1.10.2011 | 17:02
Svavarssamningurinn ætlaði 60 milljarða 2010!!
Árleg kostnaður ríkissjóðs næstu 7 árin þar á eftir átti síðan að vera 35-45 milljarðar.
Í dag ætlar fjármálaráðherra ekki krónu í ICEsave.
En það er ekki honum að þakka, það er þjóðinni að þakka.
Hvenær ætlar Steingrímur að þekkja sinn vitjunartíma????
Kveðja að austan.
Engin útgjöld vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 331
- Sl. sólarhring: 781
- Sl. viku: 6062
- Frá upphafi: 1399230
Annað
- Innlit í dag: 281
- Innlit sl. viku: 5136
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 261
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hann þekkir alls ekki sinn vitjunartíma það steytir ekki á skeri hjá honum fyrr en þjóðin kemur honum frá og þið kjósendur í norðaustur kjördæmi hafnið endurkjöri hans.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:15
Ég þekki áhættugrunna bankanna eins og lófann á mér og er búinn að reyna að koma því á framfæri í hátt í tvö ár að stóru bankarnir voru reistir upp á röngum áhættugrunni en hann er ætlaður fyrir fjárfestingarbanka, Næst þegar það verða kosningar þá ætla ég að spyrja hann útí þetta þar sem fólk verður vitni að. kveðja að norðan
valgeir ásbjörsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:36
hvenær verða þau tekin af.
gisli (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:58
Hvernig á hann að geta þekkt sinn vitjunartíma ? Það er ekkert í kollinum á honum nema frasar.
Eggert Guðmundsson, 1.10.2011 kl. 18:09
Ætli hann sé ekki með sömu væntingar og einræðisherrann Hugo Chaves sem ætlar að sitja í sínum stóli til 2030
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/10/01/aetlar_ad_vera_forseti_til_2030/
Er einræði óhjákvæmilegur fylgifiskur öfga vinstristefnu eins og þeirri sem VG fylgir?
Björn (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 20:54
Takk fyrir innlitið drengir.
Kristján, ég held að við Norðausturingar ráðum ekki öllu á þingi þó við séum margra manna makar í þrjósku og sérvisku og höfum þar að auki Þingeyinga innanborðs.
Vandinn er öllu dýpri en það og ef ég man rétt þá var fyrsti ICEsave samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á þingi, nema kannski Jóhanna fílupúki sat hjá, man það samt ekki, og nenni ekki að muna það.
En ég man að þegar ég skrifaði grein mína, ICEsave er ekkert val, að kvöldi þessa mesta niðurlægingardags þjóðar minnar, að þá fékk ég ekki fyrir eyrun af lófaklappi, þó sagði mætur maður mér að greinin hefði verið góð, þokkalega skrifuð en ærleg og rétt. En reyndar um ári seinna eftir að ég skrifaði hana, og samþykkt númer hafði steytt á forsetanum.
Þjóðin ætlaði sér að borga en vildi setja mörkin við einhver prósent sem véfréttin á Kili hafði sagt að væri þolmörk þjóðarbúsins.
Og Björn, svona í heildina kemur gagnrýni mín frá því sem kallað er vinstri, þó ömmur mínar sem þekktu muninn á réttu og röngu, hafi ekki þekkt til vinstri og hægri en vissu vel hvernig manneskja hagaði sér.
En hvort sem þetta er vinstri eða hægri, þá á þjónkun Steingríms við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ekkert skylt við vinstrimennsku. En reyndar vil ég meina að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi ekkert heldur neitt sameiginlegt með heiðarlegu íhaldsfólki.
Þetta eru ræningjar og ómenni upp til hópa og koma heiðarlegri pólitík ekkert við.
En þetta er tittlingarskítur, það sem við eigum sameiginlegt er djúp skömm á þeirri hegðun og ráðslagi sem núverandi ríkisstjórn hefur sýnt.
Og ef guð lofar þá verðum við einhvern tímann sammála um að heiðarleiki og réttsýni verða einhvern tímanna svarið við ránum og öfgum, misbeitingu og kúgun.
Í dag virðast viðhorf fólks fara mikið eftir því hverjir það eru sem framkvæma óhæfuverkin, ekki að óhæfuverk séu í eðli sínu röng.
En ömmur mínar hlustuðu ekki á svona afsakanir, þær höfðu tötsið til að þekkja muninn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.10.2011 kl. 00:27
Er einræði óhjákvæmilegur fylgifiskur öfga vinstristefnu eins og þeirri sem VG fylgir?
ENGINN íslenskur fjármálaráðherra fyrr eða síðar hefur afhent einkafyrirtækjum jafn mikið af fé almennings, og það oftast algjörlega án lagaheimildar.
Þetta er engin öfga-vinstri stefna heldur eins hreinræktaður fasismi og hægt er að hugsa sér. Gústi hefði orðið stoltur af þessu, og Benni líka.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.