2.8.2011 | 10:27
Gamli hnefaleikakappinn hefur ennþá tötsið.
Skrif hans um harmleikinn í Noregi lýsa samúð og mannúð ásamt djúpstæðum skilningi á hvernig við þurfum að hugsa hlutina til að lifa af hér á jörðu þegar heimurinn er orðinn eitt stórt þorp.
"Í ótta við fjölmenningarsamfélag kristallast skilningsleysi gagnvart sameinandi kröftum sem búa í öllu fólki, sama hvaða kynþætti eða trúarbrögðum það tilheyrir".
Við eigum að hætta að láta það trufla okkur sem skilur að en byggja á því sem sameinar, því hjörtin eru eins í Grímsnesinu og í Fjaristan.
Viðbrögð þeirra sem lifðu af harmleikinn í Útey slær líka tóninn um þá hugsun sem við þurfum að tileinka okkur ef ofstækismenn eiga ekki að eyða framtíð barna okkar. "Við mætum illu með góðu" sagði ungur drengur í opnu bréfi til illskunnar sem myrti félaga hans. Svarið er ekki að mæta illskunni með ennþá meiri illsku.
Í miðjum ljótleikanum er ljós og það skín í Noregi í dag.
Svona eru raddirnar sem heyrast út í hinum stóra heimi en á Íslandi sá fólkið sem reyndi að eyðileggja þjóð sína með því að þvinga ICEsave fjárkúgun breta uppá almenning, sér leik á borði og ákvað að hefna fyrir ICEsave ófarir sínar.
Alltíeinu voru við Breivik orðnir andans bræður, samherjar, hann á móti fólki, ég á móti ICEsave. Ég var vondur við bretavini, hann myrti ungmenni.
Karl Th sló tóninn, margir í Netheimum fylgdu með. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart, það þarf sérstakt innræti og sérstök lífsviðhorf að vilja eyðileggja þjóð sína vegna hagsmuna erlendrar stórþjóðar.
Látum það vera, Netheimar lúta sérstökum lögmálum, þar er margt sagt.
En í dag birtist grein í Fréttablaðinu þar sem illskan í Útey dúkkaði upp, ekki til að fordæma hana og útskýra af hverju hún er svo röng, líkt og gamli sundurlamdi hnefaleikakappinn gerði, heldur til að nota hana sem röksemd fyrir uppgjöf þjóðarinnar gagnvart Evrópusambandinu.
"Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. ..........Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu."
Þarna höfum við það, við stuðlum að friði í Evrópu með því að gefast upp í ICEsave og gerast hjálenda Brusselvaldsins, smáð og áhrifalaus.
Ætli hinn valkosturinn sé ekki annar Breivik eða eitthvað þaðan af verra sem ESB andstæðingar bera þá fulla ábyrgð á með andstöðu sinni við friðarbandalagið í Brussel.
Sjálfsagt voru þetta friðarbál sem brunnu í miðborg Aþenu nýlega.
Og sjálfsagt kalla dýpri rök friðar á að almenningur í smáríki sé gerður upp vegna stöðugleika á fjármálamarkaði stærri ríkja.
Það er þá svona einhver friðarfórn svona eins og fórnir Azteka tryggðu að sólin kæmi upp á morgun.
Ég get samt ekki að því gert að svona málflutningur minnir mig á annað friðartrúboð, trúboðinu um Sovétfriðinn. En meðlimir þessa trúboðs fóru mikinn í mörgum löndum Evrópu og vildu allt til þess vinna að þjóðir þeirra stuðluðu að friði og velmegun með því að afhenda Moskvuvaldinu forræði yfir sínum innri málum.
Og ég ætla að segja eins og konan sagði við skáldið.
"Þó þú beitir allri þinni ritsnilld og mælsku til að sannfæra mig um ágæti Sovétsins, þá finnst mér samt rangt að svelta fólk til dauðs í þágur friðar og réttlætis.".
Það er líka rangt að þrælka smáþjóð í þágu fjármagns, þó það sé að kröfu friðarbandalagsins í Brussel.
Og ég sé lítinn frið í neyðaraðstoð sem krefst þess að skólum og sjúkrahúsum sé lokað og bætur til aldraða séu lækkaðar til þess að bankar sambandsins þurfi ekki að afskrifa fjármálabrask sitt.
Hvað sem sagt verður um Sovétið þá vissu menn til hvers skólar og sjúkrahús voru.
En mig skortir líka trúna, það skilur á milli mín og Breiviks, á milli mín og meðlima Evróputrúboðsins.
Ég get ekki skilið að rangt sé gott ef það er í þágu málstaðar. Sama hver málstaðurinn er.
En ég skil Muhammad Ali og tel hann mæla að miklu viti.
Kveðja að austan.
Múhameð Ali fordæmir morðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.