25.9.2011 | 21:06
"Evrusvæðið má engan tíma missa"
Loksins kemur eitt satt orð frá AGS.
AGS spáði vexti fyrir árið 2009 svo seint sem í lok okt 2008, þegar eina spurningin var hvort bráðaaðgerðir bandaríska seðlabankans dygðu til að afstýra algjöru hruni fjármálakerfis Vesturlanda.
Þegar gífurleg innspýting stjórnvalda á Vesturlöndum í fjármála og að litlum hluta í efnhagskerfið, fór að skila árangri og hagtölur fóru aftur að taka við sér í byrjun árs 2010, þá blés AGS kreppuna af.
Samt hafði ekkert verið gert til að takast á við þann kerfisvanda sem skóp kreppuna upphaflega.
Eins vanmat sjóðurinn algjörlega innri vanda evrunnar, að hún væri tilbúin mynt sem stæðist ekki langvarandi vantraust markaðarins. Og þess vegna hefur sjóðurinn lagt nafn sitt við sjónhverfingapakka sem engu hafa skilið, annað en að sóa fjármunum.
Og kaupa sér stundargrið.
Hvað oft hefur verið fullyrt að núna hafi verið náð um vandann, að núna þurfi markaðurinn ekki lengur neitt að óttast, að evran sé traust og stöðug??
Og ekkert hefur gengið eftir. Of lítið, of seint, of eitthvað.
En núna er loksins sagt satt orð, evrusvæðið má engan tíma missa ef Evrópa ætlar ekki að enda sem fjárhagsleg eyðimörk.
Satt, en aðgerðirnar sem bent er á eru jafn barnalegar og tilgangslausar og þær fyrri.
Það er aðeins eitt sem getur bjargað evrusvæðinu, allt annað er of seint ef það á annað borð hefur verið hægt.
Og þetta eina er afnám evrunnar, að hún sé lögð niður strax á morgun og stjórnmálamenn fari á byrjunarnámskeið í 101 "Þekktu muninn á raunveruleik og óskhyggju".
Það er ekki bara að evran sé dauð, hún hótar að taka allt fjármálakerfi Evrópu með sér í fallinu. Hver dagur sem líður, gerir aðeins björgun evrusvæðisins erfiðari.
"Undanhald samkvæmt áætlun" er eina vonin.
Að þjóðríkin fái aftur sína mynt, sem miðast við efnahag þeirra og stöðu.
Samfara þarf að endurfjármagna bankakerfið og stöðva fjármagnsflótta. Fjármagnið hefur hvort sem er engan stað til að flýja á en sífelldur flótti þess skilur á eftir sér slóð auðnar og eyðileggingar.
Og svo, og svo þarf að þrauka.
Einfaldara getur þetta ekki verið því lífið er einfalt.
Það er aðeins mannanna tilbúningur sem flækir málin.
En það er óþarfi að láta þær flækju eyða öllu mannlífi.
Þó AGS fatti það ekki þá eigum við að fatta það.
Við lifum jú aðeins einu sinni.
Þannig er það nú.
Kveðja að austan.
Evrusvæðið má engan tíma missa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tetta er alt trael vel skipulagt hjer utskirir David Icke kvernig tad er gert
http://www.youtube.com/watch?v=tm6kHLR07ZY&feature=player_embedded
hafid tolinmaedi til ad horva a alla mindina
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 22:54
Takk Helgi.
Ef ekki af mönnum þá er þetta skrifað í skýin.
Takk fyrir linkinn.
Kveðja að austan.,
Ómar Geirsson, 26.9.2011 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.