Eru spádómarnir að rætast????

 

Hver hefði trúað manni sem í þjóðhátíðarræðu seint á síðustu öld hefði lýst þjóðfélagi á Íslandi þar sem fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin hefði unnið samviskusamlega að boði Nýfrjálshyggjumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að eyða því samfélagi sem tók lýðveldiskynslóðina 60 ár að byggja upp??

 

Að hún gerði ítrekað atlögu að heimilum, fyrirtækjum, skólum og sjúkrahúsum.

Að hún byggði upp kerfi skuldaþrældóms og skuldafangelsa (greiðsluaðlögunin).

Að  hún ynni fyrri erlend stórríki sem reyndu að fjárkúga landið.

Að hún afhenti amerískum vogunarsjóðum þrotabú bankanna.

Að hún legði sína ýtrustu krafta í að gera þjóð sína að þurfalingum í Evrópsku stórríki.

 

Þessu hefði enginn trúað, hvað þá að það hefði hvarflað að nokkrum að lýsa svona ástandi.  Því jafnvel ímyndunaraflið á sín takmörk.

 

En fólkinu sem gerir þjóð sinni þessi ósköp er ágætlega lýst í fornu kvæði:

Lítilla sanda, lítilla sæva,  lítil eru geð guma;

En þetta eru ekki mestu furðin, þjóðin kaus þessa stefnu yfir sig, og ætlar að gera það aftur í næstu kosningum.

Þjóðin er sátt við stefnuna og sátt við að samlandar þess í neyð hinna stökkbreyttu skulda séu látnar engjast á skuldaönglinum eins og um skynlausar skepnur sé að ræða.

Þeir sem sluppu neita hinum um hjálp þó efnahagsleg afleiðing slíks kulda sé öllum skaðleg.

 

Og í fornu kvæði er lýst afleiðingum þess þegar þjóð er klofin í herðar niður á milli þeirra sem eiga og þeirra sem þræla fyrir skuldum sínum.

 

Bræður munu berjast og að bönum verðast,

munu systrungar sifjum spilla;

hart er í heimi, hórdómur mikill,

skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir,

vindöld, vargöld, áður veröld steypist,

mun engi maður öðrum þyrma.

 

Síðan þetta ljóð var fest á skinnfeld hefur ekkert verið ritað á íslenska tungu sem lýsir betur afleiðingum þess siðferðislega gjaldþrots að hjálpa ekki samlanda sínum í neyð.

 

Forspá þessa forna texta gæti verið tilviljun en það er ekkert eðlilegt við þá ólýsanlegu heimsku að fólkið sem skóp kerfi Hrunsins, fólkið sem mótaði hugmyndafræði þess og sá aldrei neina hættu fyrr en allt hrundi, að það er fólkið sem þjóðin ákvað að trúa þegar kom að því að endurreisa hagkerfið eftir Hrun.

Þó var til fólk sem strax kom með raunhæfar hugmyndir út frá bestu þekkingu sem hagfræðin ræður yfir í dag.  

Þó kom fram fólk sem hafði aðra sýn á samfélagið en þá að það ætti að vera matarkista auðmanna og braskara.

Samt ákvað þjóðin að treysta Hrunverjum fyrir framtíð sinni og hún mun uppskera eftir því, nýtt Hrun er handan hornsins.

 

Heimskan er ólýsanleg í ljósi sögulegra staðreynda.  

Hagfífl háskólans og greiningardeildanna klöppuðu fyrir skuldaútrásinni fram yfir Hrun og orðræða þeirra eftir Hrun sannar að þeir hafa ekki ennþá fattað af hverju Hrunið varð.

Helstu fórnarlömb AGS, millistéttin og stétt sjálfstæðra atvinnurekenda, bakkar upp stefnu sjóðsins með því að fylkja sér um leiðtoga atvinnulífsins og forystu Sjálfstæðisflokksins (38%).   Engu gáfulegra en að gyðingar hefðu fylkt sér um nýnasista eftir stríð.

Öryrkjar, aldraðir, verkafólk styður vinstri stjórnina.  Samt reyndi hún fyrir nokkurra milljóna sparnað að eyða heilbrigðiskerfi landsbyggðarinnar, hún sveltir bótaþegar en greiðir tugmilljarða í rislán AGS sem hefur þann eina tilgang að borga út krónueign braskara (gömlu auðmennirnir???) á yfirverði.  Stjórnin styður fjármagn á kostnað lifandi fólks og að lokum mun stefna hennar leiða til þjóðargjaldþrots og endalok velferðarkerfisins í þeirri mynd sem við þekkjum.

Enginn "öldungur" þjóðarinnar kom ungu fólki í skuldagildru verðtryggingarinnar til hjálpar en þeir fylktu sér allir um ICEsave þjófnað breta.  Hégómi gagnvart útlöndum skipti þá meira máli en örlög barnafjölskyldna.  Líklegast er ekki til táknrænni mynd af siðferðislegri úrkynjun samfélaga en þegar "öldungarnir", fólkið með status, svíkur sína eigin þjóð.

 

Og þegar maður leggur saman yfirnáttúrulega heimsku, siðferðislega úrkynjun, siðlausa græðgi og sérhyggju, dregur frá eld og brennistein, þá erum við að upplifa spádóma Jóhannesar.

Ekkert mannlegt getur skýrt hið óskiljanlega, þetta eru furður skráð í skýin.

Og ef einhver efast þá tók Jóhannes það skýrt fram að tákn "skepnunnar" (Nýfrjálshyggjunnar???) myndi birtast þar sem hún væri að verki.  Þessi fyrirsögn birtist í á Mbl.is þann 4. júlí síðastliðinn:

 

Framleiðsluvörur seldar fyrir 666 milljarða.

 

Þarf frekari staðfestingar???

 

Kannski, víkjum þá að bók sem kom út 1996 og fjallar um spádóma Nostradamusar, höfundur bókar er Guðmundur Sigurfreyr Jónasson.

Það þarf ekki að taka fram að spádómar Nostradamusar eru með öllu óskiljanlegir en margur hefur lagt sig fram um að túlka þá eftir á.  En það sem er athyglisvert við þessa bók Guðmundar er það sem hann segir um framtíðina.

 

Efnahagskreppa.  Hrun verðbréfamarkaðarins.

 

Hefur einhver lesið þetta í blöðunum nýlega???

Líklegast flestir en ég er að pikka upp úr bók Guðmundar frá 1996, ein línan er svona; "Síðan birtist vofa í Grikklandi".  Passar það ekki við eldana í Aþenu???

Eða höfum við heyrt betri lýsingu á því sem gerðist og er að gerast í efnahagsmálum okkar eða efnahagsmálum Vesturlanda yfir höfuð?

 

Ráðamenn og stjórnendur framleiða 

eftirlíkingar og fræðimenn gera

áætlanir sem eru gjörsneyddar ráðvísi.

Gnægtarhornið verður fyrir barðinu 

á þeim og ofbeldi kemur í stað friðar.

Spádómarnir munu rætast.

 

Þau munu kvarta yfir eignamissi

og barma sér yfir að hafa kosið 

(ráðamenn) sem gera mistök æ ofan í æ.

Fáir vilja fylgja þeim lengur að málum

né láta síbylju þeirra draga sig á tálar.

 

Táknmynd gulls og silfurs verður fórnarlamb

verðbólgu.  Þegar velmegun líður 

undir lok verður henni kastað í eldinn

í bræði, uppurinn og truflaðri vegna 

ríkisskulda.  Verðbréfin verða að engu.

 

Mikil viðskipti og gnótt gulls og silfurs

afvegleiða þá sem þyrstir í upphefð.

Misgjörðir hinna ágjörnu koma í ljós

og verða þeim til stórfelldar skammar.

 

Musterin, þar sem Vesturlandabúar geyma

fjársjóði sína á leyndum stöðum, verða brotin

upp af hungruðum (lýðnum) sem endurheimtir

auðæfin og vinnur ótrúleg spellvirki.

Meðal þeirra verða hræðilegar óspektir.

 

Yfirvöld verða fyrirlitin vegna 

gengisfellingar og fólk gerir uppreisn 

gegn valdhöfum.  ....

 

Verður ekki að viðurkennast í ljósi þess að ekki var búið að finna upp netið og Gúglið þegar Nostradamus skráði þessar hugleiðingar sínar, að hann hafi fengið einhverja hugljómun, þetta er ekki allavega eftirá skýringar.

Og þegar það er haft í huga að íslenskir Hrunverjar komust upp með að neita fórnarlömbum sínum um réttlæti og sanngirni í skuldamálum, þá má alveg taka undir þessi orð.

Spádómarnir munu rætast.

 

Eða hvað????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hræringar á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú verð ég að vanda mig!!! Spurningar mínar eru vanga veltur.   Ef spár ganga eftir,er þá ekki allt fyrir fram ákveðið? Kristur sagði fyrir um að afneitun Péturs. Hann vissi líka að hann yrði krossfestur,þekki engan sem ég legg í að hreyfa þessum vangaveltum við,án þess að vera vænd um trúleysi, ég er það bara ekki.En, guð gefur mönnunum frelsi til ákvarðana,hvernig gat hann verið viss um að Pílatus dæmdi ekki eftir sinni eigin sannfæringu,þeirri að Kristur var saklaus!!?   Krossfestingin varð að gerast til að við fengjum sindaaflausn. Ég hefði trúað að undirgefni Krists hefði hrært einhver hjörtu til meðaumkunar,en þar spilaði öfund og valdmissis-hræðslan inn í (liklega). Það virðist sem vssan um að ágirndin,öfundin,illskeytt reiðin,auk útbreyðslu áróðurs valdhafa,sem æsti líðinn,hafi verið vel þekkt á æðstu stöðum. Er hægt að treysta á þessar hvatir, en ekki þær sem miskunna? Ómar minn! Ég vissi ekki fyrir að´þessar vangaveltur höfnuðu hjá þér,en þú tekur öðruvísi á málum en flestir aðrir,það veitir mér kjark. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Dexter Morgan

WHAT,,, skil ekki baun í innleggi no#1, hvað er þetta að koma ríkistjórninni, efnahagshruni, frjálshyggu, ránum og gripdeildum á íslandi við ???

Dexter Morgan, 3.8.2011 kl. 15:23

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Dexter, það er spurningin, hvað kemur pistill minn þessu öllu við???

Kannski er stóra spurningin, hefðir þú getað samið hann og þá hvar er alvaran og hvar er djókið???

Til dæmis er augljóst ef greinari fer yfir, þá eru þeir mjög hæddir sem afneita skuldaréttlæti.  Er réttlætanlegt að hafa stóru málin í flimtingum ef umfjöllinin nær til að hnykkja á óréttlæti í raunheimi???

Svo má spyrja yfir höfuð, til hvers ert þú að lesa pistil sem tekur á hlutum sem þú kannski ekki skilur, eða ef þú skilur, fyrirlítur mjög??  Gæti það hugsast að pistlahöfundur meinti það sem hann segði??

Það hefur nú áður skeð á þessari síðu, að meining hafi fylgt orðum.

Af hverju sneiðir þú þá ekki að mér í stað þess að sneiða að manneskju sem hefur afrekað margt meira en þú hefur náð, og mun líklega hafa vinninginn þegar líf ykkar beggja er gert upp??

Hvað er að því að hjóla í mig í stað þess að hnýta í fólk sem mætir inn og vill ræða þau hugrenningartengsl sem pistill minn vekur.

Þú ættir að geta sagt þér að öllu gamni fylgir alvara og ef alvaran vekur umræðu, þá ert þú og þín efahyggja í engum rétti til að kæfa þá umræðu.  

Það er jú ég sem samdi pistilinn og er ábyrgðarmaður hans.

Og hvað fær þig til að halda að þú sért meiri maður en Helga, sú mæta kona sem hefur afrekað kraftaverk lífsins?????

Aðrar áherslur, önnur lífsviðhorf????

Og so what??, er það ekki augljóst að ég tala tungum og þarf að standa fyrir mínu máli???

Hefur þú einhverja ánægju að tjá þig á þeim forsendum að vera ekki mættur með rökum heldur rökspeki þess sem allt hæðir???

Og ef svo er, viltu þá ekki mæta þeim sem taka á móti???

Margt er hér sagt, og margt hefur verið sagt, sem ekki er svo augljóst að sé rétt, og er örugglega ekki rétt, ef grannt er skoðað.  Hvort sem það er algjörlega bull eða það sem er rétt mætti orða á annan eða betri hátt.

Og svo ég játi það þá er mér það fullkunnugt.

En tilbúinn að ræða málin.

Og málin hér að ofan eru mín, ekki annarra.  Vilji fólk ræða það sem ég sagði, og það er ekki beint stór biðröð þar um, þá á það að mæta mér, ekki þeim sem koma í einlægni og segja það sem það hugsar.

Dexter, þú gerir lítið úr þér og þinni lífsspeki með innslagi þínu hér að ofan.

Og þú veist það innst inni alveg eins og ég.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2011 kl. 16:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ég þurfti fyrst að ræða við efahyggjuna áður en ég játaði að upp hefði komist upp um strákinn Tuma.

Ég viðurkenni að það er ekki full einlægni á bak við pistil minn, ég hef svo sem hugsað hann lengi, en hann er lokapunktur þess sem ég vil láta standa áður en ég fer í fríið.  Og hann er svona mæling á hvort það sem er út úr kú miðað við almenna umræðu, nái þeim flettingum að ég fari með 400.000 flettingar í fríið.

Í hreinskilni, þá er þessi teljari skýring þess að ég hef vaknað fyrir aldir fjölskyldunnar og lagað mér kaffi og samið pistla sem sumir lesa en fáir skilja.  En fóðra teljarann sem hégóminn skoðar, þegar ég var í 380.000 flettingum þá vildi ég ná þeim í 400.000 áður en ég svæfði bloggið enn einu sinni enn.  Nema að heilsan er það góð að ég er að hugsa um allt aðra hluti en að vera skrítinn og blogga um leiðirnar sem þarf að fara svo heiminum er bjargað.

Þær eru til, eru augljósar, og marglýstar hér á þessari síðu, en ekki umræða sem slær í gegn.  Kostar samt smá hugsun og yfirlegu, eitthvað sem endaði hér fyrir ári síðan þegar ég bloggaði mikið um Hvítu Rósina og hugmyndafræði hennar.

Og meinti hvert orð sem ég sagði.

Ég verð að játa að ég er dulítið að fíflast hér að ofan, og þá í því samhengi sem ég set hugsun mína, og þetta með útflutningin er svona punkturinn yfir I-ið sem er stíllega sniðugt en er ekki kannski alveg í samræmi við  mína dýpri hugsun.  Sem er kannski ekki svo djúp eða merkileg.

En ég játa, að ég hef töluvert hugsað þessa hluti í alvöru, en ég var ekki að blogga um þá alvöru.  Mér er alltaf minnistætt lagið sem Þorgeir Ástvaldsson sýndi í Skonrokki, "They are going to take me away, a ha, aha.", og þess vegna hef ég hóf á alvörunni í svona pistlum, tala kannski annað slagið um hana þegar ég er fullur og vill angra vini mína og kunningja.  Sem er mjög sjaldan.

Svo kemur þú og tekur mark á mér og spyrð mig spurninga sem ég hef vissulega spurt mig að, og svarað líka, því ég trúi á guð og góða menn, og hið góða í manninum og lífinu.  En vil kannski ekki hafa eftir á opinberum vettvangi.  Ræði það frekar við almættið þegar vel stendur á.

Ég á svo sem svar við þínum spurningum, veit svo sem ekki hvort það er rétt, en ég hefði ekki samið þennan pistil nema vegna þess að ég veit svarið.  

En ég set takmörk við þann aðhlátur sem ég tek á móti hér í bloggheimum.  

Per se var það erfiðara að starta þessari síðu en að standa við alla þá sérvisku sem hér hefur komið fram.  Þó margir segi til dæmis í dag að krafa breta sé án fordæmis, þá var hún almennt viðurkennd í umræðunni fyrir misserum síðan, þótti reyndar ósanngjörn en studdist við alþjóðlega samninga.

Þá var þessi síða mjög út úr kú þegar hún talaði um ólögmæti, fjárkúgun og landráð.  Svona eins og maður væri holdsveikur eða þaðan að verra.  Eða allt tal mitt um Óbermi AGS, það á ekki mikla samhljómun hér en í Suður Ameríku þætti það kellingarvæl, svo hógvært sem það er.  Og Grikkir og Írar skilja nákvæmlega hvað ég er að segja, og segja það víða í dag.

En á Íslandi ert þú skrýtinn ef þú talar á þeim nótum eins og ég geri.

Ég talaði líka um von trú og kærleik, og byltingu byltinganna, en það var ekki gott fyrir hégómann, það hreyfði ekki við teljaranum.  Var alltaf svona út í fjósi..

En á bak við kersknina hefur alltaf verið alvara.

Og þegar ég toppaði sjálfan mig í vitleysunni, eða sérviskunni sem fylgir ekki meginslóðanum, þá kemur þú Helga og tekur mark á mér.

Og hvað á ég að segja????'

Það sem ég hugsa, um þá trú mína að guð sé uppspretta kærleikans og verndari sakleysisins, sakleysisins sem börn okkar búa yfir!!!

Og að það sé alltaf von á meðan einhver trúir á hið góða og neitar að viðurkenna að hið illa hafi betur!!!.

Sjálfsagt gæti ég það, og mér væri gott sama þó efahyggjumenn myndu hjóla í mig.

En ég vil það ekki, ekki í dag, ekki næstu daga. 

Það sem ég hef að segja skiptir engu, fyrir mig er það aðeins fyrirhöfn sem er ekki þess virði.  Því fundasalurinn er tómur, en fyrirhöfnin tekur á, kostar orku sem ég ætla að nýta í annað og hún er ekki beint til skiptanna.

Hvort sem það er tilviljun sem er spáð, eða spádómarnir eru að koma fram, þá er það ekki mitt að meta.  Ég er bara stríðari sem ræðst  á þá sem neita heimilum landsins um skuldaréttlæti og sanngirni.

En  ég veit um leið að þeir sem málið varða, er alveg sama, það er annað sem á huga þeirra og hugsun.  Þeir bakka ekki upp þá sem vilja réttlæti og sanngirni, það er tilviljun sem olli að þeir þurfa á slíku að halda, en sú tilviljun kveikir ekki þá hugsun að réttur og sanngirni sé forsenda framtíðarinnar.

Nýr jeppi, betra hús, gróði og fullt af monney er það sem flestir hugsa um í dag.  Og þannig er það bara, þú skammar ekki fólk fyrir að vera það sem það er.

Við lifum í frjálsu landi þar sem hver velur þann slóða sem hann ætlar að feta.

Og það er ekkert meir um málið að segja.

Vissulega þurfti maður að verjast ICEsave, og ég reyndi að vekja máls á ógninni við AGS lánið.  En það eru mínar áhyggjur, ekki annarra.

Eftir stendur hégóminn að vilja hætta í 400.000 flettingum, hann er raunverulegur, hann er markmið sem hægt er að ná.

Svo kemur þú og spyrð mig um dýpri rök tilverunnar, það kom vel á vondan.

En ég hef sagt það að meistarinn frá Nasaret gaf okkur forskrift um þá hugsun og þá speki sem mun bjarga börnum okkar.  Við höfðum 2.000 ár til að melta það, og núna er Ögurstundin runnin upp.

Við höfum ekki lengri tíma, núna reynir á hvort við skiljum.

Og persónulega segi ég pass.

Ég er mælskur, hef upplifað ýmis komment, sem lýsa skilning og stuðning, það sem mér þótti vænst um er þegar maður sagði fyrir margt löngu, "ég er svo sammála þér, að mér er illt".  Ég hef tekið eftir því að umræðan er ekki alltaf í þeim farvegi annarsstaðar, að fólk tjái viðbrögð sín með svona sterkum hætti.

Þess vegna veit ég að mér hefur algörlega mistekist, þegar ég lagði drög að þeirri hugsun sem mun vinna tregðuna, skapa nýtt og betra samfélag, þá sótti ég i smiðju Nelson Mandela, og aðferðarfræði hans um uppgjör við fortíðina.  Í stuttu máli sagt þá hefur enginn sagt við mig, "já þú meinar það, þetta er alveg rétt hjá þér".

En ég hef verið spurður um af hverju ég geri ekki þetta eða hitt, skrifi greinar, prenti bækur eða boði til fundar í byltingarráðinu.

Sem væri ekki málið, ef það myndu mæta fleiri en einn.

Ég var ekki bara að fíflast þegar ég talaði um Byltingu byltinganna, eða þegar ég talaði um gildi sannleiksnefndar til að takast á við Hrunið.  Og að fortíðin væri til að læra af en ekki til að stofna til óvinafagnaðar.  Ég var líka að athuga hvort það væru fleiri þarna úti.

Og eins og málið er í dag, þá er ég "alone".

Og tala tungum, en þarf að enda þessa orðræðu.

The show must go one.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2011 kl. 17:52

5 Smámynd: Snorri Magnússon

Sæll Ómar.

Afar athyglisverður pistill hjá þér, sem ég "datt inn á" í gegnum forsíðu mbl.is.  Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var, einu sinni sem oftar snemma á þessu ári, að leita mér að bókaskruddum hjá fornbókasölunum í Kolaportinu.  Þar rakst ég á bókina sem þú vitnar í hér að ofan um spádóma Nostradamusar eftir Guðmund Sigurfrey Jónasson (www.sigurfreyr.com).  Svo sem ekki mikið um það að segja nema hvað ég teygði mig eftir bókinni í hillunni og opnaði hana, líkt og maður almennt gerir þegar maður skoðar bækur hjá fornbókasölum og, viti menn, ég datt beint niður á tilvitnaðan kafla í bókinni, sem er að finna í greinarstúfnum þínum hér að ofan.  Ég hélt, rétt sem snöggvast, að ég væri að bilast þegar ég las þennan kafla, þar sem ég hafði áður séð að bókin var gefin út fyrir árið 2000 og vissi líka að Nostradamus karlinn hafði hripað þennan texta niður einhvern tíma fyrir 1600!  Þetta varð til þess að ég tvílas texta spádóma Nostradamusar í bókinni, þarna á staðnum og fjórlas yfir útgáfuár bókar Guðmundar Sigurfreys, svona rétt til að vera viss um að ég væri að lesa rétt!!! 

Er nema von að spurt sé hvort spádómarnir séu að rætast?  Er þá ekki, að sama skapi, rétt að velta því fyrir sér, af alvöru, hvaða aðrir spádómar, eiga eftir að rætast af spádómum Nostradamusar?

Kveðja.

Snorri.

Snorri Magnússon, 3.8.2011 kl. 19:44

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þakk þér Ómar fyrir ..það væri gott fyrir hvern og einn að lesa 17 kafla Opinberunarbóarinnar og þar ritar  Jóhannes bálk sem á vel við þær hörmungar sem skekja þjóðir í dag..

Vilhjálmur Stefánsson, 3.8.2011 kl. 20:57

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk æðislega eins og börnin segja. Ég las pistilinn af áhuga eins og ævinlega,hugsaði; Ómar tuktar þau rækilega,mig langar að sýna samstöðu,en hef engu við að bæta nema ,,sammála,,  Þá tók sig upp gömul forvitni,um spádóma,þá sérstaklega Nostradamusar. Hef ekki nennt að lesa í mörg ár,en minnir að hafa gluggað í þessa,því fóstri minn rak bókabúð. Ætlaði í upphafi að skrifa m.a. að lifði maður samkvæmt hugsuninni ,að þetta væri allt fyrirfram ákveðið, slyppi maður við samviskubitið,sem sagt þetta eru allt örlög,eins og reyndar margir segja. Pétur postuli, þurfti því ekki að gráta,þetta voru örlög,hvaðan sem þau svo koma.    En hvernig fyrirboðar birtast dauðlegum mönnum,er ekki gott að segja um,hygg að þeir birtist fólki í draumi.    Þess vegna fylgir þessi, af tengdaföður mínum skipstjóra. Hann dreymdi nær hann var ungur, móðurbróður sinn,sem hann vissi að var látinn og spyr hann; Ertu nú kominn að sækja mig frændi minn"? Frændinn svarar; Ónei þú verður búinn að fá nóg"Það gekk eftir. Kær kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2011 kl. 22:21

8 Smámynd: Ómar Geirsson

 Það er nú það Snorri, það er nú það. 

Eitthvað var það sem rak mig til að setjast niður við tölvuna á sínum tíma og skrifa bréf til Egils Helgasonar þar sem ég vakti athygli hans á hugmyndafræði sannleiksnefndarinnar, og hvað myndi gerast ef hún væri ekki farinn.  Ég hafði ekki skrifað stafkrók í 20 ár þegar ég gerði það og vissi að það væri borin von að ég gæti gert það á þann hátt að aðrir tækju mark á.

Ætli það sama hafi ekki rekið mig áfram þegar ég samdi pistla mína, Guð blessi Ísland, um þá hugsun sem við yrðum að skilja ef við ættum að eiga von sem samfélag.  Varð að gera það áður en ég fór í stríð til að vega mann og annan.  

Og ári seinna fann ég sömu hvöt og bloggaði um þá hugsun sem byltingin þyrfti ef hún ætlaði að snúa öfugþróuninni við.

Þó var félagi Nostradamus mér ekki í huga, heldur sú skálmöld sem er afleiðing af óréttlætinu í skuldamálum, og það þurfti ekki mikla söguþekkingu til að sjá samsvörunina við atburðarrásina sem endaði í fyrra heimsstríði.

Konan mín var svo að lesa uppúr bókinni sem hún keypti á sínum tíma, og ég vissulega las þá, en var búinn að steingleyma, og las eitthvað um Grikkland.  Og ég var að horfa á sjónvarpsmyndir frá Athenu.  Já, allavega höfðu fleiri þetta á tilfinningunni en ég að eitthvað spúkí væri í gangi.

Og þá er það stóra spurningin, af hverju er maður að gera sig að fífli með svona nálgun eins og kom fram í þessum pistlum mínum??

Svarið er mjög einfalt, ég trúi að ekkert er fyrr en það er, og alveg eins og tregðan getur komið miklum hörmungum af stað, þá geti viljinn til lífsins gert það sama, það er snúið hlutum til betri vegar.  Þetta snýst allt um að starta jákvæðum ferlum á móti þeim neikvæðu.

Ekki það að einstaklingurinn geti það sem slíkur, en margir einstaklingar geta það.  Og það þarf einhver að byrja.  Og nú, þess vegna byrjaði ég því ég sá ferlið sem er að gerast, og er ágætleg lýst í þessum forna texta.

Og þá verður maður að gera skyldu sína jafnvel þó það kosti mann að vera ekki lengur nafnlaust andlit í fjöldanum.  Heldur þessi skrýtni þarna á kassanum.

Ég skal játa að það kom og kemur mér á óvart hvað fáir hafa tekið af skarið og ákveðið að framtíð barna þeirra væri einnar messu virði.  Ég hélt alltaf að ég yrði hluti af hóp sem ræddi framtíðina en ekki þetta eilífar uppgjör við hið liðna.  Sem andstaðan er spólföst í.

En ég hef líka þá heilbrigðu skynsemi að sjá að bak við svona jákvæða ferla, þarf mikla gerjun og á meðan virðist ekkert jákvætt gerast.  

En það slær mig hvað forheimskan í hinni opinberri umræðu er mikil, og það er hún sem er hvatinn á bak við þennan pistil minn.  Hann er svona uppgjör við hana.  

Hvort ég trúi eða ekki trúi þar er efinn eins og Helgi Hálfdánar þýddi þessa spurningu.  Ég trúi svo mörgu eða trúi svo fáu, eftir því hvernig á hlutina er litið.  

Og þetta er eitthvað sem hver og einn mun gera upp við sig.  

Í mínum huga snýst þetta frekar um að taka ekki áhættuna, láta ekki reyna á forspána.  Og ég hef sýnt það í verki að mér er ekki sama.

Og ég veit upp á hár hvað þarf að gera og hvernig, og ég veit að guðirnir munu styðja baráttu lífsins fyrir verndun sakleysisins.

En þeir vinna ekki stríðið fyrir okkur, ef við viljum ekki að börnin okkar lifi, þá eru börnin ekki í stakk búinn að breyta því, eðli málsins vegna, og hið góða í þessum heimi mun ekki eitt og sér vinna bug á eyðingarferlum tregðunnar sem blasa við og hafa einnig verið orðaðir fyrir árhundruðum eða árþúsundum eins og Vilhjálmur bendir á.

Þetta stendur allt upp á okkur sjálf, hvað við viljum og hvað við viljum leggja á okkur fyrir lífið.

Forspá er bara forspá, en þær eiga það til að rætast ef enginn hefur aðra sýn.

Og því miður hefur bla bla umræða forheimskunnar enga sýn en ræður samt því sem gert er. 

Svo þetta er allt spurning, hvað verður.

Ég kom allavega þessum sjónarmiðum mínum á framfæri svo eftir er tekið; 

"..... Og þegar maður leggur saman yfirnáttúrulega heimsku, siðferðislega úrkynjun, siðlausa græðgi og sérhyggju, ..... Ekkert mannlegt getur skýrt hið óskiljanlega, þetta eru furður skráð í skýin."

Og hef fært rök fyrir þessum orðum mínum og hugsunum.

Meira getur Jón Jónsson ekki gert.

Ég fer allavega í sumarfrí með góðri samvisku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2011 kl. 22:54

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ja hver hefði trúað þessu Ómar? Ég held að eftir svona 20-30 ár munu jafnaðarmenn líta til baka til þessara ríkisstjórnarára sem nú dynja yfir okkur landsmenn með hryllingi og eftirsjá. Það verður eftir svona 5-7 ár að Íslendingar trúa því vart að hafa samþykkt mótþróa og gagnrýnislaust að það væri eðlilegt að notast á við þessa 110% leið (það væri hreinlega fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt).

Þú mælir vel að vanda.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.8.2011 kl. 23:30

10 identicon

Heill og sæll Ómar

Segi það og skrifa núna ... að sá dagur mun koma ... að allir vildu pistla Ómars Geirssonar kveðið hafa.

Og gáið að því að summan sem ég þarf að setja inn núna er 7.  Er það ekki með heilagri tölum (sbr. á dönsku "alle gode gange syv") og vísbending um að orð mín muni rætast ?

Segi það líka og skrifa, sem oftar:  Takk fyrir alla þína frábæru pistla Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 02:33

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vilhjálmur, líkindin eru að verða óhugnanleg.  En ég er ekki sammála (hefur það heyrst áður að ég sé ekki sammála???) þeirri guðsmynd sem þar kemur fram, tel að Jóhannes hafi ekki alveg skilið Meistara sinn.

Tel mig vita betur og er hvorki spámaður eða spámannslega vaxinn.

En mannkynið á ekki valkost í dag, annað hvort jarðar það mannapann eða mannapinn jarðar það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2011 kl. 08:47

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Helga, við lifum á þeim tíma að það skiptir ekki máli hvort menn trúa eða efast.  Það ber allt að sama brunni hvort sem ferlið er tilviljun eða skráð í skýin.

Í mínum huga er málið ákaflega skýrt, við stöndum á tímamótum og það er okkar að ákveða framtíðina. 

Og það er ekkert val, því verður ekki frestað sem þarf að gera.

Og þá er það spurning hvað gera menn???

Fólk sem skilur ekki grunnhugsun kristinnar trúar, það álítur almættið djöful sem öllu vilji eyða, nema þá kannski örfáum útvöldum, og það ætlar að vera í hópi þeirra útvöldu.  Sjálfsagt horfa á líkhrúgurnar og skála þegar allt er afstaðið.  Og þsumt af því er svo brenglað í sinni heimsmynd að það leggur ýmislegt á sig til að magna upp Hrunadansinn.  

Og það er það skelfilegasta við trú þeirra.

Flestir ypta öxlum og láta það ráðast hvað verður, áhrifaleysi einstaklingsins telja þeir ókleyfan múr og því í raun ekkert hægt að gera.  Nema bregðast við aðstæðum.   Vissulega eru mörg tilbrigði í þessum hóp en þetta er meginlínan.  Og ef þú ætlar að breyta þá er þetta hópurinn sem þú þarft að vekja.

Svo eru það þeir sem telja sig ekki dauða fyrr en þeir eru dauðir og þó útlitið sé svart, þá er alltaf eitthvað sem er hægt að gera.  Þetta er hópurinn sem mun vekja fjöldann til lífsins og leiða hann til lífs.

Ennþá skiptir það engu máli hvort maður trúir á æðri lögmál eða maður er viss um að lífið sé allt ein tilviljun og að maður eigi að skoða skýin til að átta sig á veðurútliti en ekki um hvað muni gerast næst í hinni skráðu sögu.

Ógnin einfaldlega blasir við og það þarf að bregðast við henni.

Svo einfalt er það.

En það er þetta með forlagatrúna, er einhverju hægt að breyta????  Það er stóra spurningin en hver eru forlögin??? Er það ekki breytni manns og hegðun sem ákveða forlög manns og þá er ég ekki að tala um einstök atvik í lífi okkar heldur þann stóra dóm sem við fáum þegar líf okkar er gert upp.

Og hver verður hinn stóri dómur ef við höfum setið hjá aðgerðarlaus vegna þess að okkur geðjaðist ekki að þeim forspám sem við þekktum????

Forlagatrú er nefnilega sterkasta vopn lífsins ef fólk trúir á hið góða, það er verra að eiga við þessa efapésa, sérstaklega ef þeir eru þunglyndir og nenna ekki að lifa.  Horfa svo röflandi á eyðingaröflin  vinna sína vinnu þegar oft dugar að setja stein i götu þeirra.

Það leiðir allt að sömu niðurstöðu Helga, hvort sem við trúum eða trúum ekki, okkur ber skylda til að vernda sakleysið, það er ekki okkar að hafna lífinu.

Ef sá dómur er skráður í skýin, þá véfengjum við hann, skjótum honum til æðra dómsstigs, það er til, það er þarna.

En það hjálpar enginn þeim sem er ekki tilbúinn að hjálpa sér sjálfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2011 kl. 09:28

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Þetta er allt mjög skrýtið og ótrúlegt hvernig þjóðin festist í þessu fúafeni.  Og eins og um margar hörmungar þá mun fólk ekki skilja seinna meir hvernig þetta gat gerst.

Það sorglega í þessu er hin mikla sátt um óeðlið því það er ekkert annað en óeðli að hjálpa ekki fólki í neyð.

Það er það sem slær mann og fær mann til að skrifa pistla eins og hér að ofan.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 4.8.2011 kl. 09:36

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur, gaman að heyra í þér.

Eina talnaspekin sem ég skil er þessi með 2 plúss 2 sem eru fjórir að gefnum ákveðnum forsendum.  Sameinar raunhyggjuna og efahyggjuna.  

Öll önnur talnaspeki er mér lokuð bók, líka þessi þarna að ofan með sexið.  

En fréttin sem ég vísa í kveikti hugmyndina að þessum pistli og þá samhengið sem ég ætlaði að setja hana í.  Og hann átti að vera punkturinn yfir I-ið fram yfir sumarfrí.

Og ég skal játa að mér fannst það ágætis afrek hjá mér að geta tengt saman skuldamál heimilanna og heimsendaspár.

Það er ekki öllum gefin sú sérviska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2011 kl. 09:46

15 identicon

Sæll Ómar

Ég skil ekki heldur talnaspekina, en hef lúmskt gaman af henni,

eða eins og kall einn, eilítið klæmskur í kjafti sagði við ömmu, sem var mikið í spíritisma,

"o'ana kitlar í það" ... sem merkti að amma kímdi yfir bullinu í kalli og hafði lúmskt gaman af,

þó heilög væri á andaveiðum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 16:47

16 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ertu að fara fríl Ómar það er ekki gott!!lAlþingi að koma saman okkur vantar menn sem eins og þú gefur öllum inn sem þess eiga skylið flestir ,ef ekki bara allir,Vona bara að það verði ekkil lengi/kveðja að sunnan !!!

Haraldur Haraldsson, 4.8.2011 kl. 19:22

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, Haraldur núna er það fríið.

Það verða alltaf nægir til að skamma þingmenn, þeir eiginlega kalla á það sjálfir.  

En ég er eiginlega búinn í bili, þarf að hugsa dálítið áður en ég toppa þennan pistil.  En einhvern tímann kemur maður ferskur aftur, það er öruggt, sólbrenndur og fínn því það spáir vel í Fnjóskadalnum.  

Og það er alltaf sól í Víkinni sem tekur svo við ef allt gengur upp.

Ekkert annað en gamanið fram undan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2011 kl. 20:42

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ómar..nú voru Fjármálamarkaðir að hrinja og ESB að liðast í sundur. Hvað gerir Össur Skarphéðinsson  skrattakollur nú? Ég segi eins og hænu unginn ég held að heimurinn sé að hrinja..

Vilhjálmur Stefánsson, 4.8.2011 kl. 23:47

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Kannski mun hann fara með faðirvorið, þó seint sé.

Ég held að þetta lið geri sér ekki grein fyrir hvað Hrunferlin eru sterk, og hvað þarf virkilega að gera svo úr rætist.

En þarf einhver að vera hissa, hvað sagði Nostradamus??

Musterin, þar sem Vesturlandabúar geyma

fjársjóði sína á leyndum stöðum, verða brotin

upp af hungruðum (lýðnum) sem endurheimtir

auðæfin og vinnur ótrúleg spellvirki.

Meðal þeirra verða hræðilegar óspektir.

Það virðast ekki vera skemmtilegir tímar framundan.

Nema það verður gaman í Fnjóskadalnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.8.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 419
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 6150
  • Frá upphafi: 1399318

Annað

  • Innlit í dag: 353
  • Innlit sl. viku: 5208
  • Gestir í dag: 326
  • IP-tölur í dag: 322

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband