Dickens sá ekki þetta ástand fyrir.

 

Dickens lýsti þessu ástandi.

Og það fyndna er að sósíalískir flokkar eins og VG eiga rætur að rekja í andófi gegn því ástandi að fátækt fólk var mergsogið og látið gista gaddinn, þegar ekki var meira að sjúga.

Núna, 150 árum eftir að Dickens skrifaði sínar sögur, eru arftakar gömlu sósíalistana að útbúa veisluborð fyrir auðsugur, blóðsugur og mergsugur hins alþjóðlega fjármagns.

Hér á Íslandi var amerískum vogunarsjóðum boðið í slíka veislu segir fyrrum borgarfulltrúi Vinstri manna.  

Það sárgrætilega að einu viðbrögð jafnaðarstjórnarinnar íslensku við úburði fólks, er að bjóða því húsaskjól gegn því að það greiði markaðsleigu fyrir það skjól.  

Markaðsleigu sem er mun hærri en þær afborganir sem það sligaðist undan. 

En það má víst ekki trufla markaðinn, hann er heilagur.

Jafn heilagur og verðtryggingin sem er víst verk guðs, meitluð í fornar steintöflur sem íslenskir stjórnmálamenn fundu þegar þeir voru í boðsferð í landinu helga, seint á sjöunda áratug síðustu aldar.

Heilög verðtrygging skal standa þó almenningi blæði út vegna hennar.

 

Og afleiðingin, afleiðingin er að við Íslendingar munum eignast okkar eigin Dickens, sem mun skrifa raunsæjar skáldsögur frá Íslandi nútímans og um þá örbirgð fátæks fólks sem blóðsugur fjármagns hafa læst skoltum sínum í.

En í stað þess að beina spjótum sínum að ríkisstjórn aðals og broddborgara eins og Dickens gerði um miðja nítjánda öld, þá mun íslenski arftaki hans vega að sósíalistum og jafnaðarmönnum sem festu kerfi arðráns og sjálftöku í sessi eftir Hrunið mikla haustið 2008.

Eftir svona 20 ár munu ung börn ekki segja "djöflusins", heldur "félags" og þá mun munnur þeirra ekki vera skolaður út með sápu eins og gert er við þá sem nota um of gömlu blótsyrðin.

Því eldra fólkið mun aðeins segja, "já þetta voru meiru helvítis aumingjarnir".

 

Því aðeins aumingjar og mannræflar láta núverandi ástand viðgangast..

Ekkert réttlætir það sem er verið að gera samlöndum okkar, venjulegu fólki sem á sama rétt til mannsæmandi lífs eins og við öll hin.

 

Ekkert.

Við erum öll manneskjur.

Kveðja að austan.


mbl.is VG vildi stöðva uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Bravó!

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.9.2011 kl. 02:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 góður

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2011 kl. 12:44

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Flottur þessi/Kveðja að sunnan !!!!

Haraldur Haraldsson, 11.9.2011 kl. 15:45

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.-

Þú gleymdir ryksugunni- Það yrði léttara fyrir unga fólk framtíðarinnar, að muna eftir ryksugunni, þeirri gömlu góðu, sem ryksugaði upp allan skítinn.  Ryksugan gæti sogað upp allar hinar sugurnar og þá yrði góður endir.

Eggert Guðmundsson, 11.9.2011 kl. 22:46

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér er hægt að banna ný lán til lengri tíma en 5 ár með veði í heimili sem er ekki hreinnar jafngreiðlu [alþjóðlegur staðall] eða ARM smsettar jafngreiðslu þar skipt eru fasta nafnvexti á 5 ár fresti. Sjá ARION. Það er búið byrgja bruninn fyrir framtíðma. Tryggja örguggt gagnkvæmt frelsi í rekstragrunn Íslands. Bann eins og öll önnur ríki Kúllánsform [Baaloon] til lengri tíma en 5 ár.  Formdæmi er til stað um allt í kringum okkur. Hér vilja stjórnvöldi ekki gera þetta og spurning er hvers vegna.  Skulda veðlánara til að reikna max meðalverðlaghækkanir fyrir fram.  Banna að gera ráð fyrir  fyrir meiri verðlagshækkunum að meðatali en í USA og UK, yfir 30 ár eða leyfa max 10 hærri ráðagerðir. Þá er búið njörva blóðsuguskrímilð niður. Ég skora á stjórnvöld til þau geti sannað vanhæfið sitt og ábyrgðarleysi.

Júlíus Björnsson, 12.9.2011 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband