Að kjósa rétt!!!

 

Hvernig er hægt að kjósa rétt????

Þegar kosið er um rangt mál.

 

Það þarf uppgjör við Hrunið segja Vinstri Grænir og skora á þingmenn sína að standa við ákæruna á hendur Geir Harde.

Það þarf uppgjör við Hrunið segja þingmenn Hreyfingar og leggja til að fleiri fyrrum ráðherrar verða ákærðir.  Til vara vilja þeir halda sig við ákæruna á hendur Geir Harde.

Það að ákæra Geir Harde er ekki uppgjör við Hrunið, það eru pólitískar ofsóknir segja þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Hvað Samfylkingin segir veit ég ekki, líklegast hefur það eitthvað með evruna og aðild að Evrópusambandinu að gera.

 

Það er rétt að það þarf uppgjör og það er rétt að ákæran á hendur Geir Harde hefur ekkert með það uppgjör að gera, þvert á móti þá er hún úthugsuð leið til að koma í veg fyrir raunverulegt uppgjör.

Að fortíðin sé rædd og af henni sé dreginn lærdómur.

Um það virðast allir flokkar eiginlega vera sammála, að það sé ekki rétt að rugga bátnum, það gæti skaða um of hagsmunaöfl kennd við peninga.

 

Það er nefnilega ákveðin staðreynd að það hefur enginn flokkur lagt til opið og heiðarlegt uppgjör.  Engin þingsályktunartillaga eða frumvarp hefur litið dagsins ljós þar sem gert er ráð fyrir opnu og heiðarlegu uppgjöri á því sem gerðist og því sem miður fór.

Meðvitað var umræðan öll sett í skotgrafirnar og þaðan hefur hún dvalið síðan.

Klassísk leið stjórnmálamanna þegar þeir virðast ekki takast á við vandann.

 

En uppgjör hefur samt átt sér stað út í þjóðfélaginu.

Það er verið að bera út einstæðar mæður í stórum stíl.

Þetta er uppgjörn peningaaflanna og það hefur sinn gang.

 

Það eina sem Alþingi á eftir að gera til að fullkomna það uppgjör er að leggja fram frumvarp að allar skúringarkonur sem unnu hjá fyrirtækjum útrásarvíkinganna og allar skúringarkonur á flokksskrifstofum stjórnmálaflokkanna, á árunum 2004-2008, verði ákærðar fyrir hlut sinn í Hruninu.

Og dæmdar. 

Dæmdar sekar og þar með er málið dautt og Alþingi getur aftur tekið upp fyrri störf, að rífast hvort þjóðin eigi að sækja um aðild að dauðadæmdu efnahagsbandalagi og taka upp dauðan gjaldmiðil í kjölfarið.

 

Því án uppgjörs er ekki hægt að halda áfram.

Það er eins gott að peningaöflin stóðu sína vakt og báru út einstæðar mæður.  Sem eru hvort sem líka margar skúringarkonur á kvöldin til að láta enda ná saman.

 

Hvernig væri ástandið ef þeim seku væri ekki refsað????

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Gríðarlegur þrýstingur á stjórnarliða að kjósa „rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Takk fyrir góðan pistil. Þessu máli er stillt upp á svo siðlausan og fáránlegan hátt að það er ekki hægt að réttlæta svona vinnubrögð. Það ættu allir að prófa að setja sig í spor þess sem er einn tekin út úr hóp sekra manna, til að verða dæmdur. Eins var fáránlegt hvernig níumenningarnir voru teknir út úr hópnum, til að dæma. Þetta ruglaða réttarsiðferði á Íslandi er ranglátt, og hefur þar af leiðandi ekki möguleika á að verða réttlætt.

Það samræmist alla vega ekki minni réttlætiskennd.

Þessi ríkisstjórn er með þessum stórfurðulegu vinnubrögðum í kringum þetta mál, að undirstrika sitt siðleysi, meðsekt og vanhæfni.

Geir myndi gera sjálfum sér og þjóðinni mikinn greiða ef hann krefðist þess að segja frá öllu saman í Landsdómi. Hann hefur þetta val, og það væri farsælast úr því sem komið er, að hann stæði þessa vegferð á enda, að eigin frumkvæði og ákvörðun. Að fá að vita sannleikann er aðalatriðið, en ekki að dæma og hegna. Framtíðin verður ekki byggð á lygum, falsi og óheiðarlegum vinnubrögðum stjórnvalda réttarkerfisins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2012 kl. 10:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna og takk fyrir að lesa pistla mína.  Frá því að Breiðagerðismálið kom upp þá hef ég einhent mér í að skapa flöt á að koma því inní samhengið um uppgjör, að það sé ekkert réttlæti að einstæðar mæður séu sá hópur sem verst fór út úr Hruninu og öllum virðist vera sama.

Landsdómsmálið vekur nefnilega upp spurningar um réttlæti.  Og hvað vitund okkar um réttlæti er í raun brengluð, að menn gera fórnarlömb úr stjórnmálamönnum en gleyma í raun hinum eiginlegum fórnarlömbum Hrunsins.

Og á meðan fái auðmenn lungað af sínum skuldum afskrifaðar.

Eitthvað sem ég fær ekki skilið.

Og réttlæti fáum við ekki heldur þegar leiðin sem farin er, er röng.  Landsdómsmálið er í eðli sínum rangt, eins og ég hef reynt að benda á í góðum félagsskap Ögmundar og Guðfríðar Lilju.

Það er alltaf rangt að sekt kerfi taki einn sekan kerfismann, meira að segja fyrrverandi kerfismann, og býður hann fram til grýtingar.

Og þegar það gerist þá getum við ekki ætlast til að hinn meinti sökunautur, spili með.

Það er hreinlega ekki hægt að ætlast til þess að Geir Harde að hann geri það sem þú biður hann um.  Það er í eðli fólks að verjast þegar að því er sótt.   Það er hreinlega mannlegt hjá Geir að grípa til varna.

Skilningurinn á þessu eðli var einn af útgangspunktum Nelsons Mandela þegar hann mótaði hugmyndir sínar um sannleiksnefnd.  Hann vissi eins og er að hefðbundið uppgjör með attökusveitum myndi leiða til mikilla átaka.

Og hann vissi að það eina sem væri öruggt að kæmi úr þeim átökum, væri blóð og þjáningar almennings.  

Við Íslendingar áttum engan Nelson Mandela og sitjum því uppi með skotgrafahernaðinn.

Og á meðan rennur blóð almennings stríðum straumi.

Og það er mjög sorglegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 10:30

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ákæran felur vissulega í sér hluta af uppgjöri hrunsins, en umfram allt felur hún í sér viðleitni alþingis til þess að innleiða ný vinnubrögð þar sem gerðar eru sömu siðferðiskröfur til stjórnmálamanna og gerðar eru til almennings.

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 10:43

4 Smámynd: corvus corax

Þetta er hárrétt hjá Ómari bloggara, þessi ákæra á hendur Geir Haarde er sýndarmennska og þaulskipulögð pólitíksk aðferð þingmanna samfylkingarinnar til að koma í veg fyrir raunverulegt uppgjör Hrunsins mikla. Ef ákæran felur "í sér viðleitni alþingis til þess að innleiða ný vinnubrögð þar sem gerðar eru sömu siðferðiskröfur til stjórnmálamanna og gerðar eru til almennings" eins og Hilmar Jónsson heldur fram hér á síðunni ætti alþingi að sjálfsögðu ekki að hengja bakara (Geir Haarde) fyrir smiðina þrjá (Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Valgerði Sverrisdóttur), heldur vísa ákæru á Geir frá og sækja til saka þremenningana sem að sönnu bera alla ábyrgð á að gefa glæpamönnum bankan á sínum tíma.

corvus corax, 20.1.2012 kl. 11:24

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Veistu það Hilmar, það þarf mjög brenglað siðferði til að sjá hlutina í þessu samhengi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 11:24

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Að sjá þá ekki í sama samhengi og flúttar við skoðanir Sjálfstæðisflokksins ?

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 11:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Ég er að tala um siðferði, ekki skoðanir Sjálfstæðismanna.  Siðferði víkur ekki þótt íhaldið slysist til að fatta það.

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 12:01

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Corvus, ekki alveg sammála niðurstöðunni þó við deilum með okkur svipuðum forsendum.

Lestu nýjasta pistil minn og spáðu í það samhengi sem ég set fram þar.

Játa að það rímar mjög við þau sjónarmið sem Ögmundur hélt fram í grein sinni í Mogganum, en ég skrifaði mitt á undan, ha, ha ha.

En kallinn er læsilegri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 12:03

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú fyrirgefur Ómar, en mér er fyrirmunað að sjá brenglað siðferði í þeirri kröfu að ábyrgðamanni hrunstjórnarinnar sé gert að svara fyrir hugsanleg embættisglöp stjórnar sem leiddi afkomu þúsundir fjölskyldna í ömurlegar ógöngur.

Ég er á engan hátt að afsaka það að Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Valgerður, Árni Matt, Björgvin og Ingibjörg Sólrún skuli sleppa. Það er þjóðarskömm.

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 13:09

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvernig veistu að hann sé ábyrgðarmaður Hrunsins??

Og hvað fær þig til að halda að það verði rannsakað af Landsdómi??? 

Dæmir Landsdómur ekki eftir þeim ákæruatriðum sem fyrir liggja, hefur hann umboð í annað????

Og Hilmar, ég er ekki að ætla þér að þú viljir ekki sjá aðra Hrunverja sæta ábyrgð, en það sem þú ættir að spá í er að þessi leið mun aðeins tryggja eitt, og það er að enginn mun gera það.

Og þú sem gamall róttæklingur ættir að kveikja að gerendur Hrunsins komur úr öðrum ranni, og þeir verða ekki snertir nema allt heiðarlegt fólk nái saman um alvöru uppgjör, ekki sýndar.

Norska löggan hefði ekki leist vandann á Útey með því að fjarlægja eina byssu af Breivík, og jafnvel þó hún hefði tekið þær allar, en látið hann lausar, þá hefði hann útvegað sér aðrar.

Og þar með öruggt að fljótlega myndu aðrir vera skotnir.

Á einhverjum tímapunkti verða þú og þínir Hilmar að rífa ykkur úr hjólförum fortíðar og horfast í augun á hinni raunverulegri ógn sem við blasir.

Auðmagnið er langt komið með að eyða mannlífi hér á jörð og allt vitiborið fólk þarf að sameinast gegn því, áður en það er of seint.

Auðmagnið hefur ekki verið snert í tíð þessarar ríkisstjórnar og það þýðir ekkert fyrir þig að þræta fyrir það, tölurnar um afskriftir og forsendur þeirra segja allt sem segja þarf.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nafli alheimsins, jörðin snýst ekki um hann.

Trúðu mér, það er alveg satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 13:46

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég sagði reyndar ábyrgðarmaður hrunstjórnarinnar, ekki hrunsins Ómar.

Að hrunverjum. Vissulega eru hinir raunverulegu gerendur hrunsins: bankaræningjarnir-útrásarvíkingarnir. En í hvers konar umhverfi var þeim leyft að stunda iðju sína og hverjir sköpuðu það umhverfi og stóðu vörð um það ?

Ómar, Jú jú, við getum alveg fabúlerað með heimspekina og tekið frasann um hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé nafli alheimsins.

En wake up. Sjálfstæðisflokkurinn var svo sannarlega naflinn í því að opna alla sjóði upp á gátt eftirlitslaust fyrir útrásarkrimmana. Naflinn í þeirri atburðarrás sem leiddi til hrunsins. Like it or not...

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 14:05

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú reyndar en þetta hefði ekki verið virkilega kvikindislegt hjá mér nema ég hefði lokað á athugasemdir í kjölfarið.  Bara smá forvitni hjá mér hvort þú læsir það sem ég skrifaði.

Ekki dreg ég það í efa á íhaldið hafi opnað fyrir gáttir en málið er bara svo miklu flóknara en það.  Í öðrum löndum voru það kratar, samsteypustjórnar miðjuflokka, jú íhald og eiginlega allir aðrir en flokkarnir til vinstri við kratana, til dæmis eru græningjar líka sekir í Þýskalandi.

Málið er að það var opnaðar gáttir fyrir fjárglæpamenn og reglur Evrópusambandsins um fjármálamarkaðir voru sérstaklega hannaðar fyrir fjármálavafninga og fjármálaglæpi.  Á það hafa evrópskar verkalýðshreyfingar margítrekað bent á.  Ögmundur benti líka á það hér heima.

Og það er það sem ég á við með að gera byssur upptækar en sleppa gerandanum.  Það er mitt mat, og ég hef fært fyrir því rök, að útsendarar fjárglæpamanna séu hönnuðir þess skrípaleiks sem við upplifum á Alþingi í dag.  Og á meðan hann er í gangi, þá er öruggt að það verður ekki snert við þeim.

Það er glæpurinn og þú ert samsekur í þeim glæp Hilmar.  Ljótt en satt.  Og kemur heimspeki ekkert við.

Og meðan það er ekki snert við þeim, þá upplifum við okkar Groundhog day.  Aftur og aftur.

En ef þú telur þig ekki hafa mátt til að berjast fyrir framtíð þjóðfélags okkar og vilt þiggja þá bita sem auðmagnið réttir þér, þá skaltu gera þér grein fyrir að það er ekki sama hvernig pólitísk réttarhöld eiga sér stað.  

Það er lykilatriðið að pólitíkusar séu ekki ákærðir af pólitískum andstæðingum sínum.  Þetta vita til dæmis bretar og þegar þeir vilja fá pólitíkusa fyrir dóm þá skipa þeir alltaf nefnd einhverja Lorda sem rannsakar atburði og metur sakargiftir.  Þeir passa sig vel á að ef málið snertir einhvern flokk um fram annan, þá setja þeir yfir rannsóknarnefndina Lord sem tengist viðkomandi flokki.  En heiðarlegan.

Það eina sem var gert rétt á Alþingi var að heiðarlegur maður leiddi nefndina og hann hefur sagt sig frá skrípaleiknum.

Segir margt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 490
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 6074
  • Frá upphafi: 1400013

Annað

  • Innlit í dag: 446
  • Innlit sl. viku: 5210
  • Gestir í dag: 428
  • IP-tölur í dag: 423

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband