19.12.2011 | 18:16
Er vegagerðin búin að leigja Oddskarðsgöng út sem grjótnámu????
Eða hvernig á að túlka þessa frétt???
Verktaki að losa um laust grjót!!!
Er þá málið bara útrætt????
Hvað hefði orðið um þetta grjót ef starfsmönnum vegagerðarinnar hefði yfirsést að merkja við það???
Það eru engin vísindi á bak við þetta tékk, það er aðeins gónt uppí loftið og vonað að menn sjái það sem er að losna.
Og það sem ekki er losað, það mun falla, fyrr eða síðar.
Og þar sem einhverja rúmmetra er að ræða er ekki víst að almenningur verði svo heppinn að ráðherra samgöngu verði þar á ferðinni.
Það gæti verið ég eða þú, eða einhver sem við þekkjum.
Saklaus vegfarandi sem er leiksoppur í hráskinsleik stjórnmálamanna. Það vita allir að óbeitin milli Ögmundar og Steingríms er á því stigi að það er öruggt að engar samgöngubætur verða í Norðaustur kjördæmi á meðan Ögmundur fær þar einhverju ráðið.
Það er meira virði að gera Steingrím ómerking orða sinna en að gæta að öryggi almennings.
Það vill svo til að Oddgarðsgöng eru jarðgöng sem taka við bílaumferð, þau eru ekki grjótnáma fyrir verktaka sem vantar laust efni án þess að þurfa að eltast við snjó og klaka undir berum himni..
Það er ekkert eðlilegt við að það þurfi reglulega að fjarlæga rúmmetra eftir rúmmetra af lausu grjóti og að ástandið fari sífellt versnandi.
Það er aumt að yfirmenn vegagerðarinnar, þiggjandi laun af skattfé almennings, skuli taka tryggð við yfirmann sinn, stjórnmálamann í sandkassaleik, fram yfir öryggi þess fólks sem reglulega þarf að nota Oddskarðsgöng.
Það er aumt að þeir skuli þegja yfir staðreyndum mála, halda skýrslum um ástand ganganna leyndum, en nota tíma sinn til að afvegleiða umræðu og fegra ástand á göngum sem eiga stutt eftir í að breytast í algjöra dauðagildru.
Ef ekkert er að gert.
Hvað rekur þessa menn áfram??
Þrælsóttinn????
Mér er spurn.
Kveðja að austan.
Ekki grjót sem hrundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 486
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 6217
- Frá upphafi: 1399385
Annað
- Innlit í dag: 412
- Innlit sl. viku: 5267
- Gestir í dag: 379
- IP-tölur í dag: 374
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.
Hér í nágrenni við þar sem ég er staddur í Noregi hrundi fyrir nokkuru grjót úr lofti á einum af þeim fjölmörgu göngum sem hér eru, umsvifalaust var göngunum lokað og opnuð hjáleið um eldri veg. Göng þessi voru lokuð hátt í tvær vikur á meðan losað var um laust efni og steypt upp í langann kafla. Þetta sýnir mér að mannslíf eru hátt metin í Noregi þrátt fyrir að þeir eigi nærri fimm miljónir af þeim.
Kveðja úr Höjheimsvik í innra Sognfirði.
Umrenningur, 19.12.2011 kl. 19:54
Blessaður félagi Umrenningur.
Veistu að ég held að það sorglegast við málið sé að hér tengir enginn hrunið við mannslíf. Þetta er bara eitthvað sem gerist á næturlagi eða gerist alls ekki eins og afneitun Vegagerðarinnar hamrar á.
Að sjá það samhengi að þegar einu sinni er hróflað við lausu grjóti með gröfu, að þá eykst vandinn og verður fljótlega óviðráðanlegur, það er mönnum ofviða.
Þetta minnir mig vælinn í Sirrý sem tók hina og þessi góð mál fyrir, og harmaði að ekki væri settir nægir fjármunir í þau til að bæta úr neyð eða alvarlegu ástandi eða eitthvað. Á sama tíma hélt hún út heilum þætti í að hæða þá sem börðust gegn því að 505 miljarðar í beinhörðum gjaldeyri væri teknir úr almannasjóðum til að borga fjárkúgun breta, og megin rökin voru að þetta væri allt svo leiðinlegt.,
Eða Guðfríði greyjið Lilju sem talar um eflingu velferðarkerfis, vörn þess eða ég veit ekki hvað, verandi í flokki sem lagði til aflagningu sjúkrahúsaþjónustu á landsbyggðinni, eða margsveik samninga um hækkun bóta.
Nei því miður Umrenningur, dæmin eru ótalmörg, íslenskri þjóðarsál er það ofviða að sjá samhengi hlutanna.
Það er eins gott að Davíð á það til að kaupa ölið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 20:55
Sælir félagar.
Ég er svo einkennilega þenkjandi að halda því fram að það sé mun brýnna að fara í gerð Norðfjarðarganga en Vaðlaheiðarganganna. Norðfjarðargöngin eru uppí 630 metra hæð og mjög brattar brekkur,14 % halli mynnir mig,allaveg Eskifjarðarmegin en Víkurskarðið er í svipaðri hæð og Hellisheiði 370m yfir sjó . Þeir sem trúa því að veggjöld standi undir rekstri þeirra hljóta að fá Bjartsýnisverðlaun Brösters. Það borga ekki margir 1000 kall í þau göng yfir sumarið tel ég.
Olgeir (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 21:46
Takk Olgeir.
Samgöngulega er það ekki spurning. Það er brýnni þörf á Norðfjarðargöngum vegna þeirra aðstæðna sem eru hér Mið Austurlandi.
Byggðalega er það ekki heldur spurning, jarðgöng eru forsenda öflugs byggðakjarna hér fyrir austan. Og það er of seint að segja að það eigi að flytja alla burt eftir tilkomu stóriðjunnar.
Sama gildir er mælt er lengd svikinna loforða, ekkert annað verkefni getur státað af þeim vafasama heiðri.
Svo má ekki gleyma að jarðgöng eru samgöngumannvirki 21. aldar, ekki vegir yfir heiðar og snarbrött fjöll. Jarðgangnagerð á að lifa sjálfstæðu lífi óháð öðrum samgöngubótum. Það á að vera samfella í gerð þeirra og að lokum þá verður allt borað sem skynsamlegt er að bora.
Og ávinningurinn, öflugra mann- og atvinnulíf borgar gerð þeirra.
Þú uppskerð ekki að hausti nema þú tímir að láta útsæðið niður að vori.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.