Ólafur tekur þátt í blekkingarleiknum.

 

Lýgur hagvexti upp á hagkerfi stöðnunar og í framtíðinni öruggs samdráttar því það er ekkert fjárfest og almenningur og fyrirtæki eru föst í skuldafjötrum án nokkurrar vonar um framtíð.

Hinn meinti hagvöxtur sem Ólafur lýsir svo fjálglega hefur aðeins mælst á tvisvar í ársfjórðungsuppgjöri Hagstofunnar, bæði skiptin vegna fiffaðra birðgabreytinga.

Annars er hið besta 0% eða mínus tala.

Stöðnun, samdráttur kallast það á mannamáli en það hentar auðræningjunum að tala upp ástandið á meðan landið er endanlega læst í skuldaklóm AGS og síðan innlimað í ESB.

Og forsetinn okkar er meðvirkur í þeim blekkingarleik.

 

Ef það væri ekki fyrir ICEsave þá myndi ég segja að hann ætti að skammast sína að hæðast svona að tugþúsunda landa sinna sem voru sviptir eigum og æru og neitað um sanngirni og réttlæti.  Að hann ætti að sjá  sóma sinn að taka poka sinn og yfirgefa Bessastaði.

En ég læt mig nægja að segja að ég vissi ekki að Ólafur væri svona vitlaust að bulla svona.

Ég hélt að hégómi hans væri of mikill.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland fyrirmynd Evrópulanda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Ragnar ætlar sem sé ekki að halda áfram sem forseti.

Þá hefði hann aldrei látið sér aðra eins heimsku frá sér fara.

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jóhanna.

Ef ég á að gefa ærlegt svar þá veit ég ekki hvað Ólafur er að hugsa.  Hann á að vera það skynsamur að vita að hann er að tala upp ástandið, líkt og hann gerði í aðdraganda Hrunsins.

Og maður skyldi ætla að brennt barn forðist eldinn.

En það sem slær mig dálítið er að hann er í sama fúapytt og aðrir mektarmenn og mektarkonur þessarar þjóðar, hann lætur eins og að hann viti ekki að fólk var rænt, og neitað um réttlæti.

Og hann er samsekur Hrunverjum, það hefur hann til dæmis fram yfir biskupnum eða fyrrverandi forseta.  Hann ber sína ábyrgð því hann tók fullan þátt í blekkingarleiknum í kringum útrásina.  Maður skyldi ætla að hann kynni að skammast sín.

Og reyna að bæta úr.

Og sýna fólki stuðning og samúð.

En þegar maður hugsar málið þá hefur enginn fyrrverandi eða núverandi ráðamaður tekið af skarið og stutt þjóð sína gagnvart bankaræningjunum.  Alþingismenn, ráðherrar, biskupar, fyrrverandi ritsjórar, fyrrverandi bankastjórar, núverandi ritstjórar, "virtir" háskólamenn.

Enginn.

Hvað segir það um okkur sem þjóð???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2011 kl. 23:31

3 identicon

Fólk átti ekkert íbúðirnar sem það hafði tekið 100% verðtryggð lán fyrir borgað nokkrar afborganir af. Það átti þær ekki. Einfalt mál.

Sesselja (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 23:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er reyndar ánægð með Ólaf Ragnar og honum þakklát fyrir að tala þjóðina upp, meða niðurrifsseggirnir Jóhanna og Steingrímur hafa engin önnur ráð en að HÆKKA SKATTA OG ÍÞINGJA ÞJÓÐINNI ENNÞÁ MEIRA.  Er bara nokkuð sátt við ísfirðingin Ólaf Ragnar í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2011 kl. 00:10

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, já Ásthildur, það eru margir fletir á þessu en það er staðreynd að við erum í djúpri kreppu sem er að versna, það er staðreynd að bankarnir blóðmjólka samfélagið okkar í dag og það er staðreynd að Ólafur hefur ekki komið hinum rændu til aðstoðar, hvorki krafist réttlætis eða sanngirnis í skuldamálum heimilanna.

Og því miður er þessi blekking um að hér sé ástandið að batna, notuð sem blekking til að slæva fólk og letja það frá því að krefjast réttar sína.  Og gera Má frítt spil með að nota AGS lánið í pappírskrónukaup.

Með þeim afleiðingum að við verðum gjaldþrota og endum óhjákvæmilega sem þurfalingar Brusselvaldsins.

Eitthvað sem ég hélt að þið ESB andstæðingar vilduð ekki Ásthildur.

En hvað veit ég, ekki er ég í þeirri andstöðu, og veit ekki hvað þið eruð að hugsa.  Sjálfsagt snýst þetta allt um að skamma ríkisstjórnina, en ekki um hvað verið er að gera þjóðinni.

Eða hvað???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 00:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sesselja.

Ég vona að fáfræði stýri penna þínum en ekki illkvittni.  

Vissulega er til fólk sem átti ekki í húsum sínum þegar það keypti, einhver prómil voru að kaupa án eigin fjárs.  Það fólk er líka ofsalega ánægt með 110% leiðina, það átti ekkert fyrir og átti ekkert eftir hjálparaðgerðina.

En umframskuld þess var þurrkuð út.

En obbinn átti, fólk var að kaupa sína aðra, þriðju íbúð, eða fjórðu eða fimmtu.  Og fólk átti því það hafði verið að borga af lánum frá fyrstu íbúðakaupum.  Margir áttu eigið fé í upphafi, margir voru búnir að borga niður skammtímalánið sem það tók til að fjármagna 15% eða hvað sem þetta var áður en áhlaup bankanna á húsnæðismarkaðinn hófst.

Þetta fólk tapaði öllu sínum, það var rænt og svívirt, og það er ekki fallegt innræti að hæðast að stöðu þess.

Ég trúi ekki að þú hafir verið að gera það.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 01:00

7 Smámynd: Elle_

Já, Ómar, leiðinlegt var að heyra að forsetinn minnist ekkert á blæðandi skuldara og meðfylgjandi landflótta, ólögleg gengislán, skotleyfi banka og fjármálafyrirtækja á skuldara, vísitölutryggingu í óðaverðbólgu, etc.  Mikið sárnaði mér að heyra í honum.  En vegna ICESAVE get ég ekki nema virt þann mann.  Við ættum ekki að fela óstjórnina í landinu fyrir heiminum og ef ég skrifa undir erlenda pistla eða fréttir, dettur mér ekki í hug að skrifa eins og við búum í englaríki.     

Elle_, 2.8.2011 kl. 14:39

8 Smámynd: Elle_

Hann sagði að vísu að almenningur allur stæði ekki svo vel. 

Elle_, 2.8.2011 kl. 14:42

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Elle, þó það nú væri, það er nú takmörk fyrir allri fegrun, allir þekkja nú dæmið um Jackson.

En það er mikill munur fyrir fólk að lifa við fátækt í réttlátu samfélagi en upplifa skort sinn vegna fjárplógsstarfsemi moldríkrar yfirstéttar, það er aldrei sátt í slíku samfélagi.

En það er AGS lánið sem ég er enn og aftur að vekja athygli á, svona á meðan tækifærið og teljarinn leyfa.

En það er svona með sprengjuna, menn horfa oft á hana þar til hún springur, og segja svo Æ, æ.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband