30.12.2011 | 20:11
Lömbum er slátrað.
Þegar þarf að fórna, og ekki bara á páskunum.
Jóni Bjarnasyni var fórnað til að friða, ekki guðina í ESB, heldur Samfylkinguna.
Brotthvarf hans var fríðþægingarfórnin sem Samfylkingarfólk krafðist svo það sætti sig við kröfu ESB um að Árni Páll Árnason viki.
Það er mikill misskilningur hjá Jóni að hann hafi verið Þrándur í Götu innlimunaráforma ESB, hugsanlega var erfitt fyrir túlka sambandsins að þýða norðlensku hans, en það er það eina.
Staðreyndin er sú að Jón Bjarnason var einn að hornsteinum þess ferlis sem hófst með samþykkt Alþingis um að þjóðin sækti um aðild að ESB og á að enda með innlimun landsins í sambandið, jafnvel þó mikill meirihluti þjóðarinnar sé á móti aðild.
Jón Bjarnason var ráðherrann sem gerði almennum VG liðum kleyft að halda andlitinu eftir að flokksforystan sveik og ákvað að landið myndi sækja um aðild að ESB. Menn töldu sér trú um að hann stæði vörð um hagsmuni Íslands og eitthvað bla bla bla sem engin heil brú var í því Ísland á ekki í samningaviðræðum við ESB.
ESB er að aðlaga lög og stjórnsýslu landsins að sambandinu áður en þjóðin verður innlimuð. Meint andstaða Jóns skiptir engu máli í því ferli.
Jón Bjarnason var hins vegar scapegeit ríkisstjórnarinnar þegar kom að því að útskýra að ekki hafi ennþá verið samið um stóru málin svokölluð, það er aðlögun landbúnaðar og sjávarútvegsins að ESB regluveldinu. Þegar það er haft í huga að það er ekki verið að semja þá sjá allir nauðsyn þess að hafa einhvern ráðherra sem hægt er að kenna um hið meinta samningaleysi, svona á meðan það er verið að aðlaga landið.
Jón Bjarnason er sem sagt leiktjöldin um hina stóru lygi, að það sé verið að semja, ekki að aðlaga.
Og loks gegnir Jón Bjarnason því hlutverki að það er endalaust hægt að skamma hann þegar að óþolinmóðir ESB sinnar spyrja af hverju það gangi svona hægt að koma landinu í ESB. Endalaust er tuðað á Jón þetta og Jóni hitt, hann á að vera nátttröllið sem flækist fyrir og engin kemur bönd á.
Stóra spurningin er því, hvernig fer ríkisstjórnin að því að viðhalda blekkingum sínum og lygum eftir að Jón lenti á diskum flokkstjórnar Samfylkingarinnar.
En henni hefur verið svarað, sjálfur meistarinn, hinn nýborni Messías mun taka að sér hlutverk Jóns. Reyndar ekki það hlutverk að vera einlægur að móti, og vera nytsamur sakleysingi.
Heldur mun hann sjá til þess að sami árangur náist, að þjóðin láti áfram blekkjast.
Og reynslan segir að honum muni reynast það létt verk.
Hann er jú ekki fagmaður fyrir ekki neitt.
Og með Messíarkomplexa.
Eftir stendur að Árna Pál var fórnað að kröfu ESB.
ICEsavestríðinu er ekki lokið.
Kveðja að austan.
Látinn víkja vegna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu Ómar.
Eru ekki þessir tveir menn, Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason, með sína staðföstu og trygglyndu hugsjón, ógnun við stefnu ESB-ráðríkinu á Íslandi?
Hvar er samstaða alþýðu þessarar þjóðar, til að berjast fyrir brauðinu á matarborðunum í þessu landi?
Er fólk að bíða eftir englum alheimsins frá föllnu ESB-veldinu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2011 kl. 21:19
Það verður nóg að gera hjá okkur eftir áramót. Ómar þú lest út úr þessum tilfærslum blekkingarvef. Hvað eru þau alltaf að gera út til Brussel, eru þau að brugga ný launráð. Gerum ráð fyrir öllu,aðeins ef stjórnarandstaðan,stendur saman og lemur á þeim,munu þau sjá hvað í okkur býr.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2011 kl. 22:58
Blessuð Anna.
Vissulega er Jón Bjarnason einarður í andstöðu sinni gagnvart ESB ofríkinu. En staða þeirra félaga er ólík. Jón er hluti af leiktjöldum blekkingarmeistaranna en Árni sveik, hann sveik lygina og er því hættulegur blekkingarmeisturunum.
Af hverju veit ég ekki, en hann gerði það og þegar áhrifamaður út innsta koppi hættir alltí einu að ljúga og fer að segja satt, þó í smáu sé, þá er það miklu hættulegra en þegar við í Andstöðuna bendum á hina augljósa lygi.
Sérstaklega þegar hið smá snertir eina skilyrðið sem ESB setur fyrir innlimun landsins, að ICEsave deilunni ljúki með uppgjöf íslensku þjóðarinnar.
Og það er hinn óleysti vandi ráðamanna okkar, þeir hafa ekki getað tryggt hana fram að þessu.
Vörnin í ICEsave er því lykilvörnin gagnvart ESB.
En þú spyrð stórt Anna þegar þú spyrð hvar samstaða alþýðunnar er, af hverju hún berjist ekki fyrir brauðinu á matarborðinu. Ég á ekki svar við því og er búinn að sætta mig við að hún er ekki til staðar, ekki í dag allavega.
Hvað verður veit ég ekki, maður vonar samt það besta.
Og herjar miskunnarlaust á veika blettinn á brynju þursins sem öllu er að eyða. Þess vegna held ég því til haga hér í bloggheimum um hvað hrókeringarnar í ríkisstjórninni snúast virkilega um.
ICEsave stríðinu er ekki lokið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.12.2011 kl. 00:48
Blessuð Helga, það eina sem er öruggt í heimi stjórnmálanna, er að það er ekkert sem sýnist.
Þetta hér að ofan eru staðreyndir en kenning mín um leikfléttuna, er kenning, þó rökstutt sé. Ég sé annars ekki tilganginn á bak við afhausun Árna Páls, hann er jú eini ráðherra Samfylkingarinnar sem hefur hæfileika til starfans.
Ég trúi því ekki að Jóhanna hafi þann styrk, hvað þá vit til að starfa eftir hinum fornu sannindum frá Sýrakúsa, að afhöfða þá sem skara fram úr. Eitthvað dýpra hlýtur að búa að baki og þegar maður hugsar út rógsherferðina sem hófst um leið og Árni Páll tók til varnar gagnvart ESA, þá finnst mér tengslin augljós.
Svo augljós að menn ættu að íhuga þau í stað píslavættis Jóns Bjarnasonar.
Vissulega vona ég hið besta um samstöðu stjórnarandstöðunnar en finnst það alltaf hálf spúkí hvernig lítil ljót minnihluta klíka er langleiðina komin með að troða landinu í ESB gegn vilja meirihluta þjóðarinnar.
Ekki það að ég hafi áhyggjur, ESB verður dautt áður í þeirri mynd sem við þekkjum það, en samt, þetta eru ekki menn stórræðina sem leiða baráttu ESB andstæðinga.
Og þeir gætu tekið þátt í ICESave svikunum hinum síðustu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.12.2011 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.