27.9.2011 | 16:48
Ha, ha ha ha, Ha ha ha ha.
Já fyndið er þetta leikrit. Og batnar bara með hverri endurtekningu.
Samt sniðugt hjá handhafa veðkalla að starta hækkunarferli, í trausti þess að fjárfíflin sem stjórna almennum sjóðum, fari að kaupa.
Gæti jafnvel bjargað fjáhag margra að selja bréf sín núna, ef fjárfíflin kaupa.
En svo fellur, og fellur vísitalan aftur.
Og hún mun falla um áður óþekkt level.
Level sem til skamms tíma hefði startað heimskreppu en í dag er fall reglan en ris undantekning. Og allir hafa hag að láta eins og ekkert sé, því að viðurkenna að keisarinn sé nakinn, þá tapa allir.
Í dag reyna allir að bjarga sér með því að láta eins og ekkert sé, að allt sé í himnalagi, og hver hnerri sem má túlka sem aðgerðir Evrustjórnar, sé til marks um að núna sé kreppan að baki.
Og plottið er að reyna að selja á kostnað þeirra sem eru nógu mikil fjárfífl.
Samanber að þegar íslenska útrásin var sannarlega hrunin, og öllum ljós, þá fundust íslensk fjárfífl sem samt keyptu bréf og gerðu "góð" kaup.
Trúin á fjárfífl er eina skýring hækkunar hlutabréfsvísitölunnar.
Staðreyndir hafa ekkert með þá hækkun að gera.
Flökkusögur um meinta björgun evrunnar hafa jafnóðum verið skotnar í kaf af ráðamönnum fjármála Evruríkja.
Enda augljóst að skuldsetning almannasjóða mun ekki bjarga evrunni heldur leiða íslenskan skuldaþrældóm yfir almenning og almannasjóði.
Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn stjórna ekki Evrópu, þeir flokkar stjórna aðeins skuldaþrælkun íslensks almennings.
Evórpskir stjórnmálamenn sem vilja ekki vera mennirnir sem drápu hið evrópska velferðarsamfélag, þeir segja eins og er, að fjármálakreppan verður ekki leyst á kostnað almennings.
Og slá þar með af hugmyndina um ofurevrópskanskuldasjóð.
En það má alltaf trúa, sérstaklega ef sú trú skapar sölutækifæri á dauðadæmdum bréfum.
En á morgun eða hinn, þá bankar raunveruleikinn á dyr.
Og segir að hækkunin sé allsherjar brandari.
Að hún sé, Ha, ha ha ha ha haha.
Og við öll eigum að eiga þá skynsemi að láta ekki plastast.
Jafnvel þó við séum stuðningsmenn Samfó og Sjalla.
Kveðja að austan.
Ótrúlegur dagur að baki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér, það sé engin innistæða fyrir þessari hækkun, og sérstaklega finnst mér það sérstakt þegar fjármálaráðherra þýskalands kemur í fjölmiðla og segir að það eigi ekki leggja björgunarsjóðnum til meira fé heldur bara styrkja hann, hver skyldi vera lógíkin á bak við það.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 17:07
Peningaprentun Evrópska Seðlabankans.
Sem nota bene eyðileggur evruna.
Og það mun þýskur almenningur og þýskur iðnaður aldrei sætta sig við.
Ergo, óleysanlegur hnútur, en fyrir áhugasama má vitna í einn besta evruskýranda heims í dag, sem er á þessari slóð.
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1193859/
Og það vill svo vel til að hann skrifar á íslensku, enda rammíslenskur frammsóknarmaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2011 kl. 17:31
Við leikmenn sem viljum trúa ennþá á að hlutirnir batni erum ekki part hrifnir af þessum heimsviðskiptum,en sagan segir okkur að allt sem fer upp fer niður aftur,hvort það dugir er von okkar sem eigum stutt eftir !!!barnanna okkar vegna,en svona í lokin, ég skammast mín ekkert fyrir að vera sjálfstæður maður/Kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 27.9.2011 kl. 17:34
Haraldur.
Sjálfstæðir menn eiga eftir að bjarga heiminum, líkt og þið gerðuð þegar Hitler og Stalín ógnuðu öllu mannlífi.
Ekki flóknara en það.
En þriðja heimsstyrjöldin er hafin, og óvinurinn er nútíma útgáfa af lénsherrum og ræningjabarónum lénstímabilsins, sem eins og þú veist byrjuðu að útrýma öllum sálfstæðum atvinnurekendum, og hnepptu hinn almenna mann í fjötra ánauðar og undirgefni.
Þessi óvinur gerði frjálsum markaði og frjálsu fólki meira tjón en Stalín tókst nokkurn tímann með sitt eina stóra fyrirtæki sem kallaðist ríkisrekstur.
Skýring þess er að óvinurinn, "allt á eina hendi" fattaði að stefna á nokkrar stórar einingar, sem við köllum í dag risaalþjóðleg fyrirtæki, sbr það er svo hagkvæmt að sameina allt undir hatti skulda, og þær hafa náð að ræna fjármálakerfi okkar, útrýma sjálfstæðum atvinnurekendum í mörgum greinum, færa mest alla framleiðslu til þrælabúða Kína og víðar þar sem mótspyrnan er engin, og kaupa upp stjórnmálamenn okkar.
Alveg eins og Hitler og Stalín reyndu og tókst að mörgu leyti. Það voru uppkeyptir stjórnmálamenn sem létu öflugasta her heimsins, sem þá var til, þann franska gefast upp. Það voru uppkeyptir stjórmálamenn sem seldu landa sína í sovéska gúlagið.
En það voru sjálfstæðir menn, líkt og Churchil og Bjarni Ben sem stóðu á móti.
Og sjálfstæðir menn munu aftur standa á móti, og heimurinn mun vinna þessa styrjöld eins og hann vann þá síðustu.
Og einn daginn Haraldur muntu skilja hvað ég er að segja, og gegn hverjum ég er að berjast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2011 kl. 17:56
já takk fyrir góð blogg Ómar, eg les alltaf pistlana hans Einars Björns hann er frábær.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.