Ískr-ískr, eru evrópskir skriðdrekar farnir að skeiða niður Wall Street???

 

Líklega ekki, Eurokratinn er ekki bara siðblindur, hann er líka aumingi.

Hann ræðst aðeins á þá sem eru nógu litlir, nógu varnarlausir, á þá sem hafa engin tök á að verja sig.  Aðförin að íslenskum almenningi með aðstoð Íslandsdeildar Eurokrata er gott dæmi þar um en lægst lögðust Eurokratar þegar þeir gerðu kröfu um að innviðir grísks samfélags væru eyðilagðir svo hægt væri að bjarga evrópskum stórbönkum frá því að taka ábyrgð á glórulausum lánveitingum sínum.

 

En þegar kemur að risanum í Vestri, bönkum hans eða matsfyrirtækjum, þá er aðeins mjálmað, grátið eða smágjammað í öruggu skjóli. 

Enda ekki nema von, dollarlínan frá bandaríska seðlabankanum er lífreipið sem evran hangir í, án hennar væru evrópskir bankar fallnir.

 

Er til ámótlegra mjálm; "ákvörðunina í ósamræmi við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til, til þess að vinna á skuldavanda svæðisins. "??????

Ætlast yfirmaður efnhagsmála til þess að fagfyrirtæki láti orð en ekki gjörðir stjórna mati sínu á þeim "aðgerðum" sem tvíeikið Merkel og Sarki hafa komið sér saman um???

Eða að fagfyrirtæki meti annað en raunverulega efnhagsstöðu  Evrópuríkja sem  stefna hraðbyri í gjaldþrot vegna evrunnar???  Eiga þau að hafa yfirlýsingar íslenskra ráðamanna til hliðsjónar, til dæmis orð hins nýja fjármálaráðherra okkar að aðeins sé um tímabundinn vanda að ræða sem Evrópuríki hafa þegar náð tökum á með sínum markvissum aðgerðum um að leggja niður sjálfstæði einstakra Evrópuríkja????

 

Af hverju bregst Olli Rehn við eins og smábarn, vælir þegar hann hefur engin tök á að þagga niður í sjálfstæðum bandarískum matsfyrirtækjum???  Heldur hann að hann sé í viðtali á Ruv og hann geti bullað út í eitt eins og hann gerði í ICEsave deilunni????

Veit hann ekki að það býr ennþá vitiborið fólk í Evrópu sem tekur eftir að gjamm hans tjáir aðeins algjört ráðaleysi og uppgjöf gagnvart vanda evrunnar.

Og að vitiborið fólk bregst við með að flýja frá evrunni eins og það best getur þegar það áttar sig á að Eurokratinn á engin svör.

Þvi það er jú þannig að það er ekki endalaust hægt að lýsa yfir, skipti eftir skipti, eftir tímamótafund eftir tímamótafund hjá tvíeikinu, að núna hafi verið gripið til aðgerða sem duga.

Að núna sé búið að ná tökum á skuldavandanum, að núna sé búið að tryggja framtíð evrunnar.

Og halda svo nýjan neyðarfund, aftur og aftur.

 

Það urðu nefnilega vatnaskil með lækkun Poors á lánshæfismati Frakklands, núna er ekki hægt að dylja að önnur meginstoð evrunnar er að hrynja líkt og jaðarlönd evrunnar gerðu á síðasta ári.

Aðeins alvöruaðgerðir, tilbúnar, útfærðar, þegar framkvæmdar, gátu slegið á þessa ákvörðun Pooraranna, aðeins þannig var hægt að hindra að önnur matsfyrirtæki kæmu ekki í kjölfarið.

Hindrað að stjórnlaus skriða færi að stað.

 

Mjálm sem felst í að vitna í "aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til" þegar öllum er ljóst að þær eru aðeins orð sem stangast á við stofnsáttmála ESB og ganga gegn stjórnarskrám Evrulanda, er ekki viðbrögð sem mun hægja á skriðunni, hvað þá stöva hana.

 

Evran er dauðdæmd.

Ekki vegna hinna innri mótsagna, heldur vegna þess að Eurokratinn er ekki bara siðblindur aumingi eins og sannaðist í ICEsave deilunni.

Hann er heimskur, nautheimskur.

Og mun því aldrei ná að tækla vanda evrusvæðisins.

 

Kannski sem betur fer.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Rehn gagnrýnir lánshæfislækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessari grein þinni/kveðja að sunnan!!!!

Haraldur Haraldsson, 14.1.2012 kl. 23:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar,loksins fæ ég næði til að senda þér stórt fagn fyrir þessa grein,(-: sannarlega skrifuð á kjarnyrtri Íslensku.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2012 kl. 00:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Haraldur og Helga.

Rostinn í Olla er minni en þegar hann studdi kúgun og lögleysu, hvort sem það var vegna heimsku eða siðblindu.

Skiptir ekki máli, hvorki siðblint fólk eða heimskt fólk mun ná að bjarga Evrópu.  Von hennar felst í algjöri uppskiptingu í valdakerfinu þar sem Eurokratinn verður bannfærður fyrir lífstíð.

Evrópa þarfnast fólks, alvöru fólks.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2012 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband