Er raunveruleikinn genginn til liðs við stjórnarandstöðuna???

 

Síljúgandi kreppu og samdrætti upp á efnhagslífið??'

 

Það vakti athygli þegar Jóhanna Sigurðardóttir kvað stjórnarandstöðuna vera aðal efnahagsvanda þjóðarinnar, með barlómi sínum og úrtölum.

Vitnaði hún í halelújavakningarhvatningarsamkundufund ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í tilefni þess að þjóðin var formlega leyst úr gapastokk sjóðsins, þar sem fram kom að samstarfið við AGS hefði heppnast einstaklega vel og mjög bjart væri framundan í efnhagslífi þjóðarinnar.

Spárnar hefðu sjaldnast verið betri, og þá efnhagsspárnar, ekki veðurspárnar sem eru alltaf með rigningarsudda og leiðindum.

 

Jóhann gat líka vitnað í að frá upphafi samstarfsins við AGS þá hefur alltaf verið hagvöxtur í spánum, grænt gras hefur alltaf beðið handan læksins.

Og hún gat líka vitnað í ótal ræður stjórnarandstöðunnar, sérstaklega formanns Framsóknarflokksins sem í sífellu hefur talað um stöðnun og samdrátt ef ekkert væri að gert í skuldamálum heimila og fyrirtækja, eins og maðurinn gæti ekki séð allt það sem gert hefði verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki.

Úrtölur og bolmóð sem var á skjön við allar spár helstu spámiðla AGS, OECD og Hagstofunnar.  

 

En Jóhanna gat ekki vitnað í raunveruleikann máli sínu til stuðnings.

Það var og er eins og hann sé líka meinsemd sem ekkert bjart sjái.

Í hvert skipti sem hann er skoðaður þá hækka tölurnar um samdrátt, og þess vegna þurfa spámiðlar stöðugt að bæta í spár sínar til að vega á móti þeim bölmóð sem svona napur raunveruleiki getur valdið.

Og ekki veitir af því nógu slæm er stjórnarandstaðan efnhagslífinu þó raunveruleikinn bæti ekki í vandann.

 

Já, það er mörg búmannsraunin þessa dagana.

Eins gott að grasið er grænt í Brussel og evran á blússandi siglingu.

Og svo ku vera fallegt í Kína.

 

Raunveruleikinn, hann má eiga sig.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Landsframleiðsla dróst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er allt sem kemur frá stjórninni. Það þarf fyrst að sigta það, snúa því svo á hvolf og lesa afturábak eins og hættulegustu galdraþulu enda tilheyrir þvílíkur hugarburður og þau láta útúr sér sér yfirleitt aðeins lyga og/eða tröllasögum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 18:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ég hafði ekki alveg hugsað það þannig en ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér.  

Kannski ert þú kominn  með drög af nothæfum afruglara, "Það þarf fyrst að sigta það, snúa því svo á hvolf og lesa afturábak eins og hættulegustu galdraþulu ", loksins verður hægt að skilja ráðamenn okkar.

Bíð spenntur eftir næsta skipti sem Jóhanna tjáir sig, hvenær sem það nú verður.  Þá ætla ég að prófa aðferð þína og þá, ef gæfa og lukka lofar, skil ég hana einu sinni, til tilbreytingar.

Segi eins og galeiðuþrællinn í Eiríki víkingi, "það væri nú skemmtilegra ef maður skyldi manninn" og vísaði þá skammir japanska "hvetjarans", sem voru á japönsku.

Ég held að fleiri séu sama sinnis, það væri skemmtilegra að vita um hvað málið snýst.

Þó það væri ekki annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 1412716

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband