14.12.2011 | 20:08
Styður Samfylkingin Árna Pál???
Gegn bretum og Steingrími Joð???
Miðað við fréttaflutning dagsins þá virðist ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að taka slaginn, með Árna, með þjóð sinni.
Hún sagði afdráttarlaust að þjóðin myndi vinna málið, það væri engar forsendur fyrir málssókn ESA.
Enginn vafi, ekkert en, aðeins skýrt og skorinort, "við vinnum".
Það er því erfitt að sjá aðra áhrifamenn innan Samfylkingarinnar, sem hingað til hafa stutt breta með ráðum og dáðum, halda öðru fram þó þeim hugsanlega blóðlangi til þess.
Vissulega mun Ólína Þorvarðardóttir halda fast fram þeirri kenningu að tilskipun ESB um innlánstryggingar, feli í sér ríkisábyrgð, en hún býr þá gæfu að tekur enginn mark á henni og því mun enginn erfa við hana bretastuðninginn.
Það er því ljóst að Steingrímur Joð og gamli sósíalistakjarninn í kringum hann er algjörlega einangraður í stuðningi sínum við bresku fjárkúgunina.
Vissulega þorir Steingrímur ekki núna að lýsa yfir beinum stuðningi, en hann opnar ekki svo munninn að ekki komi ef og en og við hefðum betur samþykkt og svo framvegis.
Að treysta honum fyrir vörn Íslands er álíka gáfulegur gjörningur og að biðja hann að stjórna vörn Ögmundar gegn vélhjólabullum. Steingrímur myndi örugglega ráða lögfræðing Hell Angels í Bandaríkjunum og vísa í fyrri reynslu hans í réttarsölum. Reyndar fyrir þá sem kæra Ögmund en þannig er Steingrímur, hann kemur höggi á þá sem rísa gegn honum.
Þjóðin, Ögmundur, meikar ekki diff.
Bíddu við myndi einhver segja, er gamla kommaklíkan alveg einangruð??, hvað með allar rangfærslurnar í frétt Ruv í kvöld, var tilgangurinn ekki að hræða fólk og grafa undan Árna Pál og einarði vörn hans í þágu þjóðarinnar???
Vissulega, en allur ICEsave fréttaflutningur Ruv er ritstýrður af útsendara breskra stjórnvalda.
Og á þann hátt að enginn fjölmiðill í Bretlandi, ekki jafnvel BBC, getur státað sig af jafn einörðum stuðningi við bresk stjórnvald eins og íslenska ríkisútvarpið.
Stuðningur Ruv er því ekki innlendur, hann tjáir aðeins afstöðu breska fjármálaráðuneytisins til ákæru ESA.
Og aumingja ESA er ekki í góðum málum þegar stuðningurinn byggist á hálfsannleik í bland við lygar og blekkingar.
Í því ljósi verður einarður stuðningur Jóhönnu Sigurðardóttur við Árna Pál að skoðast, hún gerir sér grein fyrir að málstaður breta er enginn og það er alveg óhætt að fullyrða að engar líkur séu á að þeir vinni mál sitt.
Ekki frekar en aðrir fjárkúgarar.
Það er jú augljóst mál að sá sem telur sig hafa lögin með sér, hann leitar til dómsstóla, STRAX, en beitir ekki hótunum og þvingunum eins og hver annar mafíuósi, eins og hver annar glæpamaður, hrotti og handrukkari.
Og ef menn efast um þessi einföldu sannindi, þá skora ég á menn að hlusta á næsta pistil Sigrúnar Davíðsdóttir í Speglinum, þá sjá menn hvað rökfærsla fjárkúgarans er á lágu vitsmunaplani.
Það er nefnilega þannig að bretagreiði er Bjarnargreiði.
Kveðja að austan.
Eiga sér engin efnisleg rök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 385
- Sl. sólarhring: 752
- Sl. viku: 6116
- Frá upphafi: 1399284
Annað
- Innlit í dag: 326
- Innlit sl. viku: 5181
- Gestir í dag: 301
- IP-tölur í dag: 297
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.