Æ, aumingja Brusselvaldið.

 

Misskilið og forsmáð.

Það leggur til samruna í sambandsríki og að Þýskaland borgi skuldir Suður Evrópu.

Einfalt, fljótvirkt.

En það hlustar enginn á það nema Mogginn til að hæða.  

 

Lausn Brussel gengur gegn þýsku stjórnarskránni, og því miður stjórnarskrá annarra ESB ríkja.  

Stjórnmálamenn, vel meinandi og vitlausir, þeir hafa víst ekki vald til að leggja niður þjóðríki sín. 

Jafnvel þó Brussel krefjist þess.

 

En óttist eigi þið trúir meðlimir ESB trúboðsins, þetta er allt eitt allsherjar samsæri runnið unda rifjum Davíðs.  

Takið út orðið evra og setjið krónu í staðinn, Baros er að tala um vanda krónunnar.  Henni þarf að bjarga með stamstilltu átaki.

Átaki sem felst í því að ICEsave samningur Svavars verði lagður á ný fyrir þjóðina og þar með er skuldakreppa Evrópu úr sögunni.  

Þetta er alveg satt, ég las þetta í Fréttablaðinu og heyrði þetta í Speglinum.

Það er allt gott í Evrópu, nema á Íslandi, það gerir íslenska krónan.

 

Evran hefur aldrei átt erfitt, hún er táknmynd stöðugleika og velmegunar.

Væri ekki ráð að gera Davíð að forseta svo hann þegði???

Og hin neikvæða umræða um evruna yrði eign sögunnar.

 

Já, björgum evrunni og þöggum í Davíð.

Eða var það leggjum niður krónuna, tökum upp evru og þöggum niður í Davíð??

Eða var það eitthvað annað???

 

Af hverju eru allir svona vondir við evruna??

Það er eins gott að Ruv bregst ekki.

 

Annað væri algjört einelti.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Samstarf gegn skuldakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Já það er satt hjá þér. Það má ekki vera vondur við Evruna, né heldur Krónuna okkar.  Þetta eru "speglar" evrópubóa og íslendinga.

Við horfum í spegilinn okkar og spyrjum eins og drottningin í ævintýrinu, "spegill, spegill herm þú mér, hver í landi fegurst er". Og spegillinn endurspeglar ávalt því sem fyrir hann er sett. Bæði gott og slæmt fyrir Evrópubúa sem íslendinga.

En við ættum að senda Evrópu "spegil" okkar íslendinga. 

 Hann hefur reynst okkur íslendingum nokkuð vel sl. 70 ár. Þessi " spegill" hefur flutt okkur frá  fátækt til ríkisdæmis.

Eggert Guðmundsson, 29.9.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Reyndar var ég að hæðast að Speglinum, fréttavef MIG 6 (MI 6) á Íslandi, sem og reyndar fréttatilkynningarveita Samfylkingarinnar.

En að segja eitthvað sem vekur hugrenningartengsl, er eitthvað sem gleður mig.  Þar með ætla ég einfaldlega að segja eitt.  Að þín nálgun gæti alveg eins hafa verið mín, ef ég hefði séð þitt samhengi.

Eggert, hafðu virkilega þökk fyrir góða líkingu, hún segir svo margt og kveikir svo margar hugsanir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það eina sem eitthvert vit væri í ,og það getum við strax tekið upp er Dollar,engin höft að kaupa hann bara,og þar með getum við ef evran lofir skoða hana seinna/en þetta mundi leysa margt ekkii spurning/Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 29.9.2011 kl. 19:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Haraldur, vandinn við lygina að þó við afneitum henni, sbr evruna, þá látum við undirliggjandi rök hennar villa okkur sýn.

Krónan, blessunin, er gjaldmiðill íslenska efnahagskerfisins og ágæt sem slík.  Dollar er ágætur en hann sem slíkur kemur okkur ekkert við.

Varðandi það að hafa gjaldmiðil sem er skiptanlegur þá er það samhengi ákaflega einfalt, þjóðarbúið kaupir fyrir það sem það aflar.

Ekki fyrir dollar, ekki fyrir krónu, heldur vörurnar sem það flytur út.

Ef við höfum krónu, þá getum við ekki flúið þessa staðreynd, ef við höfum erlendan gjaldmiðil, þá geta menn keypt fyrir hann óháð kaupmætti þjóðarinnar.

Sem á mannamáli þýðir gjaldþrot, eitthvað sem evru þjóðir upplifa í dag.  Því evran er útlendur gjaldmiðill og skapar falskan kaupmátt.

Vísa annars í Einar Björn, hann útskýrir þetta allt mætavel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2011 kl. 21:06

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Tökum upp Syldinginn aftur....

Vilhjálmur Stefánsson, 29.9.2011 kl. 21:47

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þegar menn missa trú á eigin getu, og vinna hvers eins,  verður metin með spegli, sem bjagar, þá lærist manni það, að sá sem er ósáttur við sitt, að eitthvað sé að. 

Þá er stóra spurningin - er eitthvað að mér, eða eitthvað að  speglinum. 

Við íslendingar höfum, sem betur fer, kerfi þar við getum "krítitserað" það sem við sjáum og höfum upplifað. Spegil,  sem við horfum í á hverjum degi, spegil sem sýnir hvort við séum ennþá í lagi, lúkkið gott,  ístran of mikil eða hvort við grennumst. 

Aðalmálið er hvort við getum verið sátt við útlitið.

Allt tal um það að aðrir geri það betur en við í megrunarkúrnum eða það tal um að aðrir í kúrnum sem eru að falla, skiptir mig engu máli.  Ég vona að það sé og verði ekki aðalmál okkar íslendinga og evrópu.

Ég sé þá  framtíðarsýn að allir íslendingar geti litið í sinn spegil og séð sjálfan sig eins og þeir vilja að þeir líta út, ef þeir líta ílla út ,þá hafi þeir möguleika á að laga sig til fyrir framan spegilinn. (þetta er mjög þekkt fyrirbæri)

Sömu sýn vil ég íbúum Evrópu einnig. Þegar íbúar Evrópu  líta í sinn spegil, þá vil ég að  þeir verði ánægðir með sitt útlit, og ef ekki þá fái þeir möguleika á fá nýjan spegil, eða laga sig til.

Það skiptir ekki máli hvaða nafni við gefum speglinum!!!  Við erum að ávallt að bölva honum, hann sýnir ekki rétt hlutföll, hann afbakar-sannleikann. (Berið saman sannleikann)!!!!

Meginmál er að, vinna hvers manns í hverju samfélagi, hvort það sé hér á,  Íslandi- Evrópu-Asíu-Afríku -Ameríku-Ástalíu- Suður Ameríku, sé metin til jafn.

Verðmæti vinnuafls sé það sama. 

Ef það gerist ,þá verður spegillinn hverjum manni, óbjagaður.  - Eina bjögun sem verður á SPEGLI, hvers lands, heimsálfu, eru verðmæti lands og sjávar

- ég segi -verðmæti ættjarðar hvers og eins lands-heimsálfu- til lands og sjávar.

Við setjum þessi auðæfi til fólksins, sem búa þessi lönd og álfur.

Eggert Guðmundsson, 29.9.2011 kl. 22:01

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað er að vaðmálnum???

Takk annars fyrir innlitið félagar og hafðu mikla þökk fyrir þitt góða innlegg Eggert.

Þannig séð er lífið ekki flókið, aðeins mannanna (mis)skilningur flækir það.

Einn daginn skilja menn að við erum eitt, það verður lærdómur 21. aldarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 1388603

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband