Ég ákæri í dag.

 

En hver ákærir á morgun????

 

ICEsave glæpahyskið ætti aðeins að spá í það.

Kveðja að austan.


mbl.is Ræða um frávísunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta mál er stærra en svo að geta orðið skiptimynt í ákærum. Þetta er spurning um hvort uppgjör eigi að fara fram eða ekki. Það eru heldur ekki rök að ef einn innbrotsþjófur verður bráðkvaddur áður en innbrot er tekið til dóms þá eigi að sleppa hinum.

Margir telja að af því Alþingi klúðraði áliti þingmannanefndarinnar og tók Geir einan út þá eigi ekki að rétta yfir honum.

Hvers konar réttarvitund hefur þróast hér?

Ég held að hvergi í lýðræðisríki sé siðferðislegur ræfildómur jafn altækur og á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 15.1.2012 kl. 13:42

2 identicon

Með lögum skal land byggja og ólögum eiða, það er verið að misbjóða fólki með misnotkun á lögunum fyrir fáa útvalda og ef sumir komast undan dómstólum vegna pólitískra vinagreiða virðist manni réttarríkið hér hrunið.

árni aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 13:56

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Árni er alveg með þetta.

hilmar jónsson, 15.1.2012 kl. 14:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Árni það er nákvæmlega það sem gerðist líka þegar Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvini S og Árna var hlíft ekki satt?  Þetta átti annað hvort að vera allir eða enginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 14:11

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekkert annað hvort Ásthildur. Réttakerfið er ekki samingakarp hjá ASÍ.....

Geir var forsætisráðherra og sem slíkur ber honum að axla ábyrgð

hilmar jónsson, 15.1.2012 kl. 14:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki alveg sammála þér með það, utanríkisráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra báru líka sína ábyrgð á þessu.  Auðvitað átti Geir að bera mestu ábyrgina, en það þýðir ekki að hinir ættu að sleppa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 14:20

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Rannsóknarskýrslan tiltók 4 og þeir skulu allir vera jafnir fyrir lögum, eins og restin af þjóðfélagsþegnunum.

Það vita allir hvernig svika-samkrull gömlu flokkseigenda-klíknanna vinnur saman til að viðhalda vonlausri siðspillingunni. Það er óþarfi að vera með einhverjar tilgangslausar blekkingar-leiksýningar á alþingi. Það eru niðurlægjandi svikavinnubrögð, bæði fyrir þá sem slíkt eru látnir stunda, og landsmenn alla.

Annað hvort skulu allir virða lögin og stjórnarskrána eða enginn!

Annað er ekki í boði!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2012 kl. 14:46

8 Smámynd: Magnús Ágústsson

@hilmar ok ef hann er sekur er allt hitt liðið sem voru r´ðherrar og þingmenn samsekir

Magnús Ágústsson, 15.1.2012 kl. 14:57

9 identicon

Heill og sæll Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Ásthildur Cesil !

Ekki; ekki dirfast, að styggja FLOKKS Ljónið Hilmar Jónsson, fornvinkona góð.

Ekkert Málningar fyrirtækja landsins, (sem enn eru lífs) hefir getað útvegað Hilmari blessuðum nógu sterkan þynni, til þess að afmá ömurleika FLOKKS litar hans, af hans Áru, til þessa.

Því; skulum við taka viðhorfum Hilmars, eins og þau eru, gott fólk. 

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 15:03

10 Smámynd: Magnús Ágústsson

@ Ósskar innilega sammála þér

Magnús Ágústsson, 15.1.2012 kl. 15:05

11 Smámynd: Benedikta E

Öll ríkisstjórn Geirs H.Haarde hefði átt að fara fyrir Landsdóm - hefðu þau ekki öll átt að sækjast eftir því að " hreinsa " sig af öllu misjöfnu fyrir Landsdómi. Heyrst hefur að 70 manns verði kallaðir fyrir dóminn - hvað hafa þeir að segja ekki verða þeir allir minnis-lausir.

Benedikta E, 15.1.2012 kl. 15:39

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

"Ég held að hvergi í lýðræðisríki sé siðferðislegur ræfildómur jafn altækur og á Íslandi."

Ég held að ég geti að mörgu leiti tekið undir með þér og þá út frá þeirri staðreynd að fórnarlömb Hrunsins, hinn skuldugi almenningur var stimplaður sekur og honum meinað um hjálp, þá aðra en þá að fá að lifa við hörmungar skuldaþrælsins.

Og líka tel ég ákæruna á hendur Geir Harde sýna mikinn siðferðisbrest.

Það er þannig að ef þú telur ástæðu til að gagnrýna spillingu, rangindi, forréttindi valdastéttar, og annað sem þú telur ámælisvert, og þá út frá því að farið er á svig við lög og reglur, að þá verður þú að ástunda betri hegðun eða allavega sýna vilja í þá átt.

Í réttarríki er það ákaflega einfalt út frá hvaða forsendum menn eru ákærðir, menn eru ákærðir út frá lögum og reglum og þá vegna meintra brota á lögum og reglum.  

Menn eru ekki ákærðir út frá skoðunum ákærenda, hagsmunum þeirra eða öðru sem skýrist af geðþótta þess sem með ákæruvaldið fer á hverjum tíma.  Eitthvað sem ég vakti athygli á með þessari örfærslu minni (reyndar ásamt því að hamra á ICEsave steðja minn).

Og menn ákæra ekki út frá hefndarhvöt, sérstaklega ekki þeir sem vilja bylta þjóðfélagi á þann hátt að það sé betra og réttlátara á eftir.

Það er grundvallaratriði, grundvallaratriði sem enginn sannur byltingarmaður getur hundsað.

Það eru engin lögbrot í ákærunni á hendur Geir Harde, öll ákæran byggist á gildismati um hefði og hefði ekki, og slíkt er aldrei forsenda ákæru í réttarríki.

Jafnvel þó formaður Sjálfstæðisflokksins eigi í hlut.

Hefði Geir gerst sekur um spillingu, að hann hefði til dæmis þegið mútur frá bankamönnum fyrir að stjórna með lokuð augu síðustu mánuði fyrir Hrun, þá hefði mátt og átt að ákæra hann.  Sama gildir um önnur bein lögbrot.

Og þá hefði hann verið ákærður fyrir venjulegum dómsstólum því hann naut ekki þinghelgi þegar ákæran var gefin út.  Að nota Landsdóm í tilviki Geirs er alltaf algjör nauðgun á þingræðinu því hann var hvorki ráðherra eða þingmaður þegar hann var ákærður.

Þú spyrð um uppgjör og vilt örugglega að ekki sé hægt að setja heila þjóð á hausinn án þess að réttað sé yfir þeim einstaklingum sem ábyrgðina bera.  

Vissulega þarf uppgjör en dómsstólar eru ekki sá farvegur sem slíkt uppgjör á að renna um.  Dómsstólar geta aldrei neitt annað en tekið afstöðu til lögbrota og þá út frá gildandi lögum, ekki lögum sem menn hefðu kannski viljað hafa í gildi til að takast á við þær aðstæður sem komu upp í aðdraganda Hrunsins.

En jafnvel þó slík lög hefðu verið í gildi, þá er vandséð hvernig það hefði verið hægt að ákæra Geir Harde.  Hvað gerði hann sem aðrir gerðu ekki????  Hvar fór hann gegn ráðum og ráðleggingum þeirra sem töldust vit hafa og teljast vit hafa á efnhagsmálum???

Og dýpri spurning, var eitthvað gert öðruvísi hér en annars staðar á Vesturlöndum????  Og var ekki vitað allan tímann hvað var verið að gera????  Var ekki kosið 2007 um það þjóðfélag græðgi og sérhyggju sem Nýfrjálshyggjan hafði fest hér í sessi, þvert gegn gildum íhaldsmanna sem og jafnaðarmanna???

Og var niðurstaða kosninganna 2007 ekki sú að allir flokkar vildu starfa með Geir Harde og hans flokki????

Hver er þá sekur???

Eru það bara stjórnmálamenn okkar???  

Hvað með alla þá sem lugu og bulluðu í fjölmiðlum, álitsgjafa, háskólaprófessora, fulltrúa atvinnulífs og því miður verkalýðshreyfingarinnar???  Var ekki umræðan öll í þá átt hvernig átti að skipta gróðanum af útrásinni, gróðanum sem útrásarvíkingar færðu í bú??

Var yfir höfuð nokkur maður á móti þessu annar en Ögmundur Jónasson, og þá meina ég í fyllstu einlægni, ekki í nösunum eins og Steingrímur Joð sem var þegar fyrir kosningarnar 2007 kominn í baktjaldamakk til að komast í ríkisstjórn með Geir Harde.

Alla vega veit ég að allt lá fyrir, allt blasti við, löngu fyrir kosningarnar 2007.

Og þjóðin kaus, og kaus yfir sig Hrunið.

Nei, Árni, hvernig sem ég lít á þetta, þá er Geir Harde ekki sekur maður.

Og sektin liggur ekki hjá Nýfrjálshyggjunni, hún hefur aldrei þóst vera annað en það sem hún er.  Kerfi auðræningja þar sem hugmyndafræði geðsjúklinga, siðblindingja liggur til grundvallar.  Ég man ekki eftir að fylgismenn hennar hafi náð völdum í blóðugri byltingu.

Sektin Árni liggur í hugarfarinu, í hugarfari hins venjulega manns að hann skynjar ekki mörkin um hvað má og hvað má ekki.  Og að þú gerir ekki öðrum það sem þú vilt ekki að þér sé sjálfum gert.

Og sú sekt Árni er ennþá til staðar, og hún er margfalt meiri en nokkur tímann var fyrir Hrun.  Þá vissi fólk kannski ekki betur, skynjaði ekki að alþjóðvæðingin nærðist á blóði og þrældómi fátæks fólks, skynjaði ekki siðblinduna að þó það hefði það ágætt þá var það aldrei réttlætanlegt að hópur fólks byggi við algjört ríkdæmi á meðan aðrir sultu heilu hungri, að það væri aldrei réttlætanlegt að hópur manna skammtaði sér margföld ofurlaun á meðan aðrir hópar lifðu undir fátækramörkum, skynjaði ekki að sérhyggja og græðgi endar alltaf í upplausn og innbyrðis vígaferlum.

Eða svo ég dragi það saman, skynjaði ekki að forsenda siðaðs þjóðfélags er siðaður maður og hugmyndafræði hans, ekki hugmyndafræði siðblindingja sem segja að allt sé í lagi ef þú bara græðir á því.

En í dag eigum við að vita betur, við sjáum afleiðingarnar.

Samt tók það ekki Hrunverja, málaliða síngirndarinnar og sérhyggjunnar ekki nema nokkrar vikur að sannfæra meirihluta almennings um að skuldavandi ungs fjölskyldufólks væri þeirra pyttur sem hinum, þeim sem sluppu, bæri ekki nokkur skylda til að koma til aðstoðar.

Með öðrum orðum, við hjálpum ekki náunga okkar í neyð.  Við erum ekki lengur þjóð þar sem allir eru á sama báti og hafa sameiginlega hagsmuni að komast heilum og höldnu í land.

Og við kusum um þetta siðleysi Árni, í kosningunum 2009, og við kusum geðsjúklingana sem fylgja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að málum.  

Og þú talar um að uppgjörið felist í að ákæra Geir Harde. 

Jamm og jæja, ég leyfi mér að vera ekki sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2012 kl. 15:50

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Og annars takk fyrir innlitið kæra fólk hér að ofan.

Sitt sýnist hverjum, og ég hef gert grein fyrir mínum sjónarmiðum sem ég stílaði á Árna en gat svo sem alveg stílað hana á sjálfan mig eða haft hana sem meginefni pistils míns.

En ég var frekar svona að hógværð minni að benda því fólki sem framdi landráð í ICESave deilunni að það gæti verið hættulegt fyrir það skapa fordæmi.

Ekki það að ég ætli ákæra það, tel lýðræðislegar skammir og kosningar í kjölfarið vera þeirra dóm, dóm sem ég verð að una líkt og aðrir.

En uppgjör okkar á Hruninu er ekki lengra komið en það að við erum stödd í sama farinu og alveg ljóst að við sem þjóð höfum ekkert lært um hvað það er sem skiptir máli í lífinu og hvernig venjulegt heiðarleg fólk rekur sitt þjóðfélag.

Ergo, sömu gömlu þjófaklíkurnar ráða öllu, með sömu gömlu launuðu málaliðunum, nema að ESB hefur tekið að sér hluta að fjármögnun þeirra vegna blankheita innlendra.

Og rökstudd niðurstaða þessa farvegar er að Hrunverjarnir eru núna hvítþegnir sakleysingjar sem munu fá meirihluta í næstu kosningum.  

Og þá, þá vildi ég ekki vera einn af þeim sem ákærðu Geir Harde.

En kannski óþarfi að mér að benda þeim á það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2012 kl. 16:00

14 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Takk Ómar.

Í þessum pistli hefur komið fram allt sem þarf að segja OG SPYRJA.

Óskar Guðmundsson, 15.1.2012 kl. 16:05

15 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað er Geir ákveðin vorkun í að vera stillt upp fyrir Landsdómi sem einhverskonar höfuðpaur í stórfelldu sakamáli. Svona kaus Alþingi, að meðtöldum flokkssystkinum hans að haga málarekstrinum og hlífa öðrum ráðherrum í þeirri trú að þannig væru þeir og þeirra umbjóðendur lausir allrar ábyrgðar. 
Nú, þremur árum eftir hrun, eru mörg kurl komin til grafar og flestir eða allir landsmenn sjá að Geir er ekki sá sem hefur mest að óttast ef verjendur hans bera eingöngu hag hans fyrir brjósti og láta sér fátt finnast um flokks- og fjölskyldu hollustu í samanburði við ævarandi álit sögunar á blórabögglinum: Geir Hilmari Haarde.    

Jónatan Karlsson, 15.1.2012 kl. 16:18

16 identicon

Vil bara minna á að allir þingmenn VG og Hreyfingarinnar ásamt 6 þingmönnum Framsóknar og 1 þingmanni Samfylkingar vildu ákæra alla 4 ráðherrana.

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, 3 þingmenn Framsóknar og 11 þingmenn Samfylkingar lögðust gegn öllum ákærum. 4 þeirra studdu þingsályktun Samfylkingarinnar um að ákæra 3 ráðherra en undanskilja fv. ráðherra bankamála

Mundi (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 16:45

17 identicon

Rannsóknarskýrsla Alþingis tiltók 3 ráðherra sem hefðu sýnt vanrækslu í starfi. Þeir voru Árni Mathiessen, Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haare. Nefndin taldi ekki að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði sýnt vanrækslu í starfi. Hins vegar höfðu þrír seðlabankastjórar einnig gert það þeir Davíð Oddsson, Eíríkur Guðnason (nýlátinn) og Ingimundur Sigfússon en það mál féll niður strax.

Málið gegn Geir snýst einungis um atburði frá febrúar 2008 til september sama ár. Enginn trúir því að á þeim tíma hefði verið hægt að gera betur en neyðarlögin voru. Hann á sóma skilinn fyrir þau.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 19:22

18 identicon

Landsdómur er ætlaður til að taka á ákærumálum á hendur sitjandi ráðherra og alþingismanna, það er hugmyndin sem liggur á bakvið lögin.

Úr einu í annað.  Það er undarlegt að kasta Geir Haarde á galdrabálið þegar vísvitandi rangar upplýsingar og lygar streymdu frá bönkunum.  Jafnvel erlend matsfyrirtæki gáfu íslensku bönkunum toppeinkunn.  Einnig var flest öll þjóðin ásamt verkalýðsfélögunum í algleymi í Mammonsdýrkun sinni með dunandi dansi í kringum gullkálfinn og blindan og sjálfsafneitunin slík að ef betur er að gáð þá þyrfti líklega að stækka bálköstin svo hann rúmi fleirri.  Í staðinn þá keppist margur hver við að tína sprek í köstin af slíkri elju sem fylgir þeim er yndi hafa á að sjá brennur, skítt með það hver er á bálinu bara að eitthvað brenni.  Á öldum áður þóttu slíkar aftökur almenn skemmtan en í dag segjumst við líta á slíkar skemmtanir sem ómennsku sem er búið að sanna sig að er hræsni því flestir, sýnist mér, hafa yndi af þessu, sama hvort það er bakari eða smiður sem er hengdur bara að einhver dingli spriklandi í snörunni.

Ég var fánaberi 1. maí 2008 fyrir eitt stéttarfélagið.  Fáir mættu á útifundinn og fólk almennt nennti ekki að dvelja þarna þennan tæpan klukkutíma sem útifundurinn stóð.  Á fundinum var aðeins formaður SFR sem hélt ræðu í anda 1. maí, önnur verkaýðsfélög s.s. Efling og VR sendu engan ræðumann (slík var virðingin þeirra við baráttudag launþeganna).  Tvö skemmti atriði voru framkvæmd þarna og hvorugt þeirra átti í raun að heima þarna við þetta tilefni.  Ég hafði það á orði við nokkra seinna að það liti út eins og 1. maí væri að verða úreltur og færi að leggjast af.

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 22:48

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar og fróðlega umræðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2012 kl. 06:56

20 identicon

Skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði fyrir vesturströnd Ítalíu á Le Scola skerinu sl. laugardag. Fimm létust og nokkurra er saknað. Skipstjórinn Francesco Schettino hefur verið handtekinn. Þjóðarskútan Islandia strandaði á Bankaskeri í Faxaflóa árið 2008 og skipstjórinn var Geir Haarde. Engra er saknað en tala látinna vegna afleiðinga strandsins er enn ókunn. Skipstjórinn hefur ekki verið handtekinn, né ákærður, en málinu hefur verið vísað til dómsvaldsins. Nokkrir vel sóttir grátkór-konsertar, skipstjóranum til heiðurs, hafa verið haldnir í glæsilegum húsakynnum Hörpu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 20:40

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Haukur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2012 kl. 21:36

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rannsóknarnefndin taldi sig vera að vinna fyrir þjóðina og var ráðin til þess. Það var mat þess fólks sem nefndina skipaði og samdi skýrslu upp á níu bindi að ákæra ætti tilgreinda ráðherra. Í þessari rannsóknarnefnd sat Umboðsmaður Alþingis og virtur háskólaprófessor/ hæstaréttardómari. Þingmannanefndin skipuð 9 alþingismönnum vann síðan aðra skýrslu fyrir Alþingi og úrskurðaði að 4 ráðherrar yrðu sendir í Landsdóm.

Það er mikið óuppgert og þjóðin er sundruð og ráðvillt. Það er hefndarhugur í fólki og það er skiljanlegt því það Nýja Ísland sem boðað hafði verið reyndist vera Ísland fésýslustofnana sem fengu óskilyrt veiðileyfi á alla skuldara sem ekki höfðu tekið þátt í að ræna bankana innan frá.

Mér er ekki verr við Geir Haarde en svo að ég vil að hann fái uppreisn fyrir dómi ef hann hefur ekki brotið af sér í starfi. Ég vil hins vegar að hann fái dóm ef hann reynist sekur. Og fari svo að hann fái dóm þá segi ég hér það sem ég hef áður sagt á öðrum stað.

Þá geta þeir hinir sem sluppu við ákæruna farið að velja sér lit á hauspokana. Því auðvitað var það skelfilega ósanngjarnt að taka Geir einan út úr og virðist hafa verið ákveðið fyrirfram.

Af hverju eru svona margir hræddir við dómsúrskurð yfir saklausum manni?

En kannski finnst fólki bara í lagi að skila þessu hruni óafgreiddu til næstu kynslóða.

Árni Gunnarsson, 17.1.2012 kl. 21:14

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Landsdómsmálið kemur rannsóknarnefnd Alþingis ekkert við.  Það var flokkspólitísk nefnd, skipuð alþingismönnum sem tók þessa ákvörðun.  

Ákvörðun sem í besta falli er vafasöm og hún hefur ekkert með uppgjör að gera, það hafði hinsvegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis.  Og út frá henni átti að vinna.

En vildi hið nýkjörna Alþingi fara þessa leið, þá varð það að vera í þeirri sátt að ákæra alla sem komu að stjórn landsins á árunum fyrir Hrun.  

Alla með tölu, alla sem sátu á Alþingi á ákveðnu árabili.

Allt annað er kattarþvottur hugleysingja og hugleysingjar byggja aldrei upp nýtt og betra Ísland.  

Hugleysingjar svíkja hins vegar almenning um réttlæti. Sem þeir og gerðu með því að takast ekki á við Hrunskuldir almennings.

Og þessi kattarþvottur var algjörlega afskræmdur með tillögunni um að ákæra aðeins fjóra ráðherra, en láta alla hina sem ábyrgðina báru, sleppa.  

En afgreiðslan á Alþingi var hins vegar siðleysi, því ákall almennings um uppgjör og réttlæti var snúið upp í pólitískan hráskinnsleik þar sem refir ákváðu að skella skuldina á einn einstakling.

Og svívirðan fellst ekki í dómsúrskurði, hvort sem Geir yrði dæmdur sekur eða sýkn, svívirðan fellst í að þjóðin skuli láta skrípaleikinn viðgangast.

Að kröfunni um réttlæti var nauðgað á þann hátt sem varð.

Og þessi nauðgun mun grafa um sig i þjóðarsálinni og eitra samskipti fólks um langan aldur.

Árni, það er verið að misnota réttlætiskennd þína.  Til hagsbóta og velferðar þeirra sem rændu okkur og eru enn að.

Og ég skil ekki að þú skulir ekki sjá það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2012 kl. 22:16

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í fyrsta lagi misnotar enginn mína réttlætiskennd né mínar skoðanir almennt. Og ástæðan er einfaldlega sú að ég er engum háður í pólitísku tilliti og hef næstum jafn litlar mætur á öllum pólitísku flokkunum. Undanskil þó ennþá Hreyfinguna því ég held að hún sé ekki spillt né neinum háð.

Það kemur ekki vitund nærri mér þó Alþingi hafi skitið á sig í afgreiðslu kærumálsins. Ég vil bara fá úrskurð Lansdóms um það efni sem nú virðist vera orðið ÁLITAMÁL hvort ráðherrar séu einu borgarar þessa lands sem teljist ábyrgðarlausir gagnvart umbjóðendum sínum. Nú má vera að ég hafi þessa ráðherrabjálfa, seðlabankastjóra og yfirmenn Fjármálaeftirlitsins fyrir rangri sök. Og vara má að mig hafi dreymt allar þær mörgu og ströngu viðvaranir sem stjórnvöld fengu í aðdraganda hruns.

Ef svo reynist þá treysti ég Landsdómi fullkomlega til að komast að þeirri niðurstöðu.

En ég mun aldrei verða því samþykkur að alþingismenn og ráðherrar þurfi engum að standa reikningsskil gjörða sinna nema samtryggðum og þeim sem greiða þeim styrki í flokkssjóð.

Og hvað er nú meðvirkni á alkahóliskum heimilum hjá allri þeirri meðvirknislepju sem tröllríður þjóðinni þessi dægrin vegna embættismanns hvers embættisverk eiga að koma til úrskurðar dómstóls.

Sagði ég ekki áreiðanlega ræfildómur....altækur ræfildómur?

Árni Gunnarsson, 18.1.2012 kl. 00:43

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú Árni, það er verið að misbjóða réttlætiskennd heiðarlegs manns stórlega.  Því þessi sýndarréttarhöld eru einn liður af mörgum, og þá einn af þeim stóru, til að koma í veg fyrir að fórnarlömb atburðanna sem enduðu í Hruninu haustið 2008 njóti sanngirnis og réttlætis.

Það birtist frétt í dag á Mbl.is sem afhjúpar algerlega það sem hefur gerst frá Hruni.  Hverjir það eru sem fengu afskrifað, hvað mikið.  Þeir héldu sínu og fengu skuldir sínar á það level að þær eru þeim auðviðráðanlegar, ef ekki þá fá þeir bara meira afskrifað.

Þetta eru mennirnir sem komu þjóðinni á hausinn.  Þetta eru mennirnir sem réðu og ráða.  Það eru þeir sem eru að spila með þig.

Sýndarréttarhöldin yfir Geir Harde tryggja að þeir komast upp með glæpi sína, að þeir séu ósnertanlegir, að þeir axli enga ábyrgð.

Þetta eru mennirnir sem neita fórnarlömbum Hrunsins um réttlæti, því blóð almennings er þeirra gróði.

Og Árni, þú ert að berjast í þeirra þágu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 09:21

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óskar minn Helgi fyrirgefðu áttaði mig ekki á þessu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 11:52

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég fylgdist með aðdraganda hrunsins og atburðarásinni. Ég fylgdist með húrrahópum kjánanna sem mærðu eigin stjórnvisku og hlógu að öllum viðvörunum. Ég kann utan að myndbandið þar sem Davíð Oddsson heldur ræðuna í veislunni og segir að hér sé svo miklar krásir í boði að allir séu með fullar hendur og verði því að hrópa ferfalt húrra fyrir snillingunum. Og ég var að horfa og hlusta á klippuna á fésbókinni hjá Láru Hönnu þar sem Davíð skýrir frá því sem hann sjálfur trúir og er að til hans komi fjöldi fólks og segi: "Þú varst maðurinn sem alltaf varaðir við þessu."

Þú talar niður til mín og segir að ég láti spila með mig. Þegar ég fylgist með því sem gerist trúi ég augum og eyrum og kalla það ekki að ég láti spila með mig þó ég hangi ekki í halanum á pólitískum flokki og neiti bæði staðreyndum og að treysta dómstólum eins og mér sýnist ýmsir bjóða sjálfum sér upp á í dag.

Það stóð aldrei til og stendur ekki til að fullnægja öllu réttlæti hvað ábyrgð á hruninu áhrærir með réttarhöldum yfir forsætisráðherra hrunstjórnar sem svaf á verðinum og þeyttist um heimsbyggðina til að "styrkja ímynd bankanna" sem voru að hrynja. En þau réttarhöld eru sjálfsögð og á allan máta sanngjörn þáttur í því að koma stjórnvöldum í skilning um að þau séu ekki ábyrgðarlaus í því að verja þjóðina fyrir ósvífnum fjárglæframönnum - ræningjum.

Þessi sjálfsögðu réttarhöld koma ekki á nokkurn máta í veg fyrir að raunveruleg fórnarlömb umræddra atburða njóti sanngirni og réttlætis. Hvernig mætti það vera?

Nú skaltu reyna að átta þig góði minn og hætta að láta nota þig sem leigudindil fyrir skíthrædda frjálshyggjumenn. Þú ert búinn að tala svo rækilega niður til mín hér að ofan að nú læt ég skeika að sköpuðu um hvernig þú tekur þessu.

Ég tek því ekki með þökkum að vera ítrekað borið á brýn að verið sé að spila með mig. 

Árni Gunnarsson, 18.1.2012 kl. 16:38

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Þú mátt taka sannleikanum á hvern þann hátt sem þú vilt og nota um þau orð sem þú kýst.  En þú ættir, svona miðað við árangur í rökræðum, að vanda þig aðeins betur þegar þú kallar mig leigudindil frjálshyggjunnar.  Sá orðaleppur gæti gengið hjá hjörð VinstriGrænna sem slökktu á heilastarfsemi sinni um leið og flokkur þeir tók að sér í verktöku að framfylgja eyðingarstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en þetta er hlægileg fullyrðing í augum þess fólks sem les þessa bloggsíðu að staðaldri.  Margt er ég Árni, en skoðanir mínar verða seint taldar  samhljóða  frjálshyggjunni.

Ég færi hér rök að framan af hverju það er rangt að ákæra Geir einan, og bendi á tilgangleysi þess miðað við gildandi lög.  Því það er ekki dæmt eftir öðru, hefði eru ekki rök fyrir dómi ef það hefði byggist ekki á lögum eða staðreyndum.  Gildismat er ekki tækt, það eru ótal skoðanir í gangi um hvað hefði verið hægt að gera, og flestar eru þeim annmarka háðar að þær hefðu gert illt verra.  Annars vegar eru þau sjónarmið að það hefði átt að snúa niður bankanna en talsmenn þeirra hafa ekki bent á trúverðuga leið sem hefði staðist gildandi lög.  Og lögleysa, þó til góða sé, skapar alltaf skaðabótaábyrgð, og þá fyrst hefði þjóðin verið í djúpum skít.  Hins vegar voru þau sjónarmið að ríkið hefði átt að á einhvern hátt að afla lána og vera lánveitandi til þrautarvara.  Leið sem bankamafían vildi fara og lét marga keypta prófessora leggja til.  Það þarf ekki að ræða þá skelfingu ef Geir Harde hefði hlustað á þau "sérfræðinganna" ráð.

Gegn þessum rökum mínum færir þú fram lýsingar á því sem gerðist.  Og hver er að deila um þær lýsingar??  Ekki ég allavega.  Svona orðaði ég það sem gerðist í síðasta bloggpistli mínum:

"Á hinum meintu góðærisárum fyrir Hrun reis upp ný stétt Íslendinga, fjárfestar.  Þetta voru menn sem áttu ekki neitt í byrjun en með pappírsgambli byggðu þeir upp gífurleg auðævi, byggð á pappírum.  

Og skuldsettum yfirtökum á fyrirtækjum í raunverulegri starfsemi, þar sem fyrirtækin voru rúin eignum en skilin eftir sem skel um miklar skuldir.

Þetta voru með öðrum orðum ræningjar, þjófar, glæpamenn sem gátu nýtt sér upplausn hefðbundins kapítalisma í kjölfar yfirtöku Nýfrjálshyggjunnar  á hugmyndaheimi íhaldsmanna.

Ránið, þjófnaðurinn, glæpirnir fóru fram fyrir opnum tjöldum, ekkert var falið.  Blasti við öllum en ekkert var gert.  Vegna þess að fyrsta verk hinnar nýju stéttar var að kaupa upp fjölmiðla og fjölmiðlamenn, þeir mútuðu háskólasamfélaginu og hugmyndafræðibylting Nýfrjálshyggjunnar tryggði þeim stuðning ráðandi stjórnmálaflokka."

En í rökum mínum hér að ofan sem og í þessum pistli mínum þá bendi ég á þá staðreynd að ræningjarnir eru ennþá að.  Og það þarf ekki einu sinni að rífast um það, tölurnar um afskriftir tala sínu máli.

Og ég færi rök fyrir því af hverju ástandið er svona, ég bendi á að ræningjunum tókst að fífla þjóðina.  Eitt "fíflið" er að telja fólki í trú um að handónýt sýndarréttarhöld séu einhver tegund af uppgjöri þegar markmið þeirra var einmitt að þagga niður alla heilbrigða umræðu sem spratt af rannsóknarskýrslu Alþingis.  Og það tókst, núna er hún komin í skotgrafirnar og enginn ræðir um hvað hefði átt að gera svo þjófnaðurinn fyrir Hrun endurtæki sig ekki eftir Hrun.

Enda tala tölurnar skýru máli um að það mistókst með öllu.

Það sem ergir þig Árni er að ég bendi þér á að það er ekki þjófunum að kenna, það er í eðli þeirra að stela.  Sökin liggur hjá þeim sem leyfðu þeim að stela.

Og tækifærið sem við höfðum til að breyta hlutunum er gengið okkur úr greipum.

Það er ekki á ábyrgð þjófanna, það er á okkar ábyrgð.  Okkar sem tókst ekki að sameinast gegn þeim.

Hefði okkur borið gæfu til að kalla einróma eftir sannleiksnefnd (nýtt okkur eina þekkta árangur sem nútíma saga kennir þar sem uppgjör var til góðs en endaði ekki í skotgröfunum) þá hefðu allir gerendur Hrunsins verið kallaðir til.

Þar á meðal þeir fjölmiðlamenn og háskólaprófessorar sem skutu niður allar hugmyndir um réttlæti almenningi til handa.  Þeir hefðu þurft að útskýra stuðning sinn við útrásina og af hverju þeir kusu að standa fyrir þöggun á alla umræðu sem dróg forsendur hennar í efa.

Á meðan hefðu þessir sömu aðilar ekki staðið fyrir uppklappi á óráðum AGS eða staðið í að níða niður þá einstaklinga sem komu strax með raunhæfar hugmyndir um hvernig hægt væri að lágmarka skaðann gagnvart almenningi.  Ég er að vísa annarsvegar í stríðið um verð og gengistrygginguna og hins vegar í hugmyndir Lilju Móses og fleiri um hvernig átti að tækla jöklabréfin.

Og ég er að vísa í hvernig allar hugmyndir um manneskjulegt þjóðfélag voru kæfðar í fæðingu af þessum "sérfræðingum" sem sáu aldrei neitt rangt við útrásina, og töldu það höfuðnauðsyn eftir Hrun að endurreisa hið fallna kerfi.

Aðeins sannleiksnefnd hefði getað tæklað þetta lið, Andstaðan hafði engan þann styrk sem þurfti til að bylta kerfinu.  En það var lag fyrst eftir Hrun og mjög erfitt fyrir ráðandi öfl að standa gegn slíkri kröfu.  Ef okkur hefði aðeins borið gæfu þá væri staðan kannski önnur og betri í dag.

Hin ráðandi öfl tókst að forðast þessa ógn með því að naugða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þau létu seku menn ákveða að ákæra aðeins einn úr sínum hópi.  Og flest kæruatriðin standast enga skoðun.  

Það þarf mikla trúgirni til að halda að slík vinnubrögð leiði til einhvers uppgjörs, með fullri virðingu Árni.

Og af hverju ætti fólkið sem hefur afskrifað skuldir auðmanna, neitað heimilum landsins um sanngirni, afhent 2 af 3 bönkum þjóðarinnar í hendur ameríska vogunarsjóða, tekið risagjaldeyrislán til að borga út krónubröskurum, reynt að koma a.m.k 507 milljarða af skuld einkaaðila á ríkissjóð að ég minnist ekki á aðför þess að heilbrigðiskerfi landsbyggðarinnar, af hverju ætti þetta fólk að vilja heiðarlegt uppgjör við gerendur Hrunsins???

Jú, það þjónar tilgangi þess að láta umræðuna snúast um gerendur fortíðar á meðan gerendur fortíðar fá frítt spil með aðstoð sömu málaliða og voru að störfum fyrir Hrun.

Og þeim tókst það því það er ofsagt að brennt barn forðist eldinn.  Sum gera það en önnur ekki.  Þau láta spila með sig endalaust að  eldurinn í dag sé kaldur, það er aðeins sá í gær sem brenndi.  Og fá svo hina trúgjörnu til að kasta sér á bálið.

Alltí lagi ef það væru ekki svo margir samlandar okkar sem líða fyrir þá trúgirni.

Já, það eru skýringar á því að allt er hjakkandi í sama farinu og fyrir Hrun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 22:29

29 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Ómar !

Svona; þér að segja, skil ég sjónarmið fornvinar míns, Árna Skagfirðings Gunnarssonar enn betur, þegar ég rifja upp rolugang Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hin síðustu misseri valdaskeiðs þeirra, þegar þau létu allar aðvarnir, hins bezta fólks, sem vind um eyru þjóta - og upphófu tilgangslaus ferðalög, austan hafs - sem vestan, í sjálfsblekkingar skyni, sem og til að þyrla upp ryki, útífrá.

Ég hygg; að þú skiljir betur sjónarmið Árna, rifjir þú upp, tímabilið Maí 2007 - September 2008, Austfirðingur góður.

Þó svo; Ingibjörg sé í skjóli þeirra Karzai´s, austur í Baktríu (Afghanistan) þessa dagana, ætti hún ekkert, fremur en Geir, að sleppa við Landsdóms sakamanna bekkinn, ágæti drengur.

Reikna fastlega með; að þú skiljir sjónarmið Árna betur, við nánari ígrundun.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 22:49

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Hvarflar það að þér að ég gæti haldið út svona hvössu bloggi ef ég þekkti ekki söguna???

Og hver eru rök þín, að við eigum að láta bera út fólk, til dæmis einstæðu móðurina sem var tilefni þitt til að hirta Ögmund ærlega hér á síðu fyrir skemmstu, því það er mikilvægara að gera upp fornar deilur????

Eigum við að láta glæpahyski stjórna okkur í dag vegna þess að  Ingibjörg og Geir Harde voru rolur????

Ég þekki söguna Óskar, ég hóf skæruliðabaráttu mína þann 15. okt 2008, vegna þess að ég gerði mér grein fyrir að sömu öflin og komu okkur á hausinn, að þau réðu öllu og þau ætluðu með heimsku sinni og græðgi að gera út af við þessa þjóð.  Ég er ekki svo skyni skroppinn að ég viti ekki hvað rúmlega 60% af tekjum ríkis í skuldir þýðir.  Og ég hef það mikla sómatilfinningu að þó ég sé ekki í súpunni, að þá ber mér samt skylda til að berjast fyrir réttlæti þeim til handa sem þar eru, algjörlega óháð því hvort það fólk ber einhverja ábyrgð á veru sinni þar eður ei.  Allt þetta fólk á börn og þau eru saklaus.

Og mér er illa við að vera rændur, það illa að ég hét því að láta það ekki ganga yfir mig aftur, þegjandi.

Og ég gerði mér líka grein fyrir því hverjir rændu mig, og hvaða málaliða þeir notuðu til verksins.

Þess vegna hóf ég skæruliðabaráttu mína og ég varð strax virkur á 2 vinsælum síðum, þar sem ég var verkur í rassi hjá þeim hópi sem reyndu að réttlæta ósómann því flokkar þeirra voru í ríkisstjórn.  Ég tók þátt í að hrekja þá í vörn, og síðan út í horn.  Ég tók þátt í mótun þess almenningsálits sem varð að lokum ríkisstjórn Geirs Harde að falli.

Þá lauk stríðinu hjá mörgum vinstri manninum því þeirra menn komust að kjötkötlum valdsins.  Aðrir voru með hálfvelgju í helstu deilumálum því það stóð þeim nær að gagnrýna Davíð og hans menn en að verja heimili landsins eða landsmenn alla gegn fjármálakúgun Evrópusambandsins kennda við ICEsave.

En ég stóð mína vakt Óskar, því óvinurinn var sá sami, það var aðeins smá breyting á hópi málaliðanna sem sótti að þjóðinni.  Breytingin var aðeins vegna þess að við í vörninni, við náðum til að fella nokkra, en urðum að sætta okkur við að óvinurinn næði að fylla í skarðið með hluta af okkar hópi.

Og það sem verra er, að hluti af þeim sem urðu eftir, þeir sýndu málstað liðhlaupanna samúð og þeir höfðu oft meiri áhuga að skjóta á nýja liðsmenn varnarinnar því þar voru fornir fjendur á ferð, margir sáir eftir pústra sem við í vörninni höfðu veitt þeim þegar þeir voru í "hinu" liðinu. 

Sem gefur að skilja þá töpuðum við stríðinu vegna þessa liðhlaups og þessarar óeiningar.  ICEsave orrustan vannst að vísu, svo ósigurinn er ekki algjör, en baráttan um heimili landsins, um endurreisn atvinnulífsins, krónubraskaralán AGS, um innviði samfélagsins, um heiðarlegt uppgjör við fortíðina, allar þessar orrustur töpuðust.

Og óvinurinn eini, hann ræður öllu.

Ekki vegna þess að hann er svo öflugur, heldur vegna þess að hann er klárari en við.  Sem þarf ekki mikið til, það er leitun af meiri sauðum en þeim sem hafa stýrt andófi þessara þjóðar.

Það er eins og menn þekki ekkert til sögunnar, hvorki samtímasögunnar eða sögu fortíðar.  Þekkt, merkt dýki og pyttir, telja menn sig skylt að falla í.  Skilja síðan ekkert í af hverju þeir eru alltaf út í mýri á meðan óvinurinn eyðir byggðum landsins.

En eru samt ánægðir því þeir hafa hátt.  En sá hávaði gagnast ekki einstæðum mæðrum þessa lands sem annað hvort rétt skrimta eða eru komna í útburðarferli.  Eða gamalmennum þessa lands sem búa stöðugt við óttann um útburð og hreppaflutninga af þeim stofnunum sem veitt hafa þeim skjól og aðhlynningu síðustu æviárin.  Eða bótaþegum sem lifa við hungurmörk.

Við töpuðum vegna þess að við mönnuðum ekki skotgrafirnar þar sem óvinurinn réðst að okkur heldur þar sem hann blekkti okkur til að vera, ef við þá yfir höfuð vorum að verjast honum, margur hafði meira gaman af innbyrðisvígaferlum.  Við vorum engu betri í hernaðartaktík en úrkynjuðu miðaldakóngarnir sem lutu í gras fyrir forfeðrum þínum mongólsku á gresjum Austur Evrópu.  Þetta var eins og að berjast við börn var haft eftir einum hershöfðingja Kahnsins mikla.

Óþarfi að grenja  yfir því Óskar þó stríðið sé tapað.  Annað og miklu alvarlegra verður háð fljótlegar því óvinurinn eini hættir ekki fyrr en allt sjálfstætt fólk er orðið að kostnaði, skynlausum vinnudýrum sem hafa þann eina tilgang að vinna fyrir lítið eða ekkert svo hinir ofurríku verði alltaf ríkari og ríkari.  Áður en þar að kemur, þegar hann verður langt komin með að eyðileggja velferð hins venjulega manns, þá mun fólk aftur grípa til vopna.

Og þá mun fólk ekki lúta forystu fólks sem telur það sér helst til tekna að skjóta á dauða menn í herbúðum óvinarins, því þegar um sjálft lífið er að tefla, þá munu menn verjast þeim sem ráðast á þá í núinu, og sú vörn mun ekki eiga sér stað út í mýri á meðan byggðirnar eru brenndar.

Nei, ég græt ekki Óskar, ég held haus, og ég manna mína skotgröf.

Ég skipti mér ekki að því hvað aðrir gera, á hverja þeir plamma, mega skjóta dauða menn út í eitt mín vegna.  

En ekki í minni skotgröf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2012 kl. 08:51

31 identicon

Komið þið sæl; enn !

Ómar !

Ég hygg; að við Árni séum - og höfum verið, sjálfum okkur samkvæmir, fram til þessa, og væntanlega áfram.

Lesir þú; færzlur mínar, frá árunum 2007 - 2009, muntu komast að raun um, hversu harkalega ég vil taka, á íslenzka stjórnmála- og embættismanna kerfinu.

Svo; ekkert fari nú á milli mála, þar um.

Ef eitthvað er; er Skagfirðingurinn Árni, mun hófsamari í allri framsetningu, en ég hefi nokkurn tíma verið.

Sannast sagna; vil ég lúskra þorra afætnanna, beinustu leið úr landi, eða þá, eithhvað mun lengra, helzt.

Hinar sömu kveðjur; sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 11:35

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Hygg að ég þekki ágætlega til ykkar beggja Óskar, og á meira að segja nokkrar skylmingar við Árna á harða diskinum.  Þú mátt geta þér til um hvað þær voru. 

Einnig á ég vel varðveittan bloggpistil sem ég las á öðru bloggi, sem var svona eins og hver annar, en í athugasemdunum var fyndnasti textinn sem ég hef lesið í bloggheimum, og hann var á Skagfirsku.

Tæpitungu þína hef ég líka rætt, hef bent þér á að  eggjun er eitt og að vinna orrustur er annað.  Byggi þá visku mína meðal annars á smá þekkingu á hugmyndaheimi og stjórnvisku forfeðra þinna.  Hef til dæmis lesið grein þar sem var orðrétt vitnað í orðdeilur aldins hershöfðingja við einn af sonarsonum Kahnsins, þar sem sá gamli átelur þann yngri fyrir kærulausa framsókn, hann yrði alltaf að reikna með að óvinurinn hefði eitthvað vit á hernaði.   Einnig hlóð ég niður kínverska mynd með ensku tali sem fjallaði um yngri ár Gengis Kahn og var hún fróðleg öllum þeim sem einhvern áhuga hafa á að lifa af í hörðum heimi.

Stórmerkilegir menn þessir forfeður þínir og þó menn kynni sér ekki neitt annað úr sögunni þá sjá menn um leið af hverju stríðið við óvininn eina tapaðist svo eftirminnilega að einstæður mæður eru hraktar á vergang líkt og þjóðin hefði ekkert lært af kvæðinu Móðurást.  Það Fýkur ennþá yfir hæðir á götum Reykjavíkur.

Já, Óskar, ég þekki ágætlega til ykkar Árna, kosti ykkar og galla í þeirri orrahríð sem háð hefur verið og hreint út sagt finnst mér það sorglegt að þið skuluð láta óvininn eina spila svo með ykkur að þið gangið erinda hans í Landsdómsmálinu. 

Það hefðu mongólskir forfeður þínir ekki gert.  Þeir vissu sem er að menn þurfa fyrst að vinna stríðin áður en tekið er til að afhöggva hausa.  Og að menn vinna ekki stríð með því að hafa hátt heldur með því að herja á óvininn allstaðar þar sem hann liggur við höggi eftir þeim mætti sem þú ræður yfir.  Ekki með því að falla fyrir blekkingum hans, sýndaráhlaupum sem sýndarflótta.

En þessa sorg hef ég ekki hrópað á torgum eða haldið í ykkar heimahaga til að tjá hana, hef geymt hana með mér eins og hverjar aðrar búsorgir.

En í mínum skotgröfum hái ég mitt stríð, og þegar ég er að stríða, þá er ég að stríða.  Það vita gestir og gangandi, allflestir búnir að læra að hér er engin tæpitunga notuð ef menn trufla miðið á breiðsíðunum.  Og hreint út sagt hélt ég að enginn kæmi hér inn lengur þegar ég talaði um ICEsavehyski og héldi fyrirlestur yfir mér um siðferðislegan aumingjaskap, að hann hrykki í kút þó hann þyrfti að standa fyrir máli sínu.

Ekki ritskoða ég menn.

Hvað þá að ég láti það standa athugasemdarlaust í athugasemdum sem truflar þau áhrif sem ég leita eftir með pistlum mínum.

Af hverju ætti ég að gera það, ættaður úr Vaðlavíkinni??, ég bara spyr.

Ég er ekki friðarins maður fyrir ekki neitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2012 kl. 14:18

33 identicon

Komið þið sæl; enn,, á ný !

Ómar !

Er ég nokkuð; að valda frekari vanhöldum, á skilningi, minna orða ? -

Mætti ég ráða, væru liðlega 99% íslenzkra stjórnmálamanna, hýddir og markaðir, eftir hinni drungalegu tækni, sem Þorleifur frændi minn Kortsson* (1615 - 1698), Lögmaður í Bæ í Hrútafirði, beitti sárasaklausa Strandamenn forðum - sem þeir verðskulduðu ALLS EKKI (fyrir meinta Galdra) - aftur á móti stjórnmála kraðak nútímans; FYLLILEGA, Helvízkt.

Tala ég nokkuð óskýrt; Ómar minn ?     

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

* Önnur Amma Þorleifs; Halla, var systir Kristínar, einnar formóður minnar, Grímsdætur, misminni mig ekki, ágæti drengur.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 17:23

34 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar minn kæri.

Hvernig hvarflar það að þér að hægt sé að misskilja kjarnyrta íslensku sem á sér rætur í sagnaminnum fortíðar.  

Um vilja þinn til að setja allt þetta lið í gapastokkinn og láta það kenna á forni tækni réttvísarinnar hefur engin efast. 

Spjall mitt er svona létt áminning um að til þess þarftu ákveðnar forsendur, til dæmis að koma höndum yfir hina meintu brotamenn, eða eins og ég sagði hér að ofan "Þeir vissu sem er að menn þurfa fyrst að vinna stríðin áður en tekið er til að afhöggva hausa ".

Þannig var hinn harði heimur forfeðra þinna.  Og ef þú átt einhvern tímann eftir að sjá myndina um hinn merka leiðtoga, Gengis Kahn, þá sérðu að hann vissi vel á sínu eigin skinni hvað verður um þá sem tapa stríðum.  Hann var bara svo heppinn að hann var látinn halda lífi en hann vissi að hann fengi ekki annan sjens ef hann tapaði í valdabaráttunni.  Þess vegna spáði hann í leiðir til að sigra.  Og hann sigraði, ekki vegna þess að fyrstu hermenn hans væru á nokkuð hátt betri en frændi hans hafði, heldur vegna þess að hann notaði heilann áður en hann réðst til atlögu.  

Hann fór í stríð til að vinna það því hann vissi að lífið var í húfi, ekki bara hans heldur líka hans nánustu.  

Mitt líf var ekki í húfi í því stríði sem við miður töpuðum út af taktleysi okkar, en mér finnst helvíti skítt að Fýkur yfir hæðir, skuldi ennþá vera sungið á götum Reykjavíkur.

Og það er alltílagi að benda ykkur gömlu mönnunum á það að fólk fellur vegna stuðnings ykkar við ríkisstjórnina.  Smánin á Alþingi á ekkert skylt við nauðsynlegt uppgjör, þvert á móti þá kom hún í veg fyrir það.

Og hvernig sem á það er litið Óskar, þá styður heiðarlegt fólk ekki neitt sem kemur frá ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Jafnvel þó það virki vel þá  er allt eitthvað morkið að baki.

Hefði Andófið sameinast um kröfuna um heiðarlegt uppgjör, þá væri það uppgjör löngu hafið.  En hluti Andófsins lét blekkjast, og gaf ríkisstjórninni nýtt tækifæri til óhæfuverka sinna.

Og gjaldið er sársauki útborinna kvenna og barna.

Sárt en satt.

Og þó sannleikurinn sé sár, þá er ekki lausn að afneita honum.

Jafnvel þó menn hljóði öll vígorð heims á öllum heimsins tungumálum gegn því liði sem lét ræna land okkar.

Það Fýkur samt yfir hæðir.

Það lýsir meiri manndómi að axla sitt skinn og horfast í augun á því fólki sem valdið bar út á gaddinn, og segja, "Fyrirgefið mér, aldrei aldrei aftur skal ég láta auðfífl og auðræningja villa mér sýn."

"Og ég unni mér ekki hvíldar fyrr en hræætur fjármagnsins hafa verið hraktir úr öllum skúmaskotum valdsins".

"Aðeins þannig endurheimti ég æru mína á ný".

Því það er sama Óskar hvað við berjum oft á brjóst okkar og hótum að taka í lurginn á þessu liði, við munum aldrei geta það nema við berjumst til sigurs.

Ekki berjumst ekki bardagans vegna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2012 kl. 18:22

35 Smámynd: Ómar Geirsson

En átti þetta víst að vera.

Ekki síðri kveðjur.

Ómar Geirsson, 19.1.2012 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband