28.9.2011 | 07:02
Aðallinn í gamla daga hafði vit á að hafa "verðina" góða.
Og hélt þannig völdum sínum.
Slíkt vit virðist ekki finnast við Austurvöll.
Verður bylting á laugardaginn??
Kveðja að austan.
Vaxandi ólga og reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:04 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 317
- Sl. sólarhring: 796
- Sl. viku: 6048
- Frá upphafi: 1399216
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 5123
- Gestir í dag: 252
- IP-tölur í dag: 250
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sennilega Ómar
Magnús Ágústsson, 28.9.2011 kl. 08:50
Það er góð spurning Ómar.
Að minnsta kosti þá var Ólína blessunin ekki að auka líkur stjórnarinnar á langlífi með ummælum sínum á Bylgjunni í morgun þar sem hún fékk tækifæri til þess að draga í land með heiðursvarðarummælin frá því í gær. Í stað þess að tóna þau örlítið niður þá gaf hún að sjálfsögðu allt í botn og taldi sig eiga fullan rétt á heiðursverði þegar hún hæfi þingstörf. Þau ummæli má sennilega flokka með annari klassík eins og: "Af hverju borðar lýðurinn ekki bara kökur".
Sjálfseyðing hefur aldrei verið íslenskum vinstrimönnum sérlega fjarlæg hugsun, en hvort sem að stjórnin nær að lauma sér lifandi í gegnum laugardaginn eða ekki þá held ég að það sé óhætt að fullyrða að þetta sé búið spil. Þetta fólk mun trúlega aldrei ná vopnum sínum aftur eftir þessa stjórnarsetu, hvenær svo sem að henni lýkur.
Seiken (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 10:41
Blessaðir félagar.
Það er óhætt að segja að maður sé farinn að skynja titring.
Seiken, Ólína er í keppni, keppni sem heitir; "hver getur toppað Ólínu??", og merkilega nokk, hún virðist oftast eða eiginlega alltaf vinna hana sjálf.
Byltingarkveðjur suður að austan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2011 kl. 17:54
Sæll Ómar, ég er einn þeirra sem vilja borga lögreglumönnum vel, og raunar ættu laun ýmissa stétta, sérstaklega lögreglumanna og kennara, að hækka meira en annarra. En á þessum síðustu og verstu tímum veit ég ekki lengur hvað er að borga „vel“. Hver væru til að mynda sanngjörn grunnlaun lögreglumanns með alla tilskilda menntun og 10 ára reynslu? 400 þúsund? 500 þúsund? 600 þúsund?
Birnuson, 29.9.2011 kl. 14:08
Ég veit það ekki Birnuson, og ætla ekki að þykjast vita það.
Reyndar er forsenda viðreisnar þjóðfélagsins, peningaprentun í þörf málefni, en slík aðgerð er verðbólga ef laun elta.
Ef menn láta skatttekjur duga, þá eru öll laun ríkisstarfsmanna of há. Sbr hallinn á ríkisbúskapnum.
En pistillinn var um það lánleysi að æsa þá til ófriðar sem náðu að stilla ófriðinn fyrir ári síðan svo ekki varð stjórnarbylting.
Veit ekki um gjaldið en viturt er það ekki að fá lögguna upp á móti sér, ekki þegar þjóðin þolir þig ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2011 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.