Var eggið til góðs??

 

Kannski kaldhæðnislega spurt því ekki óska ég neinum að fá egg í hausinn.

En eggið virðist samt hafa kveikt á fattaranum hjá Árna Þór.

 

"Hann sagði líka að mikilvægt væri að mótmælin færu friðsamlega fram".

 

Ekki get ég verið meira sammála honum  en eggjakast, fjármagnað að VinstrGrænum setti ljótan svip á Búsáhaldarbyltinguna, að ég tali ekki um grjótkast og ofbeldi á þingöllum, líka í boði Vinstri Grænna og kostað af Baugi.

 

Þannig var byltingu fólksins stolið, harðsvíraðir bissness og stjórnmálamenn sáu lag og hleyptu öllu í bál og brand svo öruggt yrði að friðsöm krafa fólks um réttlæti og sanngirni í þjóðfélaginu næði ekki fram að ganga.

Lagið var að auðmaðurinn hélt áhrifum sínum á fjölmiðlamarkaðnum og stjórnmálamennirnir nutu svo góðs af stuðningi fjölmiðla hans.  Og fjöldinn, sem í hjarta sínu var sammála  réttlætinu, hann dróg sig til baka því hið kostaða ofbeldi var honum ekki að skapi.

En Árni fattar núna að þetta er rangt og ætlar ekki að standa fyrir kostun á eggjakasti í framtíðinni, jafnvel þó hann sé í stjórnarandstöðu, eða???? við skulum vona það.

 

"Það er mikilvægt að standa saman um þau mikilvægu verkefni sem bíða okkar sem samfélags."

Loksins, loksins sá Árni Þór ljósið um hlutverk stjórnvalda, að þau skapi samstöðu um nauðsynleg mál og framkvæmi hlutina á þann hátt að þjóðin fylgi stjórnvöldum en þurfi ekki sí og æ að berjast gegn henni.

Að berjast gegn ICESave skuldaklafanum, að berjast gegn eyðileggingu heilbrigðsþjónustu landsbyggðarinnar, að berjast gegn arðráni bankanna, að berjast eiginlega gegn öllu sem frá stjórnvöldum hefur komið.

Núna er Árni að boða ný vinnubrögð, samstöðu og sátt.

Að heimili landsins fái von, landsbyggðin frið fyrir eyðileggingaröflum, l ICEsave fjárkúgarnir að kenna á lögum og reglu, oga að þjóðin fái ríkisstjórn sem ætli að vinna vel að góðum málum.

Því ekki ætla menn að þeir nái samstöðu um fólskuverk og arðrán þjóðarinnar.  Það er fullreynt að tekst ekki.

 

Því segi ég, þó ég sé annars mikið á móti grýtingu hluta, að eitt egg sem kveikti á fattara þingmanns, að það sé egg sem flaug til góðs.

Því stuðningsmenn fólskunnar eru í miklu minnihluta meðal þjóðarinnar og með nauman meirihluta á þingi.

Einn þingmaður í viðbót sem vill vinna með þjóð sinni, ekki gegn henni, gæti verið þingmaðurinn sem fékk vogarhjól þingsins í lið með almenningi.

 

Nema þá ef þingmaðurinn sé enn einu sinni að ljúga.

Þá hefði eggið frekar verið notað í góðu köku.

Það á ekki að fleygja matvælum þegar svangt fólk reikar um göturnar.

 

Munum það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is ,,Eggið hæfði mig á vondan stað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gefið manninum fleiri egg!

En er það ekki kaldhæðnisleg tilviljun að akkúrat á þessum degi þegar verið er að mótmæla aðför stjórnvalda að íslenskum heimilum að Árni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður Frjálsa Fjárfestingarbankans, skuli liggja óvígur eftir á Austurvelli.

En sem betur fer var miskunseminni fyrir að fara hjá öðrum þingmönnum, sem aðstoðuðu fjársóðann á fætur.  Það var hins vegar öllu dýpra í samúðina hjá Árna sjálfum, þegar fórnarlömb FF og annara banka sem stunduðu stórfellda ólöglega lánastarfsemi, báðu hann um aðstoð.  Hann hreytti út úr sér að fólk gæti sjálfu sér um kennt því það hefði farið offari.

Ef ÁÞS vill forðast að fá egg í hausinn í framtíðinni þá getur hann gert annað af tvennu:

1) Beðið þjóðina afsökunnar á sínum þætti í fjármálahruninu og sagt allan sannleikann um hvað hann sem stjórnarmaður vissi um ólöglega gengistryggð lán sem FF veitti.

2) Haldið sig frá stöðum þar sem fyrirséð er að fólk muni æfa eggjakast.

Seiken (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:50

2 identicon

Árni Þór átti þetta egg alveg skilið, þessi maður seldi stofnféð sitt í Spron 2 mánuðum eftir að nýtt reiknregluverk fyrir banka Basel 2 var samþykkt  á alþingi og vissi að Spron þyrfti að bókfæra tap vegna afskriftareikning, Það voru líka fleiri þingmenn að gera, þessir menn ættu að hafa manndóm í sér og skila þeim peningum.

valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 16:32

3 identicon

Össur var annar sem sem seldi stofnfé 5 mínútum fyrir hrun  og vissi ekki neitt, var bara svona ótrúlega hepinn. Hann hefði vel mátt fá Gaza legt fúlegg í hausinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:28

4 identicon

Já því er ég sammála og helst ef það væri fúlegg úr strútt.

valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:40

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Það er kannski tvískinnungsháttur hjá manni sem vegur með orðum að setja mörkin við bein víg.

Hvernig á réttlæt reiði að fá útrás????

En Sturlunga kennir margt og þeir sem telja víg ekki fullreynd, ættu að lesa bókina um Lukku Láka sem gerist í Fagurfíflaborg, að mig minnir reyndar.

Bæði getur svona beint aksjón verið óafturkræfilegt, svo á það líka sér fá takmörk, og sá sem beitir í dag, hann kannski lendir í á morgun, líkt og ég benti samúðarfólki Árna á.

Þeir sem sá ofbeldi vilja oft uppskera það sjálfir að lokum.

En hvað um það, ekki ætla ég að setja mig í dómarasæti yfir einum eða neinum, veit aðeins hvað ég geri og það er umdeilanlegt.

En fjárbrask Árna er mér ekki ofarlega á þessari stundu, heldur svik hans við mennsku og mannúð.

Árni Þór sveik allt sem er hægt að svíkja fyrir völd, skammtímavöld því auðurinn mun ekki púkka lengur uppá en þörf krefur, aðeins þann tíma sem hann óttast byltingu fjöldans leidda af "róttækum" hópum.

Það er ekki hægt að vera ómerkilegri, það er ekki hægt að leggjast lægra.

En ég trúi á æðri dóm, að allir þurfi að lokum að útskýra gjörðir sínar fyrir ömmum sínum, og þá er eins gott að samviskan sé ekki alsvört.  Að maður hafi gert eitthvað ærlegt, eitthvað gott.

Allavega eitthvað sem maður þarf ekki að skammast sín fyrir.

Ef ég væri í sporum Árna þá vildi ég frekar þúsund egg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2011 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Búið er að aðvara þingheim ekki einu sinni heldur aftur og aftur samt er stefnan þar sú sama bankakerfið og þjófa útrásarinnar skal verja með öllum tiltækum ráðum og þjóðin látin borga af stökkbreittum skuldum fram í rauðan dauðann! 110% leiðinn er fyrir þá sem ekki geta borgað af skuldunum en með þessari leið er mögulega hægt að láta viðkomandi borga örlítið lengur en þeir sem ekki eru með yfirveðsettar eignir fá enga aðlögun og borga því af stökkbreittum lánum þar til að bankinn er með kverkatakið íbúðinn ekki söluhæf því að ef hún er seld þá þarf að borga með henni og viðkomandi á götunni!

Sigurður Haraldsson, 2.10.2011 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 486
  • Sl. sólarhring: 707
  • Sl. viku: 6217
  • Frá upphafi: 1399385

Annað

  • Innlit í dag: 412
  • Innlit sl. viku: 5267
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband