Ekkert er tilviljun háð.

 

Þeir sem trúa því ættu að snúa sér að meira skapandi trú, eins og að trúa á álfa eða drauga, að ég tali ekki um fljúgandi furðuhluti og "beis" 50 og eitthvað í einhverri eyðurmörk í ríki Sáms frænda.

Scully og X files er einnig góður kandídat.

En að trúa á tilviljanir í refsskák stjórnmálanna er of barnalegt fyrir fullorðið fólk.

 

Fátt barnalegra reyndar, nema kannski sú fullyrðing að kæra ESA sé til að róa innistæðueigendur í Evrópu.

Innistæðueigendur í Evrópu vita ekki um ESA, þeim er nákvæmlega sama um ICESave.  Ísland er ekki nafni alheimsins, reyndar óþarfi að taka það fram en samt, svona að gefnu tilefni.

 

Evrópusambandið afgreiddi óvissuna um ríkisábyrgð á innstæðum með yfirlýsingu sinni um að það sem stæði í tilskipun ESB um innlánstryggingar, að það stæði.

Þar stóð að innlánstryggingarsjóðirnir væru fjármagnaðir af fjármálakerfinu, ekki skattgreiðendum og að skattgreiðendur væru ekki í bakábyrgð.

 

Evrópusambandið gerði sér líka grein fyrir að  tilskipunin væri ófullkomin, tæki ekki á stóru bankahruni. 

Þess vegna var hún endurskoðuð og ný tilskipun samin þar sem kveðið var á um hærri innlánstryggingu og bakábyrgð ríkissjóða efnhagssvæðisins á tryggingarsjóðum sínum. 

Og líkt og í öðrum réttarsamfélögum þá gildir nýja tilskipunin frá og með þeim tíma sem hún tekur gildi, og fram í tímann, ekki aftur á bak líkt og refir reynir að telja íslenskan almenning í trú um.

 

Afhverju er þá ESA að kæra???

Jú, það þarf að ljúka málinu, það var of mikið sagt, of mikið fullyrt, og þar að auki gripið til kúgunaraðgerða sem stanguðust á við lög og reglur Evrópusambandsins og lög og reglur þeirra ríkja sem stóðu að fjárkúguninni.

Aðeins manndómsbrestur íslenskra stjórnmálamanna útskýrir að ICEsave málinu er ekki löngu lokið, hefðu þeir tafarlaust kært fjárkúgunina til veraldlegra dómsstóla, þá væru löngu kominn dómur og þeir kumpánar Brown og Darling ástunduðu núna saumaskap á póstpokum í sérstökum  stofnunum hennar hátignar.

 

ICEsave 3 var leið Evrópusambandsins til að ljúka málinu, bretar og Hollendingar voru látnir slá af kröfum sínum, allverulega og íslenskir stjórnmálamenn voru fegnir til að taka þátt í plottinu.

Vandinn var jú Nei-ið við ICEsave 2 og það var vitað að nýr samningur væri beint í þjóðaratkvæði, annað var pólitískt sjálfsmorð fyrir bóndann á Bessastöðum.  

Íslensku stjórnmálamennirnir áttu að tryggja stuðning flokkshollra svo naumur meirihluti næðist í þjóðaratkvæði.

 

Plottið var úthugsað og skiplagt, fjölmiðlar féstyrktir og samræmd almannaherferð skipulögð.  Samningurinn var líka um margt sanngjarn, ef Svavar hefði komið með álíkan samning heim á sínum tíma, þá hefði hann verið samþykktur þegjandi og hljóðalaust meðal þorra þjóðarinnar.

En það gekk ekki upp, menn vanmátu sjálfstæði sjálfstæðismanna og styrk ICEsave andstöðunnar.  

Því fór sem fór.

 

ICEsave 3 plottið var hannað áður en fyrra Neið kom, það þurfti ekki sérstaka glöggskyggni til að sjá fingraför atburðasmiða.  

Til dæmis var það skerandi að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins fagna Nei-inu með yfirlýsingum um að nú þyrfti að semja og ná sáttum.  Þá þegar var ljóst að forysta Sjálfstæðisflokksins myndi styðja nýjan samning sem hún treysti sér til að mæla með.

Eins var hræðsluáróðrinum viðhaldið jafnframt því að Evrópuaðildarsinnum var gert ljóst að án ICEsave samkomulags yrði ekkert að aðild Íslands að Evrópusambandinu.

 

Það er nauðsynlegt að rifja upp þessa atburðarrás til að átta sig á núverandi fingraförum atburðarsmiða, þeir hafa unnið hörðum höndum  allt þetta ár til að finna flöt á lendingu sem gerir ESB kleyft að halda andlitinu.

Vælið í ESA er engin tilviljun, núna þegar þrjú ár eru liðin frá þeim atburðum sem deilan snýst um.  ESA er notað sem þrýstingstæki, til að setja pressu á íslenskan almenning, hugmyndin sótt í gamla breska pyntingaraðferð þegar fólk var fengið til að játa með því að þung lóð voru sett ofaná brjóstkassa þess.

Lygarnar í ríkisútvarpinu, þessar sem maðurinn með saklausa drengjaandlitið setti fram í fréttatíma sjónvarpsins í gær, um að Íslendingar gætu þurft að greiða vexti af þeirri upphæð sem Landsbankinn var sannarlega tryggður fyrir hjá breska innistæðutryggingarsjóðnum, FSCS, eru heldur ekki hugljómun viðkomandi fréttamanns sem tók viðtalið.

Fréttin var hönnuð og búin til að atburðarsmiðum, plöntun kallast það víst.

 

Aðförina að Jóni Bjarnasyni verður líka að skoðast í þessu ljósi.  

Mörgum mánuðum eftir að Jón greyið hafði tekið að sér að smíða vankanta af hrákasmíðinni sem kennd var við eitthvað stórt í sjávarútvegi, þá var hann alltí einu krossfestur, án dóms og laga.

Vænissjúkir andstæðingar ESB töldu umsvifalaust að hér væri verið að losa um Jón til að auðvelda aðlögun að ESB, eins og andstaða hans skipti þar einhverju máli.  Létu ekki einu sinni segjast þegar Össur kom glottandi fram í ríkisútvarpinu, alla leið frá Rússlandi og kvað Jón engu skipta í aðlögunarferlinu, heldur þær undanþágur sem ESB væri tilbúið að veita í sjávarútvegsmálum, sem er jú kjarni málsins, ljós öllum nema vænissjúkum sem láta endalaust atburðasmiði stjórna gjörðum sínum og hugsunum.

Aðförin að Jóni skýrðist þegar Árni Páll var alltíeinu dreginn upp á svið, og að höggstökki.  Höggstokki sem var hannaður í fjölmiðlum ESB á Íslandi.

Og afhverju átti að höggva Árna???

Hvað kom hann sjávarútvegi eða offjölgun ráðherra við???

 

Svarið er svo augljóst, Árni hafði framið dauðasyndina, hann hélt uppi málefnalegri vörn fyrir Íslandi í ICEsave, og stóð fastur á rétti þjóðarinnar.

Hann var ekki tilbúinn að taka þátt í þeim hræðsluáróðri sem átti að magna upp til að fá þjóðina til að sættast við ESA, til að fallast á einhverjar sektaryfirlýsingu og málamyndarskaðabætur.

Þarna er hnífurinn og þarna er kúin.

Harði kjarninn í ICEsave svikunum, kjarninn í kringum Steingrím Joð Sigfússon, hjá ASÍ og Vinnuveitendum, hefur engu gleymt og er ákveðinn að klára ICEsave málið á þeim forsendum sem ESB og bretar sætta sig við.

 

Þetta er svo augljóst, það gerist ekkert að sjálfu sér, fréttalygar spretta ekki upp úr engu, hræðsluáróður magnast ekki upp án stýringar.

 

Hvað gerist næst er ekki gott að spá.  

Jóhanna virðist ekki vera með í plottinu, segir margt um stöðu hennar inna ESB armsins.

En það er öruggt að atburðir gærdagsins eru aðeins byrjun á ferli sem hefur það eitt markmið, að ICEsave hindri ekki aðild Íslands að ESB.

Evrópusambandið  hefur sett milljarða í það verkefni að múta fjölmiðlamönnum, embættismönnum, skólafólki og öðrum þeim sem fé vilja þiggja.

Múturnar eru meira að segja skattfrjálsar, eitthvað sem ítalska mafían mun örugglega taka eftir og knýja í gegn á sínum heimaslóðum.

 

Evrópusambandsandstæðingar eru sem fyrr vælandi bjargarlaus hópur sem lætur atburðasmiði andstæðinganna stýra allri umræðu.

Og skilur ekkert í af hverju fámenn klíka er að koma landinu í Evrópusambandið, hægt og hljótt gegn öllum staðreyndum raunveruleikans og með allar forsendur upphaflegrar umsóknar gufaðar upp.

Evran, efnhagsstöðugleiki, lýðræði, allt hefur horfið síðasta árið hjá Evrópsambandinu

Og íslenska þjóðin er í samningarviðræðum 10 árum eftir að Evrópusambandið lokaði á þann möguleika og leyfir í dag aðeins aðlögun viljugra ríkja að sambandinu.

 

Það verður að viðurkennast að atburðarsmiðum hefur tekist vel upp, reyndar er algjör snilld að baki.

Því er full ástæða til að óttast þessa síðustu aðför að þjóðinni í ICEsave.

ICEsave snýst ekki lengur um peninga, heldur um heimspeki Talibana, að fórnarlamb nauðgara sé sekt og eigi að refsast.  Vonandi verður samt ekki samið um að við giftumst bretum en um eitthvað verður samið sem réttlætir glæpi breskra ráðamanna.

Og einhverjir peningar verða teknir út heilsugæslu landsbyggðarinnar til að borga þeim Júdasarskattinn.

 

Það er ef bretavinum tekst að hrekja Árna Pál úr embætti og láta þá sem sviku allt, sjá um málsvörn þjóðarinnar.

Það er dálítil kaldhæðni í fólgin að brjóstvörn þjóðarinnar er fyrrum einarður stuðningsmaður ICEsave kröfu breta, en svona er þetta, þeir sem stýra atburðum sjá ekki allt fyrir.

Kannski hefur tilviljunin vægi eftir allt saman.

 

En stríðið um sjálfstæði þjóðarinnar er hafið, enn einu sinni.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Stefnan að hluta pólitísk skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkuð mergjaður pistill hjá þér Ómar.

Vona þó að þetta sé ekki rétt mat hjá þér, þar sem það lýsir Steingrími J sem snilling, en það efast ég stórlega um. Reyndar hefur hann haft tæp 30 ár til að leggja línurnar, en eftir sem áður efast ég.

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2011 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Steingrímur er ekki snillingur, hann er verkfæri.

Atburðarsmiðirnir eru í öðrum herbúðum, og þeir gera meðal annars út á nytsama sakleysingja, og valdagráðuga valdasjúklinga.

Hvernig var hægt að láta þjóðina sætta sig við eignarhald ameríska vogunarsjóða á bönkunum???

Og hlæja sig ekki máttlausa þegar talað er um hinar meintu samningaviðræður við ESB????

Ef þú þekkir þá sem eiga hagsmuni að gæta, þá veistu við hverja ég á.

Takk annars fyrir hrósið, ef ég á að játa, þá fannst ég mér takast vel upp

Það er út frá þeim markmiðum sem ég vöktu mig til lífsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 13:52

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi og velkominn aftur í rafheima.

Vona að fríið hafi nýst þér vel til orkusöfnunar þar sem nú styttist í lokaorustuna um mennskuna. Tek undir með Gunnari að hér er mergjaður pistill og því miður þá held ég að þú hafir rétt fyrir þér með atburðahönnunina, sagan mun skera úr um það fyrr eða seinna. 

Kveðja úr Grænlenska haustinu á Suðurland, er reyndar á leið í Íslenska (blauta) haustið í Noregi í jólafrí en verð mættur tímanlega til að styðja við bakið á góðum mönnum í lokaorustunni.

Umrenningur, 15.12.2011 kl. 17:15

4 identicon

Glöggur og greinandi pistill Ómar.

En ég kaupi þó ekki þá skýringu, að Árni Páll sé orðinn að einhverjum frelsuðum og frelsandi engli ... ó Nei.

Það þarftu alla vega að útskýra betur áður en ég trúi því um fyrrv. Brussel kontórista og úr skúffu Jóns Baldvins. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 18:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Umrenningur.

Þú þekkir mátt Vaðlavíkurinnar, af þeim ótal sögum sem ég hef sagt þér.  Og kannski ekki allar alveg réttar, ég dróg úr þegar ég átti að bæta í.  Ef einhvers staðar er hægt að nálgast guðdóminn, þá er það í mínum fallega fjallahring, í kyrrðinni og fegurðinn, og því andrúmslofti sem að aðeins gott fær þrifist.

Samt var jólagjöfin í ár til strákanna að koma mér lifandi heim, og það af gefnu tilefni.

Sumt á einfaldlega ekki að lagast, þó sjálft almættið leggi lið á vogarskálarnar.

En það kallast víst þroski að uppgötva það, og er bæði þekkt og skráð í gegnum söguna.

Ég entist samt ekki í 44 daga, frostið og væntaleg ofankoma rak mig heim eftir 35 daga.  Svo ekki verður þessi dvöl skráð sem uppljómun.

Spurning hvort dvöl í vor teljist framlenging og fullnægjandi til að fá útskrift sem 101 í óbyggðum.

En eitt fattaði ég samt, hafði ég ekki vitað það áður.

Við erum ekki að ræða lokaorrustu, sú fyrsta er þannig séð ekki lokið.  Ennþá er þeirri stóru spurningu ekki svarað, hvort foreldrar almennt á Íslandi, sem og víðar, vilji upplifa það að vera afar og ömmur.  Eitthvað sem verður ekki ef lygin er almennt talin hið sjálfgefna og ef ein lygi er afhjúpuð, þá sé kallað eftir annarri um hæl.

Þessi sjálfseyðing er meinið í hnotskurn Umrenningur góður, og fátt sem við því er hægt að gera. Allavega er ekki lausn að taka þátt í lygavaðlinum eða láta kjurt liggja að benda á hann.

Trúa ekki íhaldsmenn í dag að stefna nýfrjálshyggjunnar hjá AGS sé vinstrimennska, og að umfang ríkis hafi komið Íslandi á hausinn.

Skiptir kannski ekki máli ef 40% þjóðarinnar sé ekki sannfærð um að ósatt sé satt.  En vissulega gæti þetta verið verra, almennt þá ætlast íslenskir íhaldsmenn ekki til að Darwin sé fordæmdur í skólum og að hommar séu grýttir, ekki ennþá.

En bráðum, meinið í vestri grefur um sig og líkt og með eiturdjöfulinn, þá erum við aðeins tíu árum á eftir.  Við munum bráðum eignast okkar Khomení líkt og Kaninn hefur dýrkað í mörg ár.

Nú þegar trúir Davíð að loftlagsógnin sé kommúnismi, jafnvel þó kommarnir dóu út fyrir áratug eða svo.

Spurning hvort að ef stjórn Exxon hefði veðjað á vindmyllur og asna, hvort við læsum leiðara um gildi miðalda, það er orkunýtingu þeirra, ekki þjóðfélagsskipan því hún er þegar komin á í Bandaríkjunum.  Hinir ofurríku, lénsaðalinn, hann stjórnar öllu og ofstækið er allsráðandi, jafnvel miðaldirnar eru víðsýnar miðað við kristnu hægri öfgamennina sem Davíð og co dásama svo mjög.

Nei Umrenningur, því miður, ljósið er framundan er ekki mjög bjart, en þó var bjart í Víkinni minni.  

Og þeir sem gefa spaldtölvur í jólagjöf munu örugglega hugsa hlýlega til þeirra sem svelta um þessi jól.  Náungakærleikur og mannúð tröllríður jú þjóðinni líkt og ekkert hrun hafi orðið.  

Gallinn er reyndar sá að hyldýpið blasir við því sagan um Gosa var því miður rétt, asnar enda því miður í námum hinna ofurríku, sem asnar.

En hinsvegar, þá þarf ekki að dvelja lengi í Víkinni minni til að öðalst fullvissu um eitt, og það er að Tolkien hafði rétt fyrir sér.

Ég mæli með Hringadróttinsögu um jólin.

Og því staðfestingar þá mun ég vekja drengina klukkan níu, strax fyrsta í jólafrí, og sýna þeim Jackson útgáfuna af þeirri sögu, þeir ætla að horfa því ég sagði þeim að hún væri stranglega bönnuð börnum.

En uppeldið felst í því að sýna þeim að hið góða sigrar að lokum.

Líka í ævintýrum.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 18:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ef glöggt er skoðað þá er ég ekki að pistla um Árna Pál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 18:19

7 identicon

Bravó!

pjakkur (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 19:14

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sérlega góður pistill Ómar og líklegt er að flest sé hér beint í mark. Allavega er ljóst alveg frá upphafi Icesave I að Steingrímur er verkfæri. Alþingi ætti að kæra hann fyrir landráð.

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.12.2011 kl. 19:58

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús, maður skrifar fátt í þeim dúr sem ég geri, ef markmiðið er að hafa alltaf rétt fyrir sér, þetta eru myndir, hugsanir, lýsingar á ákveðinni atburðarás.

Þarf að lúta stíl og framsetningu ritgerðar, kenning, rökstuðningur, niðurstaða ásamt því að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri.  Skilaboðum sem eru oft markmiðið þó fátt sé um þau fjallað.  Nema ef samhengi margra pistla er skoðað.

Vonandi eru fleiri en ég sem hugsa að ICEsave snýst ekki baun í bala um meintar endurheimtur, heldur grundvallaratriði, lög og reglur ásamt því sem má, og ekki má.

Og á bak við hið augljósa eru dýpri rök, og stýring þeirra sem stefna á ákveðna niðurstöðu.

Af hverju þessi barnalega kæra núna sem augljóslega er röng, heldur hvorki vatni eða vindi??

Af hverju fjallar maður sem maður ætlar að sé sæmilega óvitlaus, um þessa kæru í fréttaskýringu Moggans eins og hún eigi sér einhverja forsendu aðra en þá að vera liður í kúgunarferli sem hófst haustið 2008?

Hvað veldur að hið fáránlega er talið tækt í umræðu á Íslandi???

Af hverju er ekki hægt að treysta stjórnmálamönnum okkar í ICEsave, fyrir utan hugsanlega Sigmundi Davíð og Vigdísi Hauks????

Til hvers að leggja á stað með ákæru sem íslenskir dómsstólar munu afgreiða sem hreina lögleysu og vísa í dómsfordæmi þýska stjórnlagadómsstólsins sem hefur ítrekað hafnað dómum Evrópudómsins ef þeir stangast á við þýsk lög????

Hver er lendingin í málinu, hverjir ætla núna að svíkja????

Svona dæmi um nokkrar spurningar sem blasa við en fáir leiða hugann að.  

Og ef maður sleppir öllum djúpmiðum, hver hamlar gegn bretaaróðri Sigrúnar Davíðsdóttir og leppa ESB hjá Ruv?????

Eða stingur títuprjónum í Steingrím Joð að hætti vúddúsiðar??

Allavega þá varð ég að rjúfa þögnina því það er ekki allt sem sýnist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 20:16

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

Margir spyrja hvers vegna Árni Páll Árnason og jafnvel Jóhanna Sigurðardóttir stilla sér upp í forustu gegn Icesave-kúguninni. Svarið er einfalt, ef menn skilja eftirfarandi ráðgjöf:

Ef þú getur ekki borið sigur af óvininum, þá skaltu ganga til liðs við hann og sæta færis að skaða hann með svikum.

 

Eftir annað þjóðaratkvæðið um Icesave-lögin 9. apríl 2011, skildu spuna-stjórar Samfylkingar, að þjóðin ætlaði ekki að láta Icesave yfir sig ganga – komið var að endimörkum þess ferils sem átti upphaf í Svavars-samningnum og innifól höfnun Brussel-viðmiðanna. Það sem núna tekur við er sýndar-leikur, sem hefur það markmið að styggja ekki Evrópusambandið og merkir að fallist verður á allar kröfur nýlenduveldanna.

Þótt margt gott megi segja um svarið til ESA sem sent var 01. maí 2011, þá hefði verið hægt að gera betur. Hvers vegna var það ekki gert ? Hvers vegna var samstarfið við “Samstöðu þjóðar” jafn endasleppt og raun bar vitni ? Samt setur Árni Páll sig ekki úr færi að hæla sér af þessu samstarfi.

 

Núna talar Jóhanna Sigurðardóttir um að fela varnir Íslands í hendur Össuri Skarphéðinssyni, sem af öllum svikurum landsins er verst til þess fallinn að gæta hagsmuna landsmanna. Baráttan frammundan mun að miklu leyti snúast um að taka Icesave-málið úr höndum Össurar og fela það Árna Páli og starfsfólki hans. Árni Páll er bezti kosturinn í þeirri afleitri stöðu sem ennþá ógnar Íslendingum. Kjölturökkum Evrópusambands er ekkert heilagt og í engu treystandi.

Kveðja að sunnan.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 15.12.2011 kl. 21:18

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Pétur Örn.

Ég hafði ekki tíma til að forma svar mitt og fylla almennilega út í það, fyrr í dag, en núna þegar ljóst er að athygli fólks er komin á önnur mál, þá ætla ég að bæta úr og ræða aðeins þá taktík sem að baki býr.

Það má segja að ég noti Árna  Pál og svipaðan hátt og margir prédikarar nota ímynd Maríu Meyjar, þeir upphefja hreinleika hennar og sakleysi, og þá gegn einhverju öðru sem þeir telja sig vilja setja út á.

En blessunin hún María er jú þekktasta kona mannkynssögunnar sem átti barn fyrir utan hjónaband.

Og það var hann Steingrímur sem startaði þessari uppvakningssyrpu minni, hann er maðurinn sem ég óttast mest í dag.  Og að gefnu tilefni.

Svo þurfti ég reyndar að koma ýmsu að sem mér fannst fólk ekki mætti gleyma.

Hinsvegar pistlaði ég strax um viðhorfsbreytingu Árna í sumar og fagnaði henni, benti á að hún sem slík væri einörð og og í sjálfu sér væri fátt út á málsvörn hans að setja.  Vissulega myndi ég vilja ýmislegt sem ekki er þar inni, en það gildir um marga aðra, og fæstir leggja áherslu á sömu hlutina.

Það er þannig að þjóðin felldi ekki ríkisstjórnina, aðeins ICEsave, og því verður að gera það besta úr þeirri stöðu og Árni kom glettilega á óvart.  Og gerir enn.

Vissulega eru margir fletir og trú mín á stefnubreytingu Samfylkingarinnar er kannski hvorki heit eða djúp.  En er á meðan er.

Einnig er vert að hafa í huga að ekkert breytist ef fortíð ræður alltaf mati manna.  Það er eðli byltingar að byltingarmenn eiga sér ekki fortíð, það eru gjörðir þeirra í núinu og gildi þeirra fyrir framtíðina sem skiptir öllu máli.

Grundvallaratriði ef menn ætla sér að breyta einhverju, og þá til betri vegar.

Eigum við ekki að sættast á að margur innan ríkisstjórnarinnar er verri en Árni????

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 22:24

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Það er margt í þessu, og margt gæti verið verra.

En við höfum ekki vald til færa hluti til betri vegar.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 22:27

13 identicon

Skil þig 100% núna Ómar ... eftir svarið 15.12.2011 kl. 22:24

Og auðvitað er ég enn og aftur meira en milljón prósent sáttur við þig Ómar

og jú, auðvitað er Árni Páll ekki sá versti, þó ekki sé hann sá skásti.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 22:57

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er eignlega eitt atriði sem gengur ekki upp hjá þér. ESA er ekki Evrópustofnun. ESA er eftirlitsnefnd sem heyrir undir EFTA. EFTA eru fríverslunasamtök sem Noregur, Lictensein Sviss og við. Það er engin af þessum þjóðum í ESB. Sviss er ekki aðila að EES og þessar þjóðir hafa engan hag að því að við göngum í ESB. Jafnvel myndi það þýða að þær yrðu að bæta við sig því sem við borgum til EFTA. Bretar og Hollendingar kærðu okkur ekki fyrir bort á EES og vildu jafnvel ekki að þetta mál færi fyrir dóm.  Við nýttum okkur t.d. í Icesave 3 að semja sem sennilega hefði ekki kostað okkur neitt. Í mesta lagi 20 milljarða en nú gætum við þurft að borga vexti af öllum innistæðum á Icesave á grunvelli þess að við tryggðum allar aðrar innistæður í Íslenskum bönkum í topp. Og því gæti verið að við yrðum rukkuð um vexti á bæði lágmarksinnistæðum og svo að auki innistæðum umfram lágmarkið. Þannig er þetta bara. Og aðallega af því að  fólk trúði fólki hér sem sagðist vita allt betur en stjórnvöld. T.d. Indefence, lögfræðingarnir 8 sem sögðu að þetta mál færi aldrei fyrir dóm. En segjast nú hafa óttast það.  Þetta er það sem þjóðin á skilið fyrir að trúa mönnum sem þykjast þekkja til mála sem þeir í raun hafa ekki hugmynd um. T.d. Indefence sem voru almennt engir sem höfðu nám eða þekkingu á þessum málum. Og skildu Evrópulög og EES svo miklu betur en þeir sem unnu m.a. við EES samninginn, Evrópulögmenn og erlendir lögfræðngar sem Ríkisstjónrin réð sem ráðgjafa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.12.2011 kl. 00:31

15 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll ÓMAR

EN EKKI MUN ÁRNI PÁLL SJÁ UM EITT NÉ NEITT ÞAÐ VERÐUR ÖSSUR OG ÞÁ ER HÆGT AÐ SEGA GUÐ BLESSI ÍSLAND, ÞVÍ EKKI GERIR VELFERÐARSTJÓRNIN ÞAÐ OG ÞAÐ ER Á KRISTAL TÆRU.

Jón Sveinsson, 16.12.2011 kl. 02:03

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús Helgi.

Það er ekki oft sem ég fæ þá einkunn að aðeins eitt atriði í pistlum mínum sé á hæpnasta vaði, hvað þá að það komi úr herbúðum bretavina.  Persónulega finnst mér það ekki vel lukkaður pistill ef ég næ ekki fleiri hæpnum fullyrðingum sem ég býð þá mönnum uppí dans rökræðanna, ef þeir kjósa svo.

En hvað um það, vissulega er það rétt að ESA er sjálfstæð EFTA stofnun, og sem slík ætti hún að vera óháð og fagleg.  Fullyrðing mín um að hún sé verkfæri eða þátttakandi í hráskinsleik er gildishlaðin, byggð á mati á aðstæðum. 

En til dæmis fyrir dómsstólum, er það ekki talin málsbót að vera leppur og verkfæri.  Þess vegna gæti greinargerð héraðsdóms Reykjavíkur sem tekur fyrir kæru ESA, það er ef mútudómur fellur hjá EFTA dómnum, hljómað einhvern veginn svona.

"1. Íslenskir dómsstólar taka afstöðu til mála út frá gildandi íslenskum lögum.  Lögin um tryggingasjóð innstæðna kveða skýrt á um að sjóðurinn sé sjálfseignarstofnun, fjármögnuð af fjármálafyrirtækjum.  Stangist íslensku lögin á við tilskipun ESB um innlánstryggingar, þá bar þartilgerðum stofnunum, það er þið, ESA, skylda til að gera athugasemd við íslensku lögin.  STRAX, ekki 11 árum seinna.

Fávitar.

2. Í kæru ykkar er fullyrt að íslenska ríkið hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES samningnum, án þess að þið vitnið í þau ákvæði EES samningsins sem íslenska ríkið á að hafa brotið.  Rökstuðningur ykkar byggist á mati á túlkun laga sem enginn dómsstóll hefur tekið afstöðu til.  Á meðan ekki liggur fyrir dómur, þá er fullyrðing ykkar röng.

Fávitar.

3. Í rökstuðningi ykkar vitnið þið í lög og dóma sem koma málinu ekkert við eða tilvitnanir ykkar eru rangar, sjá rökstudda greinargerð íslenskra stjórnvalda þar um.

Fávitar.

4. Þið fullyrðið að íslenska ríkinu beri "að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innistæðutryggingar".  Hvergi í viðkomandi tilskipun er kveðið á um að ríkisvaldið eigi að fjármagna innstæðutryggingasjóði, þvert á móti er sleginn varnagli á að sjóðirnir séu ekki á bakábyrgð ríkisvalds svo ekki sé samkeppnismismunun milli einstakra bankastofnana á hinum innra markaði eftir því frá hvaða landi þeir koma.  Það er skýrt tekið fram að fjármálastofnanir eigi sjálfar að fjármagna tryggingarsjóðina, og það er skýrt tekið fram að sú fjármögnun megi ekki íþyngja rekstri þeirra.

Ef tryggingasjóðir eru ekki fjármagnaðir úr almannasjóðum, og ekki má binda öll innlán, hvernig á þá innstæðutryggingarsjóður að geta endurgreitt samstundis innlánstryggingu sína???  Það er hvergi minnst á þriðju leiðina í tilskipun ESB um innlánstryggingar, þið nefnið hana ekki heldur.

Fávitar.

Niðurstaða dóms, málinu vísað frá vegna fávisku ákærenda."

Sumt er ekki flókið Magnús minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2011 kl. 08:20

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Þegar ég skrifaði pistilinn hér að ofan, þá var ég að hnykkja á þeim sjónarmiðum mínum að enn ein atlagan að íslenskri þjóð væri hafin.  Inntakið er svona, "You ain´t see nothing yet".

Þessi tilkynning um að Össur eigi að sjá um málsvörnina er svona dæmi sem staðfestir spár mínar, að Árni verði veginn því hann ákvað að styðja íslensku þjóðina.

Plottið með að Steingrímur fengi ICEsave mætti of mikilli andstöðu og þar með var Plan B virkjað og það er öruggt að atburðarsmiðirnir hafa Plan C og D í bakhöndinni.  Og ákaflega líklegt að hið raunverulega Plan, Súperplanið, að það sé ekki ennþá komið fram.

Eins og Loftur bendir á hér að ofan, þá byggjast velheppnuð svik á trúverðugleika, Össur hefur engan trúverðugleika, Össur er trúður í huga fólks.  Og mun engum svikum koma í gegn.

Það er því eitthvað í pípunum sem við vitum ekki um.  

Það er verið að markaðsetja ótta og hræðslu, heilalausa greyjið í morgunútvarpinu á Rás 2 komst varla í gegnum að lesa tilvitnun í grein Evrópugúrúsins Eiríks Bergmann vegna geðshræringar, það lá við að það liði yfir hann í beinni útsendingu, svo mikill var óttinn og skelfingin.  Það fyndna í þessu er að þetta er endurtekin spilun á des 2010 og des 2009, virkaði ekki þá og hví halda menn að þetta virki núna???

Vissulega sagði Göbbels að ef lygin væri endurtekin nógu oft, og menn láti sjálfir eins og að þeir trúi henni, þá smán saman fara aðrir að trúa henni þó dómgreind þeirra og skynsemi segi þeim að þetta sé bölvað bull.  

Hugsanlega er einhver svona sálfræði í gangi en ég held samt að það sé dýpra á plottið.  Og það kemur á óvart þegar þar að kemur.  Líklegast einhvers konar shock taktík.

Þessvegna er svo mikilvægt að þjóðin haldi vöku sinni, láti ekki Hrunverja blekkja sig.

Og þeir sem vilja ekki ESB, þeir eiga að standa vaktina, því lausn á ICEsave er forsenda aðildar.

Eina skilyrðið sem ESB setur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2011 kl. 08:36

18 Smámynd: Samstaða þjóðar

Magnús Helgi er ennþá í fullu fjöri og hefur ekkert lært. Að venju heldur hann fram RANGRI fullyrðingu. Núna segir hann: “ESA er ekki Evrópustofnun.” Þetta verkir væntanlega að ESA sé ekki undir stjórn Evrópusambandsins ! Bara staðsetning ESA í Brussel ætti að vekja grunsemdir Magnúsar. Hvers vegna var ESA komið fyrir í sömu borg og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ? Hvers vegna hefur EFTA-dómstóllinn aðsetur í Lúxemborg, þar sem einnig er Evrópudómstóllinn ? Svar við þessum spurningum hefur verið auljóst frá upphafi. EFTA stofnanirnar eru undir stjórn tilsvarandi stofnana Evrópusambandsins. 

Á þessu ári hef ég átt í tíðum samskiptum við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hefur minnst af þeim samskiptum verið gert opinbert. Komið hefur greinilega í ljós að ESA er í raun stjórnað af Framkvæmdastjórn ESB. Sama á við um EFTA-dómstólinn, því að hann er langt frá því að vera sjálfstæður dómstóll, heldur hlýtir forskrift Evrópudómstólsins að öllu leyti. Icesave-málið er því á leið fyrir Evrópudómstólinn !

 

Magnús Helgi verður sjálfsagt undrandi að frétta, að Icesave aðgerðum ESA gegn Íslandi er stjórnað af Bretlandi og Hollandi. Þessi stjórn fer fram í gegnum Framkvæmdastjórn ESB, þar sem sitja fjölmargir fulltrúar þessara ríkja. Magnús Helgi mun ekkert læra þótt þessar staðreyndir séu lagðar á borð fyrir hann.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 16.12.2011 kl. 12:05

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Magnús Helgi má þó eiga að hann þorir að mæta undir nafni og rökstyðja sitt mál.

Og það með rökum.

Sem við erum reyndar ekki sammála, en samt, við hann er hægt að ræða.

Kjarninn er samt sá sem ég fór fínt í en þú beint, svikin eru í farvatninu. Og það eru ekki fótgönguliðar sem munu svíkja.

Eins gott að guð gefi þér góða heilsu næstu mánuði Loftur, margir flokksmenn þínir eru svæfðir og röfla um endurheimtur.

Þá þarf að vekja, og fylkja liði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2011 kl. 14:43

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Ómar! Öreindahraðallinn,merkti ummerki um Higgs bóseindina í Hraðalllnum í Cern í Sviss. Eindin sú gefur öllu efni alheimsins massa,vísindamenn eru á slóð guðseindarinnar.      Síðan man ég ekki  meira um það. Datt þetta bara í hug eftir lesturinn hér,eitthvað sem ég skil svo langt sem það nær. Ef einhversstaðar er hægt að nálgast guðdóminn,er það í þínum(og mínum) fjallahring,í kyrrðinni og fegurðinni og því andrúmslofti.sem aðeins gott fær þrifist.    Heilir hildar til,heilir hildar frá,koma hermenn vorgróðurs Íslands.          Úr ljóðabók Hannesar Hafstein.

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2011 kl. 04:15

21 Smámynd: Elle_

Loftur og Ómar.  Maður einn, mikill Brusseldýrkandi og samfylkingartalsmaður hefur verið að fara með rökleysur um lCESAVE of lengi núna og ykkur að segja er ég farin að lemja höfðinu utan í veggi að hafa fyrir að svara honum. 

Elle_, 18.12.2011 kl. 11:21

22 Smámynd: Elle_

Fyrir skömmu kallaði sami maður það ´LOFSVERT´ hvernig Brussel kúgaði okkur í málinu.  Hann notaði að sjálfsögðu ekki orðið ´kúga´ yfir það. 

Elle_, 18.12.2011 kl. 11:26

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Þeir  þurfa ekki að flækjast inní einhverju fjalli með mæliglös og mælitæki, til að finna guðdóminn, það dugar alveg að fara í Víkina mína þegar það sindrar í heiðríkjunni á fannhvíta mjöll, frá lægstu móum uppí hæsta tinda. 

Tindarnir sem ramma Víkina mína inn, Karlstaðafjall, Ímatindur, Skúmhöttur í norðri og Sauðatindur, Svartafjall, Snæfugl í suðri, þeir fanga guðdóminn og það eina sem þarf er skynjun og tilfinning fyrir almættinu.

Dót eins og Öreindahraðall eða flóknar formúlur sem reyna að setja gildi á allt, það flækir aðeins málin þannig að hið augljósa verður torskilið og jafnvel óskilið.

Kannski þess vegna sem menn telja sig geta komið fram við meðbræður sína eins og svín.  Telja sig ekki þurfa að standa skil gjörða sinna.

En í Víkinni, í Vaðlavíkinni minni fá engin svín þrifist.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 18.12.2011 kl. 16:02

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Einhvers staðar verða vondir að vera, og fá að bulla sitt bull án þess að vera sífellt tuktaðir.

Þeir hafa fyrir löngu tapað hinni opinberu umræðu, halda sig einatt í vernduðu umhverfi sértrúaða hópsins sem telur svik við þjóð og land sitt æðsta markmið.

Þeir sem þó þora að bulla innan um heiðvirt fólk, eru samt nauðsynlegir sem slíkir, þeir afhjúpa fóðrið sem atburðasmiðirnar fóðra þá á.

Gagnlegt fyrir vörn þjóðarinnar þegar hún þarf að verjast næstu svikum.

Sem koma, sem koma.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 18.12.2011 kl. 16:10

25 identicon

Meirihluti Fjárlaganefndar Alþingis sendi frá sér álit um Icesave-samninga III, sem dagsett er 26. janúar 2011. Undir álitið rita: Oddný G. Harðardóttir, Björn Valur Gíslason, Árni Þór Sigurðsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þuríður Backman, Björgvin G. Sigurðsson. Hér er hægt að lesa álitið:

http://www.althingi.is/altext/139/s/0768.html

 

 

Þessi hópur þjóðsvikara ritar í áliti sínu:

 

"Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur þegar stofnað til samningsbrotamáls, studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé skylt að ábyrgjast greiðslu rúmlega 20.000 evra til hvers innstæðueiganda."

 

Þarna kemur greinilega fram húsbóndavald Framkvæmdastjórnar ESB yfir ESA (Eftirlitsstofnun EFTA). Þetta opinberuðu sjálfir kjölturakkar Evrópusambandsins, sjálfsagt án þess að hafa hugmynd um hversu óeðlileg afskipti Framkvæmdastjórnarinnar eru, sé tekið mið af EES-samningnum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 11:54

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Loftur.

Það er mikil meinloka að halda að ESA sé að þessu sprikli á eigin spýtur. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5609
  • Frá upphafi: 1399548

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4782
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband