Ekki Össur Skarphéðinsson, takk fyrir..

 

Utanríkismálanefnd á að fordæma allar hugmyndir um að  fólk í þjónustu breskra hagsmuna sjái um málsvörn íslensku þjóðarinnar fyrir EFTA dómnum.

Skaðræði þessa fólks í samskiptum og samningum við bresk stjórnvöld eru þvílík að ekki kemur til greina að þau fái minnsta tækifæri til að koma nálægt ICEsave.

Þess vegna á að leggja fram tillögu um að forræði málsins verði áfram í höndum Árna Páls Árnasonar og ráðuneyti hans, efnahags og viðskiptaráðuneytisins.

Ekki kemur til greina að utanríkisráðuneytið eða utanríkisráðherra fái að koma nálægt málarekstrinum á neinum stigum málsins.  Því fólki er ekki einu sinni treystandi til að póstleggja bréf með málsvörn Íslands án þess að klúðra því á einhvern hátt.

Vilji menn taka málið úr höndum Árna Páls þá er hreinlegra að biðja breska fjármálaráðuneytið að sjá um það fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.  Þar þekkja menn allavega lögin og reglurnar sem gilda um innlánstryggingar enda hefur aldrei hvarflað að bretum að fara með málið fyrir dóm.

Vissulega sáu bretar lag til að verða sér út um nokkrar aukakrónur uppí kostnaðinn af hruni breska bankakerfisins en þeir eru ekki afglapar.  Þeir vita að krafa þeirra er lögleysa.

Þess vegna gætu þeir aldrei komið saman málsvörn fyrir hönd íslenska ríkisins, sem skaðaði hagsmuni Íslands líkt eins mikið og það besta sem utanríkisráðherra gæti mögulega gert.

Vilji menn ekki bretana þá er betra að Enginn sjái um málsvörnina.

Það er allt betra í ICEsave deilunni en Össur Skarphéðinsson.

 

Reyndar ekki en það er takmörk fyrir öllu sem hægt er að láta þingmenn Samfylkingarinnar samþykkja.

Ekki einu sinni Enginn myndi stinga uppá Steingrími Joð Sigfússyni.

Hann er búinn með öll sín tækifæri.

 

Það er það góða í málinu.

Kveðja að austan.


mbl.is Ítreka kröfu um fund í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ómar, ég tek heilshugar undir höfnum þína á þeirri fráleitu hugmynd að Össur Skarphéðinsson komi að vörnum Íslands.

Samstaða þjóðar hefur sent Utanríkismálanefnd tvö bréf þar sem við höfum krafist þess að nefndin fjalli um baráttu Íslands. Engin svör hafa borist, en nefndin hefur að minnsta kosti haldið einn fund ! Annað bréfið birtum við hér:

Bréf til fulltrúa í Utanríkismálanefnd Alþingis - EKKERT SVAR !

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 18.12.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ómar það er ekki að ræða það að Össuri verði falið þetta mál og það er sko ekki farið úr mynnum manna þegar hann varð að uppvísa það á Alþingi eftir að hafa rómað Icesave samning sem þann besta að ólesinn var hann reyndar algjörlega á samning þann sem hann var að róma sem þann besta...

Undir eðlilegu siðferði þá átti að láta hann fara tafarlaust með skömm í hatt...

Þessi Ríkisstjórn er gjörsamlega siðlaus og er það orðið nauðsynlegt að koma henni frá vegna þess að hún er ekki að gera Þjóðinni gagn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.12.2011 kl. 22:40

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt Ómar:  Landinn er tvívegis búin að hafna gerðum núverandi ríkisstjórnar þessu máli svo það er ófært að hún hafi með höndum varnir okkar í þessu sama máli, og gildir þá einu hvort sá heitir Össur, Steingrímur, Jóhanna eða Árni Páll. 

Við landar hljótum að eiga rétt til að velja okkur varnar mann.  

Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2011 kl. 23:00

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Sammála þér og öðrum hér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.12.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Sammála Ómar, gott innlegg.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 19.12.2011 kl. 00:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Hrólfur, því miður þá sagði þjóðin aðeins Nei við svikum, ekki við sjálfa svikarana.  Og þeirri staðreynd fáum við ekki breytt.  Vissulega gæti ég sagt að Árni Páll væri illskástur en ég hef sagt það áður að hann hefur komið mér glettilega á óvart.  Vissulega er vafi um heilindin en ef maður skoðar málsvörn hans sem slíka þá er það ljóst að fáir á þingi hafa gert það betur en margur verr, og það í öllum flokkum.

Ég tel hann allavega betri en Engan.

Takk stöllur, Anna og Ingibjörg, ég held að mjög margir samlandar okkar taki undir þá staðreynd að Enginn er betri en Össur.

Loftur, ég sé einn stóran ágalla á bréfi ykkar til utanríkismálanefndar, það er ef haft er í huga líkur á árangri, þó ekki væri nema að fá svar, og hann er höfuðsyndin sjálf, bréf ykkar er að megin hluta á íslensku þó viðhengi sé á enskan texta.  Þetta virkar einfaldlega ekki þegar núverandi stjórnarmeirihluti á í hlut.

Einnig má benda á að það þarf þekkingu á lögum og reglum Evrópusambandsins til að skilja mál ykkar og Hjörleifur er ekki lengur á þingi.  

Þess vegna segir það eiginlega ekki neitt að ykkur hafi ekki verið svarað, reyndar ættuð þið að þakka fyrir að tími rannsóknarréttarins er liðinn og að þið hafið engin tengsl við Galileo.  Ef svo hefði verið þá veit maður ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið. Við sjáum hvernig Björn Valur trakteraði Alain Lipietz eftir að sá síðarnefndi útskýrði reglugerðina um innlánstryggingar í Silfri Egils.  Spurði hann ekki hvað veghefilsstjóri væri að gera upp á dekk í miðri aðgerð???

En ég sé ekki að vandinn sé neitt sérstaklega bundinn við stjórnarþingmenn, það eru jú fleiri á þingi en þeir.

Þannig að ég segi það og segi það aftur, það er margur verri en Árni Páll í þessu máli.

Því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 00:19

7 Smámynd: Elle_

NEI, EKKI ÖSSUR.  Ómar, síst hann af öllum.  Hann er eldheitur Brusselfari eins og nánast allur hans flokkur.  Ekki má styggja Evrópusambandið og neita að borga hvað sem þeim dettur í hug að kúga fram.  Og ég segi: Engan sem hefur nokkru sinni viljað sættast á ICESAVE.  Hvað þá nokkurn sem hefur barist af eldmóði FYRIR ICESAVE.  Það gerir þá vanhæfa. 

Elle_, 19.12.2011 kl. 11:59

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Það er ekki okkar að setja þau skilyrði.  Við getum haft þær skoðanir en við verðum að sætta okkur við stjórnmálamenn okkar.  Ef ég man rétt þá samþykktu þeir allir ICESave eitt með fyrirvörum.  

Og það var ekki húsfyllir hjá mér þegar ég skrifaði grein mína, ICESave er ekki val.

Ítreka aðeins að í dag er margur verri en Árni, og ekki bara í stjórnarflokkunum.

Kveðja að austan.

PS. hins vegar er öngstræti stjórnarinnar sprenghlægilegt.  Neyðast til að láta Össur verja vegna þess að forsetinn bauð svo.  Liðið sem gat ekki einu sinni sætt sig við úrskurð Hæstaréttar.  Og svíkur alla samninga.

Veistu, ég held að ég hafi bara sjaldan skemmt  mér betur.

Kveðja. Ómar.

Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 248
  • Sl. sólarhring: 688
  • Sl. viku: 5832
  • Frá upphafi: 1399771

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 4981
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 213

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband