29.9.2011 | 13:22
Þegar ICEsave skrípið fær frama.
Þá er draumurinn um frelsi, jafnrétti og bræðralag gjaldþrota.
Aumingja fólkið sem trúði á betri heim jafnaðar og bræðralags. ICEsave fjárkúgari er í forystusveit þess.
Fékk það ekki nóg af því að játa að draumurinn um sósíalisma varð gjaldþrota í sovéska gúlaginu.
Og var sendur á ruslahaug sögunnar þegar Berlínarmúrinn féll.
Af hverju þarf að endurtaka sama leikinn, að kúgun og ofbeldi, rán og misþyrming á venjulegu fólki sé leiðin sem íslenskt vinstrafólk kýs til að ná fram markmiðum sínum um betri heim.
Hvað er að því að trúa á gott samfélag heiðarlegs fólks??
Þar sem hinn venjulegi maður nýtur menntunar og heilsugæslu án þess að fyrst sé spurt um borgun.
Hvað er að því að vera sanngjarn og heiðarlegur og vilja samlöndum sínum vel. Að óska þeim gæfu og velfarnaðar???
Hvað er að því að vera manneskja???
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Björn Valur þingflokksformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 45
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5629
- Frá upphafi: 1399568
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 4802
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrítin þula atarna.
Má ég vera svo framhleypin, Ómar, að benda þér á að Gúlag og Berlínarmúr voru ekki sósíalismi. Á sama hátt voru krossferðir og aðrir glæpir kirkjunnar ekkert í ætt við kenningar Krists.
Jóhannes Ragnarsson, 29.9.2011 kl. 15:58
Blessaður Jóhannes.
Ég er þakklátur að þú skulir ekki hafað skammað mig, ég er skrýtinn og legg metnað minn í að fylgja ekki almannarómi.
Það sem þú bendir á er alveg rétt, þetta er stílbragð, en ég held að það hafi alveg skilist.
Sem var tilgangur þessa pistils, að hæða mann út í eitt sem vildi eyðileggja líf og lífsskilyrði Íslendinga.
En reyndar má ræða hvort orð setji ekki niður að tala um blessaða kallinn, siðaðar þjóðir hafa önnur ráð gagnvart þeim sem svíkja og eyða.
En við Austfirðingar notum orð, þannig er það bara.
Virtu það mér til vorkunnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2011 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.