27.9.2011 | 08:46
ICEsave er án möguleika.
Það er kristaltært, hefur verið það frá upphafi.
Forsaga málsins er skýr, að án réttarheimilda reyndi Framkvæmdarstjórn ESB og snatar hennar hjá ESA að lýsa því yfir að það væri ríkisábyrgð á innlánstryggingarsjóðum einstakra ríkja EES.
Var það gert að beiðni breta sem reyndu að fjárkúga íslensku þjóðina í ICEsave deilunni.
Þegar Framkvæmdarstjórnin áttaði sig á að matsfyrirtæki myndu setja Evrópuríki beint í ruslflokk ef slík ríkisábyrgð væri til staðar, þá dróg hún sig út úr leiknum með yfirlýsingunni að það væri EKKI ríkisábyrgð og vitnaði í beinan lagatexta máli sínu til stuðnings.
ESA heldur áfram skrípaleiknum, án baklands nema hjá örfáum íslenskum blaðamönnum.
Hótanir ESA eru innantómar.
ESB hefur ekki réttarheimild til að ákveða fjárskuldbindingar einstakra aðildarríkja sinna.
Hafi einhver verið svo vitlaus að bera brigður á þetta þá má lesa þetta í The Telgraph í morgun, haft eftir Forseta þýska stjórnlagadómsstólsins, Andreas Vosskuhle
""The sovereignty of the German state is inviolate and anchored in perpetuity by basic law. It may not be abandoned by the legislature (even with its powers to amend the constitution)," he said. "There is little leeway left for giving up core powers to the EU. If one wants to go beyond this limit which might be politically legitimate and desirable then Germany must give itself a new constitution. A referendum would be necessary. This cannot be done without the people," he told newspaper Frankfurter Allgemeine. "
Hann segir einfaldlega að valdið til að skuldbinda einstakar þjóðir sé hjá þjóðþingum þeirra, ekki hjá ráðamönnum þeirra og ef það á að framselja það vald til Brussel, þá þarf fyrst að breyta stjórnarskrám aðildarríkja ESB.
Vissulega er hann að tala um þýsku þjóðina en sama réttarreglur gilda hjá öðrum Evrópuþjóðum.
Svo vitna menn í vitleysingana hjá ESA sem halda því fram að regluvald ESB hafi þetta vald gagnvart EFTA ríkjum EES samningsins.
Og valdið sé það mikið að það sé hægt að breyta túlkun á skýrum lagatexta eftir á, á þann hátt að EKKI þýði EKKI EKKI.
Það er tími til kominn að íslenska þjóðin láti þennan skrípaleik ekki yfir sig ganga lengur.
Það er tími til kominn að fjárkúgunin og ofbeldið í kringum hana verði stöðvuð í eitt skipti fyrir öll.
Það er tími til kominn að kæra ESA fyrir veraldlegum dómsstólum, fá þá dæmda fyrir stuðning við fjárkúgun og að misbeita valdi stofnunarinnar.
Glæpir eiga ekki að líðast, óháð þjóðerni, óháð litarhafti, óháð stöðu og stétt.
Og fjárkúgun varðar við lög.
Núna er tími á að kné fylgi kviði.
Kveðja að austan.
Ýmsir möguleikar í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er búið að lista fyrir okkur að glæpir borgi sig !!!!,eða svoleiðis?? en sammála þér samt !!!!!,með kveðju að sunnan/
Haraldur Haraldsson, 27.9.2011 kl. 15:45
Blessaður Haraldur.
Ha, ha, þeir hljóta að borga sig fyrst að bankaræningjarnir stjórna ennþá, og aðalagent þeirra er hugmyndafræðingur flokks þíns.
En ég og þú, hinn venjulegi maður, við segjum að rangt sé rangt.
Og þar með borga glæpir sig ekki til langs tíma.
En sá tími getur verið mjög langur eins og sagan eftir Hrun tjáir.
En að lokum, að lokum, mun íslenska þjóðin styðja réttlæti og sanngirni, þá fær hinn venjulegi maður skuldaleiðréttingu vegna ranginda Hrunsins, og hinn venjulegi atvinnurekandi fær lífvænleg rekstrarskilyrði, og fólk fær aftur lifað eins og fólk í þessu landi.
Maður þarf bara að trúa á sigur hins góða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2011 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.