20.9.2011 | 20:48
Í hverju felst sú vörn??
Að þjóðin sagði Nei við ICEsave, þar var áætluð greiðslubyrði 507 milljarðar í Svavarssamningnum.
507 milljarðar í beinhörðum gjaldeyri.
Nei, það er öflugur gjaldeyrisforði segir Jóhanna, og góð lausafjárstaða.
Og þá verður maður að spyrja hreinskilnislega, er landinu stjórnað af hreinræktuðum fíflum???
Þegar seinni svikasamningurinn um ICEsave var borinn undir þjóðina, þá fékk fjárlaganefnd Alþingis, hlutlausan aðila, það er ekki Seðlabankann, til að meta greiðslubyrðina, og helstu áhættuþætti.
Athugum hvað Gammagreining segir um þennan meinta gjaldeyrisforða. Fyrst minnir greiningin á almenn sannindi sem vert er að hafa í huga þegar fréttir berast af því að AGS spáir heimskreppu og helstu sérfræðingar vara við að sú kreppa getur orðið mun alvarlegri en kreppan sem skall á í kjölfar bankahrunsins 2008.
" Að öllum líkindum mun sú erlenda niðursveifla hafa neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið".
Og Evrópuþjóðir eru okkar aðalviðskiptalönd.
En þetta segir Gamma um skuldastöðuna.
"Helsti vandi við fjármögnun ríkissjóðs í krónum og mynt er hversu framhlaðnar skuldirnar eru og stórt hlutfall erlendra eigenda að skammtímaskuldunum í krónum. .....Gjaldeyrisforða sem tekinn er að láni þarf að greiða til baka auk vaxta og þó slík forðasöfnun geti lengt í endurfjármögnunarferli landsins, bætir hún ekki hreina erlenda stöðu þess."
Það sem Gamma er að benda á er að AGS lánin eru á gjalddaga 2014-2016 og lánin frá Norðurlöndum og Póllandi greiðast upp 2014-2021."
Að kalla svona hengingaról góða vörn "varðandi lausafjárstöðu, gjaldeyrisforðann ..." eru hreinustu öfugmæli í aðdraganda alvarlegustu fjármálakreppu seinni tíma.
Í raun eru AGS lánin landráð ef gengið er á þau, landið mun ekki geta endurgreitt þau á tilsettum tíma og þá verður þjóðin ofurseld "miskunn" AGS.
Og Grikkir þekkja vel þá miskunn.
Hvernig komst þjóðin í þá stöðu að hreinræktuð fífl stjórna henni, fólk sem hefur engan sens fyrir því sem er að gerast í kringum það.
Væru helstu fjármálasérfræðingar heims að spá hruni fjármálamarkaða ef aðeins væri um skuldavanda einstakra aðildarríkja evrusamstarfsins???
Í hvaða heimi lifir eiginlega forsætisráðherra landsins og helstu ráðherrar hennar???
Hafa þau engar áhyggjur af hruni útflutningsmarkaða, það gerðist jú í Kreppunni miklu sem mun verða barnaleikur ef bankakerfi Evrópu hrynur???
En hvernig læt ég, auðvita hefur þetta fólk ekki áhyggjur.
Vörn þess er pottþétt, það segir að vandinn sé óverulegur og muni leysast fljótlega.
Vörn þess er orð án tengingar við raunveruleikann.
Haldgóð, ekki satt???
Kveðja að austan.
Fylgst með kreppu í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1652
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1472
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar,þetta fólk hefur ekki áhyggjur af því hvað verður um þjóðina,hennar stefna er að þurrka hana út..... Hennar býður háleitara markmið,sem sýsla í Evrulandi,með góðan heimanmund.
Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2011 kl. 22:36
Ótrúlega litlu munaði að Jóhönnu tækist það sem hún ætlaði sér ... nefnileg að aðeins yrðu fjórir ráðamenn/konur
Jóhanna - alráður
Steingrímur - fáráður
Ögmundur - sjálfráður
og
Össur - landráður.
Óskar Guðmundsson, 20.9.2011 kl. 22:41
Takk fyrir innlitið félagar.
Óskar, vantar bara ekki Esterráð uppá dönsku???
Helga, stundum efast ég um að það sé vit til staðar til að skynja eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af. Allavega er viðtalið sem þessi frétt tengist, af ætt hryllingsmynda eða satíra fáránleikans.
En hvernig sátum við uppi með þetta fólk???
Og svo borum við,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2011 kl. 07:00
bara í nefið og hryllum okkur yfir að hafa kosið þetta lið (sem ég hafði þó vit á að gera ekki, ath. með tilliti til atburða).
Jóhanna, Össur og co. eru í algjörri veruleikafirringu. Ég spyr mig hvenær (og hvort) þau munu viðurkenna mistök þegar að ný kreppa skellur fyrir alvöru á. Þá koma afsakaninar........... Maður velltir því líka fyrir sér að þau muni ætla sér að koma okkur þarna inn í hvernig ástandi sem heimurinn verður.
Guðni Karl Harðarson, 21.9.2011 kl. 09:34
Blessaður Guðni.
Þá koma afsakanirnar.
Það eina sem ekki er vitað er hvort fólk muni enn einu sinni gleypa við þeim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2011 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.