20.9.2011 | 11:13
Í hvaða heimi lifa fjármálamenn???
Ekki draumaheimi, þetta er of heimskt til þess.
Hvernig dettur þeim í hug að sameiginleg fjármálstjórn bjargi evrunni þegar svona er komið????
Bjargar það franska bankakerfinu eða því ítalska???
Stöðvar það fjármagnsflóttann frá veikari evruríkjum til Þýskalands???
Halda þeir að þýskir skattgreiðendur taki á sig endurfjármögnun bankakerfis álfunnar, að þeir eigi dulda sjóði sem enginn botn er á???
Og halda þeir að Stalín stjórni??
Að embættismenn, eða stjórnmálaelítan geti ákveðið einhliða að einstök ríki Evrópu gefi eftir sjálfstæði sitt og sjálfsforræði???
Bara si svona.
Hafa þeir ekki heyrt minnst á lýðræði, að almenningur viðkomandi landa þarf að samþykkja valdaafsalið????
Hvílíkur barnaskapur, maður segir ekki annað???
Evran er dauð ef fantasía á að bjarga henni.
Og samt vill ríkisstjórnin evruna.
Í hvaða heimi er hún????
Kveðja að austan.
Ein efnahagsstjórn líklegri niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur verð vitað frá upphafi að Evran virki ekki sem sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu, nema til komi ein efnahagsstjórnstefna yfir öllu. Þetta eru þeir búnir að reyna í 10 sl. ár.
Þeir hafa gefist upp á lýðræðinu og eru að þvinga ríki Evrópu til alræðis Brussels í krafti peninga.-
Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála -þegar þýsk efnahagsstjórn verður leidd inn fyrir þegna Ítalíu- Spán-Portugal og öll þau ríki sem eru orðin skuldug upp fyrir haus.
Það verður einnig fróðlegt að fylgjast með hverjir sameinist um að tryggja alheimsfjármagnið, sem liggur í vanskilum í Evrópskumríkjum og bankakerfi þeirra.
Eggert Guðmundsson, 20.9.2011 kl. 11:36
Sæll! hún er í heimi hringlaga bús hunangsflugunnar,heldur sig drottningu. Svona er minn heimur orðinn klikkaður,nenni ekki að minnkast mín.
Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2011 kl. 13:17
Blessaður Eggert.
Það þarf sambandsríki, sameiginleg efnhagsstjórn dugar ekki.
Meinlokan mikla er sú að vandinn felist í slælegri efnhagsstjórn evruvandræðaríkja. Írar stóðu sig ágætlega, mun betur en margir aðrir. En þeir tóku yfir banka sína, hafa ekki séð til evrusólarinnar síðan.
Spánverjar höfðu líka ágæt tök á sínum ríkisbúskap, en þegar þenslan í einkageiranum sprakk, þá hófst fjármagnsflótti úr landi, spænska ríkið þarf að koma með evrur á móti, á þær ekki til.
Málið er að meðan einstök lönd er sjálfstæð, og fjármagn er frjálst, þá leitar það alltaf í öruggt skjól. Og þar með þorna viðkomandi hagkerfi upp af evrum, og ef enginn vill lána, þá eru þau ósjálfbjarga.
En jafnvel þó sambandsríki ESB yrði stofnað, þá myndi evran eyðileggja efnahag Suður Evrópu og það þyrfti hervald til að halda henni inni.
Ergo, evran er dauð á meðan Stalín lifir ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2011 kl. 13:38
Þú segir það Helga,
kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2011 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.