16.1.2012 | 15:38
Ófullnægjandi stjórnun!!
Lýðræðið er ófullkomið, en samt talið það illskásta sem í boði er í ófullkomnum heimi.
Núna tilkynna möppudýr Evrópusambandsins að Evrópa hafi ekki lengur efni á lýðræðinu, það leiði til falls evrunnar.
Og evran er heilagri kú en lýðræðið.
En hvernig stjórn möppudýranna verði betri skal ósagt látið. Heimurinn hefur ekki tiltakanlega góða reynslu af slíkum stjórnum, hvort sem það var á tímum upplýstra einvalda eða á dögum Sovétsins sáluga.
Allavega þá bylti almenningur slíkum stjórnum við fyrsta tækifæri.
Og stóra spurningin er, af hverju ætti almenningur ekki að bylta stjórn möppudýranna þegar hann hefur fengið nóg af niðurskurði og tekjuskerðingu???
Er evran svo heilög???
Á Íslandi vissulega hjá stórum hópi fólks en Íslendingar búa ekki við sælu evrunnar.
Á evran von þegar möppudýrin segja að alvitur stjórn þeirra sé eina svarið við vanda hennar???
Og hvað með lýðræðið????
Kveðja að austan.
Lækkun vegna ófullnægjandi stjórnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1254
- Frá upphafi: 1412808
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1104
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.