22.7.2011 | 09:38
Lítið þarf til að gleðja spákaupmenn.
Þú ferð bara út í mígandi rigningu og segir að það sé sól. Og þeir trúa, það er ef þeir hafa hag af.
Fjármálakerfið má ekki við hruni, en staðreyndin er samt sú að það er komið á ystu nöf.
Skýring þess er ákaflega einföld, í um 2 áratugi voru mikil verðmæti blásin út úr engu, það er fjármálgjörningurinn sjálfur var uppspretta verðaukningarinnar, ekki aukin framleiðsla og verðmætasköpun.
Og slíkar fjármálblöðrur springa alltaf að lokum.
En vegna þess hvað heimskan fékk að gerjast lengi, þá eru upphæðirnar orðnar það stórar að hið vanheilaga bandalag fjármálamanna og stjórnmálamanna geta ekki lengur komið vandanum undir teppið á kostnað almennings.
Ekki sökum viljaskorts stjórnmálamanna, enda flestir þeirra kostaðir að fjármönnum, heldur vegna þess að það finnst ekki nógu stórt teppi til að sópa vandanum undir.
Hinar meintu björgunaraðgerðir handa Grikkjum endurspegla þetta getuleysi.
Þær eru eins og að læknir hrósi sigri þegar hann hefur náð banvænum hita sjúklings úr 43,5 gráðum í 43,2, eitthvað sem skiptir engu máli og endalokin óhjákvæmileg.
Það skiptir Grikki engu máli hvort skuldir þeirra séu hundraðsextíu og eitthvað að þjóðarframleiðlsu, eða hundrað þrjátíu og eitthvað, ef skuldin er í erlendri mynt.
Sjálfbært skuldahlutfall í erlendri mynt er nefnilega langt undir 100% ekki langt yfir 100% af þjóðarframleiðslu.
Og hinn undirliggjandi vandi, að nota erlenda mynt í hagkerfinu, hann er ennþá til staðar.
Grikkland á sér ekki viðreisnar von á meðan landið notar Brusselmynt Þýskalands.
Staðreynd sem ekkert gaspur heimsins fær breytt.
Og raunvandinn er ennþá til staðar hjá fórnarlömbum evrunnar, erlend mynt er mynt dauðans þegar glímt er við afleiðingar fjármálablöðru því það er vonlaust að viðhalda kaupmætti og eignverði blöðrunnar.
Sú lausn að lækka laun er einfaldlega ávísun á tvennt, gjaldþrota þeirra sem skulda, og gjaldþrota þeirra sem selja vörur og þjónustu i viðkomandi hagkerfi. Því á meðan fólk reynir að bjarga skuldunum, þá breytist það úr neytanda i sparanda.
Og þegar launafólk áttar sig á að það eitt ber byrðarnar því þessi lausn er sérhönnuð fyrir þá sem eiga, fjármagn og auðfólk, þá verður allt vitlaust. Afleiðing er þjóðfélagsólga og óstöðugleiki.
Staðreynd sem ekkert gaspur Eurokrata fær breytt.
Þetta vita Eurokratar, þeir eru ekki vitlausir, aðeins illa innrætt fólk í þjónustu fjármagns og auðmanna. Þeir vita eins og er að það er lengra tímaferli að eyðileggja þjóðir með evrunni og í millitíðinni ætla þeir að koma á stórríki Evrópu.
Þeir eru þegar byrjaðir að tala um það, skrifa greinar, benda á að "óæðri" þjóðir sambandsins kunni ekki að stýra málum sínum af þeirri visku og aga sem hina sameiginlega mynt krefst.
En þeim yfirsést eitt stórt atriði.
Þeir eru 2 árum of seint á ferðinni með aðgerðir sínar, þeir gátu þetta á fyrstu mánuðum fjármálahrunsins, þá var lag, fjármagnið var í sárum og hefði sætt sig við reglubreytingar. Til dæmis þær breytingar að taka ekki stöðu, að veðja ekki á fall.
Í dag er það augljóst að sá sem lánar vandamálaevrulöndum, að hann fær ekki fé sitt til baka að fullu.
Það þýðir tvennt, að enginn lánar nýlán nema gegn gríðarlegri þóknun sem stórskuldug evrulönd standa ekki undir, og að gríðarlega öflugir fjármálasjóðir sjá sér hag að taka enn frekar stöðu gegn þeim evrulöndum sem eru í vanda.
Markaðurinn á eftir að hækka skuldatryggingarálag sitt upp úr öllu valdi, glottandi sjóðsstjórar munu aðeins segja; "þetta er tímaspursmál", og þar með eins og markaðurinn er uppbyggður, þá er þetta aðeins tímaspursmál.
Því vogunarsjóðir hafa frítt spil og þeir græða á óförum annarra.
Og ekkert bjartsýnisgaspur bankamanna og almennra fjárfesta fær því breytt.,
Því þeirra tap er annars gróði.
Og þetta veit markaðurinn.
En lúkkið og kúlheitin er það eina sem eftir er í stöðunni.
Þetta er valsinn sem var spilaður í veislusal Titanic.
Kveðja að austan.
Kátt í ítölsku kauphöllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt Ómar þetta er bara tímaspursmál
ég var hissa á fyrirsögnini Kátt í höllini
það er svona eins og veislugestir fagni því að fundist hafi 1 flaska í viðbót sem engan vegin dugar handa öllum
kv úr boginni
Magnús Ágústsson, 22.7.2011 kl. 10:11
"En lúkkið og kúlheitin er það eina sem eftir er í stöðunni." Góð lokorð.
Fjármagnseigendur halda þessu lúkki ekki lengi, ef þeir þurfa að fara afskrifa frá öðrum ríkjum sem eru mun stærri en Grikkland.
Eggert Guðmundsson, 22.7.2011 kl. 11:19
Takk fyrir innlitið félagar.
Of seint, of lítið og enginn skilningur á eðli vandans.
En viðbrögð fjármálamanna segja dálítið til um hvernig þeir komu Vesturlöndum i þessa stöðu að þurrka upp áratuga velmegun í einni svipan. Þeir eru gjörsamlega út á túni að aka.
Og ef við gætum ekki að okkur, þá glötum við samfélögum okkar í þeirri mynd sem við þekkjum og við taka ára ólgu og byltinga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2011 kl. 14:27
Þetta kallar maður kröftuga kveðju að austan. Góður! Eiginlega alveg frábær.
Haraldur Hansson, 22.7.2011 kl. 18:05
Sviss er í góðum málum, enda fljótir að átta sig á sjónarspilinu.
Júlíus Björnsson, 22.7.2011 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.