Nokkrar staðreyndir um krónuna.

 Svona að gefnu Samfylkingartilefni.

 

1. Gengi gjaldmiðla ræðst af  kaupmætti þess efnahagssvæðis sem notar þá.  Í sinni einföldustu mynd þá kaupa menn ekki meira inn en þeir selja frá sér.  Eitthvað sem hin hagsýna húsmóðir skilur.

Þegar kaupmáttur minnkar, þá fellur gengið. 

Kaupmætti er ekki haldið uppi með of hárri skráningu.

Og há gengisskráning er sjálfkrafa ávísun á skuldasöfnun.

 

2. Íslenska hagkerfið öðlast ekki meiri kaupmátt með því að skipta um gjaldmiðil, ekki nema slíkt hafi jákvæð áhrif á verðmætasköpun.

 

3. Ótti við fjármagnsflótta skýrir gjaldeyrishöftin.  

Sá ótti byggist á einhverjum forsendum, t.d fjármagnið á kost á betri ávöxtun erlendis eða menn treysta ekki innlendri ávöxtun.  Svo er náttúrulega mikið spáfé í umferð sem vill komast til eiganda sinna.

Það að skipta um gjaldmiðil eyðir ekki þeim forsendum sem skapa óttann, t.d. ætti það að vera auðveldara fyrir spáfé að leita í heimahagana.  Eins má nefna fall bankanna, af hverju ætti fólk að treysta þeim nýju betur þó þeir höndli með evrur í stað króna????

 

4. Hagkerfi sem búa við sveiflur í tekjuöflun, safna skuldum og verða fljótt háð lánardrottnum, ef þau búa við stöðugt gengi gjaldmiðla.

Íslenska hagkerfið hefur búið við slíkar sveiflur í rúm ellefu hundruð ár og ekkert sem bendir til að þær verði ekki áfram næstu misserin í það minnsta.  Fast gengi er því bein ávísun á gjaldþrot þjóðarinnar og endalok sjálfstæðis hennar.

Ekki nema við finnum upp eilífðarvélina, eða náum tökum á gullgerðarlist (sú síðasta kennd við útrás mistókst), eða við náum tökum á grísku leiðinni, kennda við lénskerfið hið nýja.

Gríska leiðin gengur út á kúgum og þrælkun almennings, hann taki á sig alla tekjuskerðinguna á  meðan fjármagnið og auðstéttin  heldur sínu í skjóli stöðugs gjaldmiðils.  Einhvers konar nútímaútfærsla á hungursneyðum miðalda þar sem bláfátækur almenningur svalt á meðan lénsstéttin og þjónar hennar sátu ofhlaðin veisluborð.

Spurningin er þá, sú sama og í Grikklandi, hver ætlar að skjóta almenning þegar hann rís upp gegn auðráninu, og af hverju ætti upprisa hans ekki að heppnast eins og upprisur á nítjándu og tuttugustu öldinni????

 

5.  Fall íslensku krónunnar hefur ekkert með það að gera að hún er smá og efnhagskerfið sveiflukennt.  Tekjusveiflur hagkerfisins sveiflast upp á við (hagvöxtur, bætt lífskjör) og krónan ætti að endurspegla það.

Ætti en hefur ekki gert því íslenskir stjórnmálamenn, verklýðshreyfingin og aðrir hagsmunaaðilar hafa ekki skilið að kaupmáttur er ekki búinn til í Seðlabankanum. 

Óraunhæfir kjarasamningar, afneitun á versnandi viðskiptarkjörum, útþensla fjárlaga hins opinbera fram yfir tekjustofna, allt stuðlar þetta að rýrnun gjaldmiðla, óháð stærð hagkerfa eða tungumáli þeirra sem nota þá.

Og mun hafa sömu áhrif þó þjóðir notist við gjaldmiðla annarra þjóða hvort sem það er dollar eða þýska markið, kennt við evru.

Nema að valkostirnir eru launalækkun, gjaldþrot fyrirtækja, samdráttur, þjóðargjaldrot.

Eitthvað sem er að gerast í Grikklandi, Spáni, Portúgal og víðar á evrusvæðinu.

 

Þessar staðreyndir um krónuna, staðreyndir sem gilda um alla gjaldmiðla, eru ekki þekktar hjá ráðandi stjórnmálamönnum, hjá allflestum fjölmiðlamönnum og eru tabú í viðskiptadeildum háskólanna.

Þess vegna tala menn um að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna.

Heimskan gæti verið verri, í Bandaríkjunum rífast menn um hvort það eigi að kenna sköpunarsöguna í háskólum, og þá sem grunn fyrir jarðvísindi og náttúrugreinar.   En hún er samt vandfundnari og ólíkt trúfíflunum þá veldur þessi afneitun staðreynda þjóðum Evrópu miklum skaða í dag.

Og hún ógnar heilum samfélögum.

Á Íslandi var hún forsenda föðurlandssvikanna í ICEsave deilunni.

Og á Íslandi er hún rök fyrir verðtryggingunni.

 

Og þeir sem þekkja ekki til einföldustu staðreynda, eða afneita þeim eins og kaþólska kirkjan gerði gagnvart meintri hnattlögun jarðarinnar, þeir bulla.

Bulla til dæmis að vandi evrunnar felist í skorti á miðstýringu því aðildalönd evrunnar hafi skort aga í ríkisfjármálum.  Horfa fram hjá þeirri staðreynd að agi í ríkisfjármálum Evrópuríkja hefur sjaldnast verið meiri en síðasta áratuginn.

Samt á evrukreppan sér engin fordæmi í sögunni.

Hún er til dæmis að gera Grikkjum það sem Tyrkjum tókst ekki í 500 ár eða gera Frakkland að hækju Þjóðverja.

Og hún er að gera Evrópu gjaldþrota.

 

Því það er þannig með staðreyndir, að þær eru staðreyndir.

Og orð fá þeim ekki breytt.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill hjá þér Óðinn.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 20:33

2 identicon

Fyrirgefðu Ómar rangnefnið. Óðinn átti það ekki að vera.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 20:35

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jóhanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2012 kl. 23:30

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ómar minn kæri, hvar lærðir þú hagfræði ? Að mínu mati er flest rangt sem þú heldur hér fram.

Kveðja að sunnan.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 6.1.2012 kl. 00:33

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Takk fyrir þennan pistil. þú ert frábær í að orða raunveruleikann, þannig að maður skilji hann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 00:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur minn.

Það litla sem ég lærði, lærði ég hjá þeim mæta manni Gylfa Þ, og ef þér þykir fræðin klén þá þýðir lítið að skammast út í Gylfa, mér hætti svo til að sofna í tímum hjá honum.  Ekki vegna þess að Gylfi væri ekki áheyrilegur, var reyndar stórskemmtilegur gáfumaður, heldur var það bara vegna þess að mér hætti til að sofna.

En ég kann söguna ágætlega, og ég þekki aðeins eitt dæmi þess að viðskipti hafi ekki ráðist að huglægu verðmæti þess sem skipt er með.  Það var í Sovétríkjunum sálugu.  Orðið "sálugu" segir eiginlega allt um afhverju ég þekki ekki fleiri dæmi.

En það er nú það eins og kallinn sagði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 08:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Anna, þykir vænt um orð þín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2012 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 505
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 6089
  • Frá upphafi: 1400028

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 5225
  • Gestir í dag: 442
  • IP-tölur í dag: 437

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband