6.1.2012 | 10:37
Helgisögnin um evruna.
Er ekki fyrsta helgisögnin sem hefur rænt mæta menn ráð og viti á Íslandi.
Þegar sveitir Ukraínu voru rjúkandi rústir eftir samyrkjubyltingu Stalíns þá var til fólk á Íslandi sem vildi sveitum landsins svipuð örlög.
Og þegar bláfátækur verkalýður strækaði til að krefjast betri aðbúnaðar og hærri launa, þá var hann leiddur af mönnum sem vildu innleiða Sovétskipulagið til hagsbóta fyrir þennan sama verkalýð.
Í Sovétinu voru menn skotnir ef þeir strækuðu og refsivist Gúlagsins var eina svarið við kröfum um bættan aðbúnað.
Með öðrum orðum vildu menn bregðast við vondu ástandi með einhverju sem var ennþá verra.
Helgisögnin um Sovétið kaffærði heilbrigða skynsemi hina trúuðu. Þeir sáu hlutina ekki eins og þeir voru, heldur eins og þeir vildu að þeir væru.
Og þegar helgisögnin stangaðist á við staðreyndir, þá urðu staðreyndir að víkja.
Í dag skammast flestir sín fyrir að hafa trúað helgisögninni um Sovétið og þeir sem náðu ekki að upplifa þessa tíma, þeir brosa af trúgirninni og öllum þeim bábiljum sem fylgjendur Sovéttrúboðsins héldu fram á árum áður.
En það virðist í eðli margra að geta ekki horft á raunveruleikann eins og hann er, þeir ná ekki að höndla lífið nema með aðstoð helgisagna.
Þeir trúa í stað þess að hugsa.
Og í dag trúa þeir á evruna.
Evran er forsenda stöðugleika, uppspretta velmegunar, forsenda framfara.
Evran er hinn trausti gjaldmiðill sem þessi þjóð þarfnast svo sárlega.
Það truflar þá ekkert að Evrópa er í rjúkandi rúst eftir aðeins tíu ár með evruna sem sameiginlegan gjaldmiðil.
Það eru staðreyndir, en staðreyndir rúmast ekki innan helgisagna.
Það truflar þá ekkert að í þeim löndum evrusvæðisins þar sem allt er komið í þrot, er almenningur látinn borga brúsann.
Það er hann sem þarf að sætta sig við launalækkun. Það er hann sem þarf að sætta sig við fjöldaatvinnuleysi. Það er hann sem þarf að sætta sig við stórfelldan niðurskurð á almannaþjónustu.
Því eins og Sovéttrúboðið sagði forðum, það þarf einhverju að fórna til að uppskera sæluríki á jörð.
Það truflar þá ekkert þó ráðamenn evrusvæðisins lýsi því yfir að til að evran fái lifað, þá þurfi að skerða sjálfstæði þjóða og í raun koma á sameiginlegri stjórn evrusvæðisins.
Því eins og Sovéttrúboðið forðum sagði þá er hugtakið sjálfstæði þjóða sprottið upp úr rómantík nítjándu aldar og er úrelt í nútímanum þar sem alþjóðahyggjan undir styrkri stjórn trúboðsins er kall tímans.
Vissulega er kallið ekki lengur; "öreigar allra landa sameinist", heldur "ein volk, ein reich, ein euro" en hugsunin er sú sama.
Sjálfstæði þjóða gengur gegn helgisögninni.
Það truflar þá ekkert þó hinir "vitibornu" taki ákvarðanir um það sem þarf að gera svo evran lifi án þess að hafa til þess nokkuð umboð þjóða sinna, að þjóðþingin séu aðeins dýr stimpill á þegar teknar ákvarðanir.
Því eins og Sovéttrúboðið sagði, þá er lýðræði history, afsprengi byltingu borgaranna gegn hinni arfbornu lénsstétt.
Nútíminn hefur ekkert með lýðræði að gera, það er Þrándur í Götu alþjóðavæðingarinnar, lýðræðið skilur ekki alþjóðlega samkeppni.
Það er ekkert rúm fyrir lýðræði í helgisögninni um Evruna.
Það er í raun ekkert sem truflar þá sem trúa á Evruna, þeir einfaldlega trúa, og þeir eru sælir í sinni trú.
Við hin verðum að sætta okkur við það, við rökræðum ekki við þá.
Því rök bíta ekki á trúfífl.
Það er eitthvað innra með þeim sem gerir það að verkum að þeir trúa, það er eitthvað innra með þeim sem gerir það að verkum að þeir hætta trúa. Þetta er eitthvað líffræðilegt ferli sem utanaðkomandi hafa engin áhrif á.
Þetta er eins og að það er lengi hægt að trúa því að maður brenni sig ekki þó maður stingi hönd sinni i opinn eld. Yfirleitt eins lengi og menn stinga ekki höndinni í eldinn. En þegar það gerist þá halda aðeins fáir út.
Hjá flestum tekur raunveruleikinn yfir, menn forða sér úr eldinum.
Þannig var það með Sovéttrúboðið, flestir fylgjendur þess voru þeir sem lifðu í öryggi og velmegun lýðræðisþjóða Vesturlanda.
Stjórnendur Sovétsins þurftu hinsvegar að byggja múra til að halda þegnum sínum inni.
Ekki strax, en fljótlega.
Hvort Evrutrúboðið endi með uppgripum hjá múrarameisturum, skal ósagt látið.
Tíminn mun skera úr um það.
Hið íslenska Sovéttrúboð náði aldrei að koma þjóð sinni inn fyrir múrana, fólk almennt lét ekki blekkjast.
Hvort íslenska Evrutrúboðið nái betri árangri mun tíminn líka skera úr um.
Eins og Sovéttrúboðið þá gengur það gegn heilbrigðri skynsemi, gegn raunveruleikanum, gegn siðgæði, gegn lýðræðishefð okkar.
En ólíkt Sovéttrúboðinu þá styðja máttarstólpar Evrutrúboðið, og mútufé Evrópusambandsins flæðir um fjölmiðla og háskólasamfélagið.
Lygin og blekkingarinnar fá fyrir vikið meira vægi og eru klæddar í fallegri leiktjöld.
Á móti er venjulegt fólk sem vill fá að lifa í friði fyrir trúboði forheimskunnar.
Þetta venjulega fólk sigraði Evrutrúboðið í ICEsave stríðinu en það er sundrað í andstöðu sinni gegn trúboðinu sjálfu.
Og það eru forn sannindi að enginn borgarmúr er svo hár að asni klyfjaður gulli fái hann ekki fellt.
En raunveruleikinn er sterkur andstæðingur og það eru líka forn sannindi að brennt barn forðast eldinn.
Og hitinn af eldunum í Evrópu er mikill.
Það mikill að fylgjendur Evrútrúboðsins verða alltaf hlægilegri og hlægilegri með hverjum deginum.
Hláturinn mun sigra helgisögnina um Evruna.
Kveðja að austan.
Evran ekki að hverfa í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar - þú "trúir" því að Evrópa sé rjúkandi rúst vegna stöðu evrunar.
Bretar eru með sterligspund og vita að evran er að ná yfirtökum og það er þaðan sem áróðurinn um evruna er upprunninn í og með USA, sem sjálfir eru í efnahagsklandri.
"ein volk, ein reich, ein euro" - einmitt, hárrétt. Þetta óttast bretar mest af öllu og þeir eru þekktastir fyrir lygar og áróður þegar því er að skipta.
Ég mæli með því að þú flytjir til evrulands og búir þar um tíma og kynnir þér ástandið í eigin persónu og þá verður "trúin" fljót að hverfa. Bretar voru heimsveldi og það er ekki hægt að treysta þeim. Ef þú ætlar að vitna í Grikkland, þá var það gjaldþrota áður en það fékk inngöngu í bandalagið og átti aldrei að fara þar inn. Á Spáni hefur ALLTAF verið mikið atvinnuleysi og sérstaklega á veturna, en þjóðin sem slík hefur það margfallt betra í dag en fyrir t.d. 30 árum, það er ekkert sambærilegt. Kveðja.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 12:19
Blessaður V.
Í það fyrsta um trú.
Ég trúi ekki á drauga, ég veit að þeir eru til, ég er af Viðfjarðarættinni í móðurætt. Hinsvegar trúi ég á álfa og huldufólk, amma mín úr Vaðlavíkinni trúði hins vegar ekki á huldufólk, hún vissi að það var til, hún átti í samskiptum við það.
En munurinn á þessu tvennu, byggist samt á huglægu mati, seint er hægt að sanna vissuna.
Hins vegar trúi ég ekki á staðreyndir, það er ekki hægt. Staðreyndir er eitthvað sem er. Um orðalagið sem lýsir staðreyndum, má hins vegar deila.
Vissulega þarf ekki að nota orðalagið "rjúkandi rústir" um ástandið í Evrópu í dag. Það er myndræn lýsing en staðreyndin þar að baki er mjög einföld, bankakerfið er komið þrot, eins og það leggur sig, algjört vantraust ríkir á fjármálamörkuðu, og æ fleiri ríki evrusvæðisins eiga í vanda með endurfjármögnun skulda sinna, einmitt vegna hins meinta vantrausts. Það er alvarlegur samdráttur framundan, enginn veit hvernig hann endar.
Út frá þessum staðreyndum nota menn ýmiskonar orðalag, en mitt orðalag er aðeins í takt við það sem áhrifamenn í Evrópu nota í opinberi umræðu, ekki á sérviskulegri bloggsíðu sem ákaflega fáir lesa.
Hamfarir sagði einn, evran fellur ef ... sagði annar, kreppan mikla er barnaleikur miðað við það sem mun gerast ef ekki ... sagði sá þriðji.
Og mér dugar ekki puttar og tær til að telja allt upp sem haft er eftir áhrifamönnum um alvarlegt ástand efnhagsmála í Evrópu í dag.
Annað, orðið breti, hvort sem það er með litlum eða stórum staf, kemur ekki fyrir í þessum pistli.
Þriðja, Grikkland hefur oftar lent í greiðsluþroti en fingur annarar handar ná til að telja, samt hefur grískt þjóðfélag gengið skammlaust, það hefur þróast, sirkað tvöfaldast af flatarmáli frá stofnun (með hervaldi, slíkt kostar peninga) nútímaríkis þess 1829 og það hefur haldið eigum sínum þrátt fyrir hin meintu gjaldþrot.
Ástæða, innlend mynt.
Það er aðeins eftir að Grikkir tóku upp erlenda mynt, evruna, sem landið er komið í þrot, og í kjölfarið gert upp. Og nota bene, það var ekki gjaldþrota þegar það tók upp evruna enda var gjaldþrota ríkjum ekki hleypt inn.
Fjórða, Spánn hefur verið hörmungarríki efnhagslega alveg frá því að þeir fundu silfrið í Ameríku og héldu að hægt væri að reka þjóðfélag án þess að vinna, það dygði að ræna og rupla. Og það er rétt að viss vatnaskil urðu á Spáni á áttunda áratugnum, síðan þá hafa lífskjör batnað verulega.
En evrunni verður seint þakkað um þau vatnaskil, hún var ekki til þá.
Og allar þjóðir heims, með örfáum undantekningum, hafa það betra í dag en fyrir 30 árum.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að fyrst að Spánverjar voru svo vitlausir að taka upp erlenda mynt, að þá hafa þeir misst tökin á fjármálum sínum. Þeir ná ekki til að endurfjármagna sig og hagkerfið þeirra er að stöðvast vegna peningaskorts. Það fara fleiri evrur úr landi en koma inn.
Þetta eru staðreyndir V, menn deila ekki um staðreyndir.
Loks um rökhugsun, ástand síðustu ára, hvort sem það var gott eða slæmt, segir ekkert um ástandið í dag. Það er ástandið í dag sem segir til um ástandið í dag. Og út frá ástandinu í dag er hægt að segja til með einhverri vissu um hvernig ástandið morgundagsins verður. Samt verður alltaf að reikna með hinu óvænta.
Og út frá þessari frétt er greinilegt hvernig ráðamenn AGS meta horfur evrunnar. Þegar þeir láta hafa það eftir sér að evran lifi út árið, þá er augljóst að þeir hafa miklar efasemdir þar um.
Annars væru þeir ekki að orða að evran myndi ekki hverfa í ár.
Menn orða ekki hið augljósa.
Ef forstjóri AGS hefði sagt til dæmis í byrjun árs 2005, að evran myndi "ekki hverfa í ár", þá væri næsta frétt um hann að hann hefði óvænt tekið sér frí vegna taugaáfalls, og væri núna til hressingar á hæli í Sviss.
Lagarde er ekki á leiðinni á hæli, en ég væri illa svikin ef hún ætti ekki eftir að ítreka þessa "stuðningsyfirlýsingu" sína, jafnvel áður en haninn galar tvisvar.
Svo ég segi það nú aftur sem ég hef áður sagt í dag;
Það er nú það eins og kallinn sagði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 14:30
Ég þekki nokkuð vel til í Danmörku til 35 ára og á þar margt kunningja. Áberandi er hve andstaðan við euro og esb er vaxandi og þetta fólk hefur ekki þjáðst mikið af þjóðrembu svo ég viti.
GB (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 14:37
Blessaður GB.
Danir virðast ekki vera mikið fyrir helgisagnir, kommúnistar voru heldur ekki afl í Danmörku.
Danir sjá reykinn af eldunum á evrusvæðinu og vilja ekki að land þeirra verði eldsmatur líka.
Skynsamt fólk sér staðreyndir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 14:56
Er ekki danska krónan bundin evrunni, eða?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 18:56
Og sjálfsagt ekkert að því á meðan evran virkaði.
En Danir eru ekki veruleikafirrtir, eða trúa á helgisagnir líkt og stór hluti íslensku þjóðarinnar gerir (33-43%???). Jafnvel blindir Danir vita hvað er að gerast þó þeir sjá ekki reykjarmökkin bera yfir landamærin.
Þeir finna lyktina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 20:23
Sæll Ómar.
Þessi grein þín er hreint meistarastykki og fer greinilega í taugarnar á sumum hinna "sanntrúuðu" samanber V. Jóhannsson.
En merkilegt nokk þessi snarpa en hárbeitta ádeila þín á hina sanntrúuðu EURO/ESB sinna stenst alveg fyllilega samanburðinn við þá sem trúðu á mátt kommúnismans og mikilfengleika Ráðstjórnarríkja Sovétríkjanna.
Um margt líkjast þessi kerfi hvort öðru, uppbygging þeirra beggja byggir/byggði á sífellt meiri valdasamþjöppun, miðstýringu og sérfræðingaskrifræði svo ef eitthvað fer úrskeiðis í miðstýringunni, þá er/var svar Commísarana alltaf hið sama. Þetta fór aðeins úrskeiðis vegna þess að miðstýringin hefur ekki verið nógu sterk og nógu altæk. Þess vegna eykst/jókst miðstýringin sífellt á kostnað lýðræðis, persónufrelsis og annarra mannréttinda.
Ég veit að það þýðir lítið að benda "hinum sanntrúuðu" eins og V. Jóhannssyni á að hlusta sérstaklega á virrtan og mætan mann eins og Sovétmanninn Vladimir Bukovky sem er heimsþekktur rithöfundur og vísindamaður, en var líka mjög áhrifamikill andófsmaður í Sovétríkjunum sálugu og sat í mörg ár í fangabúðum Gulagsins.
En hann býr nú í Bretlandi og er vægast sagt mjög gagnrýninn á ESB stjórnsýsluapparatið.
Hann varar okkur ítrekað mjög alvarlega við ESB og valdasamþjöppuninni og lýðræðisleysinu og hikar ekki við að bera þessi tvö stjórnsýsluapparöt saman sem hann þekkir bæði mjög vel þ.e. EU og Sovétt og segir þau því miður, æ meir líkjast hvort öðru.
Þau séu í raun byggð upp á sama valdastrúktúrnum, með sín Commísararáð og sérfræðinganefndir sem sífellt taka sér meiri völd á kostnað lýðræðisins. Bæði þessi kerfi áttu að skapa hina fullkomnu veröld jafnréttis og frelsis án landamæra og án þjóðernis.
En hið fyrra breyttist fljótlega í andhverfu sína og hitt systemið er á sömu leið, fullyrðir Bukovsky.
Hér má hlusta á V. Bukovky í viðtali sem byrt er á you Tube, þar sem hann fer hörðum orðum um bæði þessi fyrrgreindu stjórnsýsluapparöt og hátt í 150.000 manns hafa horft á.
Slóðin er: www.youtube.com/watch?v=bM2Ql3wOGcU
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 10:53
Ég verð nú að segja, eftri á að hyggja, að það er eins og að líkja eðalvíni við lélega íslenska súrmjólk, að bera ESB við Sovétteíkin sálugu. Það er nú ekki farið að skjóta neinn eða pína í fangelsum fyrir skoðanir, sem allir vita, sem vilja vita, að var alræmt hjá kommúnistum austur þar. Það má líka mynna á að á Íslandi eru líka kommúnistar og það í ríkisstjórn og eru þeir allir á móti ESB, þótt þeir tali tungum tveim. Ég gæti alveg trúað Steingrími J. Jóni B. og Óla komma m.f. heimskingjum, ef þeir hefðu einræði, að koma fólki fyrir kattarnef á einhvern hátt, en þá verður landið að vera einangrað og það er það sem þeir vilja. Það vita allir að Steingrímur J. er mesti pólutíski svikari Íslandssögunnar, enda kommi. Ég er enginn sérstakur ESB maður, en ég vorkenni Íslensku þjóðinni á þeim heilaþvotti sem hefur verið ástundaður þar og sérstaklega af vinstra fólki.
Íslendingur sem skreppur til útlanda, talar alltaf um það, hvað allt hafi hækkað í verði í útlöndum (?) Hér hefur ekkert hækkað. Vara sem kostaði 2€ fyrir fjórum árum kostar 2€ í dag.
ergo 80 kr. - eða 160 kr. Þetta er ekkert nema heilaþvottur eða heimska, nema hvortveggja sé, enda þegar ég hugsa í eigin barm, þá var ég ekkert betri sjálfur áður enn ég flutti út. Tek fram að ég var orðinn fimmtugur og hef mikla lífsreynslu frá Íslandi og oft talað um það, af hverju ég var ekki farinn fyrir löngu síðan. Jú, ég vorkenni Íslendingum mikið. Kveðja.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 11:26
Ómar, rök fá færa fyrir að þú hafir að ofan verið að skrifa um vissan landsöluflokk í núverandi stjórn og alla meðhjálparana í hinum flokkunum og litlu holunum víða um land.
Ógurlega pirrandi og voða erfitt fyrir þau að sjá samhengið um hvað þau eru langt leidd. Já, rænd ráði og viti.
Hluti úr ræðu VLADIMIR KONSTANTINOVICH BUKOVSKY sem Gunnlaugur vísaði í að ofan.
Elle_, 9.1.2012 kl. 23:57
Velkominn á vettvanginn aftur.
Það er þörf á góðum efnistökum í baráttunni framundan gegn afsali stjórnherra okkar á fjárræðinu.
Þökk sé þér fyrir þennan pistill og ég færi þér góðar óskir um enn betri daga árið 2012 og þau komandi ár þar á eftir.
Það er mikið verk framundan í að verja fullveldisafsal Íslands til ESB, þar sem stjórnherrar okkar vinna að á fullu með sínum stjórnarsáttmála.
Eggert Guðmundsson, 13.1.2012 kl. 22:45
Takk fyrir innlitið kæra fólk hér að ofan.
Af illri nauðsyn þurfti ég til Reykjavíkur í vikunni og gat því ekki svarað ágætum kommentum.
Gunnlaugur, það sem lær orðum Bukovskys vægi er að brennt barn þekkir eldinn þó hann sé kveiktur af mismunandi aðilum.
En V, þú ert ennþá svo grænn að halda eldur virki mismunandi eftir því hver kveikir hann. Og þó svo ég hefði ekki getað ímyndað mér að nokkrum dytti í hug að ég væri að blogga um Sovétið og komma, þá vil ég samt taka það fram að ég er ekki að blogga um Sovétið og komma.
Takk fyrir góðar óskir Eggert, árið í ár er gott ár. Til dæmis vegna þess að þetta er árið sem ESB dó, kannski ekki umbúðirnar, en innihaldið. Og þar með ættu landsmenn að losna við innlimunartalið og allt ruglið sem því fylgir.
Gæti ælt af enn einni ræðunni um að bjargræði evrunnar.
Blessuð Elle, fylgismenn helgisagnarinnar eru í öllum flokkum, aðeins misáberandi. Og það versta við þá er að þeir eru ekki bara fjármagnaðir af Rússagulli, hinir föllnu auðmenn og klíka þeira stýra puttum leikstjórnendanna.
Þetta er allt í sama skítaræsinu, innlimunin í ESB, aðförin að heimilum landsins, stuðningurinn við verðtryggingarránið, endurreisn gamla fjármálaránakerfisins, stuðningurinn við neyðaraðstoð AGS við þurfandi krónueigendur.
Því á bak við helgisagnir eru alltaf gírug öfl sem maka krókinn á trúgirni almennings.
Bið að heilsa suður, núna þegar ég er kominn austur á ný í veðurblíðuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.1.2012 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.