Svikin loforð allstaðar.

 

Er hin nýja pólitík á Íslandi, allavega að mati VinstriGrænna.

Og sviklaust hefur þeim tekist að svíkja öll sín meginstefnumál.  Og líklegast öll loforð sem þeir hafa gefið aðilum vinnumarkaðarins til að liðka fyrir kjarasamningum.

Núna síðast voru það bótaþegar, hin breiðu bök sem auðstéttin sendir alla sína reikninga til, sem máttu þola svik í tryggðum.

 

Í takt við þessa stefnu svíkur Ögmundur öll loforð fyrri ríkisstjórna um samgöngubætur á Mið Austurlandi.

Það er eins og hann sé ekki bundinn af stefnu fyrri ríkisstjórnar, að árið 0 sé ekki miðað við fæðingu Krists heldur valdtöku Ögmundar í Innanríkisráðuneytinu.

Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir því að það var ráðist í framkvæmdir fyrir austan út frá ákveðnum forsendum, þar á meðal að skapa eitt atvinnusvæði með nútímasamgöngum.

Það er eins og hann viti það ekki blessaður maðurinn að fjórðungur útflutningstekna landsins er skipað út frá höfnum Fjarðabyggðar.  Hlutfallið er hvergi stærra á landinu, og þá er ég ekki að tala um höfðatöluna margfrægu heldur hlutfall af heildarútflutningi.

Fjarðabyggð er gullgæs þjóðfélagsins sem aðeins heimskur maður vegur að.  Eða svikull.

Eða VinsriGrænir.

 

Það ömurlegast við málflutning Ögmundar er hrokinn, hvernig hann talar niður til íbúa Fjarðabyggðar.  Dæmi um það má sjá á Feisbóksíðu Áhugfólks um ný Norðfjarðargöng.  Þar er birtur pistill af heimasíðu ráðherrans sem í yfirlæti sínu hrósar fólki fyrir að vera vakandi og berjast fyrir hagsmunamálum sínum.

En gerir svo lítið úr áhyggjum þess og þeim hættum sem það upplifir þegar það notar lélegustu jarðgöng sem gerð hafa verið á Vestulöndum í aldir, gerð af vanþekkingu og vankunnáttu.

Hann hæðist að fólki sem er sárt, sárt yfir síendurteknum svikum.  Það er eins og ráðherran viti ekki að frestun hans er ekki sú fyrsta og vinnubrögðin alltaf þau sömu. 

Ekki núna, bara eftir nokkur ár. 

Og alltaf sömu rökin, það er eitthvað annað brýnna.

 

En svona svikarök ganga ekki endalaust.  

Það er ekki endalaust hægt að svíkja fólk um nauðsynlegar, lofaðar samgöngubætur með tilvísun að fyrst þurfi að gera eitthvað annað.  

Samgönguáætlanir eru gerðar til að marka stefnu fyrir framtíðina.  Út frá einhverjum rökum hefur verkefnum verið forgangsraðað en fyrir liggur sú vissa einhvern tímann verður ráðist í viðkomandi framkvæmd.

Þrisvar sinnum hefur röðin verið komin að Norðfjarðargöngum, þrisvar sinnum hefur því verið breytt á síðustu stundu.

 

Og núna er komið nóg, stjórnmál geta ekki snúist um endalaus svik á gefnum loforðum.

Og þeir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að svikabikarinn er fullur og það flæðir út úr, þeim verður hent á öskuhauga eins og alltaf er gert við sviknar vörur.

Og gamla trixið, að nota þjálfað málæði atvinnustjórnmálamannsins til að tala hinn venjulega mann í kaf, það virkar ekki lengur. 

Það gerir illt verra.

 

Ögmundur ætti að hafa vit á að þegja.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ögmundur segir loforðapólitík Kristjáns liðna tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband