5.10.2011 | 11:35
Hvar er kreppan á Íslandi???
Þegar AGS varar við heimskreppu, þá er staðan mjög alvarleg. Eðli málsins vegna geta stofnanir eins og AGS ekki gasprað mikið um kreppur því slíkt getur valdið taugatitring á markaði sem leiðir til verðfalls og upplausnar.
Þegar AGS minnist á slíkan möguleika þá er ástandið það alvarlegt að stofnunin metur áhættuna á markaðsuppnámi minni en áhættuna á að kreppa skelli á vegna aðgerðarleysis stjórnmálamanna.
"Efnahagslega eru aðaldrættir eftirhrunsins skýrir: við sluppum betur en á horfðist. Mælt í atvinnuleysi, kaupmáttarrýrnun og niðurskurði á velferðarþjónustu er Ísland skínandi dæmi um vel heppnaða hrunbjörgun."
Þessi tilvitnun er tekin upp úr bloggpistli Páls Vilhjálmssonar sem er öflugasti bloggari stjórnarandstöðunnar á Íslandi í dag.
Þó þessi orð séu sett i samhengi við gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar þá endurspegla þau samt trúnað á orð ráðmanna að kreppan sé að baki og bati framundan.
Og þau ríma ákaflega illa við áhyggjur AGS. Til dæmis er augljóst mál að skelli heimskreppa á þá mun allt hrynja hér eins og spilaborg.
Og það er rangt að það sé ekki kreppa á Íslandi, hún er djúp, hún er alvarleg og endar með gjaldþroti þjóðarinnar ef almættið grípur ekki í taumana því þjóðinnni er áskapað að láta ljúga í sig. Og mun því ekkert gera sjálfri sér til bjargar.
Til að átta sig á stöðunni er gott að hafa í huga þróun kreppunnar miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Formlega hófst hún við kauphallarhrunið mikla í Wall Street haustið 1929 því þá hófst atburðarrás sem endaði í miklum samdrætti, atvinnuleysi, stöðnun, viðskiptahöftum og það sem verst var, hagkerfin virtust ekki ætla að rífa sig upp úr hjólförum kreppunnar.
En þetta gerðist smán saman, hlutabréfavísitölur tóku við sér á nýjan leik og það mátti jafnvel mæla vöxt á árinu 1930. Svo hrundi allt 1931 og við tóku mörg ár hörmunga fyrir alþýðu manna um allan heim.
Hreint út sagt þá bjargaði seinni heimstyrjöldin heimshagkerfinu, hún skapaði eftirspurn og stórjók framleiðslugetu lykilhagkerfa, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ásamt því að hver nothæf vél í Evrópu var látin framleiða stríðstól.
Skýring þess að kreppan skellur ekki á daginn eftir Hrun fjármálaviðskipta er mjög einföld, bólufjármagnið er ennþá í umferð og svo reyna stjórnvöld að strögglast á móti.
Ef sami tímafaktor hefði verið í Evrópu og Bandaríkjunum eftir fall Lehmans banka, þá hefði samdrátturinn átt að koma fram að fullum þunga einu og hálfu ári eftir hrunið, það er í fyrra, 2010. En ströggl stjórnvalda var miklu öflugra en í síðustu heimskreppu og gífurleg innspýting fjármagns i hagkerfinu hafa seinkað hinu óumflýjanlega, um eitt og háflt ár í viðbót ef marka má AGS.
Heimskreppan skellur sem sagt á árið 2012.
Íslenska kreppan lýtur sömu lögmálum og atburðarrásin er mjög svipuð.
Þó AGS hafi gert illt verra með vaxtastefnu sinni þá verður því ekki á móti mælt að viss skynsemi var með í för.
Í það fyrsta leyfðist ríkissjóði að prenta peninga fyrstu 2 árin, útgreiðsla séreignarsparnaðar jók peningamagn í umferð, og þetta ásamt bólupeningunum sem sluppu við Hrunið skýrir um margt að samdrátturinn var miklu minni en spáð var.
Annar gífurlega stór þáttur var skynsamleg viðbrögð bankakerfisins að ganga ekki að gjaldþrota fyrirtækjum og einstaklingum, allavega ekki fyrst í stað. Það ásamt greiðsluaðlögun lána tryggði að efnhagskerfið gekk hnökralaust og skapaði svigrúm til uppbyggingar.
Þetta eru atriðin sem tókust vel til eftir Hrunið.
Þriðja meginskýring á að ekki fór ver var aðlögun króunnar og styrkur útflutningsatvinnuveganna.
Sá styrkur var ekki sjálfgefin, aðeins 2 lönd í Evrópu urðu ekki fyrir í samdrætti í ferðmannaiðnaðinum, Ísland og Tyrkland, en bæði löndin höfðu sjálfstæða gjaldmiðla sem aðlöguðu sig að raunveruleikanum. Og voru því "hagstæð" fyrir ferðamanninn á krepputímum.
Eins er ekki sjálfsagt að lúxusvara haldi verðgildi sínu þegar kreppir að í hagkerfum viðskiptaþjóða okkar en markvissar aðgerðir stjórnvalda á Vesturlöndum hafa allar verið í þá átt að hlífa þeim ríku og láta fátæka borga fyrir fjármálasukk elítunnar. Og á meðan njótum við góðs af.
En þetta jákvæða, sem aðeins mátti standa yfir í 2 ár, það dróg úr samdrættinum, en hann er samt verulegur, bæði miðað við landsframleiðslu og ekki hvað síst miðað við kaupmáttarrýrnun almennings. Menn gleyma því alltaf að markmið hagkerfa er ekki að gera þá ríku, ríkari, heldur til að fólk hafi í sig og á. Og þar er samdrátturinn yfir 30%.
Hinn meinti bati sem menn tala um eru eingöngu spár, sem hafa ekki ræst, ekki ein og einasta fram á þennan dag. Og það er ekkert sem bendir til þess að þær rætist.
Vegna þess að hagvöxtur krefst ákveðinna forsenda og þær eru ekki til staðar í dag.
Í fyrsta lagi hið augljósa, ríki og sveitarfélög eru ekki að skuldsetja sig fyrir frekari framkvæmdir. Það gerðu þau fyrstu 2 árin eftir Hrun, en núna er forgangurinn að ná jafnvægi og greiða niður skuldir.
Í öðru lagi þá drepur hávaxtastefna niður fjárfestingu og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga. Og það hefur sannarlega gerst hér á landi. Það er EKKERT framundan, fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og þjóðin lifir á uppskeru fyrri ára en sáir engu fyrir framtíðar uppskeru.
Og allir sem hafa orðið hungurmorða í gegnum tíðina vegna fattleysis á þessum orsakalögmálum geta staðfest þessa fullyrðingu mína.
Í þriðja lagi þá er þjóðin ekki ennþá farin að greiða erlendu lánin sem hún tók vegna Hrunsins. AGS lánið fellur 2014-2016 og Norðurlandalánið á allt að greiðast fyrir 2021. Ef það er gengið á þessi lán þá mun þjóðin ekki geta greitt þau til baka og er þar með gjaldþrota, komin upp á náð og miskunn einkavæðingarfursta hins alþjóðlega fjármagns, AGS.
Og sú náð er ekki náð guðs og góðra manna.
En alvarlegasta af öllu er hin óleysta skuldakreppa einstaklinga og fyrirtækja.
Stjórnvöld mörkuðu þá stefnu að allir sem eitthvað ættu og hefðu einhverja greiðslugetu, að þeir greiddu Hrunskuldir sínar að fullu, hjá öðrum er afskrifað niður í þessa blóðmjólkugreiðslugetu.
Á mannamáli þýðir þetta að frumforsenda hagvaxtar, kaupgeta einstaklinga og fyrirtækja er ekki til staðar. Það fer allt í skuldir sem er umfram hið nauðsynlegasta.
Ekkert keypt, ekkert framkvæmt.
Og blóðarðurinn fer í ameríska vogunarsjóði, ekkert verður eftir á landinu í nýfjárfestingar eða uppbyggingu atvinnulífs.
Svo ég dragi þetta saman, þá er samdráttur, hagvöxtur hefur ekki mælst (tel ekki með birðafiffið sem gaf tvisvar aukningu milli ársfjórðunga) og það er ekkert framundan.
Það er rangt að tala um bata.
Og það er siðleysi að hundsa skuldavanda einstaklinga, og hagfræðilega ákaflega heimskulegt.
Og þjóðin er algjörlega berskjölduð gagnvart heimskreppunni miklu sem AGS spáir strax á næsta ári.
Og segjum það hreint út, aðeins fífl sjá þetta ekki.
Því miður.
Kveðja að austan.
Evruríkin að renna út á tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 71
- Sl. sólarhring: 1008
- Sl. viku: 5802
- Frá upphafi: 1398970
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 4923
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.