3.10.2011 | 22:57
Jóhanna strögglar áfram á rauðu.
Almenningur mætti í kvöld og gaf ríkisstjórninni og Alþingi Rauða spjaldið.
Vissulega mætti karmað betur en líkamar fólks en ef árumyndavél hefði verið á staðnum þá hefði hún mælt tugiþúsunda manna með rautt spjald á lofti.
Og Jóhanna má eiga að hún skynjar áruna og veit að hennar tími er liðinn. Engin önnur skýring er á að henni skyldi takast enn einu sinni að toppa sjálfa sig í vitleysunni eins og hún sé ekki þessa heims eða gleymi alltaf jafn óðum hvað ríkisstjórn hennar hafi gert.
"... að það væri samfélagsleg skylda bankanna að skila gríðarmiklum hagnaði undanfarinna missera aftur til samfélagsins ".
Ég heyri hana brýna róminn og segja að það sé samfélagsleg skylda bankanna að skila blóðpeningunum til baka.
Hængurinn er sá að hún persónulega ásamt Steingrími J. Sigfússyni afhenti bankanna amerískum vogunarsjóðum til eignar og varðveislu, eftir að hún neitaði almenning um réttlæti og sanngirni í skuldamálum.
Og amerískir vogunarsjóðir þrífast á arðráni eigna sinna, orðin "samfélagsleg skylda" er argasta klám í þeirra eyrun og ekkert er þeim fjarri lagi að skila einhverju af því sem þeim var svona rausnarlega gefið af Jóhönnu á sínum tíma.
Samt, samt talar blessuð konan af innilegri sannfæringu um að bankarnir eigi að skila til baka líkt og hún trúi því sjálf.
Ef þetta er ekki að strögglast gegn rauða spjaldinu, þá veit ég ekki hvað það er.
Og ekki er hægt að hún skynji afglöp sín þegar hún vegur að forseta Íslands, manninum sem sparaði þjóðinni hátt í 500 milljarða ef marka má hvað hún sagði að ICESave þrjú kostaði þjóðina.
Einhver hefði nú þakkað honum fyrir að hafa haft vit fyrir sér og um leið að hafa bjargað fjárlögunum því þeim hefði ekki verið komið saman með ICEsave innanborðs.
En Jóhanna krefur Ólaf um takt, eins og það sé hægt fyrir skynsaman mann að ganga í takt með henni, hún gerir sér engan veginn grein fyrir að það er hennar hagur að ICEsave hverfi út umræðunni, að það er hún sem sagði ítrekað ósatt í deilunni og afglöp hennar gerðu næstum út af við fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Ólafur hins vegar þarf ekkert að skammast sín fyrir taktleysið, það er hann sem er með hreinan skjöld í ICEsave deilunni.
Og allt annað sem hún sagði var í þessum dúr, eitthvað sem hún hélt að hljómaði vel en stenst hvorki kröfur sannleikans eða kröfur almennings.
Það er ótrúlegt að þessi fyrrum alþýðuleiðtogi skuli hafa fjarlægst þjóð sína svo mikið að hún skynji ekki reiðina og undirölduna í þjóðfélaginu.
Og bulli því tóma steypu í stað þess að reyna að verja sjálfa sig og stefnu sína á einhvern þann hátt að stuðningsmenn hennar gætu tekið undir.
Sagt eitthvað sem væri satt, lofað einhverju sem hún gæti staðið við.
Og gefið einhverja von.
Jafnvel hinir heiladauðustu meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, þeir sem tala ennþá um evru eins og hún eigi sér framtíð, þeir sjá og vita að amerískir vogunarsjóðir skila aldrei ránsfeng sínum til baka.
Það er einfaldlega ekki í eðli þeirra eða uppbyggingu.
Og þeir hafa aldrei leynt því.
Vissulega mun Jóhanna strögglast eitthvað meira á meðan Andstaðan er máttlaus og aum, sundruð og taktlaus, og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn er harðari í Óráðunum en hún sjálf, það er sem slíkt ekkert í sjónmáli sem fellir ríkisstjórn hennar.
Þó karma sé ágætt þá ógnar það engum, því miður.
Líklegast fellur þessi ríkisstjórn ekki fyrr en spunakokkar Samfylkingarinnar meta vígstöðuna þannig að núna sé lag fyrir varnarsigur í kosningum, og ætla þá að nýta sér ESB klofning hinna flokkanna.
En þjóðin fyrirlítur þessa ríkisstjórn, það er aðeins valskortur sem heldur aftur af fólki.
Kosningar í dag breyta engu, ekki á meðan enginn hefur kjark að berjast fyrir alþýðu þessa lands.
Vissulega eru í dag margir sem tala máli hennar, en enginn af þeim hefur tötstið í alvöru baráttu, í stríð gegn Hrunöflum og blóðsugum Eftirhrunáranna.
Það var enginn þingmaður sem hoppaði upp á skriðdreka og sagði, "bretar stjórna Alþingi Íslendinga, ICEsave er skýrt brot á stjórnarskránni og landráð samkvæmt orðanna laganna hljóðann".
Enginn þingmaður stóð upp og sagði, "vér mótmælum öll" þegar heimilum landsins var enn einu sinn neitað um skuldaréttlæti haustið 2010, og gekk síðan á dyr með þeim orðum að hann tæki ekki þátt í arðráni á almenningi.
Þetta er meinið í dag, og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur nærist á þessu meini, annars væri hún löngu farin frá.
En rauða spjaldið fékk hún og af því getur þjóðin verið stolt.
Um framhaldið má segja, ja ...., það er óráðin gáta.
Kveðja að austan.
Bankarnir skili hagnaði til samfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 144
- Sl. sólarhring: 958
- Sl. viku: 5875
- Frá upphafi: 1399043
Annað
- Innlit í dag: 124
- Innlit sl. viku: 4979
- Gestir í dag: 121
- IP-tölur í dag: 121
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú hún hræddist tvær konur sú fyrri var Lilja Mósesdóttir, hún gekk út undir hennar þrumandi ræðu, og svo aftur þegar Vigdís Hauksdóttir fór í púltið. Kerlingin er sem sagt hræddari við skeleggar konur en karla. Og svipurinn á henni var ekki fallegur yfir ræðum andstæðinga sinna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 23:26
Ég var þarna í kvöld,hitti nokkra sem ég þekkti,einhverja sem voru að taka þátt í fyrsta sinn,einnig frænku úr Garðinum. Lögreglan var afar hjálpleg. Það var kalt,svo ég fór fyrr vegna þess,held að 2000 manns sé ekki of reiknað,þegar flest var,þar sem nokkrir voru við kirkjuna ogí Vonarstræti,(að vona).
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2011 kl. 00:30
Ég mætti á völlinn Ómar, fullkomlega meðvitaður að droparnir hola hægt og bítandi steininn.
Jafnframt að áskrifendurnir á þingi hanga nú á roðinu einu sem hundar og verða sífellt hlálegri, því þau vita vel að enginn tekur mark á þeim lengur. Þó eru nokkrir þingmenn og sér í lagi konur sem ég hef trú á af sitjandi þingliði, ma. Lilju Mósesdóttur, sem Ásthildur nefnir.
Þetta kemur því allt og fjöldinn var þegar mest var líkast til um 3.000 um níuleytið, þó RÚV og löggan segi annað og hafi greinilega talið áður en fólk fór að drífa að.
Nógu oft hef ég verið þarna niður frá til að vera fljótur að átta mig nokkurn veginn á fjöldanum.
En hinu er ekki að neita, að mikið hefði ég viljað að karma ykkar svo margra, sem voru með í huganum, hefði holdgervst þarna í tugþúsunda vís. Það gerist bara seinna, þegar herðir enn meir að heimilum landsins.
Þá er um það eitt að duga eða flýja af landi undan ofríki hunda, var-úlfa eða drepast.
Og auðvitað mun þjóðin sýna dug ... og jafnvel fyrir jól.
Með kveðju að sunnan
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 00:41
Sterkasti biðleikur blæðandi heimila landsins er að skrifa undi áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna
heimilin.is
Þar hafa nú skrifað undir 34.422, en sú tala fer vonandi upp í amk. 40.000. Ég hvet alla til að skrifa undir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 00:49
við eigum þann leik eftir að skila 40 þus atkv.og þá verður að kjósa??? kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 4.10.2011 kl. 00:58
Takk fyrir innlitið góða fólk.
Allar friðsamlegar byltingar byrja á því að gott fólk kemur saman og mótmælir. Mótmælir þegar aðrir vilja en þora ekki.
Hvernig sem á þetta er litið þá var frábær mæting.
Vissulega ekki nóg til að fella stjónina en nóg til að sýna að hún er fyrirlitin og útskúfuð.
Hefði fólk haft eitthvað til að fylkja sér um þá hefðu fleiri mætt. En það er enginn skýr valkostur í boði.
Og sporin hræða, síðustu byltingu var stolið og það gæti alveg eins gert aftur. Svo má læra af reynslunni með Besta flokkinn, hann var Samfó í felum og skammaðist sín ekki einu sinni fyrir að styðja fjárkúgun og glæpi eins og þeir peningar væru teknir annars staðar en úr þegar tómum vösum almennings.
Lánin brenna ekki það mikið á fólki, þökk sé greiðslubreytingunum, að það vilji kasta því sem það hefur fyrir óvissuna. Ég er einn af þeim sem segi oft að núverandi stjórn sé það illskásta í boði því hún gerir ekkert.
Ekki það að ég vilji stjórnina, heldur ákalla ég valkost.
En þar sem er gott fólk, þar er von.
Og þeir hafa ekki ennþá rænt okkur voninni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2011 kl. 07:02
Samála Ómar nema að því leiti að núverandi stjórn er að verja bankamafíunna og hrunaöflinn með kjafti og klóm! Varðhundar þeirra lögreglan er skipuð gegn okkur! Tími núverandi stjórnmála er liðinn!
Sigurður Haraldsson, 4.10.2011 kl. 11:30
Blessaður Sigurður, ekki misskilja mig.
Ég vil stjórnina frá, það vantar ekki. Annars hefði ég ekki átt þetta Rauða spjalds sprikl, ég er ekki að þessu út af athyglissýki, eða einhverri sérstakri þörf fyrir að tjá mig, er löngu búinn með þann pakka.
Það var lag og ég lagði mitt að mörkum eins og aðrir sem vilja endurheimta landið sitt á ný.
En þó við segjum að tími núverandi stjórnmála sé liðinn, þá erum við í miklum minnihluta með þá skoðun. Og það er jú meirihlutinn sem ræður.
Það er ekki illa meint en ég sé ekki Sjálfstæðisflokkinn sem valkost, ekki á meðan hann hefur ekkert lært. Og hann mælist jú með 38% fylgi, þrátt fyrir að hann er harðari í AGS dekrinu en núverandi ríkisstjórn.
Og andstaðan, er út á túni á einn eða annan hátt. Því miður.
Svo þetta er bara kalt mat á aðstæðum.
En ég vonaðist að gjaldþrota fólk mætti og púaði svo mikið að fjórflokkurinn þyrði ekki annað en að púkka upp á hugmyndir Sigmundar Davíðs, en það gerðist ekki og þar með breytist ekkert.
Það bjargar enginn fólki nema það vilji það sjálft og leggi eitthvað á sig til þess.
Ef skuldarar þessa lands sýndu samstöðu, þá væri ekki hægt að hundsa þá, sama hver væri við stjórnvölin, og það eitt myndi bæta ástandið mikið hér á landi ef óttinn við almenning væri yfirsterkari mútunum frá bankamafíunni, en það er það bara ekki.
Það er það bara ekki Sigurður..
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2011 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.