Valdaklíkan skelfur, hún óttast þjóðina.

 

En fáir koma henni til varnar, einstaka hrjáróma væl í bloggheimum, frá mönnum sem eru ennþá þreyttir í handleggnum  eftir byltinguna sem þeir stálu.

Og ef maður les þessi blogg, þá sér maður strax að þarna tala menn með reynslu.  Þeir vara ákaft við "skrílslátum" og ofbeldi, samt ætla þeir að vera heima!!!!

Alltaf jafn rökfastir, það vantar ekki.

 

En þjóðin mætir, hún mætir með líkama sína, hún mætir með karma sitt, hugsanlega verður það seinna í meirihluta, en það skiptir engu, þjóðin verður þarna.

Hún verður þarna með Rauða spjaldið og tilkynnir að núna sé hún búin að fá nóg af sviknum loforðum.

Að hún sé búin að fá nóg af þjófum og ræningjum.

Að hún vilji ríkisstjórn sína og löggjafarvald aftur,  aftur úr höndum þeirra sem rændu okkur og ruppluðu og lifa núna í vellystingum ránsgróðans.

 

Dagblaðið segir að bankarnir hafi hirt 65 milljarða í hreinan gróða af eigum fólks og fyrirtækja.

Flestir milljarðarnir eru blóðmilljarðar.

Þjóðin krefst þess að þeim verði skilað, að blóðið verði þegið af þeim og þeim skilað til þeirra sem arðrændir voru.

 

Og þjóðin vill von, trú og framtíð, eitthvað sem var gert hornreka á fyrstu vikum Hrunsins þegar sú stefna var mörkuð að auðurinn fengi sitt en almenning átti að ræna.

Von, trú framtíð vill þjóðin aftur í hús sitt við Austurvöll.

Þess vegna gefur hún Rauða spjaldið í kvöld.  Og síðan aftur og aftur ef með þess þarf.

Því þjóðin er ekki ofbeldisfull, hún biður þolinmóð þar til leik(þing)mennirnir skilja að það er dómarinn sem ræður.

 

Tregir að vísu en þeir munu fara útaf að lokum.

Kveðja að austan.


mbl.is Stilla upp tunnum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Tregir að vísu en þeir munu fara útaf að lokum.//þessi orð koma inn huga mér einnig og vona bara að það rætist/Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 3.10.2011 kl. 22:14

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vonum það Haraldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 269
  • Sl. sólarhring: 840
  • Sl. viku: 6000
  • Frá upphafi: 1399168

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 5083
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband