Þegar Axlar Björn er ekki lengur mest fyrirlitni maður landsins.

 

Og þeir sem tóku sess hans eru fulltrúar jafnaðar og vinstrimennsku, þá er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis.

Þó ríkisfjölmiðill þjóðarinnar hafi fundið fátt fréttnæmt en eitt egg, þá duldist engum sem var viðstaddur, eða sá fréttamyndir af atburðunum, að vatnaskil urðu í gær.

Þjóðin fyrirlítur stjórnvöld sín af öllum þeim sannfæringarkrafti sem ein þjóð ræður yfir.

Hún lætur sér ekki nægja að hæðast að þeim, kalla hana ljótum nöfnum eins og vanhæfa vitleysinga og aumingja, hún mætir við þingsetningu Alþingis og hrópar stjórnvöld burt.

 

Stjórnvöld fengu gula spjaldið við sama atburð fyrir ári síðan.

Þá bauð ríkisstjórnin upp í dans, samráð skyldi haft við stjórnarandstöðu, hagsmunahópa og fjármálastofnanir um aðgerðir sem gerðu heimilum landsins kleyft að lifa í þessu landi.

Að skjaldborgin margfræga yrði reist í einhverri mynd..

 

Út úr þessu samráði komu svik, svik á svik ofan.

Það eins sem sannarlega var gert var að þegar afboðaðar vaxtabætur, uppá um 2 milljarða, voru látnar halda sér eitt ár enn.

Á sama tíma heyrir almenningur um afskriftir á skuldum auðmanna og fyrirtækja þeirra upp á milljarða, uppá tugmilljarða.  

Og hann heyrir fréttir af ofsagróða bankanna, ofsagróða sem stafar ekki af rekstrahæfileikum stjórnenda þeirra, heldur er uppsprettan arðrán heimilanna.

Á sama tíma þarf almenningur þessa lands að verjast síendurteknum atlögum stjórnvalda í ICESave fjárkúgun breta, til að greiða þeim eru til milljarðar, tugmilljarðar, hundruð milljarðar þegar gjafmildin var sem mest.

 

En heimilum landsins má blæða út.  Það eina sem þau fá er smá styrkur fyrir jarðarför sinni í formi skitinna vaxtabóta.

Sjálf meinsemdin, ólögleg gegnislán, og forsendubrestur verðtryggingarinnar, standa.

Hið nýja Ísland er reist á líkum heimilanna.

 

Þó kom eitt gott út úr þessu samráði, Sjálfstæðisflokkurinn kastaði af sér grímu samúðar með þjóð sinni og tók sér stöðu með ríkisstjórninni í aðförinni að almenningi.  

Hann er í raun þriðji flokkurinn í Helfarastjórn Íslands.

Heiðarlegt íhaldsfólk á ekki lengur samleið með forystu flokksins, það á samleið með almenningi sem krefst réttlætis og sanngirnis.

 

Víglínan er því skýr, annarsvegar erum það við, hinsvegar eru það Hrunöflin og leppar þeirra í stjórnkerfinu og á fjölmiðlum landsins.

Þau vilja endurreisa hið gamla auðmannaþjóðfélag þó það kosti blóð almennings, við viljum fá að lifa eins og fólk í landi feðra okkar og mæðra.

 

Valið er skýrt, og það er hvers og eins að ákveða í hvaða liði hann er.

 

Við sjáum viðbrögð stjórnmálamanna, "almenn óánægja" eins og við séum börn í eðlilegu frekjukasti eftir streituáfall.

Engin sáttarhönd, engin samhygð, aðseins gömlu útslitnu frasarnir um að það sé verið að bjarga þjóðinni.

Ekki einu sinni fílabeinsturn nær að hýsa þessa firringu.

 

Það eina sem stjórnvöld skilja er rauða spjaldið.

Mætum með rauða spjaldið á Austurvöll á mánudaginn.

 

Við eigum öll líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Boða mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Metið í eftirhruns hræsni var rækilega bætt í gær.  Það met á nú Álfheiður Ingadóttir sem var þess umkomin að skrópa í setningarræðu forseta landsins ásamt einhverjum varamannsstaula sem byrjar að því er virðist örstuttan þingmannsferil á að bemsa í brækurnar.  Ástæðan sem þau gáfu var að forsetinn ætti eitthvað eftir óuppgert í sambandi við hrunið.

Það má vel vera. En ég veit nú ekki betur en að Álfheiður Ingadóttir sé að gera upp hrunið í beinhörðum peningum sjálfri sér og eiginmanningum lögmanni sínum til hagsbóta. Það er með ólíkindum að þessi kona skuli vera svo siðlaus að telja sig réttan aðila til þess að leiða í gegn vafasama lagasetningu um gengistryggð lán sem formaður viðskiptanefndar (?) verandi gift lögmanni Lýsingar, eftir að Helgi Hjörvar hafði þó sýnt þann manndóm í sér að víkja vegna eigin persónulegu hagsmuna í málinu.

Á heimasíðu Marínós í athugasemdum við þessa færslu má finna hvernig þessum tengslum er háttað

http://www.marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1194786/#comments

og aðrir þingmenn hafa þess utan lýst því yfir að Álheiður hafi pressað þessa lagasetningu í gegnum nefndina af mikill eftirfylgni, þrátt fyrir að aragrúi af lögfræðingum og umboðsmaður skuldara hafi talið þau brjóta gegn réttindum lántakenda.

Hvað hefur þjóðin gert til þess að verðskulda slíka þingmenn? Hver sá sem kýs þetta VG lið í næstu kosningum er einfaldlega að lýsa yfir stríði við þjóðina. 

Seiken (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 12:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Stríðið er löngu hafið Seiken, og það hallar á þjóðina því hún heykist á að verja hendur sínar.

Kveðja að  austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2011 kl. 12:39

3 identicon

Seiken, hvernig ætli standi á því að flestir hræsnararnir hafi safnast fyrir hjá Vinstri Grænum?

  • Björn Valur - yfirhræsnari (nú skil ég af hverju hann var kosinn yfir þingflokkinn)
  • Álfheiður - ofurhræsnari
  • Svandís - yfirgangshræsnari
  • Davíð - í hræsnimótun

Ég held síðan að Ólína hafi örugglega farið flokkavillt, því hún á tvímælalaust heima með þessu liði.

Björn (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 12:56

4 identicon

Það er góð spurning Björn.

Það er fullt af fólki þarna sem ég hafði trú á að og taldi að ættu að fá sénsinn þegar síðast var kosið. En hver átti svo sem að vita að þessi mannskapur myndi snúast gegn þjóð sinni og svíkja öll loforð sem höfðu verið gefin í aðdraganda kosninga?

Áttum við að sjá fyrir að SJS myndi verða mesti Icesave sölumaður þingsins eftir að hann hafði skrifað grein í Morgunblaðið í desember 2008 þar sem hann sagðist ekki bundinn af því sem hrunstjórnin hafði samið um?  Hverjum datt í hug að hann ætti við með því að hann ætlaði að reyna að gera ennþá ver en hrunstjórnin í Icesave málinu?

Mín vegna máttu bæta á þennan lista Árna Þór Sigurðssyni.  Hann er nú ekki stoltari af fortíð sinni í Frjálsa Fjárfestingarbankanum en svo að hann minnist ekki á hana á ferilskránni sinni á heimasíðu Alþingis.  Maðurinn hefur þegar viðurkennt það í viðtali á Pressunni 20. október 2010 að hann var þess full meðvitaður þegar gengistryggð lán voru fyrst veitt af þeim banka að þar innan veggja hafi einhverjir efast um lögmætið.

Áttum við að vita að Álfheiður Ingadóttir sem sótti umboð sitt í búsáhaldabyltinguna, hvers eiginmaður borgaði trygginguna sem þurfti til þess að ná Bónusmótmælandanum úr grjótinu, myndi nota völd sín í framhaldinu til þess að skara eld að eigin köku? 

Kannski áttum við að sjá þetta allt fyrir en við gerðum það bara ekki. En niðurstaðan er sú að þessi flokkur verður að engu næst þegar verður kosið.  Innan hans eru örfáir aðilar sem hafa varðveitt sitt orðspor vel og staðið við sína sannfæringu og fylgt stefnu flokksins. Ég á von á því að það fólk hætti eða fari í önnur framboð.

Restin af VG hins vegar situr eftir með orðspor sem er jafn blettótt og sprengdur kamar.

Seiken (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 13:31

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Axlarbjörn gat limast og drepist en það er borin von að við losnum við þetta ríkisstjórnar skrípi sem þjóðin valdi sér að gefnum loforðum Steingríms J. Sigfússonar,  sem voru þess efnis að bestur væri sannleikur  þá hann gæfi stól með lygi.     

 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.10.2011 kl. 16:26

6 identicon

Silfrið í dag var sæmilegt. Af fjórmenningunum í upphafi þáttar var Björn Valur bestur. Lilja bullaði bara, en Eygló var nokkuð góð. Þessi Benedikt er fremur tilgerðarlegur og virðist vera “Klugscheisser”. Jóhann Hauksson var hörku góður og Stefán Jón enn betri. Harvard prófessorinn var áheyrilegur, en hann hreif mann ekkert.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 17:28

7 identicon

Það er saga að segja frá þeim tollheimtumönnum og faríseum á þingi.

Náungakærleikur þeirra er yndislegur og sást þó best, þegar Bjarni Ben.
reisti Árna Þór upp frá dauðum og leiddi hann síðan áfram veginn,
líkastur höltum er leiðir blindan á samtryggðri vegferð til velferðar þeirra.

Fetuðu svo farísear og tollheimtumenn áfram veginn undir bjölluglingri forseta þingsins.

Þannig er eitt þrí-eitt lítið dæmi, en framsókn sér um Bankasýslu sína og er þá allt í fjór-eitt talið.

Pétur postuli (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 19:43

8 identicon

Fela þeir sinn skít í samtryggði Bankasýslu, allir 4-tryggðir í eigin saur.

Steingrímur í skúffu að gramsa, sem enginn má sjá, nema Palli hjálparkokkur Finns. 

Finnið Finn, Óla Ól., Dóra og Dabba í gegnum Þórólf Gíslason hinn ban-eitraða.

Hreinsum skítakamarinn í eitt skipti fyrir öll án flokka-drátta og þá mun vel fara ... að lokum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 19:54

9 identicon

Takið svo undir mína postullegu kveðju og mokum flórinn:-)

Pétur postuli (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 19:57

10 identicon

Tek svo undir pistil þinn ... allan ... minn ágæti félagi Ómar.

A mánudaginn mætum við öll með rauða spjaldið, sem þolum ekki grasserandi fjór-falinn viðbjóðinn lengur !!!!

Pétur postuli (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 20:00

11 identicon

  • Vandinn í hnotskurn:

    Frasar og fögur fyrirheit á 4-urra ára frestinum, síðan byrja svikráðin á bakvið 4-falda silkislæðuna.

    Orð Majakovskís koma alltaf upp í hugann:

    “Tími
    þú hinn halti helgimyndaklastrari.”

    Litlar ríkis-verðtryggðar og samtryggðar gungur og druslur
    sitja á þingi og væla og skæla og þora ekki að rugga bátnum
    sem flýtur að feigðarósi.

    Vonandi að sem flestir fari nú að glenna upp augun
    og sjá viðbjóðinn sem enn grasserar áfram á fullu á bakvið rekkjutjöld fjórflokka fokka maskínunnar sjálfri sér til velferðar, en almúganum til helferðar.

    Mál er að linni !

  • Það er kominn tími til að við sauðsvartur almúginn
    minnumst einnig orða annars stórskálds,
    hins dáða tyrkneska alþýðuskálds Nazim Hikmet:

    “Þetta helvíti,
    þessi paradís
    er okkar
    … okkar allra.”

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:17

12 identicon

Fyrirgefðu mér svo mælgina Ómar minn,

það er bara svo langt síðan ég tjáði mig síðast á þinni frábæru síðu,

að það var orðið svo margt uppsafnað sem ég þurfti að tjá mig um,

þó allt beri það sosum að sama brunni.

Með bestu kveðju úr suddanum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:24

13 identicon

Annars er svo margt skrýtið núna í kýrhausnum Ómar minn, að ég verð að skjóta því hér inn,

að akkúrat núna, í allri spillingunni í kringum bankasýsluna hér á landi, þá er okkur núna boðað fagnaðarerindið, já, akkúrat núna þykjum við smell-passa inn í alla bankasýslu sjálfs brussel valdsins, enda er Palli litli Magg, sá í B-deild Samfylkingarinnar, sem kennd er við óbærilegan léttleika tilverunnar og stundum segðekki nei, segðu kann-ske eða bullaðu bara eitthvað skárra en ske, því þá veit enginn neitt frekar en Gvendur Steingríms Hermanns Jónassonar;

altént, nú er lag að boða fagnaðarerindið opinberar nú öll spunadeild A- Samfylkta og B(inga)fylkta deildin:

http://eyjan.is/2010/11/09/ny-framvinduskyrsla-esb-island-uppfyllir-oll-politisk-og-efnahagsleg-skilyrdi-adildar/

Skrýtið?

Akkúrat núna teljast öll pólitísk og efnahagsleg skilyrði vera hér fyrir hendi til að éta okkur.

Akkúrat núna þegar fjöldamótmæli suðsvarts og niðurnídds almúgans og réttlát reiði hans er við það brjótast út af dúndrandi krafti ... þá koma trúboðarnir og boða fagnaðarerindi auðvalds bíró kratanna. 

Skrýtið?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 02:32

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.

Ekkert að fyrirgefa Pétur, minnkar aðeins álagið á mig að fleiri komi skoðunum sínum á framfæri.  Ekki verra að það sé í létta lýrík.

Það fyndnasta við ESB spunann er að það sést enginn rokkur, það er verið að spinna út í loftið.  En ég hef áður sagt, og ítreka, við lifum fordæmalausa tíma og öll umræða út frá viðmiðum og aðstæðum fortíðar fangar ekki núið og hefur engin áhrif á framtíðina.  

Með öðrum orðum, menn eru leiksoppar, og skilja ekki neitt í neinu í næstu tíðindum.

Pétur postuli, var þessu ekki ágætlega lýst í bók sem þú tengist, ".. allt þetta skal þér gefið ef þú fellur á kné og tilbiður mig ...", svona næstum því orðrétt.

VG seldi sálu sína fyrir völd og uppskeran eftir því.

Já, það er rauða spjaldið í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2011 kl. 06:15

15 identicon

Heill og sæll Ómar

Ég man þetta nú ekki alveg heldur úr bókinni, sem þú vitnar til, en þetta hljómar lygilega rétt.

Annars er hugur minn núna allur við kvöldið góða og þá logandi réttlætis-elda sem munu upptendrast

af heilagri og réttlátri reiði sauðsvarts almúgans vegna svika, vélráða og launráða-gjörninga þessarar

vesælu gungu- og druslu-stjórnar.  Hennar tími mun útrenna brátt.

Já, það er rauða spjaldið í dag.

Kveðja af Austurvellinum.

Pétur postuli (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 12:32

16 Smámynd: Ómar Geirsson

"... sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra og sagði við hann "Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig""

Og Meistarinn svaraði, "bíttu í þig" en VG, "váááá... , fæ allt þetta og meira til fyrir að selja sálu mína".  Reyndar skilst mér að Árni Þór sé alltaf að falla síðan til að athuga hvort hann fái ekki meira en það er önnur saga.

"Hennar tími mun útrenna brátt", ekki meir um málið að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 207
  • Sl. sólarhring: 874
  • Sl. viku: 5938
  • Frá upphafi: 1399106

Annað

  • Innlit í dag: 176
  • Innlit sl. viku: 5031
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband