20.9.2011 | 12:46
Evrópusambandið og reglurnar.
Evrópusambandið lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi.
Og samræmir það í reglur, yfirleitt reglur sem takmarka, banna eða gera fólki erfiðara að þrýfast í samfélögum sínum.
Sagan kennir að ofreglusamfélög staðna og deyja að lokum út.
Það er það sem er að gerast í Evrópu í dag, eða réttara sagt, það er ekkert að gerast í Evrópu í dag.
Hagkerfin eru stöðnuð, evran að daga uppi, sambandið er að eyðast innan frá.
Bannið við heimabakstur er svona lítil birtingarmynd þess vanda sem ESB glímir við.
Reglur um allt mannlegt sem ómannlegt.
En það sýnir líka hina algjöra heimsku íslenska stjórnkerfisins að taka mark á svona reglum.
Það sýnir hyldýpisgap á milli hins venjulega manns og stjórnkerfisins.
Það gap verður ekki brúað, ekkert brúarefni nær frá heilbrigðri skynsemi í algjöran fáránleika.
Þessu gapi verður að eyða.
Annað hvort víkur hinn venjulegi maður eða búrókratar ESB regluverksins.
Og það uppgjör þarf að eiga sér stað fyrr en síðar.
Áður en stöðnunin yfirtekur allt mannlíf.
Losum okkur við ESB regluverkið fyrir fullt og allt.
Kveðja að austan.
Vilja leyfa sölu á heimabakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar reglur eru ekki komnar frá ESB þetta eru einfaldlega heimagerðar reglur búnar til að Jóni Bjarnasyni,
forsjárhyggju og einkahagsmunaverndari íslands.
Runar (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 12:54
auðvelt að kenna esb um eitthvað sem ekki er einusinni frá því komið,,,held að menn ættu að kynna sér staðreyndir áður en skrifað er..
pétur (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 12:59
Rúnar og Pétur, þið ættuð að kynna ykkur málið örlítið betur. Þessar tilskipun kemur frá Brussel, reyndar hafa flest lönd ESB og EES tekið þetta upp sem reglu hjá sér, en íslenskir stjórnmálamenn voru svo "snjallir" að taka tilskipunina upp sem lög. Það eru nefnilega margir þeirra sem verma stólana á Alþingi kaþólskari en páfinn, þegar umræðan snýst um ESB!
Gunnar Heiðarsson, 20.9.2011 kl. 13:09
Þetta er tvíþætt þar sem aðilar deila sök:
Í lögum um matvæli er reglugerðarheimild í 18. grein og þar er vísað í 10 "tilteknar gerðir Evrópusambandsins". Og í grein 31a er vísað í 8 "reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins" vegna sams konar heimilda.
Að gera ESB stikkfrí í þessu máli passar ekki. En íslenskir embættismenn fóru offari í túlkun bókstafsins (að margra mati) og eiga sinn hluta af sökinni líka.
Samt sem áður "hyldýpisgap milli veljulegs manns og stjórnkerfisins" eru orð að sönnu hjá Ómari.
GrúSkari (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 13:33
Æ,ææ, greyin Runar og pétur, var þetta sárt????
Takk annars fyrir innlitið félagar allir saman og fróðlegar upplýsingar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2011 kl. 13:41
Það hefur enginn bannað heimabakstur. En ef þú ætlar að baka til sölu þá ert þú kominn út í atvinnurekstur. Og þá er ekki sanngjarnt að einn geti bakað í sínum bílskúr óáreittur með því að stimpla allt "heimabakað" meðan aðrir þurfa að kaupa ýmiskonar leyfi og standast kröfur og skoðanir heilbrigðis og skattayfirvalda.
sigkja (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 14:02
Blessaður sigkja, það má alltaf finna einhverja sem verja reglurnar.
En minni þig á að sjálfboðaliðastarf kemur óskráðri atvinnustarfsemi ekkert við.
Og um hana hafa verið til reglur áður en ég fæddist.
Og þær duga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2011 kl. 14:27
allavega er "vandamálið" heimatilbúið og í höndum löggjafavaldins hér á landi að leiðrétta með Jón Bjarnason í fararbroddi...fólk sem ferðast hefur um Evrópu hefur án efa orðið var við alla útimarkaðinna sem selja allt milli himins og jarðar, sultur og vín, brauð og smjör allt komið beint frá framleiðenda og ekki útteknum eldhúsum,,,,
bara svo fyndið hvað esb andstæðingar stukku uppá nef sér og góluðu úlfur,úlfur, esb er að leggja heimabaksturinn í rúst.,.
pétur (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 16:37
Blessaður pétur.
Þú ert allur að koma til, og kemur reyndar inn á kjarna málsins. Það hvarflar ekki að fólki í Evrópu að fara eftir reglum reglugerðarmanna ESB. Og þar sem þeir hafa ekki hermenn til að framfylgja þeim, þá geta þeir lítið annað gert, annað en að setja fleiri reglur.
Til ógæfur er tvennt, að evrópskur struktúr, framkvæmdur af búrókrötum, hann aðlagar sig sífellt meir og meir að þessum reglum. Og þrengir þar með æ meir að venjulegu fólki.
Og hitt er að menn lítilla sæva, mennirnir sem manna hið íslenska skrifræði, þeir líta á reglur ESB sem skipun frá sjálfum skaparanum.
Sem aftur minnir mig á hvað ég var að segja, og ég var þannig séð ekki að blogga um kökusölu, hún var kveikjan, en ég lagði út frá þeim kveik.
Og ég sagði, "Losum okkur við ESB regluverkið fyrir fullt og allt."
Og það af gefnu tilefni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2011 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.