Að hengja bakara fyrir smið.

 

Sumir eiga erfitt með að skammast sín, hvað þá að játa að þeir séu fífl.

Tryggvi Hrútur glímir ekki við slíkar spurningar.

Hann er málaliði, og gerir það sem honum er borgað fyrir.

Verkkaupinn, Viðskiptaráð vildi jákvæða skýrslu um íslenska fjármálakerfið, og hann fékk slíka skýrslu. 

 

Óþarfi að afsaka það, og óþarfi að bendla hagfræðina við þau kaup.

Og það er ekki hagfræðinni að kenna að flestir sem tala í nafni hennar í dag eru keyptir menn.

Keyptir menn eru ekki bara í háskólanum, þeir eru á fjölmiðlunum, þeir eru í stjórnmálum.

 

Og það þýðir ekkert að skamma hina ofurríku fyrir að nýta sér þjónustu málaliða, þetta er jú allt spurning um völd og áhrif til að skapa sér það umhverfi að auður þeirra fái að vaxa og dafna út i hið óendanlega.  Af hverju á 1 % að eiga 30 % af þjóðarauðnum þegar hann getur átt 40% eins og til dæmis í Bandaríkjunum???  Af hverju eiga menn að láta sér 40% duga þegar hægt er að eiga 90% eins og algengt var á lénstímanum???

Af hverju á fólk yfir höfuð að eiga eitthvað þegar hinir ofurríku geta átt allt???

 

Nei, það er skömm að skamma Tryggva, það er skömm að skamma hina ofurríku.

Vesturlönd eru lýðræðisþjóðfélög og það rænir enginn óviljugan til lengdar.  Þjófarnir enda alltaf í jailinu.

Það að hinir keyptu stjórni háskólum okkar, fjölmiðlum, þjóðþingum, segir aðeins það að okkur er sama, við látum þjófnaðinn yfir okkur ganga.

Og ef við erum ekki sæl og glöð þá eigum við að skamma  rétta aðila.

 

Okkur sjálf.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Tryggvi Þór tekur til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr og gleðilegt ár.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2012 kl. 13:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Gleðilegt ár Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 13:54

3 identicon

Trúlegast hefur GreinAndinn hann Tryggvi Þór matað þennan görótta Mishkin á upplognum pappírum frá Tryggva og féfléttum vinum hans. Hérna Mishkin skrifaðu undir hér og síðan mun Íslenska Ríkið borga þér 124,000 þúsund dollara.(sem og var gert). Grashausinn hann Tryggvi Þór á sér engar málsbætur.

Númi (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 15:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, þetta er alltaf spurningin, hvort liggur sektin á morðinu hjá byssunni eða þeim sem miðar henni???

Ef við hengjum alltaf málaliðana en látum þá vera sem ráða þá til verka, þá sitjum við alltaf uppi með nýja og nýja málaliða.

Líkt og þjóðin gerði eftir Hrun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 15:45

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vandamálið við Tryggva Þór er ákveðin veruleikafirring hjá honum. Hann á mjög erfitt með að horfast í augu við staðreyndir sem eru honum ekki að skapi, auk þess að fylgja móttóinu "Hafa skal það em borgar best". Þegar þetta er haft í huga auk þeirrar staðreyndar að manngarmurinn reiðir ekki beint vitið í þverpokum, þá á fólk auðveldara með að umbera bullið í greyinu.

Guðmundur Pétursson, 6.1.2012 kl. 18:37

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

"Hafa skal það sem borgar best", nokk til í því.  En ég er hræddur um að hið meinta bull í Tryggva sé aðeins ómur af bulli sem talið er hið viðtekna eða hin rétta skoðun í dag.

Enda sjáum við hvernig er komið fyrir Vesturlöndum, rænd og svírvirt.

En hins vegar er Tryggvi gamall sveitungi svo ég veit betur en þetta með þverpokana.  Skiptir kannski engu máli en samt alltílagi að halda því til haga.

En hann er afleitur söngvari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband