009, og við kusum geðsjúklingana sem fylgja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að málum.  

Og þú talar um að uppgjörið felist í að ákæra Geir Harde. 

Jamm og jæja, ég leyfi mér að vera ekki sammála.

 

Svo mörg voru þau orð og ég hygg að margur sé sekari í þessu máli en Geir Harde.  

Og þeir sleppa meðan peningaöflin geta teflt fram málaliðum sínum til að stöðva hið raunverulega uppgjör sem þjóðin þarf svo mjög á að halda.

 

Og á meðan eru einstæðar mæður bornar út á gaddinn ásamt börnum sínum.

Aðeins þjóð án sálar og siðferðis lætur slíkt viðgangast.

 

Hver er þá sekur.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Málið á forræði Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband