Aumt er yfirklór samviskulausra manna.

 

Sem aðstoða yfirmenn sína í að svíkja og ljúga, ljúga og svíkja í pólitískum hráskinnsleik.

Af hverju er úttektin á Oddskarðsgöngum leyndarmál sem má ekki fjalla um opinberlega???

Hvaða verkfræðingur skrifar uppá þá fullyrðingu  að það sé í þágu öryggis að losa um laust grjót með því að láta gröfu skakast á hinu lausa bergi???

Hafa menn ekki heyrt um hvernig skriða fer af stað???  Eða hvað gerist þegar grjót er tekið úr undirstöðum á stífluveggi???

Eru tveir þrír rúmmetrar nokkrir grjóthnullingar???  Var yfirklór Innanríkisráðuneytisins skrifað að manneskju ættaða úr Risalandi????

Af hverju er alltaf meira og meira að molna úr göngunum???

Hafa menn ekkert lært af 2007 hugsunarhættinum þegar alltaf var sagt að allt væri í lagi þar til að allt Hrundi???

Af hverju stundar Vegagerðin blekkingarleik og yfirhylmingu gagnvart fjölmiðlum og öðrum sem reyna að láta sig öryggi vegfarenda varða???  Borga Hrunverjar starfsmönnum Vegagerðarinnar laun, menn sem eru vanir Hruni???

Eða er það hinn almenni borgari þessa lands með sköttum sínum og gjöldum???

 

Og af hverju styðja aðrir íbúar landsbyggðarinnar ekki okkur  Austfirðinga í réttlátum kröfum okkar um úrbætur og að áratuga gömul loforð séu efnd???

Er það vegna þess að þeir líka hafa verið sviknir um nauðsynlega samgöngubætur???

Átta menn sig ekki á því að ef við erum sundruð þá er deilt yfir okkur og drottnað???

Vita menn ekki að ef samgöngum á einu stað er hafnað með þeim rökum að byggðin að baki framkvæmdinni sé of fámenn, að þá mun slíkt hið sama vera gert á þeim næsta??

 

Og við sitjum uppi með ónýta almannaþjónustu og skattfé okkar í suður í Reykjavík.

Og við stimpluð ómagar á þjóðfélaginu í fjölmiðlum 101.

 

En við erum öll á sama báti.

Og stjórnvöld eru að reyna að sökkva honum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hverfandi hætta á hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband