Enn meira um hagfræði fyrir byrjendur.

 

"Það þarf að skera niður, það þarf að ná jafnvægi í ríkisfjármálum" segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.

Sannar þar með að afglöp hans í skuldamálum heimilanna var engin tilviljun, hann veit ekkert hvað hann er að segja eða gera, hagfræði er honum lokuðu bók en frasarnir hafa yfirfyllt heilabúið.

Sorglegt.

 

Til hvers vill formaður Sjálfstæðisflokksins ná jafnvægi í ríkisfjármálum, núna þegar stöðnun og síðan samdráttur blasir við um allt hagkerfið???

Til að auka atvinnuleysið, fjölga gjaldþrotum????

Eða vegna þess að húsbóndi hans hjá AGS segir honum það???

 

Í fréttum Ruv nýlega var vítahring niðurskurðar lýst ágætlega.  Vitnað var í evrópska atvinnurekendur sem sjá fram á minnkandi eftirspurn  í hagkerfinu vegna kreppunnar.  Þeir bregðast við með að hagræða, skera niður og minnka þar með eftirspurnina ennþá meir. 

Dragi líka úr kaupum ríkisvaldsins á vöru og þjónustu þá gæti verið stutt í rekstrarstöðnun sem aftur dýpkar kreppuna. 

 

Munurinn á einkageiranum og almannavaldinu í þessu tilviki er að almannavaldið getur haldið uppi eftirspurn með peningaprentun.  Tilbrigðin eru að ríkisvaldið gefur út skuldabréf með hóflegri ávöxtun sem gerir fjárfestum kleyft að festa fé sitt í öruggu skjóli og það sem upp á vantar er síðan keypt af seðlabönkum viðkomandi landa.

Þannig er eftirspurn viðhaldið í hagkerfinu og komið í veg fyrir fjöldagjaldþrot og fjöldaatvinnuleysi.  Og þannig hámarkar ríkið líka tekjur sínar því uppspretta þeirra er velta hagkerfisins.

Og meðan lántakan er í innlendri mynt er útilokað að ríkið verði gjaldþrota.  En öruggt ef það lætur niðursveifluspíral kreppunnar óáreittan með því að sífellt að aðlaga umfang ríkisins að minnkandi umfangi hagkerfisins.

 

Þegar að  eftirspurn eykst í einkageiranum, hvort sem það er vegna aukningar í innlendri eftirspurn eða vegna aukins útflutnings, þá dregur ríkið úr útgjöldum sínum og reynir að ná jafnvægi á rekstri sínum.

Því hagfræði snýst öll um að leita jafnvægis og hjá almannavaldinu er tímapunktur þess þegar þenslan hefst á ný í hagkerfinu.

 

Þessi einfalda hagfræði fyrir byrjendur er öllum alvöru hagfræðingum ljós.  Aðeins þeir sem láta pólitískar trúarsetningar stjórna skoðunum sínum halda öðru fram.  Þá hefur höndin sem fæðir þá hag að vitleysunni.

Þessi hagfræði, kennd við íhaldsmanninn Keyne, er kjarni þeirrar varnarbaráttu sem stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum gripu til í kjölfar fjármálahrunsins 2008.  Hún er úskýring þess að efnhagslíf Vesturlanda hrundi ekki það örlagaár.

Veikleiki varnarbaráttunnar var að það skorti pólitískan kjark til að takast á við meinsemdina, fjármálakerfi byggt á rugli, stjórnað að skammtíma græðgishugsun.

Og það skorti pólitiskan vilja hjá almenningi að krefjast uppgjör við auðræðið sem hefur sogið til sín æ stærri hluta af efnhagslífi Vesturlanda án þess að skila nokkru öðru en skuldum.

Fólk hefur ekki áttað sig á þeirri einföldu staðreynd að hinir ofurríku hafa alltaf, á öllum tímum verið meinsemd í efnhagslífi þjóða.  Það eru þeir sem drepa niður samkeppnina og eyðileggja markaðinn.  Þeir eru hinir raunverulegu kommúnistar allra tíma.

 

En raunheimur er ófullkominn, það er ekki hægt að ætlast til þess að allt sem gert var haustið 2008 og í ársbyrjun 2009  væri rétt og myndi leiða Vesturlönd inní nýja öld velmegunar og hagsældar.

En það tókst að afstýra Hruni, allsherjar Hruni.

Síðast þegar slíkt Hrun var, þá var langtímafleiðing þeirra félagslegu og fjárhaglegu upplausnar sem fylgdi í kjölfarið, heimsstyrjöld sem kostaði tæplega hundrað milljón manna lífið.

Þeir sem gaspra mest um að það hefði átt að láta allt hrynja ættu að hafa þessa staðreynd bak við eyrað.  Og átta sig á að mannfall næsta heimsstríðs verði talið í milljörðum.

 

Hruninu var afstýrt, í bili að minnsta kosti, vegna þess að þegar á reyndi þá gáfu öfgamenn Nýfrjálshyggjunnar eftir og létu Keynista um að bjarga því sem hægt var að bjarga úr brunarústum Nýfrjálshyggjunnar. 

Öfgarnir voru ekki það miklir að þeir væru búnir að gleyma hagfræðinni fyrir byrjendur sem ég lýsti hér að ofan.  Og þeir voru ekki tilbúnir að feisa afleiðingar Hrunsins, þeir vildu lifa eins og við hin.

En þegar það tókst að afstýra Hruni  þá byrja þeir að röfla sama bullið, fóðraðir af sömu hönd auðræðisins sem finnst ekki nóg að vera búin að sösla undir sig um 30% af eignum Bandaríkjamanna (þar er hið opna stríð milli heimskunnar og lífsins háð).  Það þarf að eyðileggja velferðarkerfið, og gera fólk að þrælum.  Sístritandi vinnuþrælum fyrir lágmarkslaun, njótandi hvorki menntunar eða heilsugæslu.

 

Angi þessa bulls ríður núna röftum hér sem valkostur við óstjórn ríkisstjórnarinnar. 

Valkosturinn er að fara úr rústum í bálið.

Það er eins og hægri menn reki ekki fyrirtæki, það er eins og hægri menn eigi ekki afkomendur.  

Hvötin til að bulla og trúa á bull er drifkraftur þeirra í dag, það eina sem virðist reka þá áfram.  Út á þá hvöt gera hinir föllnu auðmenn sem í raun féllu ekki, þeir fóru aðeins í felur en ráða öllu.

Umræðan er fóðruð af sömu frösunum og var fyrir Hrun.  Virkja, virkja, taka lán, skera niður, fá sem hæsta verð, sameina, hagkvæmi, evra; -allt í samhengi fákeppninnar og skuldasöfnunar.

 

Sú staðreynd að gamla stefnan leiddi til fákeppni og óhóflegrar skuldasöfnunar einkageirans sem að lokum felldi hann, truflar menn ekkert.  

Áfram skal haldið með hið gamla kerfi, áfram á hagkerfið vera keyrt á örfáum fyrirtækjum auðmanna sem reist eru á sandi skulda og óstjórnar.

Því það er allt svo skelfilega hagkvæmt.

 

En lénskerfi auðmanna er ekki hagkvæmt, sagan margsannar það.  Og fólki líður ekki vel sem þrælum.

Það er margbreytileikinn, fjölbreitileikinn, gróskan þar sem hið smáa og stóra dafnar hlið við hlið, á markaði þar sem heilbrigð markaðslögmál ríkja, sem tryggir hagsæld og velmegun.

 

Íslendingar þurfa frjálsa stjórnmálamenn sem skilja þessa staðreynd og kunna einföldustu atriði i hagfræði fyrir byrjendur.

Slíkir stjórnmálamenn losa um lénsskipulag og brjóta upp auðfyrirtæki.  

Og þeirra fyrsta verk er að losa almenning og fyrirtæki úr skuldafjötrum lénsauðvaldsins.

Réttlæti og sanngirni er þeirra leiðarljós. 

Og Mannúð og Mennska.

 

Slíkir stjórnmálamenn koma þegar þjóðin hættir að láta blekkja sig, og gerir kröfu um framtíð, mannsæmandi framtíð.

Það er eðli stjórnmálamanna að svara kalli, það er kallið sem ákveður hvaða stjórnmálamenn við fáum.

Hægrimenn sem bulla bábiljur og vinstrimenn sem trúa þeim furðum að ómennska Nýfrjálshyggjunnar sé mennsk ef aðeins þeir fái að framkvæma hana, þeir uppskera eins og þeir sá.

Þeir kalla eftir fíflum og fá fífl.

 

Þegar vinstri og hægri menn sameinast um að kalla eftir þjóðfélagi þar sem undirstaðan er heilbrigt markaðskerfi byggt á fjölbreytni mannlífsins, ekki fákeppni auðræðisins, þá mun kalli þeirra vera svarað af fólki.

Fólki sem mun láta gott að sér leiða fyrir mannlíf og þjóðlíf.

Og þetta kall mun  koma þegar fólk gerir upp við sig hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífi þess.

Og það er ekki lúxuslíf auðmanna, heldur mannsæmandi framtíð barna okkar.

 

Þetta er ekki flókið, það er svo einfalt að byggja upp gott þjóðfélag með allri þeirri tækni og menntun sem við ráðum yfir.

Það krefst þess eins að við notum vit okkar til góðs en ekki ills.

 

Og hættum að bulla og trúa á bull.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skondin lestur, en frekar oskynsamlegur verd eg ad segja, to hann se ad austan!

Teir sem halda tvi fram ad hægt se ad prenta peninga til velmegunar halda ad hægt se ad skapa velmegun ur engu.

Tad hefur aldrei verid hægt og verdur aldrei hægt.

Kinverjar komust ad tessu fyrir hundrudum ara og bønnudu nyprentun peninga timabundid.

Prentun nyrra skulda i Ameriku eftir 2008 hefur komid i veg fyrir hrun eigna storeignafolks fyrst og fremst, en eins og hagtølur nuna syna hefur agodi fyrir almenning verid afskaplega takmarkadur.

Keynesismin i USA hefur hækkad verd a handføstum verdmætum eins og matvælum og oliu auk tess ad hækka verd hlutabrefa og lækka raunvirdi dollarsins.

Atvinnuastand batnadi ekki. Verdbolga jokst. Tad vard dyrara ad vera til fyrir venjulegt folk EN rikasta folkid hagnadist afskaplega mikid.

Tad er tad sem hefst upp ur prentun peninga.

Rikisjodir eru eins og allir adrir. Teir geta ekki eytt tvi sem teir eiga ekki.

Reikningurinn fer a almenning. Hvort sem tad er a Islandi eda Grikklandi. ...Eda USA.

Og reikningurinn i formi odaverdbolgu og skuldsetningar er aldrei neitt til ad gera grin ad. Verstur fyrir venjulega folkid audvitad. Litil lønd eins og Island tar sem naudsynlegt er ad eiga vidskipti vid utlønd verda fyrr illa uti ur sliku. Tad er snilldin vid kronuna. Hun veitir abyrgdarlausum politikusum adhald. ...Eda ætti ad gera tad.

Kvedja, adeins lengra ad austan :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 11:02

2 identicon

Þú gleymir því alveg að keynesísk hagfræði er ekkert minna pólitísk skoðun en önnur hagfræði. Hagfræðin, verandi félagsvísindi en ekki raunvísindi, getur ekki sagt að "þetta er rétt og þetta er rangt" vegna þess að hægt er að snúa öllum hagfræðikenningum (nema einni) upp á rönd og í hring og fá nákvæmlega þá niðurstöðu sem þín pólitíska skoðun kallar eftir. Ef hægt væri að velja eina hagfræðikenningu og sýna fram á að hún væri sú eina rétta þá væri ekkert verið að karpa um málin og löngu búið að koma í veg fyrir allar kreppur og bólur.

Auðvitað væri það gott ef ríkið gæti sparkað efnahagskerfinu í gang með því að sprauta inn peningum (peningaprentun) en það má ekki gleyma því að peningaprentun er líka vísasta ávísunin á verðbólgu, eitthvað sem bjargar nákvæmlega engu þegar þjóðin er bundin í hlekki verðtryggingar. Ríkið er rekið með fljúgandi tapi og annað hvort verður að auka tekjurnar eða lækka útgjöldin. Skattahækkanirnar undanfarið hafa ekki skilað nema örlitlu því þær hafa dregið úr löglegri veltu og, kannski það sem verra er, farnar að fæla fjármagn úr landi. Það eina sem eftir er til að rétta fjárlagahallann af er að lækka útgjöld.

Það er hægt að lækka útgjöld án þess að ráðast á "velferðarkerfið", t.d. með því að skera harkalega niður í pólitískum bitlingum eins og listamannalaunum og þess háttar útgjaldaliðum. Svo væri hægt að einbeita sér að því að skera niður í embættismannakerfinu, hreinsa til í bjúrókratíunni með því að t.d. moka út helling af millistjórnendum út um allt kerfi og fleira í þeim dúr. Vandamálið er að enginn stjórnmálamaður, hvorki til hægri né vinstri er tilbúinn að skera niður bitlingakerfið sitt.

Gulli (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 11:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stjórnvöld hér á landi, eftir hrun, hafa vissulega verið dugleg við að belgja út ríkisbáknið. Vandinn er að á meðan dregið er saman í grunnstoðum þjóðfélagsins er fólki fjölgað í stjórnkerfinu. Þessu þarf ríkissjóður að svara og svarið er hærri skattar.

Það er lítil arðsemi fyrir þjóðfélagið þó stofnaðar séu hinar ýmsu nefndir, eða þó aðstoðarfólki ráðamanna sé fjölgað. Það er hins vegar beint tap fyrir þjóðina að draga saman í grunnstoðunum. Og það er hættulegt þegar skattar eru hækkaði og með því hert að hálsi einstaklinganna sem þjóðfélagið byggja og fyrirtækjunum sem þjóðfélagið næra!!

Meðan ráðamenn ekki átta sig á þessu, sama hvar í flokki þeir eru, mun fjara undan okkur.

Nú er svo komið að ekki er lengur spurning um aðra kreppu hjá okkur, heldur hvenær hún skellur á og hversu djúp hún verður. Þar munu áhrif vegna fyrirsjáanlegrar kreppu beggja vegna Atlantshafsins vissulega hafa áhrif, en stæðst eru þó áhrifin af þeirri vonlausu stefnu stjórnvalda, allt frá hruni! Sú stefna mun hverða okkur dýrkeypt!!

Gunnar Heiðarsson, 31.7.2011 kl. 12:11

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Takk fyrir þennan víðsýna pistil.

Þú ert víðsýnn náungi, og nærð að koma þínum réttláta skilningi á prent. Þú ert nauðsynlegur gagnrýnandi vegna þinnar víðsýni og réttlátu sýnar á heimspólitíkina. Gangi þér og okkur heimsbúum öllum vel að koma sem mestu á prent, sem hægt er að nota til góðs.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2011 kl. 12:13

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagfræðingar erlendis eru almennt sammála um, að til að tryggja aukningu á almennu framboði vöru og þjónustu innan samfélgs [efnahagseiningar], það er tryggja vermætasköpun og raunhagvöxt til langframa, verða tekjur um 80% launþega í meðaltekjum að hækka hraðar en mæld verðbólga.   Hér er ekki gert ráð fyrir lækkun raunvirðis kaupmáttar aukans, sem gengur ekki upp til langframa og uppfyllir ekki staðlaðar CIP mælingar.  Það nægir ekki erlendis að verðtyggja laun þessa hóps til að tryggja innri raunhagvöxt, aukna velferð.  Hér þegar þetta er ljóst, er  augljóst hvað þarf að gera, losa okkur við skattakónganna, og þá 10 % tekjuhæstu með tákrænu tekjurnar, sem enda í shoho, Monoko og NY, eða einhverstað annarrastaðar utan Íslands. 

Júlíus Björnsson, 31.7.2011 kl. 22:22

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Fólk hefur ekki áttað sig á þeirri einföldu staðreynd að hinir ofurríku hafa alltaf, á öllum tímum verið meinsemd í efnhagslífi þjóða.  Það eru þeir sem drepa niður samkeppnina og eyðileggja markaðinn.  Þeir eru hinir raunverulegu kommúnistar allra tíma."

Þetta er ,Orwell , hnotskurn.

Hverjir hafa hag af hruninu? Hverjir auka vald sitt í hruninu?

Þú segir að "virstri" og "hægri" eigi að sameinast. !!! Hvað er vinstri og hægri, þegar þú stillir auðvaldinu upp sem kommúnistum?

Mín reynsla er sú að vinstri menn eru mestu kapitalistar þegar þeir fá að koma að ákvörðunum. Á þann hátt get ég skilið hvernig þú vilt að þeir sameinist . Þ.e. Jafnvægi í vtileysunni eða góðum ákvörðunum.

 Þetta er ekki spurning um pólitík, heldur er þetta spurning um skynsemi. Þú kemur flott að því að þegar ákallið kom hér á Íslandi og bylting hófst , þ.e. fólkið  kallaði á breytingar á fíflunum  og þau fengu meirihluta, af  enn meiri fíflum, til að stjórna okkar landi.

Ég vona að Íslensk þjóð hafi einhverja leiðtoga til þess að leiða þjóðina á rétta braut. Þessi leiðtogi þarf ekki að vera "óvenjulegur maður" hann þarf einungis vera með "fulle fem", þá meina ég að hann hugsi sínu viti og skilji "hagfræði" fyrir byrjendur.

Pólitík er ekki til að byggja okkur upp í komandi framtíð, heldur skýr sýn skynseminnar í ljósi framtíðar okkar auðlinda.  

ÉG HÉR MEÐ ÓSKA EFTIR FRAMBOÐI TIL KOSNINGA -FÓLK MEÐ SKYNSEMI AÐ LEIÐARLJÓSI.

Látum vera alla "froðusnakka" sem hingað til hafa reynt að hafa framtíð okkar að lífsstarfi.

Eggert Guðmundsson, 1.8.2011 kl. 00:14

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Valda jafnvægi  [power Ballance] Efnhaghagsreikningur [Ballance sheet: snapshot].  Þetta byggir á tvíhliða bókhaldi sem er gloppulaust. Samanburðar jafnvægi milli einstaklinga, gilda=stétta, skattasamfélags [Holstein] og skattasamfélaga [Þýskland] og fjölskatta samfélaga [EU, USA, Kína].   1970 er viðurkent  af Alþjóðsamfélaginu að hráefni jarðarinnar og orka eru takmörkuð, raunmætavirðisauka sköpunin er endanleg.  Eftir það þarf ekki að rífast um það lengur að raunverðmæti skipta um hendur.  Á Íslandi  byrjaði það með vaxandi Misskiptingu milli einstaklina og stétta vegna þess að almennar tekjur hækkuðu ekki hraðar en verðbólga, nauðsynlegt skilyrði að rauntekjur aukist almennt. Síðan og samfara lækkuð Rauntekjur Skattaríkisins eða "Þjóðarinnar" Íslands sem sýnir að því fleiri ójafnaðar menn stjórnsýslu skatta samfélgs því meir dregst þetta skatta samfélag aftur úr hinum í samanburði. Greining að ofan er einfaldari en greining út í horni. Dýrkun á skattkonungum er afturhvarf til miðalda. Sumir vilja hækka skatta á þeim en aðri vilja lækka þá. Bæði hægri og vinstri stjórnmálamenn hér í framkvæmd vilja auka tekjur þeirra samt sem áður. Verkin koma upp um kauða. Sömu launa skattar [ekki %] á allar tekjur og einstaklinga voru kröfurnar til jöfnunnar á 19. öld. Ekki græða á lálaunaskattarekstri.

Júlíus Björnsson, 1.8.2011 kl. 00:52

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður jonasgeir og afsakaðu hvað ég kem seint með andmæli, ég var upptekinn í gær við stórafmæli strákanna minna og átti því ekki tölvugengt.  Einnig vil ég þakka þér fyrir ágætlega rökstudd andmæli þar sem margt kemur fram sem ég sem slíkur er sammála.

Það er tvennt sem ég vil taka fram í upphafi áður en ég vík að rökfærslu þinni.

Í fyrsta þá benti ég mjög einfalda staðreynd sem virðist vefjast alveg rosalega fyrir fólki í Andstöðunni sem gagnrýnir án þess að nokkurn tímann hafa tök á að koma gagnrýni sinn í þann búning að það geti gert betur.  Það er þessi staðreynd með raunheiminn, að hann er ófullkominn og þú verður að meta það sem gert er út frá þeim aðstæðum sem eru þegar menn bregðast við, sem og forsendum þeirra og bakgrunni sem glíma við ástandið.

Það er til dæmis augljóst að það hefði ekkert orðið að seinna heimsstríði ef Frakkar hefðu látið De Gaulle fylkja frönsku skriðdrekunum upp í herfylkingar og mætt þýsku skriðdrekunum í stórorrustu.  De Gaulle hafði þekkinguna en ekki mannaforráð, og þó honum hefði verið afhent þau, þá voru frönsku skriðdrekarnir dreifðir um alla víglínuna og ekki var hægt að fylkja þeim.  Flóttinn yfir Ermasundið var eina rauhæfa lausnin í stöðunni en sú lakasta í "ideal" heimi.

Það varð að bjarga fjármálakerfinu frá falli, annað hefði getað valdið slíku allsherjar Hruni að enginn hefði ráðið við ástandið og afleiðingarnar getað orðið atburðarrás sem hefði leitt til mikilla hörmungar fyrir allt mannkyn.  Og í raunheimi þurfti að gera það á þann hátt sem töldu gerlegt, bæði miðað við getu þeirra til inngripa sem og pólitíska getu.  Það eru ekki rök í málinu að segja, ""ég" hefði gert hlutina á annan hátt", eðli málsins vegna var "ég" ekki á svæðinu.

Annað sem ég vil taka fram er um grundvallarmisskilning þinn á eðli peningaprentunar sem kemur ágætlega fram í þessum orðum "Teir sem halda tvi fram ad hægt se ad prenta peninga til velmegunar halda ad hægt se ad skapa velmegun ur engu".

Peningaprentun sem slík skapar ekki verðmæti, enda heldur enginn slíku fram.  Ef þú ferð út í eyðimörk Arizona með tösku fulla af gulli eða dollurum, finnur sandhól og opnar töskuna, þá mun hún sem slík ekki skapa verðmæti, og líklegast munt þú deyja úr þorsta.  

En ef þessi sandhóll er við eyðilegt þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað frá einhverju "gullgrafarævintýrinu" og þeir einu sem eru eftir eru þeir sem nenntu ekki að flytja, þá gildir annað um innihald töskunnar.  Þú gætir keypt þér vatn, gistingu, þú gætir jafnvel keypt allt þorpið.  Eða þú gætir hafið viðskipti, séð til dæmis flottar útskornar öndvegissúlur sem hægt væri að magnframleiða og selja túristum með miklum hagnaði.

Þar með varst þú að auka við hagkerfi þorpsins, peningar þínir voru VIÐSKIPTAVAKI sem er eðli peninga.  Þeir sem slíkir skapa ekki neitt, en þeir auðvelda viðskipti og eða skapa viðskipti.

Það þarf reyndar ekki að taka fram að ef taska þín væri full af krónum þá væri þú jafnilla settur eins og ef sandhóllinn væri út í auðninni, gjaldmiðill þinn væri ekki viðurkenndur, hann væri ekki VIÐSKIPTAVAKI.

Með öðrum orðum þá felst gildi peningaprentunar í við hvaða aðstæður henni er beitt, hvernig henni er beitt, og hvaða takmörkunum hún lýtur.  Eins og gildir um alla hluti, tvígengisvélin er fín í sláttuorf en þú setur hana ekki í kappakstursbíl þó hún kæmi honum örugglega áfram en hún þjónaði ekki markmiðum bílsins.  Það er ekki vélinni sem slíkri að kenna, heldur þeim sem ákvað að nota hana við vitlausar aðstæður.

Það er hagfræðilega staðreynd jonasgeir, hvort sem þú viðurkennir hana eða ekki, að peningaprentun er öflugasti VIÐSKIPTAVAKINN þegar  hagkerfi þjáist að peningaskorti.  Liggur í hlutarins eðli.  Kreppan á Vesturlöndum í dag er eftirspurnarkreppa, framleiðsluþættirnir eru vannýttir.  

Hefði framleiðsluþættirnir eyðilagst vegna stríðs eða náttúruhamfara eða allur útflutningur hætt að seljast á einni nóttu, þá væri til lítils að prenta peninga því þeir sem slíkir búa ekki til eitt eða neitt.  Það sama gildir ef framleiðsluþættir eru fullnýttir, þá er peningaprentun ávísun á verðbólgu, ekki verðmætasköpun.

Og þessar einföldu staðreyndir breytast ekki þó menn afneiti þeim.  Eins og þú getur afneitað afleiðingum skortsins á jarðeldsneyti með því að halda því fram að lausnin sé að nota vatn á vélar í stað bensíns með þeim orðum að í vatni sé vetni.  Rétt en gildir ekki um þann tækniveruleika sem við lifum við í dag.

Það er önnur staðreynd að peningaprentun heldur hagkerfum Vesturlanda gangandi í dag.  Það var gert strax í Bretlandi og Bandaríkjunum, og síðan hefur Evrópski Seðlabankinn gert hið sama til að halda jaðarríkjum Evrópu á floti því hann óttast gjaldþrot fjármálakerfis Evrópu ef jaðarríkin falla.

Um staðreyndir er ekki deilt, en fyrir ýmsu má færa góð rök.

Og það má færa rök fyrir að núverandi peningaprentun sé ómarkviss og komi mest fjármálakerfinu að gagni.  Og það er það sem þú ert að mörgu leiti að gera, draga fram vankanta núverandi stefnu.  Samt er það svo að í raunheimi þá er það almenningur sem þjáist mest við Hrun fjármálakerfa, hann missir vinnu, heimili, lífsakomu.  Þeir ríku hafa borð fyrir báru.

Það er því hagur almennings að fjármálakerfi virki á meðan virkni atvinnulífsins er algjörlega háð því kerfi.  Það er samt ekki svo að það skipti ekki máli hvernig hlutirnir eru framkvæmdir og það má færa sterk rök fyrir að hagur almennings sé fyrir borð borinn.  Að "peningaprentunin" nýtist lítið hinu almennu atvinnulífi en fari að mestu í hít fjármálakerfis sem stendur á brauðfótum vegna yfirgengilegra heimskulegra starfshátta.

Og átökin um þau sjónarmið er sú pólitík sem tekst á um stjórnun heimsins í dag.  Þessi pistill minn er hluti af þeirri pólitík, ég tilheyri þeim hópi sem vill stokka upp kerfið, skera auðræðið úr því.  Tel að það þjóni ekki almenningi og fyrirtækjum hans, heldur að það þjóni auðmönnum og braski þeirra..  Og því þarf að breyta.

Varðandi það að almenningur fái reikninginn þá er það rétt eins langt og það nær.  Kreppa er tekjuskerðing og eignaskerðing.  Það er alltaf tap í kreppu.  Spurningin er hvernig þú dreifir því tapi.  Sú leið að láta kreppuna hafa sinn gang hefur örugglega þær afleiðingar að stór hluti almennings missir vinnu og húsnæði og hefur ekki í sig og á.  Sagan sannar það. 

Peningaprentun sem VIÐSKIPTAVAKI  sé henni rétt beitt, tryggir að lokal hagkerfi almennings gangi, að hann haldi vinnu sinni og húsnæði og hafi í sig og á.  Þar sem peningaprentun er ekki verðmætasköpun þá hækka utanaðkomandi aðföng en að því gefnu að eitthvað sé framleitt í hagkerfinu, þá skiptir það ekki sköpum.  Með öðrum orðum, kaupmáttur dregst saman, en það ER kaupmáttur.

Og það er kjarni málsin, það er kaupmáttur.  Það er atvinna, það er framleiðsla.

Útþynning gjaldmiðilsins kemur jafnt niður á öllum, en aðlögun með niðurskurði, fjöldaatvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum bitnar fyrst og síðast á launafólki og öllum þeim sem hafa ekki tök á að verja sig gegn kreppunni.  Og þar sem það er í eðli fólks að verja sig, þá er afleiðingin ólga, þjóðfélagsupplausn, jafnvel uppreisnir og blóðsúthellingar.

Í mínum huga er valið ákaflega skýrt.

Rökin um óbærilegar skuldir eða ósjálfbærar skuldir sem lenda á framtíðinni gilda ekki ef um innlenda peningaprentun er að ræða, þetta eru rökin gegn erlendri lántöku.

Rökin um óðaverðbólgu gilda ekki nema þegar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags fara af stað.  Þá segja fræðin að þú dragir úr peningaprentun.

Grikkir væru í góðum málum ef þeir færu úr evrunni og hæfu innlenda peningaprentun.

Það er ekkert í aðferðarfræði peningaprentunar sem segir að ríkið eigi að reka sig endalaust með tapi, þetta er aðferðarfræði sem gildir þegar hagkerfi er að stöðvast vegna peningaskorts.  Nauðsynleg hagræðing, spurningar um eðli ríkisreksturs og svo framvegis eiga jafnt við á krepputímum sem öðrum tímum, en þú stöðvar ekki ekki grunnþjónustu samfélagsins vegna kreppu í efnahagskerfinu.  Bregðist þessi grunnþjónustu þá eru forsendur atvinnulífsins til að rífa sig upp úr kreppunni brostnar.  Þú getur lengi látið launþega taka á sig kjaraskerðingu en þú segir ekki við þá, hættið að borða, það er kreppa.  Þú segir ekki við þá, hættið að veikjast því það er engin heilsugæslu og svo framvegis.

Svo ég dragi þetta saman jonasgeir, þá má margt finna að því sem gert er í dag.  Það má setja spurningarmerki við aðferðarfræðina, við hugmyndafræðina og svo framvegis.  En sá sem afneitar staðreyndum fær engu breytt.  Sá sem þekkir ekki takmörk sinnar getu til breytinga við ákveðnar aðstæður, hann fær engu breytt.

Og sá sem leggur til verra en það sem er, hann breytir, en sú breyting er til ills.

Eitthvað sem þeir sem eru á móti, ættu að hafa bak við eyrað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2011 kl. 10:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gulli, hagfræði er ekki pólitík, hagfræði eru raunvísindi svipað eðlis og eðlis og efnafræði.  Aðferðarfræðin er sú sama, þú mælir og skráir, sérð ferli og setur fram kenningar.  Eini munurinn er tímafaktorinn, tækni okkar við meta aðstæður og prófa kenningar eru skemmra á veg kominn í hagfræðinni en í eðlisfræðinni.

Eðlisfræðin var raunvísindi á sautjándu öld þegar Newton setti fram kenningar sínar um þyngdarlögmál sitt.  Samt var sú kenning röng því hún náði ekki að skýra raunveruleikann, en hún var rétt eins langt og hún náði.  Skýrði það sem var vitað og menn höfðu tækni til að rannsaka.  Hefði Einstein sett fram afstæðiskenningu sína á sautjándu öld, þá höfðu menn engar forsendur til að meta sannleiksgildi hennar, og gátu því ekki skorið úr hvort hún væri rétt eða röng.  Í dag vitum við að hún er röng, í þeirri merkingu að hún nær ekki til að skýra allt.  En hún skýrir sumt, og það sem meira er að við höfum tækni til að meta það.

Hagfræðin lýður fyrir að ekki er gerlegt að meta hinar ýmsu kenningar.  Þess vegna eru svo margar kenningar í gangi.  Alveg eins og var þegar Einstein kom með afstæðiskenningu sína, þá var margt annað sagt og hafði verið sagt, sem menn hafa gleymt í dag.  En þá vissu menn ekki betur, höfðu ekki tækni til að sanna eða afsanna hinar ýmsu kenningar.

En þó höfðu menn tækni til að sýna fram á að sumar kenningar væru algjör vitleysa.  Það sama gildir um hagfræðina í dag, hún getur sýnt fram á að sumt er algjör bábilja, og þar styðst hún við rannsóknir á hagsögunni, og því sem við köllum raunveruleikann.

Keyneisminn hefur sannað sig sem réttur við ákveðnar aðstæður, aðstæður sem ríkja í dag.  Þess vegna gripu stjórnvöld á Vesturlöndum, óháð pólistískum skoðunum, til hans, en ekki aðferðarfræði sósíalismans eða kenninga microhagfræðinnar um að tempra peningamagn í umferð.  Í þessari staðreynd felst ekki að ekki sé til eitthvað sem er "réttara", málið er að við þekkjum það ekki í dag.  Alveg eins og þegar þyngdarlögmál Newtons var það réttasta á sínum tíma, en samt aldrei það "rétta".

Pólitíkin sem þú minnist á Gulli felst í því að sumir hafa hag af að afneita staðreyndum.  Til að tryggja völd sín, eignir eða áhrif.  En það breytir ekki eðli staðreyndanna.

Hinsvegar varðandi það sem þú segir, líkt og jonasgeir hér að ofan, þá get ég tekið undir margt.  Það eru vankantar á aðferðarfræðinni og margt sem ber að varast.  Og mér finnst þú benda á kjarna málsins um hvað ber að verja og hvað ber að varast.

Velferðarkerfið er samfélagssáttmála sem aðeins heimskir menn rjúfa.  Menn sem þekkja ekki söguna og vita ekki af hverju þessi samfélagssáttmáli var gerður.  Þeir vanmeta algjörlega kostnaðinn við að rjúfa hann.  Dæmi um svona algjöra heimsku þegar það átti að spara 46 milljónir, nettó, í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi, með því að eyðileggja hana, en halda að samfélagið reki sig áfram.  Að fólk vilji heima á stað þar sem ekki er grunnþjónustua og grunnöryggi.  Og aðeins í Fjarðabyggð kemur fjórðungur af útflutningi landmanna.

Annað dæmi um hina algjöra heimsku ráðamanna okkar er að tala um mannauð og tækniþekkingu og átta sig ekki á að mannauður sættir sig ekki við þriðja flokks menntun eða heilsugæslu handa börnum sínum.  Hann fer.

Þriðja dæmið er að halda að það sé hægt að byggja upp atvinnulífið með innspýtingu fjármagns þegar á sama tíma er almenningi og fyrirtækjum haldið í skuldakreppu.  Skuldaleiðrétting er ein mynd peningaprentunar, en algjörlega nauðsynleg til að eftirspurn aukist aftur í hagkerfinu.  Og til að draga úr þjóðfélagsólgu og skapa stöðugleika.

Bákn, í merkingunni bákn, virðist alltaf vera fylgifiskur miðstýringar og sem slíkt á það til að draga úr virkni atvinnulífsins.  Krepputímar eru flottir tímar til að takast á við bákn, til að minnka skrifræði og reglufargan.  Þar er ég mikið sammála þér.

En ég les það úr athugasemd þinni að þú sért til hægri og agnúast út í blessaða listamennina.

Það sem þér yfirsést er að stuðningur við menningu og listir er viðskiptavaki.  Rétt framkvæmt þá leggur ríkið fram fé, en fær það margfalt til baka í veltu og grósku í samfélaginu.

Og hugsunin á bak við viðskiptavaka er í raun kjarni peningaprentunarinnar.  Hún verður að beinast í þann farveg að viðskipti aukast í samfélaginu.  Lítið dæmi er framlag til kvikmyndagerðar eða fornleifarannsókna.  Þar átti að auka framlög og fjármagna það að sjálfsögðu með nýprentuðum krónum  úr Seðlabankanum.  Því það er eðli slíkra framlaga, að þau kalla á styrki og fjármagn að utan, þau eru með öðrum orðum gjaldeyrisskapandi.

Annað dæmi er rannsóknir og nýsköpun, slíkt eykur bæði veltu hagkerfisins í núinu, sem og í framtíðinni.

En það er lítið mál að setja peningaprentun í hít sem ekkert kemur út úr, en það er misbrestur á framkvæmd, en kemur eðli framkvæmdarinnar ekkert við.  Sú heimska að nota fallbyssu á fiðrildaveiðum dregur sem slíkt ekkert úr gildi fallbyssunnar, en segir allt um þann sem gerir slíkt.

Andmælin gegn peningaprentun við þær aðstæður sem núna eru í hagkerfum Vesturlanda, snúast að slíkum misbrestum, þau tækla ekki hugsunina sem að baki býr.

Hún er staðreynd sem hagfræðingar rífast ekki um, nema þeir sem eru á fóðrum hjá þeim sem hafa hag af ringulreið og þjáningum fjöldans.

Og það kemur hagfræði ekkert við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2011 kl. 10:54

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Ég tek undir allt sem þú segir.  Eins og ég tók fram í andmælum mínum hér að ofan þá er augljóst að ekki er sama hvernig hlutirnir eru framkvæmdir, og það er óhætt að segja að rassgatið á ráðamönnum okkar er stórt.  Eða það hlýtur að vera því þeir framkvæma allt fyrir aftan rassgatið á sér.  Stjórnin þarf að víkja en þeir sem taka við þurfa að hafa eitthvað  vitrænt til málanna að leggja, ekki hafa það eitt sér til ágætis að vera á móti, eða ennþá vitlausari eins og forysta Sjálfstæðisflokksins er í dag.

Og skortur á þessu vitræna er helsti vandi andstöðunnar í dag, mennt halda sig frá staðreyndum en eru rosalega mikið í "ég held" eða "ég tel".  Og menn eru aldrei í raunheimi hins mögulega.

Þess vegna nýtumst við aðeins í andstöðu við bein tilræði við þjóðina líkt og ICEsave var.  En við höfum ekki mátt til að fella stjórnina.  Og á meðan blóðmjólka bankarnir okkur og ríkisstjórnin kemur okkur bakdyrameginn inn í ESB með samstarfinu við AGS.  Það er eins og fólk átti sig ekki á að ef menn nota risagjaldeyrislánið til að greiða út krónur, þá er þjóðin búin að vera.

Þess vegna er svo grátlegt að fólk skuli ekki taka sig taki, hætta að rífast og sameina sig um staðreyndir og gera það sem þarf að gera.  Að fólk átti sig ekki á því að það er hugarfarið og hugmyndafræðin sem móta framtíðarsamfélag okkar, ekki ákkúrat það sem gert er á hverjum tíma.

Kreppan hverfur ekkert við stjórnarskipti en góð stjórn getur lagt drög að  góðu samfélagi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2011 kl. 11:07

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Anna fyrir hlýleg orð.

Það skiptir mig alltaf máli að finna að hvunndagshetjurnar sjái eitthvað jákvætt við það sem ég skrifa.  Það dregur úr einmanaleikanum að vera út úr kú við meinstrímumræðuna.

Segir manni að þetta þjóni allt einhverjum tilgangi þó hann blasi kannski ekki beint við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2011 kl. 11:11

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Þegar ég tala um vinstri og hægri menn þá er ég að vísa í þá pólitíska dilka sem menn draga sig í íslenskri umræðuhefð.   En ég er ekki að tala um vinstri og hægri sem slíkt, tel það úrelt, það þarf annarskonar hugsun til að takast á við vanda nútímans.

Ég ætlast kannski ekki til að fólk sameinist um skýra framtíðarsýn þó góður leiðtogi ætti að geta komið slíku í verk, en ég hefði ætlað að fólk væri ekki það gjörsneytt manndómi að það geti ekki varið framtíð barna sinna, hvernig sem hún þó annars verður.

Hætturnar sem blasa við eru svo augljósar og skaðlegar að það er ótrúlegt að fólk skuli ekki bregðast við þeim.  Og ógnaröflin eru það sterk að aðeins sameinað afl hins venjulega manns, getur hnikað þeim í vörn, og kannski hugsanlega ef guð lofar, hindrað gjöreyðingarferlið.

Og ég tel að það séu hinir pólitísku dilkar sem komi í veg fyrir þessa varnarbaráttu, hugmyndafræðin virðist vera að þetta sé "hinum" að kenna, að þeir séu vondir en "mínir" séu góðir og muni leysa málin.  Samt er stefna Sjálfstæðismanna sú nákvæmlega sama og vinstri stjórnarinnar, og megin vandinn er þjónkun við þau öfl sem rústuðu efnahagslífi Vesturlanda, og eru að skapa aðstæður fyrir átök og upplausn.

Og þó ég skammi jafnt hægri og vinstri blóðugum skömmum, enda almennt sé miðjumaður, þá dreg ég ekki fjöður yfir að það sem sameinar fólk með ólíkar lífskoðanir, sé miklu meira en það sem sundrar.

Og í stríði spyrja menn ekki um það sem sundrar, heldur um það sem sameinar og það sem þarf að gera.

Vandinn er sá að mjög fáir upplifa ástandið sem stríð.

Og ég sé það ekki breytast í bráð.

En það er gerjun í gangi, svona pistlar eru mitt framlag í þá gerjun, sauðmeinlausir sem slíkir en eru alltaf eitthvað lesnir og vonandi eitthvað spáð í líka.

En einir og sér breyta engu, það er fjöldinn sem framkvæmir breytingarnar.

Og það þarf eiginlega að auglýsa eftir fjöldanum, og það er ekki gert á þessari síðu, hún er algjörlega fyrir utan almenna umræðu.

En sérviskan er líka gagnleg, á sinn hátt, í hófi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2011 kl. 11:27

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus, þú ert djúpur á þessu eins og oft áður.  Megi sem flesti spá í það sem þú ert að segja.

Vil feitletra þetta: "Ekki græða á lálaunaskattarekstri".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2011 kl. 11:29

14 identicon

Frá wikipedia (http://en.wikipedia.org/wiki/Economics):
"Economics is the social science that analyzes the production, distribution, and consumption of goods and services."

Það er einfaldlega rangt að hagfræði sé raunvísindi, hún hefur aldrei flokkast til raunvísinda þó ýmsir hafi gert tilraunir til þess að færa hana nær raunvísindum.

"Aðferðarfræðin er sú sama, þú mælir og skráir, sérð ferli og setur fram kenningar. Eini munurinn er tímafaktorinn, tækni okkar við meta aðstæður og prófa kenningar eru skemmra á veg kominn í hagfræðinni en í eðlisfræðinni. "

Þetta er ekki nóg til að teljast raunvísindi, þessari aðferðarfræði er líka beitt í sálfræði og félagsfræði.

Gulli (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 20:39

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gulli.

Þú ættir að hafa þá skynsemi að ætla að fyrst að ég legg í að setja fram á ögrandi hátt umdeildar skoðanir um efnhagsmál á opnum bloggpistli þar sem hver sem er með "þekkingu" getur komið inn og tætt framsetningu mína í sig, að ég hafi ákveðinn grunn, til dæmis að ég hafi lesið eina eða tvær bækur um hagfræði.  Og þó ég sé búinn að gleyma innihaldinu að mestu þá man ég nú samt að hagfræðin var flokkuð til félagsvísinda. 

En ég er það lesinn, þó ég sé ekki mikið lesinn, að ég man líka að sú flokkun er mjög umdeild meðal margra hagfræðinga því lögmál hagfræðinnar eiga miklu meira samleið með raunvísindum (náttúruvísindum) en klassískum félagsvísindum sem lýsa atferli mannsins og hegðun.  Ég man til dæmis eftir einni grein þar sem hagfræðingur var að benda á að rannsóknir á viðbrögðum mannsins á markaði væru félagsvísindi en hegðun hins dauða hlutar sem við köllum markað, væri ekki ósvipað og til dæmis hegðun efniseinda, margslunginn en flókin stærðfræði, líkt og til dæmis skammtafræðin tekur á efniseindum, ætti að geta lýst honum.

Við værum ekki bara búin að þróa hana ennþá.

Ég er líka það gamall að ég hef hlustað á þann mæta hugsuð og raunvísindamann, doktor Sigmund Guðbjarnarson, þá háskólarektor, útskýra fyrir mér að honum þætti mesta afturförin með námsmenn í "dag" (það er nokkuð langt síðan sá dagur var) væri að þeir væru hættir að spyrja spurninga og efast um þá þekkingu sem þeim væri kennd.   

Og ég hef líka á minni löngu ævi verið vitni að akademískri heimsku, svona fyrir utan að hafa lesið dæmi um hana í gegnum tíðina, sem sannar þessi orð Sigmundar.  Ég hef persónulega verið vitni að því þegar til dæmis Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor, notaði vinnuvirðiskenningu Marx sem undirstöðu allrar framleiðslu í hagkerfi, og þegar hann var spurður um gildi véla, þá voru vélar jú smíðaðar af vinnuafli og þar með stóðst Marx.  Það þarf ekki að taka það fram að frjálshyggjumenn fengu frekar 0 en að bulla vitleysuna á prófi til að þóknast Stefáni.  

Ég las líka kafla í hagfræðibók þar sem virtur Harvard prófessor reyndi að meta óskilvirkni Sovétbúskaparins út frá kostnaðarmódeli.  Fattaði ekki karl greyið að kommúnisminn var dauð hagfræði, og dauðinn hafði ekkert með skorti á verðmyndun að gera heldur með því að hann drap niður frumkvæði og drift einstaklingsins.  Eins og maðurinn hefði aldrei lesið félagssögu.

Ég hlustaði líka á uppbelgdan íslenskan stjórnmálaprófessor ætla að jarða bandarískan fræðimann í atferlisfræði í sjónvarpseinvígi þeirra, því sá bandaríski hélt fram þeirri "akademískri bábilju" að greind væri genetísk en ekki lært atferli, það fæddust ekki allir með sömu guðsgjöfina.  Það þarf ekki að taka það fram að sá bandaríski flengdi Ólaf Ragnar fyrir framan alþjóð, en svona var nú trúin og hin akademíska kennsla í Háskóla Íslands og rætur heimskunnar var frá Skandinavíu.  Það er að menn blönduðu persónulegu skoðunum sínum og rétthugsun við efnislegar staðreyndir, á þann hátt að vísindin véku fyrir rétthugsuninni.

Það þarf ekki að taka það fram að menn þurftu að vera mjög lærðir til að vera svona heimskir, hver móðir gat útskýrt það fyrir þeim að börn þeirra fæddust með misjafna hæfileika frá náttúrunnar hendi en það væri ekki afleiðing af mismunandi uppeldi þeirra gagnvart sinum eigin börnum.

Eða þegar íslenskir sagnfræðingar gerðu sig að fíflum þegar þeir hófu herferð gegn persónusögu, og ætluðu að þurrka hana út í sögbækum sem kenndar voru við íslenska skóla.

Gulli, maður á að spyrja spurninga og maður á að efast.

Og maður á að rökstyðja, ef skoðanir manns ganga gegn meinstrím.

Ég útskýrði fyrir þér ágætlega hvað ég ætti við þegar ég ústkýrði að hagfræði væri raunvísindi því ég vissi að þú myndir stökkva á þessa fullyrðingu mína.  

Það má reyndar deila um hvort hún nái algjörlega undir skilgreininguna á raunvísindum en félagsvísindi er hún ekki.  Hagfræði á ekkert sameiginlegt með greinum eins og sagnfræði, mannfræði, félagsfræði, sálfræði eða hvað það er sem flokkast undir félagsvísindi. 

Það sem menn átta sig ekki á ennþá er að við erum ennþá aðeins í upphafi Nýaldar hagfræðinnar, Newton hennar hefur ekki ennþá uppgötvað hennar þyngdarlögmál.  Það er hægt að segja til um sumt, en sérstaklega er hægt að segja til um það sem er ekki, það er kenningar og annað sem ganga ekki upp.

Og það er hægt að mæla atburði og setja fram kenningar með aðferðum raunvísinda, þó vissulega sé markaðurinn ekki náttúrfyrirbæri.

Þegar stærðfræðin batnar með öflugri reikniforritum þá verður mönnum þetta betur og betur ljóst, að það er ekki ósvipað að setja upp líkan fyrir hegðun hagkerfis eins og fyrir hegðun efniseinda eins og rafeinda eða kvarkara eða hvað sem þetta heitir allt saman.

Þar sem er þekking, þar er efinn og menn ættu alltaf að hafa það í huga þegar þeir taka þátt í rökræðum.

Hagfræði er ekki pólitík, það er vitleysa, hvort hún sé svipuð eðlis og náttúruvísindi, um það má deila.  En það er ekki deilt um að hún er ekki hefðbundin félagsvísindagrein.

En þegar ég setti fram þessa fullyrðingu mína til að stuða þig, þá setti ég rétt á eftir fram kjarnafullyrðingu sem kom erindi þessa pistils við og ef hún er keypt þá fallast menn á efni pistilsins.

"Keyneisminn hefur sannað sig sem réttur við ákveðnar aðstæður, aðstæður sem ríkja í dag.  Þess vegna gripu stjórnvöld á Vesturlöndum, óháð pólistískum skoðunum, til hans, en ekki aðferðarfræði sósíalismans eða kenninga microhagfræðinnar um að tempra peningamagn í umferð. "

Ég tók eftir því að þú hjóst ekki í hana en margir hafa lesið hana.  Og til þess er jú tilgangurinn, að vekja athygli á skoðunum og fá fólk til að kaupa þær eða réttar sagt forsendur þeirra.

En ég skal játa það að ágætar athugasemdir þínar og jonasgeirs gáfu mér tækifæri að fylla upp í efni pistilsins, að útfæra frekar skoðanir mínir og þau rök sem liggja að baki.  Og mér þykir vænt um það tækifæri því ég tel það skipta máli að fólk sem gagnrýnir núverandi stjórnvöld, geri það út frá þekkingu en ekki bábiljum, eitthvað sem hefur gert Andstöðuna áhrifalausa í íslenskri pólitík í dag.

En ekkert að því sem ég sagði um peningaprentun eða Keyne er mínar frumskoðanir, ég er að endursegja orð mætra bandarískra prófessora sem Gunnar Rögnvaldsson hefur vakið athygli mína á.  Mitt framlag er að vera sammála þeim.

Ég fann ekki einu sinni upp á deilunni um hvernig á að flokka hagfræðina, hún er gömul.   Og byggist alltaf á mati.

En það var ágætt að grípa til hennar svo þú létir meginefni andmæla minna standa.

Svona er það nú bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 00:45

16 identicon

Hagfræði lítur á yfirborðinu út fyrir að svipa til raunvísinda en fellur út sem slík á einu grundvallaratriði, hún mælir og fylgist með hegðun mannsins og niðurstöður eru þar af leiðandi algjörlega háðar ákvörðunum manna.

Hagfræðin er nákvæmlega eins og mannfræðin, sagan og félagsfræðin að því leyti að það er ekki til neitt eitt rétt svar, það eru einungis til mismunandi túlkanir sem þá verða beinlínis háðar skoðunum þess sem túlkar og slíkt er einfaldlega ekki leyfilegt í raunvísindum. Grunnurinn í því að reyna að gera hagfræðina að raunvísindum er módelsmíði og framreikningur á módelum með fyrirframgefnum forsendum. Allar slíkar tilraunir hafa mislukkast illilega einfaldlega vegna þess að módelin geta ekki tekið inn mannlega þáttinn, það eru ekki til nein reiknilíkön fyrir tilfinningalegar ákvarðanir eða ákvarðanir byggðar á mismunandi reynslu. Enn síður er hægt að reikna út mismunandi hóphegðunartilhneygingu sem getur stýrst af hundruðum tilfinningalægra skoðana.

Ég fór ekkert í meginefni andmæla þinna einfaldlega vegna þess að hluti þess grundvallaðist á að hagfræði væri raunvísindi, við erum einfaldlega algjörlega ósammála í því grundvallaratriði og ég hafði hreinlega ekki tíma til að fara í hitt.

Gulli (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 13:48

17 identicon

"Keyneisminn hefur sannað sig sem réttur við ákveðnar aðstæður, aðstæður sem ríkja í dag. Þess vegna gripu stjórnvöld á Vesturlöndum, óháð pólistískum skoðunum, til hans, en ekki aðferðarfræði sósíalismans eða kenninga microhagfræðinnar um að tempra peningamagn í umferð."

Það er engin sönnun fyrir því að keynesisminn hafi haft nokkur áhrif yfirhöfuð og í raun ekkert víst að hann hafi haft nein áhrif önnur en tilfinningaleg, þ.e. hann hafi dugað til að telja fólki trú um að nú væri allt gott og blessað og óhætt að fara að eyða peningum aftur. Það er vitað að hagkerfið snýst fyrst og fremst á trú fólks á framtíðinni, ef nógu stór hluti er sannfærður um að allt sé á leið til andskotans fer fólk að halda að sér höndunum og samdráttur verður, ef fólk hins vegar er sannfært um að sólin skíni úr hverjum rassi fer það að eyða og ýta þannig hagkerfinu af stað.

Mörg dæmi eru til um þetta, t.d. Þýskaland nasismans og kannski nærtækasta dæmið er klassíski Spaugstofubrandarinn þar sem Davíð Oddsson sagði í sífellu "Það er góðæri í landinu!" Á endanum trúðu Íslendingar þessu og slepptu sér algjörlega í eyðslu og það sem verra var - lánasukk.

Núverandi ríkisstjórn hefur meira að segja verið að reyna þetta upp að vissu marki með því að tala mikið um "góðan árangur í fjármálum" en þeirra vandamál er að þau hafa engan trúverðugleika (tölurnar tala svolítið mikið á móti þeim) og geta þar af leiðandi ekki talað hagkerfið í gang eins og Davíð gat (hann hafði trúverðugleika á þeim tíma).

Gulli (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 13:58

18 identicon

Gleymdi að setja þetta með:
Keynesisminn er hins vegar að ákveðnu leyti bara kommon sens upp á það að draga úr umfangi ríkisins, með því að dreifa útgjöldum hins opinbera jafnar og koma þannig að einhverju leyti í veg fyrir ofþenslu þess í góðæri.

Gulli (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:12

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Gulli 16.

Þetta er í grundvallaratriðum rangt hjá þér.  Hagfræði er vísindagrein og skoðanir koma vísindum ekkert við. 

Ég get haft þær skoðanir að ég gangi í gegnum vegg, en ég mun samt meiða mig.  Skoðanir mínar fá ekki breytt því eðli efnis í veggjum að vera þétt fyrir.

Ég get haft þá skoðun að ég geti stjórnað landi með því að prenta peninga og þar með verði ómæld framleiðsla og enginn skortur.  En raunveruleikinn er sá að það lifir enginn á peningum.  

Ég get haft skoðanir á tilurð mannsins og jafnvel látið kenna sköpunarsöguna í skólum, en það breytir ekki vísindalegum staðreyndum um þróun lífs.

Markaðurinn er dauður, hann er kerfi sem lýtur sínum eigin lögmálum.  Þó við vitum fátt um þau lögmál til hlítar, þá vitum við sumt, sérstaklega um það sem virkar ekki.  Og það kemur skoðunum ekkert við. 

Grunnörkfeill þinn er að átta þig ekki á að þekkingarskortur leiðir vissulega til að það er getið í eyðurnar, en þær getgátur verða að standast vísindalega aðferðarfræði.  Og ef þær stangast á við þekktar staðreyndir, þá verður að færa fyrir þeim rök, sem hin vísindalega aðferðarfræði mun takast á við.  

Til þessa hefur hagfræðin þurft mikið að reiða sig á reynsluna, reynsla hefur afhjúpað ýmsar bábiljur eins og sósíalískt ríkiseinokunarkerfi, en þróuð stærðfræðilíkön hafa tekið yfir í æ ríkari mæli eftir því sem reikniforrit ráð við fleiri breytur.

Þetta var nákvæmlega svona í árdaga eðlisfræðinnar.  Hún var gerfivísindi þar til hún þróaði hin akademísku vinnubrögð sem við köllum raunvísindi.  Þegar eðlisfræðin tók upp þau vinnubrögð, þá vissi hún ósköp fátt um eðli efna eða eðli alheims.  Margar kenningar fylltu upp í eyðurnar, sumar stóðust en aðrar ekki þegar menn öðluðust tækni til að rannsaka þær.

En þekkingarskorturinn eða þekkingarleysið  réttlætti ekki fullyrðingar að þetta væru allt háð skoðunum eða afstöðu þeirra sem rannsökuðu.  Og þó eðlisfræðin viti í raun ekki neitt um hin endanlegu lögmál, þá veit hún samt margt, og sérstaklega getur hún hafnað mörgu.

Það sem þú nefnir tilfinningaþátt er einmitt það sem samsvarar rannsóknum á eðli efnis.  Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hegðun einda á ákveðnu augnabliki, en það er hægt að leiða líkur og út frá hegðun margra einda má setja fram reglur um líklega hegðun.

Eða eins og gamli eðlisfræðikennarinn minn sagði, það er ekki hægt að útiloka að allar eindir í járnþili raði sér á þann hátt upp utan um kjarnann, að þilið verði gljúpt og það sé á viðkomandi augnabliki hægt að ganga í gegnum það.  En hann ráðlagði okkur samt ekki að reyna slíkt.

En með þessari sögu var hann að útskýra óvissu og af hverju líkindareikningur væri notaður til að útskýra eðli efnis og einda.  

Og það sama er ég að útskýra fyrir þér, þetta snýst ekki um hegðun einstaklings, þetta snýst um hegðun einstaklings í hóp, og hvað er líklegt að gerist við ákveðnar aðstæður.

Það er ekkert öruggt i heimi eðlisfræðinnar, nema það er vitað að hún nær ekki að úskýra eðli efnis og alheims og það sama er með hagfræðina, það er ekkert öruggt, en margt það líklegt að það má slá því fram.  Og með aukinni þekkingu í að meta hegðun og spá fyrir, þá verða spárnar öruggar.

Afstæðikenning Einsteins var ekki skoðun, hún var það besta sem menn vissu þá.  

Keyneisminn  er ekki fullkominn, en hann er það besta sem við vitum í dag um hvernig við eigum að bregðast við eftirspurnarkreppu og hindra að röskun á peningaflæði stöðvi framleiðslu.  Eftir einhver ár munum við vita ennþá meira og þá mun kannski nálgun hagfræðinnar á efnahagskreppum verða allt önnur en þekking framtíðar úreldir ekki það sem við vitum best i dag.

Og það kemur skoðun, hvort sem hún er pólitísk eða hagsmunatengd, ekkert við.

Og það er ein birtingarmynd þekkingarleysis að átta sig ekki á því.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 15:53

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Gulli 17 og 18.

Það er einfaldlega rangt að halda því fram að engar sönnur séu færðar fyrir kenningum í hagfræði eins og Keynismanum.  Svo ég vitni í Jón Daníelsson, kennara í þessum fræðum, "Nýjustu rannsóknir benda allar í þá átt að .....", svona fullyrðir blessaður maðurinn nema hann geti vitnað í rannsóknir og ég hef hlustað á hann gera slíkt.

Maðurinn sem mótað varnarviðbrögð rikisstjórnar Bush við hruni stóru fjárfestingarbankanna, Ben Bernanke seðalabankastjóri, er einn fremsti sérfræðingur heims í efnahagskreppum, og hann mótaði áætlanir sínar út frá því sem hann best vissi.  Það þarf kannski ekki að taka það fram að Bush hefði ekki skipað hann í embættið ef hann væri ekki mikill markaðsmaður, en eins og hann sagði sjálfur í viðtali þá er þekking eitt og skoðanir annað.

Þetta sem þú segir að öðru leyti um peppun er svo sem allt gott og gillt, en kemur umræðuefninu ekkert við.  Peppun er því miður ekki lausn á efnahagskreppum, hann Mugabe veit allt um það.  Eða félagi Brezhnev eða Kim il Sung eða hvað þeir heita allir sem reyndu að peppa upp dauðann efnahag.

En peppun er ein breytan í líkindamódeli hagfræðinnar, en í réttu samhengi.  

Það eru rök fyrir Keyneismanum og þú hafnar þeim ekki nema með öðrum rökum.  Og það gera ekki hagfræðingar í dag nema fyrir borgun.  Fyrir borgun bulla menn hvað sem er.

En spjallið hefur verið gaman, það er svona spjall sem kallar á nýjar framsetningar.  Mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi eyða tíma við að setja fram kenningu að hagfræði væri raunvísindi en ekki félagsvísindi.  Líklegast vegna þess að það kemur ekki málinu við.  Samt gaman að sjá hvað hægt er komast langt með sérviskuna.

Þar er efinn.

Ég ætla ekki að sannfæra þig um Keyne, þú mátt alveg hafa þínar skoðanir fyrir mér.  Þunginn hjá mér er að sannfæra þá sem vilja breyta, en leggja eitthvað til málanna sem virkar verr en það sem fyrir er.

Ef einhver les ennþá þennan þráð, þá ætla ég að birta i næstu athugasemd, ágæta grein eftir prófessor í Berkeley, Bradford DeLong, hann kann sitt fag og efast um heilabú hægrimanna í Rebúblikanaflokknum, því hagheimska þeirra skaðar þeirra eigin hag.

Hver lætur pólitíska heimsku skerða eigur sínar????

Stór orð sem hann treystir sér til að standa við, væru í þeim rökveilur, þá myndu andstæðingar hans hakka hann í sig.  En þeir gera það ekki, þeir kóa bara hvern annan á sínum síðum, þeir vita eins og er að þeir hafa tapað hinni vitrænu umræðu.

Þegar ég kveikti á perunni með það, þá vissi ég að Keyne var réttur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 16:16

21 Smámynd: Ómar Geirsson

The retreat of macroeconomic policy.

ONE disturbing thing about studying economic history is how things that happen in the present change the past - or at least our understanding of the past.



Governments before World War I - and even more so before World War II - did not embrace the mission of minimizing unemployment during economic downturns. There were three reasons, all of which vanished by the end of World War II.



First, there was a hard-money lobby: a substantial number of rich, socially influential, and politically powerful people whose investments were overwhelmingly in bonds. They had little personally at stake in high capacity utilization and low unemployment, but a great deal at stake in stable prices. They wanted hard money above everything.



Second, the working classes that were hardest-hit by high unemployment generally did not have the vote.



Third, knowledge about the economy was in its adolescence.



All three of these factors vanished between the world wars. Today, we have next to no hard-money lobby, almost all investors have substantially diversified portfolios, and nearly everybody suffers mightily when unemployment is high and capacity utilization and spending are low.



Economists today know a great deal more, and the working classes all have the vote.



Thus, I would confidently lecture only three short years ago that the days when governments could stand back and let the business cycle wreak havoc were over in the rich world. No such government today, I said, could or would tolerate any prolonged period in which the unemployment rate was kissing 10 percent and inflation was dormant without doing something major about it.



I was wrong. That is precisely what is happening.



How did we get here? How can the US have a large political movement - the Tea Party - pushing for the hardest of hard-money policies when there is no hard-money lobby with its wealth on the line? How is it that the unemployed, and those who fear they might be the next wave of unemployed, do not register to vote? Why are politicians not terrified of their displeasure?



Economic questions abound, too. Why are the principles of nominal income determination, which I thought largely settled since 1829, now being questioned? Why is the idea that governments must intervene strategically in financial markets to stabilize economy-wide spending now a contested one?



Today, the flow of economy-wide spending is low. Thus, US Federal Reserve is moving to have the Fed boost that flow by changing the mix of privately held assets as it buys government bonds that pay interest in exchange for cash that does not.



That is entirely standard. The only slight difference is that the Fed is buying seven-year Treasury notes rather than three-month Treasury bills. It has no choice: the seven-year notes are the shortest-duration Treasury bonds that now pay interest.



Yet America's right wing objects to this, for reasons that largely remain mysterious. Blather about Federal Reserve currency manipulation and excessive risk-taking is not worthy of an answer.



Still, here we are. The working classes can vote, economists understand and publicly discuss nominal income determination, and no influential group stands to benefit from a deeper and more prolonged depression. But the monetarist-Keynesian post-World War II near-consensus, which played such a huge part in making the 60 years from 1945-2005 the most successful period for the global economy ever, may unravel nonetheless.



J. Bradford DeLong is a professor of economics at the University of California at Berkeley.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 16:19

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Og það skaðar ekki að hafa v í gerfivísindi.  Annað er svo gervilegt.

Kveðja aftur.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 16:25

23 Smámynd: Elle_

Góður sem fyrr, Ómar.  Og samt ætla ég að prófa vatn á bílinn næst, orðin hundleið á bensínverðinu.  Og hvað hefurðu á móti fallbyssum í fiðrildaveiði?? 

Elle_, 2.8.2011 kl. 22:38

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir það Elle, ég er líklegast með fordóma gagnvart fallbyssum, þetta er íhaldssemin, fer versnandi hjá okkur Steingeitum með aldrinum.

Veit þetta ekki  með vatnið, í den skrifaði Einar Þorsteinsson, nýaldartæknihönnunarhugsuður fastan dálk í Morgunblaðið þar sem hann fjallaði um ýmsa óhefðbundna hugsun í tæknimálum.  Mig minnir að vatn sem eldsneyti hafi komið þar við sögu.

Og húmorsleysið hjá bestvissum rétthugsunarinnar var það mikill að Mogginn var úthrópaður sem útbreiðslublað hindurvitna, eins og fólk hefði ekki vit til að greina á milli.

Allavega las ég Einar alltaf með opnum hug og saknaði skrifa hans þegar hann hætti.  En samt var ég kannski ekki mjög trúaður á margt, til dæmis þetta með vatnið.

En skynsemin þar að baki er meiri en hjá þeim sem tala um að ná jafnvægi á ríkisrekstri þegar hagkerfið er að stöðvast vegna skorts á eftirspurn.  Skilja ekki hvað þarf lítið til að fyrirtæki rúlli við þær aðstæður, skilja ekki spíralinn niður á við.

Enda séðru það á síðasta bloggi mínu að ég tel tíma kraftaverka þurfi að renna upp, seinheppni Íslendinga með stjórnmálamenn er sjálfsskaparvíti, eitthvað sem við köllum eftir.

En hvað um það, teljarinn tifar í 400.000, næ honum á morgun eða hinn, og er þá kominn i frí.

Og bíð eftir kraftaverkum, til dæmis sól fyrir norðan.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 23:38

25 identicon

Peppun virkar, þvert á það sem þú segir, mjög vel ef hún er gerð af fólki sem hefur trúverðugleika, Hitler hafði trúverðugleika, Davíð hafði trúverðugleika (ég er ekki að líkja þeim saman að öðru leyti), Mugabe hafði mikinn trúverðugleika til að byrja með en hann hvarf fljótt þegar kom í ljós að hann hafði ekkert fram að færa. Sama staða með núverandi ríkisstjórn, hún hafði trúverðugleika í næstum heilan sólarhring, eða þar til VG kastaði öllum stefnumálum sem komu þeim til valda, síðan þá hefur hagkerfið í raun átt litla sem enga von. Líklegast er að hagkerfið byrji að færast upp á við á næsta ári þegar vonin fer að birtast fólki, "bara eitt ár eftir af þessu rugli".

Bæði sagnfræði og félagsfræði eru vísindagreinar en þar rúmast skoðanir mjög vel inni, einfaldlega vegna þess að hvoru tveggja eru félagsvísindagreinar. Hagfræði hefur líka gott rými fyrir skoðanir vegna þess að það er aldrei hægt að einangra út einstakan hluti sem stýrðu breytingunum.

Hagkerfið snýst 100% um trú á hagkerfinu, ef enginn hefur trú á hagkerfinu þá á það ekki séns. Þess vegna verða allar efnahagsaðgerðir að snúast um að efla trú fólks á hagkerfinu. Frá því verður aldrei komist. Það eitt og sér gerir hagfræði að félagsvísindum, vegna þess að raunvísindi virka alltaf 100% á einn hátt hverju sem fólk trúir.

Gulli (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 10:07

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Gaman að spjalla við þig Gulli.

Þessi þráður er ljósið í bloggleiðindum sumarsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2011 kl. 10:27

27 identicon

Sömuleiðis Ómar, þetta var áhugavert - kveðja, væntanlega enn lengra að austan (Malmö, Svíþjóð)

Gulli (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 12:08

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tvíhliðabókhald í öllu sínu veldi var hlut af námi yfirstéttar manna sem höfuðu vald á minnst ensku, þýsku og frönsku fyrir utan sitt móður mál, og ágæta þekkingu á latínu og grísku, þessi fræði voru kafli í bók um um sannir í algebru, rúmfræði, flatarmáls og hlutafræðum, allir vel sigtaðar út  áður en hleypt var inn í æðra nám. Hefðbundið tvíhliðabókhald er sannanlega raunvísindi en nauðsynlega skilningur þeirra sem telja sig geta lært það utan að, vegna þess að grunn til mastera því vantar.  Það sem miður greindum finnst áhætta og flókið finnst greindari oft öruggt og einfalt.  Fáir ágætis nemendur  eins og ég ef hafa val taka niður fyrir sig í námi. Það er algjörlega  ljóst að eftir að hafa kynnt mér hagfræði þá er nokkrir aðilar utantekning því þeir kunna mikið meira en hún gerir kröfur til. Nútíma hagfræði er hluti af félgsfræðum Háskóla og mótar einskonar milliliði fyrir miður greinda vinsælastjórnmál menn að túlka niður stöður á gröfum og í myndum og orðum á bókhaldslegu staðreyndum fyrir stjórnmála menn. Þessar túlkanir eru í samræmi við hagfræðing á hverjum tíma.     Það er engin vandi að afskrifa alla þá Íslensku á einu bretti. Þeirra ályktanir byggja ekki á neinum föstum raunvísinda grunni, þegar þær er raknir til baka niður raunveruleikan í rökréttu samhengi. 70% les skilningur í raunvísindafræðum getur ekki skilað 100 % ályktunarhæfni. Skila formúlu er geta sannað hana sjálfur á sama hátt og sá fyrsti sem sannaði þess raunvísndaformúlu sjálfur. Í dag verð flestir að þjálfa sig í slíkum sönnum á eigin kostnað. Almenna kerfið framleiðir sérfræðinga sem þekkkja nokkur formúlur [gleyma oft grunnskilgreiningum þeirra: takmörkunum] en kunna að stinga inn í þær eins og apar. Þetta háskólalið skaðar ekki hagsmuni núvernadi yfirstéttar í stöndugum ríkjum. Þeir greindari heyra alltaf á mæli þeirra sem er minna greindari fyrir en síðar. Allir byrja á 0 í þroska, sumir hafa bæði langtíma minni og yfirgreind meðfædda. Hagvísindi spanna breiðan raunvísinda grunn sem verður að skilja í samhengi allra sinna greina, vanþekking á neinni grein getur tryggt rangar ályktanir sama hagfræðings. Hér áður fyrir fengu menn ekki útskrift úr verslunar námi nema hafa minnst 7,0 í öllum greinum. Hér fara margir í hagfræði í dag sem eru með nánast núll í algerbru.

Júlíus Björnsson, 23.8.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 436
  • Sl. sólarhring: 731
  • Sl. viku: 6167
  • Frá upphafi: 1399335

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 5223
  • Gestir í dag: 339
  • IP-tölur í dag: 334

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband