15.12.2011 | 07:01
Kæra ESA er blöffið eitt.
Ætlað til innanlandsbrúks, til að styrkja þau öfl innan ríkisstjórnarinnar sem vilja semja hvað sem það kostar.
ESA er þátttakandi í þeim hráskinsleik að fjárkúga íslensku þjóðina gegn lögum og reglum siðaðra þjóðar, þar á meðal lögum og reglum Evrópusambandsins.
ESA veit að jafnvel þó dómurum EFTA dómsins sé mútað þá mun sá mútudómur ekki standast efnislega skoðun og vera hafnað af sjálfstæðum dómi með skýrum efnislegum rökum.
Skoðum rök ESA sem kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær.
ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innistæðutryggingar,.
Rökin segja allt sem segja þarf um rangindi kæru ESA.
EES samningurinn er skýr svo ekki verður um deilt að EFTA ríkin, sem eiga aðild að evrópska efnahagssvæðinu, hafa fulla heimild til að grípa til neyðarráðstafana sé tilveru þeirra á einhvern hátt ógnað.
Bara af þeirri ástæðu einni þá standast íslensku neyðarlögin því þau voru nauðsynleg til að bjarga íslensku efnahagslífi frá hruni.
Það er eðli neyðarástands að þær aðgerðir sem gripið er til eru óumdeildar, svo fremi að þær snerta það ástand sem ógnar öryggi og tilveru þjóðar.
Það er skýrt í EES samningnum að ESA er ráðgefandi um framkvæmd EES samningsins, hafi einhverjar aðgerðir í neyðarlögunum mátt útfærast á annan hátt, og þá betur innan ramma EES, en samt á þann hátt að takast á við hið meinta neyðarástand, þá bar stofnunninni skilyrðislaust að gera strax athugasemdir, og leggja til þær breytingar sem hún taldi betur mættu fara.
Það gerði stofnunin ekki, hún þagði, og þagði í rúm 2 ár. Og lagði þar með þegjandi samþykki yfir ráðstafanir íslenskra stjórnvalda.
Því það gildir um neyðarráðstafanir líkt og tryggingar, það er ekki gripið til þeirra eftir á.
ESA bendir líka á annan meginvankant ákæru sinnar í sínum rökstuðningi.
".... samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innistæðutryggingar".
Tilskipun Evrópusamnbandsins er nefnilega skýr um hvernig á að fjármagna tryggingarsjóðinn. Og Íslendingar fóru í einu og öllu eftir tilskipuninni enda gerði ESA engar athugasemdir í 10 ár, nema Íslendingum var reglulega hrósað fyrir góða framkvæmd.
Tryggingarsjóðurinn var sjálfstæður og átti að fjármagnast af fjármálageiranum, ekki með ríkisframlagi, það var beinlýnis gegn markmiðum tilskipunarinnar.
Það var skýrt tekið fram að þessi fjármögnun mátti ekki ógna stöðugleika á fjármálamarkaði, að hún mátti ekki íþyngja fjármálafyrirtækjum á þann hátt að þau gætu ekki rekið sig á eðlilegan hátt.
Og það var skýrt tekið fram að ef ríki kæmu á tryggingarsjóði eftir ákvæðum tilskipunarinnar, þá væru þau ekki í ábyrgð.
Til að mæta allsherjar hruni þá hefði tryggingarsjóðurinn þurft að vera með öll innlán tiltæk en slíkt hefði náttúrulega drepið niður alla fjármálastarfsemi.
Eða með ríkisábyrgð, en það var skýrt tekið fram að svo væri ekki.
Engin þriðja leið er nefnd í tilskipun ESB svo ákæra ESA fellur um sjálfa sig, er röng, er fals.
Og þetta veit ESA, enda vill hún ekki dóm.
Aðeins að íslenska ríkið semji við breta.
Í því ljósi verður að skoða aðförina að Árna Pál, og rangan fréttaflutning ríkisútvarpsins.
Það er verið að skapa vígstöðu fyrir Steingrím Joð Sigfússon til að svíkja enn einu sinni.
Og það er okkar, þjóðarinnar að hindra þann gjörning.
Og í raun er ekki mikið að óttast, Steingrímur er einangraður, Jóhanna lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við Árna, hún ákvað loksins að taka slaginn með þjóðinni.
Aldrei þessu vant ætla ég að gera hennar orð að mínum lokaorðum.
"Við vinnum".
Kveðja að austan.
Niðurstaðan fordæmi fyrir Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ráðum Ómar sem verjanda okkar við EFTA-dómstólinn og hann flettir en-to-tre ofan af blöffi Jóhönnu og Steingríms!
Pétur (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 11:20
Já, þú ert að koma til Pétur, þetta kemur hjá þér hægt og hljótt.
Kannski eftir að þú lest nýjasta pistilinn??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.