Osama og Obama eiga margt sameiginlegt.

 

Reyndar er annar líklegast dauður en hinn er sprelllifandi.

Svo er það essið og béið.

Og annar er myndarlegur mælskumaður en hinn var tuðandi skeggapi.

 

En báðir telja dráp þjóna málstaðnum.

Og báðir vitna í trúarrit til að réttlæta dráp sín.

 

Annar leiðir þjóð sem myrðir, hinn leiðir hóp sem myrðir.

Ef djöfulinn væri til þá væri vafamál hvort væri honum kærari, ríkisrekin morð bandarísku þjóðarinnar eða ógnarmorð Al Kaida.

Líklegst gerði djöfullinn engan mun, morðóðir djöflar eru hans menn.

 

Á móti teflum við kristnir menn boðskap Jesú Krists  um náungakærleik og bræðralag.  

Eitthvað sem er blótsyrði i Bandríkjunum, eitthvað sem Al Kaida lítur á sem verkfæri djöfulsins. 

Miskunn og kærleikur, þvílíkt kellingarvæl segja hinir morðóðu.

 

Hinir morðóðu, hvort sem það eru skeggjaðir öfgamenn eða sálarlaus jakkafataskrímsli, þeir fordæma fólk sem berst gegn dauðarefsingu.  

Þeir vitna í forn rit um auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, og fatta ekki þróun mannsins og innleiðingu tann og augnlækninga.

Þeim finnst alltaf réttlætanlegt að ríkið drepi, að hópur drepi.

Þeir þjóna vel húsbónda sínum, þessum sem kannski er ekki til.

 

En hvort sem hann er til eða ekki, hugsmíð eða blákaldur raunveruleiki, þá er hugarfar dauðans helsta ógn barna okkar i dag. 

Það hugarfar að dauði annars sé lausn á vandamálum hins.

 

Í gegnum tíðina hefur mannkynið fylgt þessum riddurum dauðans, örfáum valdsjúkum einstaklingum sem hafa alltaf viljað gína yfir öllu og att fólki og þjóðum í óteljandi stríð og átök sem hafa aldrei skilað neinu öðru en hörmungum og dauða milljóna saklausra barna.

Það er eins og fólk haldi að eini tilgangur þess að eiga börn sé að geðsjúkir valdasjúklingar geti drepið þau á ótal vegu, fyrir hinn og þennan málstað, eða völd og dýrð þessa eða hins.

Ekki  til að börnin okkar fái lifað og dafnað, nái þroska og geti af sér nýtt saklaust líf, líf sem þarf að vernda og passa.

 

Fram til þessa hefur heimurinn verið svo heppinn að verkfæri dauðans eða djöfulsins, ef hann er þá meira en hugarsmíð, hafa ekki haft styrk eða getu til að eyða öllu lífi.

En þau hafa það í dag, þeir Osama og Obama.

Og það er aðeins tímaspursmál hvenær það verður.

 

Og hvað gerum við, hinn venjulegi maður sem á líf sem þarf að vernda??

Jú, við höfum áhyggjur af geta ekki keypt nýjasta neysluundrið.  Eða við erum svo spéhrædd að við þorum ekki niður á Austurvöll að gefa handlöngurum auðræningja Rauða spjaldið.

Eða við þráttum um keisarans skegg, sem er hlálegt því keisarinn féll 474, eða við deilum um eitthvað sem gerðist fyrir langalöngu.  Að þessi og hinn gerði eitthvað 2005 eða 2007 eða 1947 eða eitthvað.

En við látum öfl dauðans hlaða upp bálköst sinn sem mun öllu eyða.

 

Og ef við erum virkilega frústeruð, þá skömmum við þessa skeggjuðu vitleysinga sem nota sprengjur í stað rafmangsstóla.  

Eða bendum á hina og þessa vitleysingja sem vilja ekki að auðfyrirtæki drekki ekki mannkyninu í reyk og drullu.

Eða skömmust yfir hálvitunum sem segja að það sé rangt að auðlegð okkar byggist á arðráni og yfirgangi gagnvart íbúum fátækra þjóða.

Og ef við erum virkilega orðin trekt, þá segjum við helvítið hann Davíð, tökum svo djúpt andvarp og höllum okkur aftur á bak í leisýbojinn.

 

En við mætum ekki niður á Austurvöll og berjumst fyrir framtíð barna okkar.

Þau  eru aðeins líf sem urðu óvart til og við viljum sem minnst kannast við, nema það er jú gott að fá barnabætur.

En að við stoppum auðræningjana eða skerum upp herör gegn þessum dauðan vitleysingum sem öllu vilja eyða sem eru ekki eins og þeir, það er okkur fyrirmunað.

 

Því þá erum við lifandi, lifandi fólk sem þekkir muninn á réttu og röngu, sýnum samhug og samkennd.

Sem er eins og allir vita, argasta klám sem best er geymt í gömlum bókum og aðeins rifjað upp á hátíðarstundum, kannski svona rétt fyrir innbyrðingu jólasteikarinnar.

 

Nei þá er betra að vera fórnarlamb neyslu og hóglífis og eiga hunda og ketti sem hvort sem er lifa í skamman tíma.  

Allavega skemmri tíma en það tekur þá Osama og Obama að eyða öllu lífi hér á jörðu, eða auðræningja að mergsjúga eigur landsmanna.

Svo gerist það ekki á morgun eða hinn, kannski seinna, kannski á næsta ári eða þarnæsta ári.

 

En við þurftum að mæta með rauða spjaldið í dag, það er í dag.

Að gera eitthvað í dag, hver gerir eitthvað í dag sem gæti skapað börnum hans mannsæmandi framtíð???

Það er of erfitt, svo helvíti erfitt.

 

Að ég geri eitthvað, geta ekki einhverjir aðrir gert það????

Og geta börnin ekki bjargað sér sjálf þó við arfleiðum þau að skuldaþrælalífi??

Og svo kannski bjarga þeir Osama og Obama þeim frá þrælalífinu og reyndar öllum þjáningum heims.

Því þannig hefur það alltaf verið, að örfáir geðsjúkir valdasjúklingar hafa komið öllu í bál og brand.

Hvað er að því að það gerist á 21. öldinni, líkt og það gerðist á 20. öldinni og þeirri nítjándu, og reyndar alveg frá því að fyrsta sagan var skráð????

 

Já hvað er að því að við sitjum í okkar leisíboj og tölum um aumingjana á Alþingi, og alla hina aumingjana, þetta eru jú allt aumingjar.

Allt aumingjar nema ég og sérstaklega er það stórskrýtið fólk sem mætir og mótmælir.  Er þetta ekki allt saman fólk sem eyddi og sóaði í góðærinu og vill svo að ég og þú borgi skuldir þess???

Töpuðu líka ekki auðmenn svo mikið á Hruninu að þeir verða að fá fyrstu björgun samfélagsins, hvað er að því að bankar afskrifi hundruð milljarða fyrir auðfyrirtæki en nokkra tugi fyrir almenning???

Hefur þetta ekki alltaf verið svona.

Og sagði ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að þetta eigi að vera svona.

Og allir íslensku hagfræðingarnir sem sögðu að ekkert væri hægt að gera, það sé hagfræði að láta almenning blæða þegar fjármenn lenda í ógöngum.

 

Margar eru skýringarnar en hverjar sem þær eru, þá er augljóst að við Jón og Gunna getum ekkert gert.

Og meðan eiga þeir sviðið,  Osama og Obama.

Og almannafé rennur til fátækra auðmanna.

 

Eins og það hefur alltaf verið.

En því miður mun það ekki alltaf verða.

Því tími ráns og dauða er á enda runnin.

 

Eina spurningin er, hvað ætlum við að gera í því???

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Táknræn útför Troy Davis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Stríð og hryðjuverk leiða ekki annað en hörmungar yfir íbúa jarðkringlunnar.

Megin munurinn á söguhetjunum þínum tveimur er að hjá öðrum þeirra dekkar stríðsreksturinn um 4% af verksviðinu. En hryðjuverk eru/voru ær og kýr hins. Annar var lýðræðislega kjörinn leiðtogi, hinn glæpamaður í felum. En ekkert réttlætir manndrápin.

Eru ekki dauðarefsingar annars á valdsviði einstakra fylkja vestanhafs? Þeim er a.m.k. aðeins beitt sums staðar.

Haraldur Hansson, 2.10.2011 kl. 00:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Ég held að morðingjar séu ekkert skárri þó þeir geri eitthvað annað í tómstundum sínum að drepa fólk, jafnvel þó þeir geri almennt allt annað en að drepa fólk, jafnvel þó þetta almenna annað sé yfirleitt þarfaverk.

Morð eru nefnilega alltaf morð, og skilningurinn á því greinar að siðmenningu og villimennsku.

Ég get svo sem alveg játað að fyrirsögnin er aðeins útgangspunktur og hefur eitthvað með líkindi nafna þessara heiðurskalla að gera, eiginlega var ég ekkert að klaga Osama, hann er ómenni sem vart er eyðandi orðum á.  

Nema þá hugsanlega til að draga fram líkindi og samsvaranir.

Og þó morðið á Davis hafi verið viðbjóður, sem allt siðað fólk hryllir við, og það hafi því miður aðeins átt sér stað vegna þess að siðað fólk er undir í Bandaríkjunum í dag, þá sem slíkt er það ekki kveikjan af þessum pistli.

Hann á sér dýpri rætur en það, og fjallar um mun alvarlegri mál en morðótt réttarríki.

Þú ert nærri kjarnanum með fyrstu setningu þína, ég er enn og aftur að vekja athygli á þessum sannindum sem fólk heldur að sé náttúrulögmál.

Og geti því ekki breytt að börn þess séu fóður fyrir hina morðóðu valdsjúklinga sem virðast alltaf ráða öllu um gang sögunnar.

En kjarninn var nú samt mætingin á Austurvelli, hún kveikti pistilinn, en þessi frétt kom með tenginguna frá okkar amstri yfir í hið stóra samhengi sem ræður hvort við verðum afar og ömmur, og hvort börnin okkar verði afar og ömmur.

Það er eins og fólk haldi að spjót og lensur séu ennþá bardagtæki herja hinna morðóðu.

En sá sem nennir ekki að verja börn sín gegn blóðsugum, hann ver þau svo sem ekki heldur fyrir morðóðum valdasjúklingum, ekki ef hann þarf að leggja eitthvað á sig til þess.

Til dæmis að hugsa og láta ekki ljúga að sér.

Það er svona Haraldur, stærra samhengið á það til að pistlast hér, eigum við ekki bara segja svona upp á djókið því auðvita þjónar þetta engum tilgangi öðrum en að þreyta puttana.

Ekki þannig séð illa meint og engum skylt að lesa.

En þér að segja, þá held ég að við Austfirðingar hefðum ekki góða samvisku að við umbærum morð í Kópavogi, bara vegna þess að meirihlutinn þar hefði vald til þess.

Og ef við sem þjóð létum morð viðgangast vegna þess að þau væru lögleg í einstaka bæjarfélögum, þá værum við sek, ekki samsek, heldur sek eins og syndin.

Því það er engu minni synd að láta morð viðgangast eins og að fremja þau. 

Af einhverjum ástæðum virðast menn gleyma þessum sannindum þegar nágranni okkar í vestri á í hlut.  Þekkt meinloka sem hrjáði til dæmis íslenska kommúnista á sínum tíma, nema þeim fannst alltílagi að fólk í austri væri drepið af launuðum ríkisstarfsmönnum.

En kjarninn er einfaldur og þú orðar hann vel, læt hann standa sem mín lokaorð.

"En ekkert réttlætir manndrápin".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2011 kl. 01:17

3 identicon

Heilir og sælir; Ómar og Haraldur - og aðrir gestir þínir, Ómar !

Ég hygg; að ekki þurfi að fara, til Mið- Austurlanda - né Bandaríkjanna, til þess að elta uppi svokallaða hryðjuverka menn.

Dugir ekki; að nefna Skoffínið, úr Þistilfirðinum ?

Annarrs; er Barack Obama, 1/2 meiri drullusokkur, en frændi hans; Osama Bin Laden gat / eða; getur kallast (engin vissa enn, fyrir dauða pilts, sem kunnugt er).

Bandarísku Heimsvaldasinnarnir; viðhalda sveitum, eins og : Al-Kaída - Lashkar-e-Tayiba og Haqqaní, auk fjölmargra annarra, með óþrjótandi garfi Pentagon-NATÓ-ESB samsteypunnar, víðs vegar, um veröldina.

Hvaða mun; sjáið þið, á þeim Georgíusi Bush yngra - og Barack Obama, við nánari eftirgrennzlan, piltar ?

Með beztu kveðjum - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 01:59

4 identicon

Að maður af arabískum uppruna að nafni Obama skuli komast til valda í BNA og verða hálfgerður dýrlingur í augum heimsins (fyrir ekki neitt!) yfir nótt...stuttu eftir að maður að nafni Osama af svipuðum uppruna og útliti (hann er ekki mikið "svartari" en hin hálf-hvíti Obama, og óvenju dökkur fyrir sinn uppruna).......verður að teljast álíka stórundarlegt og ef maður að nafni Hissler kæmist til valda í Ísrael. Þetta er einhvers konar öfugsnúin sálfræði og sjálfshatur Bandaríkjamanna.

B (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 04:19

5 identicon

Ef gaurinn væri hvítur væri svona mikið fjðarafok um þetta? ... Nei.

Rúnar (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 04:30

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Af hverju fórstu bara ekki  í betri samlíkingar Hitler og Stalín og fleiri!!Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 2.10.2011 kl. 05:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Er eitthvað betra að minnast á löngu dauð menn sem enginn, eða fáir muna eftir.  Varla að fólk man eftir Osama.

En annar ófétanna hefði alveg getað komist að í stað Osama, en málið er að óhangendur þeirra ógna ekki lengur lífi barna okkar.  Það gera hins vegar þeir sem telja sig hafa rétt á að drepa nágranna sinn í nafni trúar og öfga.

En Obama er tákn þess hefðbundna sem notar sömu aðferðarfræði og ómennskan.

Og ef við ætlum börnum okkar framtíð þá verðum við að skilja að morð, hvort sem þau eru ríkisrekin eða í nafni trúar, eiga ekki rétt á sér.

Því ef við réttlætum morð á öðrum sem okkur er illa við, þá geta þessir aðrir notað sömu réttlætingu til að myrða okkur eða okkar nánustu.  

Og það er það sem er að gerast í dag.  Nema að einbeittur morðingi getur drepið milljónir með því að stilla sprengjur sínar á réttum skotmörkum.

Vonin felst í því að þeir sem berjast fyrir betri heimi, hafi einhverja siðferðislega yfirburði.  Vissulega þarf að verja hendur sínar, en andstæðingurinn er aldrei réttdræpur, það er enginn réttdræpur.

Og það er tími til kominn að fólk kveiki á perunni með þetta.

Og barátta mennskunnar snýst ekki bara um losa sig við vanhæft stjórnvald, hún snýst líka um stærra samhengið, hvað má og hvað má ekki.

Sem og hitt að ef við verjum börnin okkar ekki fyrir ræningjum, þá verjum við þau ekki fyrir morðingjum.

Og það fer hver að verða síðastur að skilja þetta samhengi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2011 kl. 10:57

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi, félagi úr baráttunni.

Þeir finnast víða sem þurfa að fá kristilega uppfærslu hjá velmeinandi ömmum sínum.

Og ég minntist á það samhengi, að baráttan mennskunnar væri háð á mörgum vígstöðvum.

Og ofbeldi elur af sér ofbeldi.

Skiptir ekki máli hvað tuktararnir heita.  Ef þeir tukta með ofbeldi og morðum á saklausu fólki, eða föngum og bandingjum, þá á hinn venjulegi maður að fordæma það tukt, og jafnvel taka sig taki um að tukta tuktaranna, það er að veita þeim ærlega hirtingu með vendi.

En vítahring ofbeldis þarf að stöðva, það er ekki lengur nothæf lausn á 21. öldinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2011 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 387
  • Sl. sólarhring: 770
  • Sl. viku: 4850
  • Frá upphafi: 1457798

Annað

  • Innlit í dag: 331
  • Innlit sl. viku: 4190
  • Gestir í dag: 308
  • IP-tölur í dag: 304

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband