Breska leyniþjónustan og ICEsave.

 

Bretar hafa upplifað sig sem stórveldi löngu eftir að breski flotinn varð ryði að bráð á sjötta áratugnum.  Skýring þess er mjög einföld, bretar mættu í bíó og horfðu á James Bond lemja Rússa og önnur skaðræðiskvikindi.

Rætnar tungur sögðu reyndar að lungað af fjárframlögum til bresku leyniþjónustunnar, MIG 6 hafi farið í að skapa þessa ímynd, í stað þess að njósna og spæja, þá hafi yfirmenn stofnunarinnar lagt meginárherslu á ímyndina, og hluti af því fólst í að styrkja rithöfunda eins og Jack Higgins eða Colin Forster eða bíómyndir eins og myndabálkinn um James Bond.  Engin önnur skýring þótti að James Bond lifði löngu eftir að bresk kvikmyndagerð leið undir lok.

Stafðfesting þess að undir umbúðunum væri loft, var þegar MIG 6 birti skýrslu um gjöreyðingarvopn Íraka, og lét síðan Blair flytja hana í breska þinginu.

Skýrslan var unnin upp úr ritgerð efri mentskælings við Berkley háskóla sem notaði skáldhæfileika sína til að ná sér í nokkra punkta í námi sínu í alþjóðastjórnmálum.

 

Aðrir sem betur til þekkja segja að "sögnin" um vanhæfi MIG 6 sé mótuð ímynd háþróaðrar leyniþjónustu sem vinni um allan heim að breskum hagsmunum.  

Dæmi um það er samvinna leyniþjónustunnar við myrkraröfl Gaddafis þegar út á við var látið að hann væri í banni vegna stuðnings hans við alþjóða hryðjuverkastarfsemi sem náði hámrki með eyðingu þotu Pan Ams yfir Skotlandi.  

Aðeins alvöru leyniþjónustur láti slík óhæfuverk ekki trufla starfsemi sína og olía er meira metin en mannslíf.

 

Ekki ætlar pistlahöfundur að meta hvað er rétt eða rangt í öllu því sagnaflóði sem starfsemi MIG 6 hefur getið af sér.

Þessi inngangur er aðeins af gefnu tilefni, og tilefnið er starfsemi MIG 6 á Íslandi og áhrif hennar á íslenska umræðu um fjárkúgun breta, kennda við ICEsave.

 

Skynsamt fólk, sem veit að ekkert gerist að sjálfu sér, veltir vöngum um hvað gerðst í stjórnarráðinu eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við í febrúar 2009.  

Af hverju varð þessi kúvending gagnvart fjárkúgun breta???  

Ingibjörg Sólrún hafði jú komið málinu í  raunhæfan farveg með Brussel viðmiðun sínum og ljóst var að umræðan snérist aðeins um það sem útaf stæði eftir að þrotabú Landsbankans væri gert upp ( í þessu samhengi verður að skoða ræður Geirs og Ingibjargar þar sem þau áætluðu meint útgjöld vegna ICEsave óveruleg ).

 

Alltíeinu var kominn samningur sem fól í sér greiðslur til breta sem námu aldrei undir þriðjungi þjóðarframleiðslunnar og gátu ef illa færi farið yfir 2/3 af þjóðarframleiðslu landsins.  Til samanburðar þá var um mun hærri upphæð að ræða en stríðsskaðabætur Þjóðverja, kennda við Versala, voru eftir fyrri heimsstyrjöld, og útilokað var að þýska þjóðin stæði undir.

Rökin voru líka engin, allavega ekki lagaleg eða efnahagsleg, enda er aldrei hægt að færa rök fyrir að það sé þjóðum til góðs að vera gjaldþrota vegna "bóta" til erlendra ríkja.

Af hverju????  Af hverju var þá samið svona????

 

Ekki veit ég svarið, en í gegnum tíðina er sterkt samhengi milli undirróðurs leyniþjónusta stórvelda og illskuverka sem menn hafa gert sínum  eigin þjóðum. 

Það vita það allir til dæmis að Jan Masaryk, utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu framdi ekki sjálfsmorð 1948, KGB hafði þar krumlur að störfum, en fráfall hans markaði endalok sjálfstæðis Tékka gagnvart Sovétinu, eitthvað sem þeir fengu svo ekki aftur fyrr en kommúnisminn féll í lok níunda áratugar síðustu aldar.

Aðeins börn láta sér detta í hug að sinnaskiptin í stjórnarráðinu hafi átt sér stað án orsaka eða gjörða þess veldis sem átti hagsmuna að gæta að hin ólöglega krafa, kennd við ICEsave, gengi eftir.

En hvað nákvæmlega gerðist, það mun sagan afhjúpa þegar óttinn víkur fyrir sannleikanum.

 

En áform MIG 6 gengu ekki eftir, það sá enginn fyrir einleik Ögmundar og þá samstöðu sem hann náði með stjórnarandstöðunni um hina svokölluðu fyrirvara á Svavarssamningnum.  

Ögmundur hefði örugglega viljað fella þá samninga en hann treysti sér ekki í opið stríð við leppa breta í stjórnkerfinu, hann kaus að ganga þannig frá samþykkt Alþingis að bretar myndu aldrei sætta sig við breytingarnar og það yrðu þeir sem myndu hafna sinni eigin fjárkúgun.

 

Ég ætla ekki að rekja söguna frekar, puttar breta sjást víða, það svíkur engin opinberlega sína þjóð með lygum og rangfærslum án þess að fá fyrir það borgun eða hann láti undan kúgun eða hótunum í einhverri mynd.  

Þannig er bara raunveruleikinn, og þó við Íslendingar trúum á álfa og viljum oft vera tímunum saman í abstral heiminum, þá lúta svik og undanferli sömu lögmálum hér og annars staðar í raunheiminum.

 

En tilefnið þessa pistils er innslag MIG 6 í Speglinum núna í kvöld, þar komu fram mjög athyglisverðar upplýsingar.

Eftir að launaður starfsmaður breta hafði flutt sinn fasta áróður um veikan málstað Íslendinga í ICEsave deilunni og útmálað síðan þann hrylling sem biði þjóðarinnar þegar EFTA dómurinn hefði dæmt þjóðina í gapastokk, þá kom útlistun á næsta plotti breta, að þeir myndu ekki láta málið fara í dóm, ef Íslendingar myndu greiða einhverja málamyndaupphæð.

Aldrei fyrr hafa bresk stjórnvöld viðurkennt orð ristjóra Financial Times um að ICEsave kröfur þeirra væru "not legal" og "bullying" með svona áþreifanlegum hætti. 

Þau væru tilbúin að láta málið kjurt, ef Íslendingar viðurkenndu formlega kröfu þeirra, gegn því að sæst yrði á núverandi stöðu þrotabúsins sem greiðslu.  Og íslenska þjóðin myndi aðeins greiða það sem út af stæði.

 

Vissulega var eftirgjöfin sett í búning hræðslu og hótana, að hætti hús Ruv, en eftir stóð að bresk stjórnvöld væru tilbúin að semja.  

Tilbúin að semja, enn einu sinni, og sá samningur væri um það sem hugsanlega væri hægt að fá íslensku þjóðina til að samþykkja.

Hvort þetta gangi eftir, það er spurning.

 

Fræg er sagan um ítalska námsmanninn á áttunda áratugnum sem ákvað að lappa upp á fjárhaginn með því nýta sér leyniferð vinar síns til Austurlanda, og sendi föður hans kröfu lausnargjald.  Þetta var á þeim tíma þar sem bæði mafían og Rauða herdeildin stunduðu mannrám eins og hverja aðra atvinnugrein.

Og hugmyndin hefði virkað ef vinurinn hefði ekki sent skeyti heim og beðið föður sinn um pening vegna óvæntra útgjalda. 

En sagan varð fræg vegna þess að þegar hinum meinta mannræningja varð gerð grein fyrir að fórnarlambið væri komið fram, þá bauð hann afslátt, bauðst til að láta "mannránið" niður falla ef hann fengi 10% af upprunalegri kröfu.

 

Það sem kom fram í Speglinum í kvöld var svipaðs eðlis, bretar sjá að það virkar ekki lengur sterkt að hóta með EFTA dómninum, svona í ljósi allra þeirra samninga sem íslenskir agentar þeirra hafa verið gerðir afturreka með.

Kannski er betra að bjóða 10% og vona það besta.

 

En tilefnið þessa pistils er ekki vísdómsorð Jóhönnu Sigurðardóttur.  Um  þau er ekkert hægt að segja, ekki einu sinni er hægt að hæðast að þeim.

En það má láta þau standa, sem dæmi um niðurlægingu þjóðar sem tók það versta þegar vindar blésu napurt um þjóðarsálina.

".......þá er þarna mjög ómaklega vegið að ríkisstjórninni og fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi látið aðrar þjóðir beygja sig. Þetta er auðvitað fráleitt,"

Ef ríkisstjórnin lét ekki beygja sig, hvað réði þá gjörðum hennar????

 

Það minnir aftur á heiti þessa pistils, og síðan ákall um söguna um að útskýra þessi orð Jóhönnu.

En bretar munu ekki verða að ósk sinni.  Við þá verður ekki samið.

 

Því sjálfstæð þjóð semur ekki við ofbeldismenn svo ég vitni í Ólaf forseta.

Þeirra er fangelsi ekki veislusalir.

 

Glæpir borga sig ekki.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gagnrýnir forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, ICESAVE-STJÓRNIN beygði sig ekki fyrir kúgun og ofbeldi, Ómar.  Jóhanna má vel ljúga opinberlega þar til hún verður rauð í framan.  Og kenna forsetanum um að ósekju fyrir að segja það sem allir vissu.  Nú vantar bara afruglarann sem snýr orðunum aftur á bak og á hvolf og öfugt samkvæmt honum Óskari 

Elle_, 9.9.2011 kl. 23:20

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar og góð endurkoma.

Ég bíð spenntur yfir tilvonandi fundi þeirra -Jóhönnu og 'Olafs- 

Ólafur segir það sem öll þjóðin veit- til fréttamiðla-sannleikatil  tilvonandi viðsemjenda okkar í ESB klíkuna.

Hvað er að því segja sannleikann?

- Það fer fyrir brjóstið að Jóhönnu- eða var það tilviljun að Gimillinn varð ekki fyrir svörum! - sem hefði verið í lófa lagt að ljúga.-

Nei - Jóhanna vildi ekki ljúga fyrir framan RUV- (það hefði verið of "sjokkerandi"  hún hefði berskjaldað sig- og fréttamenn gætu hafa fengið e-h smjörþef af því sem hefur gengið á sl. 2 ár.- (mögulega hefðu þeir uppgötvað heimsku sína, og farið að vinna á e-h öðrum sannleika, og jafnvel uppgötvað að fleiri hafa skoðun en Ríkisstjórn vors).

Jóhanna kaus að ræða við forseta vors undir fjögur augu. -Veit ekki á gott! -fyrir hvern veit ég ekki enn, en það veit ekki á gott- þegar enginn veit hvað um er rætt.!!!!!!!!!!

En - ég veit það að hver sem segir sannleikann mun ávalt rísa upp sem sigurvegari. Það gildir í öllum málum. Þess vegna - held ég að Jóhanna eigi ekki séns- þess heldur Gimillinn frá Gunnarsstöðum.

Eggert Guðmundsson, 9.9.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Margumrætt MIG 6 er ekki til nema sem rússnesk herþota. Fyrirbærið heitir að réttu lagi MI6, Military intelligence 6 (6. deild hernaðarnjósna) eða SIS, Secret intelligence service (Leynilega njósnaþjónustan).

Ég er hins vegar algjörlega sammála þér efnislega. Vonandi tekur Ólafur á móti Jóhönnu með svipuðum hætti og Hermann Jónasson forsætisráðherra er sagður hafa tekið á móti sendifulltrúa Þýskalands, sem vildi fá leyfi til að byggja hér þýskan flugvöll fyrir stríð: Sagan segir að Hermann, sem var glímukóngur og vel að manni, hafi sparkað í afturendann á honum niður tröppur stjórnarráðsins. Það yrði gaman að sjá Jóhönnu, fulltrúa breskra kúgunarafla, koma fljúgandi út af skrifstofu forseta við Sóleyjargötuna. 

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.9.2011 kl. 00:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Alveg rétt Magnús, veit reyndar ekki hvort Rússar kenna einhverja við sexuna en það er önnur saga.

Í þessum pistli eru fleiri staðreyndarvillur eða óstaðreyndir.   Það er alltaf spurning hvar satíran víkur og alvaran tekur við.  Allavega vil ég eiga skjól í skáldskapnum ef einhver tæki upp á þeim fjanda að taka mig of alvarlega.

En efnið er alvarlegt, svo alvarlegt að ég kýs að setja það svona fram.

Því ef hið hefðbundna rökrétt skýrir ekki hegðun fólks, til dæmis ítrekaðar staðreyndavillur Spegilsins í þágu erlendrar fjárkúgunar, hvað skýrir það þá???

Hvað yfir höfuð getur skýrt þennan illvilja gagnvart sinni eigin þjóð???

Og af hverju finnst fólki þetta í lagi, svona í ljósi þess að þjóðin hefur marghafnað hinni bresku fjárkúgun, af hverju fer þá aðalbaráttu breta fram í ríkismiðli þjóðarinnar????

Um þetta fjallar pistill minn, varla að ég nenni að eyða orðum á Jóhönnu.  Hún virðist alveg fullfær um að skaða sinn málstað sjálf blessunin.

En einhvern veginn virðumst við svo samdauna hinu óeðlilega að enginn segir neitt, eða því sem næst.

Takk svo fyrir innlitið góða fólk hér að ofan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2011 kl. 08:44

5 identicon

Svarið við spurningunni: "Hvað olli stefnubreytingunni þegar Jóhönnustjórnin tók við", kom frá Atla Gíslasyni þegar hann gekk ásamt Lilju úr þingflokki VG.  Hann sagði að ESB hefði neitað að taka við umsókninni ef ekki hefði verið samið um Icesave.

Þekkjandi "kjark og dug" íslenskra jafnaðarmanna þá þarf það ekki að koma neinum á óvart að með þessum hótunum tókst ESB að hræða úr þeim úrganginn. Í framhaldinu kepptust þeir við að kasta sér á spjótin í vörnum sínum fyrir andstæðinga þjóðarinnar.

Ég tel allar líkur á að "endurreisn" bankanna og "lausn" á skuldamálum heimilanna sé einnig tengd hótuninni um að ESB hefði neitað að taka við umsókninni ef að evrópskir kröfuhafar (t.d. Deutsche Bank) hefðu ekki engið að valsa um þrotabúin og mergsjúga íslenska lántakendur. Það getur varla verið tilviljun að einmitt Deutsche Bank og fulltrúum Breta og Hollendinga var boðið að sérstöku samningaborði um endurreisn bankakerfisins snemma árs 2009. Þar virðist hafa verið samið um örlög alþýðunnar. Það er á sama tíma og Jóhanna var að lofa skjaldborg um heimilin. Í dag finnur þú færri en fimm íslenska jafnaðarmenn sem eru tilbúnir til þess að standa með heimilunum í skuldavandræðum þeirra.  Restin af þessum snillingum er í bullandi varnarvinnu fyrir kröfuhafa bankanna.

Í þessu samhengi má einnig minna á að Björgúlfur Thor, skjólstæðingur Deutsche bank, virðist nú njóta sérstakrar verndar hjá Samfylkingunni samanber gagnaver og annað þvíumlíkt.  Hann er núna á fundarherðferð erlendis ásamt Helga Hjörvari þar sem þeir félagar reyna að skýra út fyrir umheiminum þær smávægilegu yfirsjónir útrásarvíkinganna og stjórnmálaarms þeirra (SF) sem urðu þess valdandi að skilja landið eftir í 10-15 ára kreppu.

BTB náði að semja þannig um skuldir sínar við þýska bankann að Landsbankinn má ekki snerta hann. Þá lagði vinur vors og blóma, SJS, nokkra áherslu á það þegar hann var að reyna að særa í gegn síðasta Icesave samning að ákvæðið um að stjórnvöld beittu sér fyrir því að farið yrði á eftir fyrrum eigendum og stjórnendum Landsbankans með eldi og brennisteini, yrði kippt út. 

Allt er þetta af sama meiði.  "Það eru ótal mörg mál tengd þessari aðildarumsókn" sagði Atli Gísla á sínum tíma.  Seiken, sem var þokkalega stemmdur fyrir aðild að sambandinu áður en þessi farsi hófst, hefur nú skrifað undir á www.skynsemi.is

Seiken (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 12:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt góða innslag Seiken.

Vissulega hangir margt á spýtunni, og lýsing þín á framferði ESB í þágu fjármagns, ætti vel heima undir pistli mínum hér að ofan þar sem ég skrifaði um vitþurrð Eurokrata, það eina sem stendur upp úr hjá þeim er almenn mannvonska, annað er hulið heimskuþoku sem engin vitglóra virðist ná að skína í gegn.

En ég gef ekki svo glatt eftir kenningu mína um MIG 6, og vil færa rök fyrir því.

Ingibjörg vildi áköf inn í ESB, og þáverandi forysta íhaldsins var höll undir ESB, og bergmálaði þar viðhorf viðskiptalífsins.  Samt var ekki öllu kyngt og málinu komið í þokkalegan vitrænan farveg sem aðeins annálaðir kverúlantar eins og ég börðust gegn.

Svo kom Svavarssamningurinn gjörsamlega út úr kú miðað við fyrri umræðu.   Og í millitíðinni urðu stjórnarskipti, fyrir hálvolga ESB sinna kom harður antiESB flokkur.  Einhver hefði haldið að það hefði verið lag fyrir Steingrím og Ögmund að ná fram ICESave áherslum sínum gegn því að gefa eftir í ESB umsóknarferlinu.

En að samþykkja þessi ósköp, það er ekkert rökrænt sem mælir með því.  Og þegar það gerist, þá er yfirleitt um moldvörpuvinnu að ræða sem hefur umturnað atburðrásinni.

Ef ekki, þá hvað???

Síðan má minna á bein dæmi um algjörlega órökrétta hegðun, til dæmis landráðagrein þeira Silju Báru og Dóru Sif.  Með lygum og rangfærslum reyndu þær að bregða fæti fyrir vinnu Ögmundar að Alþingi beitti sér fyrir því að allavega yrði reynt að sitja inn fyrirvara sem hindruðu beint þjóðargjaldþrot, þó samningurinn yrði örugglega banabiti velferðarinnar.

Hvað fær fólk til að leggja óvininum svona beint lið og reyna að valda glundroða og hörmungum hjá sinni eigin þjóð???

Yfirgengileg heimska??'  Eða fagmenn í faginu?

Og svo er náttúrulega ekkert sem útskýrir einkastríð Sigrúnar Davíðsdóttur gegn þjóð sinni og þá staðreynd að hún kemst upp  með stríðið á ríkisfjölmiðli landsins.

Ekkert nema þá að atvinnumenn í undirróðri og kúgunum hafi komið nærri.

Það hljóta að gilda sömu lögmál á Íslandi og í öðrum löndum, við erum ekki svo einstök.

Eða er það?????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2011 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband