4.10.2011 | 06:53
Fólkið sem sveik, skammar Ólaf.
Enda kostaði hann breta 550 milljarða.
Bjargaði velferðarkerfinu og tryggði að almenningur gæti lifað í þessu landi.
Menn hafa verið fúlir yfir minna.
Kveðja að austan.
Forseta lagðar línur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og hvað eru þessar kerlingadruslur að væla þær eru búnar að gera svo margt vont að nú er komið nó.
gisli (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 07:16
Gísli lengi getur vont versnað og meðan þetta lið er með augu og eyru lokuð fyrir vilja þjóðarinnar þá hangir það á völdunum sama hvað það kostar
Magnús Ágústsson, 4.10.2011 kl. 07:21
Hefja undirskriftasöfnun þar sem krafist er afsagnar ríkistjórnarinnar, nú þegar!! Þingrof er byrjunin
Þjóðin hefur ekki tíma til að bíða eftir að það standi betur á í bóli stjórnmálaflokka vegna eigin formannskjörs eða annarra innanflokka hentiatriða, hvaða stjórnarandstöðu flokkur sem í hlut á.
Sólbjörg, 4.10.2011 kl. 07:52
Sammála Sólbjörg undirskriftasöfnun með áskorun til forsetans um að rjúfa þing og setja utanþingsstjórn. Helst á að banna allan fjórflokkinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 08:44
Sammála ykkur Sólborg og Ásthildur ....og að sjálfsöfðu þer Ómar !! tel ekki Jóhönnu hafa umboð til að endurhanna Forsetaembættið þó hún telji sig geta margt .........Ætti fyrst að sina að hún hafi hæfileika til þess sem hún bauð sig fram til !!!!
Ransý (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 09:33
Og fólkið sem olli hruninu elskar Ólaf...Kaldhæðnislegt ?
hilmar jónsson, 4.10.2011 kl. 09:39
Þú heldur það Hilmar, að bankaræningjarnir elski Ólaf. Held ekki
þór (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 10:36
Þegar málefnin þrýtur þá tekur skítkastið við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 11:27
Sæll höfðingi.
Helst ábyrgðaraðilar hrunsins að mati rannsóknarnefndar alþingis, bankamafían, elskar núverandi stjórnvöld og þá helst Baugsfylkinguna. Það hefur ekki farið hátt, en Björgólfur Thor var sérstaklega aðlaður af forsætisráðherra og hennar ESB hirðsveini með að veita honum sérstakan diplómatapassa sem færir honum öll þau réttindi sem slíkir gefa, ma. að getað gengið inn og út úr löndum án tollskoðunnar sem og allskonar aðgengi erlendis sem ekki stendur heiðvirðum viðskiptamönnum til boða.
Semsagt hreina vinstristjórnin valda Björgólf Thor hennar virtasta son sem sérstakan fulltrúa sinn á erlendri grundu. Eins og allir vita greiddi hann ríflega í kosningarsjóð forsætisráðherra og inn á allskonar falda reikninga Baugsfylkingarinnar eins og bankstjóri Landsbankans greindi frá í yfirheyrslum nefndarinnar.
Ótrúlegt að fylgjast með heittrúuðum talibönum komma og krata tjá sig um hluti tengda hruninu án nokkurrar þekkingar á málum eða hreinlega gefa skít í störf rannsóknarnefndarinnar. Þeir sem tóku að sér hlutverk hatursmanna Ólafs núna eru jafnframt þeir sem héldu ekki vatni yfir hversu stórkostlegur hann var þegar hann stöðvaði fjölmiðlalögin á sínum tíma. Þjóðin gerir sér vel grein fyrir hversu mikilvæg Icesave inngripin voru. En andlegar eyðimerkur þráast við. Sömu gera sér örugglega ekki grein fyrir að 3/4 hluti þjóðarinnar er á móti núverandi stjórnvöldum, og hátt í sama hlutfall styður forsetann í sínum störfum.
Takk fyrir austfjarðarblíðuna á suð/vetur horninu..
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 14:02
Ekkert að þakka Guðmundur, ég sæki hana aftur um helgina, þarf þá að skreppa með kerru í Víkina mína.
Takk annars fyrir innlitið og umræðuna góða fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2011 kl. 15:40
Guðmundur 2. Guðmundsson
Þetta er rangt. Björgólfur Thor er ekki með diplómatapassa. Allar vangaveltur þínar og ályktanir þínar í framhaldi af þessari röngu staðhæfingu eru því jafn rangar.
Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 13:25
Hann var með slíkan passa Ragnhildur, hann skilaði honum aftur á móti inn á sínum tíma. En hann fékk slíkan passa frá Ingibjörgu Sólrúnu. Það hefur komið fram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.