Enginn er betri en Össur Skarphéðinsson.

Og þessi Enginn er enginn.

Það er betra að íslensk stjórnvöld grípi ekki til varnar fyrir EFTA dómnum en að utanríkisráðherra fái tækifæri til að rangtúlka lög og reglur í þágu breskra hagsmuna.

Formaður utanríkismálanefndar fann skyndilega fyrir undirgefni gagnvart forsetanum, sagði að forsetaúrskurður lægi fyrir um að  utanríkisráðherra ætti að sjá um "Fyrirsvar gagnvart alþjóðlegum dómstólum ".

Ef rétt er að þessi "forsetaúrskurður" sé meitlaður í stein og honum megi ekki breyta, eða fá nýjan úrskurð í ljósi alvarleika málsins þá verður að setja Össur Skarphéðinsson af.  Svo einfalt er það.

 

Og forseti Íslands ætti mjög auðvelt með að rökstyðja þá ákvörðun.

Íslensk stjórnskipunarlög eru í meginatriðum byggð á dönskum lögum.

Í Danmörku er ráðherra brottrækur ef hann er uppvís að hafa logið vísvitandi að þingi og þjóð.

Með einfaldri lagajöfnun þá er hægt að reka Össur fyrir að hafa ekki svo opnað munninn á Alþingi um umsóknarferlið að ESB án þess að ljúga til um að hann eigi í samningaviðræðum við Evrópusambandið.  Þegar staðreyndin er sú að Evrópusambandið lokaði á slíkt eftir seinna Norska Nei-ið á sínum tíma.

 

Í dag tekur Evrópsambandið aðeins við umsóknum frá þjóðum sem vilja gerast aðilar að bandalaginu og eftir að umsókn þeirra er samþykkt, þá fer i gangi ferli sem Evrópusambandið kallar aðlögun að lögum og reglum sambandsins.

Þá og þegar umsóknarríkin hafa tekið upp öll lög og reglur sambandsins fá þau inngöngu.  Ekki mínútunni fyrr.

Evrópusambandið auðveldar þessa aðlögun með tímabundnum undanþágum en ekkert ríki getur samið sig frá að taka upp einstök lög eða reglur.   Svo einfalt er það.

 

Össur Skarphéðinsson hefur aldrei kannast við þetta aðlögunarferli, hann er alltaf að semja, og er því síljúgandi brotamaður að þingi og þjóð.

Og væri hvergi vært í ríkisstjórn hjá siðuðum þjóðum.

Ákvörðun Ólafs að víkja honum væri aðeins staðfesting á því að Ísland væri lýðræðissamfélag.

Og jákvæðu afleiðingarnar væru þær að hugsanlega myndi arftaki hans í embætti vera betri en Enginn í málsvörn þjóðarinnar fyrir EFTA dómnum.

 

Sumt er ekki flókið, það þarf aðeins að framfylgja lögum og reglum.

Kallast réttarríki sem er forsenda lýðræðis.

 

Er ekki tími til kominn að tengja????

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður og glöggur Ómar!

Heilar þakkir!

Jón Valur Jensson, 19.12.2011 kl. 13:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón, ég sé að þú tengir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef fara ætti eftir vilja almennings í þessum ráðherrakapli, þá væri nokkuð ljóst að það yrðu hvorki Jón Bjarnason eða Árni Páll sem fengju að fjúka heldur Össur og Jóhanna, og þá hlyti Steingrímur að fá að fljóta með.

Sammála þér Ómar um að það þarf að víkja Össuri frá honum er enganveginn treystandi til að fara með Icesave málið, enda bullandi vanhæfur vegna tengsla sinna við allt þetta skítamál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 14:30

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú er ég kominn með grein um málið á vef Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave: Menn uggandi vegna þess að yfir kann að vofa, að þeir, sem sízt skyldu, hrifsi Icesave-málið úr höndum Árna Páls, og er þar víðar komið við, m.a. vegna stóralvarlegra lagabrota tveggja ráðherra, a.m.k. Össurar.

Jón Valur Jensson, 19.12.2011 kl. 14:46

5 identicon

Týpískur stormur í vatnsglasi. Það skiptir ekki nokkru einasta máli hvaða ráðherra hefur forsjá málsins hér á landi því að hér er um dómsmál að ræða, fyrir alþjóðlegum dómstól, og þar hefur ráðherra ekki aðra aðkomu að málinu en að finna fokdýra erlenda sérfræðinga til að reka það -- og sú ákvörðun verður vonandi tekin í fullri sátt og samlyndi.

Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 14:52

6 Smámynd: Ómar Geirsson

ÆÆÆææ Pétur Pétur, ég skildi þig þannig síðast þegar þú leist inn að þú teldir það skipta máli og ætlaðir að leggja til að ég sæi um vörnina, og ekki er ég dýr, tek eina 12 ára Whiský fyrir.

En svona er þetta, hringlið er ein meginmeinsemd ykkar stjórnarsinna.

Blessuð Ásthildur, svo verður að vera ef forsetinn geti ekki breytt úrskurði sínum sem Árni Þór vitnar svo ítarlega í.   Svo má líka ræða lög og reglur og hvort síljúgandi ráðherra rúmist innan stjórnskipan landsins.

Furðulegt að ESB andstæðingar hafi ekki velt þessu fyrir sér.

Takk Jón, svo má ekki gleyma öllu hinu..

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 15:22

7 identicon

Mér fannst þú bara svo kokhraustur um daginn að ég stóðst ekki mátið. Staðn nú er sá að það breytir engu hvaða ráðherra fer með þetta mál því að þjóðin ákvað að treysta ekki pólitískum samningum heldur bæri að leggja málið fyrir alþjóðlegan dómstól. Sú ósk hefur nú ræst og þar með er málið komið úr hinum pólitíska fasa. Eina aðkoma íslenskra stjórnmálamanna héðan í frá er að ráða lögfræðingana sem fara með málið fyrir EFTA-dómstólnum, því að þeir hafa hvorki þekkingu né tíma til að undirbúa slíkan málarekstur. Ég veit ekki hverjir þessir lögfræðingar verða, a.m.k. féll þjóðinni ekki vel málflutningur þeirra Blöndals og Bucheits, sem þóttu þó fyrirfram hafa vit á þessu máli.  

Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 20:13

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, það var aldrei sterk von að fá whiský flöskuna.

En ég var að ræða við Umrenning góðan hér í athugasemdum að ofan um vissan vanda í þjóðarsál okkar Íslendinga, en það er skorturinn á að sjá samhengi hlutanna.

Sá veldur sem heldur, ætti öllum að vera ljóst.

Til dæmis myndi Ögmundur aldrei sætta sig við að Steingrímur Joð útvegaði honum lögfræðing til að verjast fjárkröfum vélhjólaglæpamannanna.  Sá lögfræðingur yrði örugglega hæfur, til dæmis sá sem Hell Angels notar til að hindra fangelsisdvöl leiðtoga sinna en Ögmundur myndi samt ekki treysta honum fyrir sínum hagsmunum.

Sjálfstæðisflokkurinn setti Blöndal í ICEsave nefndina til að svíkja, og hann sveik blessaður, því það var hans hlutverk.  Bucheit er málaliði sem skilar þeirri niðurstöðu sem kaupandi þjónustu hans biður um. 

Hæfur í því og gerði það svikalaust.  

En hagsmunir Steingríms Joð og þjóðarinnar fóru ekki saman og það var Steingrímur sem réði niðurstöðu málaliðans.  En þjóðin réði atkvæði sínu og hafnaði þeirri niðurstöðu.

Þessi pistill minn og aðrir sem tilheyra þessari syrpu er skrifaðir til að minna á söguna og hvað mun gerast ef þeir sem gæta hagsmuna andstæðinga okkar, fái enn einu sinni að hindra vörn þjóðarinnar gegn þeirri fjárkúgun og ofbeldi sem ICEsave krafa breta er.

Þeir eru ekki skrifaðir gegn ríkisstjórn Íslands, í henni er ráðherra sem hefur mannast og stendur með þjóð sinni.

Þeir eru skrifaðir gegn þeim mönnum sem hafa ekkert lært og munu enn einu sinni reyna að nauðga þjóðarviljanum fái þeir til þess minnsta tækifæri.

Og þeir eru skrifaðir fyrir fólk sem ræður yfir þeirri rökhugsun að sjá samhengi hlutanna.

Það er nóg af bloggurum sem sinna hinum.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 21:10

9 identicon

Mér finnst hugmyndaheimur manna eins og þú alveg heillandi einkennilegur. Allir keppast þessir stjórnmálamenn við að svíkja sakleysingjana "okkur" -- Steingrímur, Jóhanna, Bjarni Ben., sitja og bralla um það hvernig hægt sé að koma Icesave yfir á okkur blásaklaus (og reyndar sig sjálf einnig). Þeir beinlínis skemmta sér yfir því. Á bara erfitt með að skilja hvað þetta lið á að fá út úr svikunum. Ánægjuna yfir því að lesa skemmtilegar blogg athugasemdir? Ekki lengja þeir sitt pólitíska líf, það er greinilegt. En áfram malla samsæriskenningarnar ...

Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 23:02

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Horfðu á bakgrunninn, Pétur. Árni Þór Sigurðsson og Atli Gíslason hafa upplýst um, að þetta tengdist Evrópusambands-umsókn Samfylkingarinnar, sem fekk VG til að samþykkja hana þvert gegn eigin stefnu og jafnvel þetta, að "greiða fyrir" því að "leysa" Icesave-deiluna með UPPGJÖF. Það tókst Steingrímur á hendur "svikalaust" – fyrir ráðherrastólinn, sýnist mér.

Mótívering Bjarna var önnur, hugsanlega von um að skipta út öðrum hvorum stjórnarflokkinum og fara sjálfur inn með sitt x-D-lið, en sennilega fremur hin : að lúta "leiðsögn" tröllanna í viðskiptalífinu, SA, SI o.s.frv., en þeir aðilar aftur að þrýsta á um þetta vegna sviksemi við fullveldi þjóðarinnar með því að reyna að troða okkur inn í Esb. og kyngja öllu sem Brussel-menn krefjast, m.a. Icesave-pakkanum. Þetta lízt mér líklegra, ennfremur að Bjarna hafi brostið hugrekki til að standa gegn hótunum erlendis frá.

Það var enginn að tala um, að þeir hafi bara gert þetta að gamni sínu.

En þjóðin reyndist sú staðfasta. Og við erum með forseta sem við viljum kjósa í 5. sinn.

Jón Valur Jensson, 19.12.2011 kl. 23:54

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Atli Gíslason upplýsti, að krafan um að VG samþykktu að ríkið greiddi Icesave var komin fram, úr Brussel-átt, áður en sjálfur stjórnarsáttmálinn var gerður.

Svo þykjast þessir Steingrímsmenn vera hetjur með bein í nefinu!

Jón Valur Jensson, 19.12.2011 kl. 23:57

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Pétur, þetta er ótrúlegt, ekki hugmyndaheimur minn heldur að til séu nytsamir sakleysingjar sem sjá ekki hvað er að gerast.

Vesturlönd eru gjaldþrota, vegna þjófræðis 1% elítunnar.

Evran hefur eyðilagt Evrópusambandið.  Viðbrögð stjórnmálaelítunnar er að mergsjúga almenning á jaðarsvæðum evrunnar á meðan 1% fólkið kemur skuldum sínum á almenning en flýr með fjármagn viðkomandi landa í skjól í "öruggum" löndum.  Örugg innan gæsalappa því ekkert Evrópuland býr við stöðugt bankakerfi.

Á Íslandi tóku stjórnmálamenn þátt í fjárkúgun erlendra yfirgangsseggja, fjárkúgun sem hefði gert þjóð þeirra tafarlaust gjaldþrota ef fyrstu 2 samningarnir hefðu verið samþykktir.

Þeir samþykktu efnhagsáætlun AGS sem kvað á um 60% greiðslubyrði ríkissjóðs og að um 160 milljarðar færu árlega í vexti og afborganir af erlendum lánum ríkissjóðs, mest vegna ICEsave og AGS.

Mestu hermdarverkin gengu ekki eftir vegna mótspyrnu almennings, ekki vegna þess að þeir reyndu ekki.  Þeir ofmátu fjölda hinna nytsömu sakleysingja og biðu því ósigur.

Þegar ég skrifað fyrst á bloggi mínu að evran væri fallin, í feb 2009, þá mátti sjálfsagt deila um þann spádóm.  Í dag er vandfundinn sá hálviti sem sér það ekki, reyndar hlutfallslega flestir á Íslandi, en samt vandfundnir.

Og þegar ég skrifaði fyrst um að krafa breta væri fjárkúgun, þjófnaður, þá tóku ekki margir undir það.  Hún er ólögvarin sagði Bjarni Ben þegar hann reyndi að verja svik sín í ICESave 3 en, það voru hótanir breta og ESB sem létu hann svíkja, ekki það að hann gerði sér ekki grein fyrir að krafa breta væri þjófnaður.

Og enginn lögfræðingur, enginn fræðimaður hefur þorað gegn lögfræðingunum, Stefáni Má, Lárusi Blöndal og Sigurði Líndal, ekki vegna þess að þeir vilja ekki semja sig inn í ESB, heldur vegna þess að þeir eiga engin rök sem standast fræðilega skoðun.

Og það er enginn lögfræðingur svo tómur að hann viti ekki af hverju bretar fóru ekki með kröfu sína strax í dóm, eða af hverju ESA vísaði málinu ekki strax til EFTA dómsins, hafi þeir svona mikla sannfæringu fyrir fullyrðingum sínum.

Það er reyndar leitun af svo tómu fólki yfir höfuð, það finnst einna helst i vernduðum hóp samherja, nöldrandi yfir hinum og þessu, en þorir ekki í hina opinberu umræðu.

Ég veit það Pétur því hér á þessari bloggsíðu er ýmislegt hæpið sagt sem ögrar og meiðir þá sem sannfæringu hafa fyrir ICESave svikum stjórnmálaforingja sinna.  Og það er það mikið lesið að það á þátt í að móta umræðuna.

Og ég er alveg laus við hina grenjandi hjörð sem talar um hvað þjóðin var vond í ICESave, vond við ríkisstjórnina og vond við aumingja bresku innistæðueiganda eða bresk stjórnvöld eða ESB eða annað sem grenjað er yfir.

Ekki vegna þess að því skortir löngun, heldur vegna þess að getuna skortir, það er svo erfitt að verja bull þegar staðreyndirnar tala gegn því.

En kosturinn við að vera nytsamur sakleysingi er að maður fattar ekki alvarleika málsins og getur því leyft sér ýmislegt bull.  Sprengja sem er aftengt á síðustu stundu, grandar vissulega ekki fólki.

Og 60% af tekjum ríkisins fara vissulega ekki í vexti og afborganir í dag.

En það var bara vegna þess að það fannst nógu mikið af skrýtnu og einkennilegu fólki sem var tilbúið að verja samfélag sitt og framtíð barna sinna.  Og hlátur  og hæðnishróp tómhyggjunnar er aðeins sigurkrans á höfði okkar sigurvegaranna.

En um leið áminning um að slaka aldrei á verðinum.

Stríðið er ekki búið, það er rétt að byrja.

Og við skrýtna fólkið sem viljum lifa mannsæmandi lífi án kúgunar og arðráns höfðingjanna, við munum sigra stríðið að lokum.

Því andstæðingar okkar eru annaðhvort málaliðar þjófræðisins eða tómir.  Og vionna því ekkert stríð.

Sem betur fer.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 20.12.2011 kl. 00:20

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flottur Ómar hér. The Force is here!

Jón Valur Jensson, 20.12.2011 kl. 05:39

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón.

Og Svarthöfði mun í gras lúta.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 20.12.2011 kl. 08:46

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr. Fagna því að það sé brostið á með austankalda og gegnheilum rökum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.12.2011 kl. 23:17

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Rakel, hér fyrir austan slær austankaldinn á norðannepjuna.

Erum við ekki annars stödd í myndinni, Ghostbuster 4????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2011 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband