13.7.2011 | 13:41
Glæpur gegn þjóðinni, framinn þegjandi og hljóðarlaust.
Seðlabankanum vantar ekki krónur, hann á seðlaprentvél, ef það er lausafjárskortur, þá prentar hann peninga.
Að taka skammtíma gjaldeyrislán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að leysa út krónur, er glæpur gegn þjóðinni, landráð.
Hafa menn ekki frétt hvað er að gerast hjá Grikkjum, hjá Írum???
Eða gerðist hjá öðrum þjóðum sem lentu í klóm AGS nokkrum árum áður????
Af hverju halda menn að þetta gerist ekki líka hjá Íslandi, að landinu verði neitað um endurfjármögnun nema með stífum skilyrðum um einkvæðingu auðlinda og almannaeigna???
Af hverju ekki, erum við svo sérstök???
Í frétt á Mbl.is fyrir nokkru þegar unnið var að fyrsta "björgunarpakka" Írlands, var haft eftir írskum ráðamanni, "að síðan verður að treysta á endurfjármögnun!!!!". Allir vita að þessi endurfjármögnun gekk ekki eftir, og fleiri björgunarpakkar hafa komið í kjölfarið, og munu koma.
Það er fallvölt gæfa að eiga allt undir erlendu skammtímafjármagni, sjái það sér hag í að neita um endurfjármögnun, þá gerir það slíkt miskunnarlaust.
"Helsti vandinn við fjármögnun ríkissjóðs í krónum er hversu framhlaðnar skuldirnar eru og stórt hlutfall erlendra eigenda að skammtímaskuldunum. Að auki eru erlendar skuldir einnig framhlaðnar. Mikið veltur því á að ríkissjóður viðhaldi trúverðugleika sínum gagnvart innlendum sem og erlendum fjárfestum til þess að eiga möguleika á að framlengja lánum sínum á hagstæðum kjörum og helst lengja endurgreiðsluferilinn á sama tíma."
Þetta segir í skýrslu Gammagreiningar um skuldir íslenska ríkisins.
Á mannamáli er verið að segja að við getum ekki endurgreitt þessar skuldir, sem mest eru til komnar vegna "gjaldeyrissjóðs" nema treysta á endurfjármögnun. Orðið "trúverðuguleiki" er þar lykilatriðið.
Þessi "trúverðugleiki" hrundi á einni nóttu hjá Írum, hjá Grikkjum, Portúgölum, Spánverjum og Ítölum, og hann er að fara í hundana hjá Belgum, kannski strax í næsta mánuði.
Og þá eru þjóðum sem skulda í erlendri mynt (evran er erlend mynt fyrir þessi ríki) allar bjargir bannaðar. Og það sem meira er, þær sáu það ekki fyrir að hinni meinti trúverðugleiki hyrfi á einni nóttu, það var alltaf reiknað með endurfjármögnun, kannski á verri kjörum, en endurfjármögnun samt.
Og þegar það bregst þá er efnahagslegt sjálfstæði viðkomandi þjóða úr sögunni.
Og þetta er það sem Seðlabankinn og Alþingi eru að gera þjóð okkar.
Þau eru að setja hana á höggstokkinn og á meðan það er gert, er okkur sagt að böðullinn muni ekki höggva, ekki okkur því við eru svo sæt, eða eitthvað.
En raunveruleikinn er sá að sá sem setur höfuð sitt á höggstokk, hann endar hauslaus.
Fyrir íslenska þjóðina er það endalok sjálfstæðis hennar.
Þess vegna er brandari að fylgjast með hinu pólitíska karpi í dag. ESB andstæðingar fara mikinn gegn ríkisstjórninni og telja sig með unna orrustu, en þegar lánin falla, þá verður okkur skipað til sveitar hjá Brussel, og við ekki spurð að því.
Hægrimenn tuða út í eitt hina meintu vinstrimennsku stjórnvalda, átta sig ekki á að það eina sem stjórnvöld eru að gera, er að framfylgja efnahagsstefnu AGS, sem fyrri ríkisstjórn hafði samið um við sjóðinn. Og samkvæmt þeirri efnahagsstefnu á að svipta landinu fjárhaglegu sjálfstæði með þessum risagjaldeyrisslánum sem þjóðin rís ekki undir.
Alþingismenn rífast um þingsköp og af hverju þessi króna sé ekki hér í stað þess að vera þar.
Enginn ræðir hina raunverulegu ógn sem við blasir.
Endirinn á sjálfstæði þjóðarinnar þegar við getum ekki staðið skil á skammtímlánunum sem Már seðlabankastjóri notar til að kaupa upp aflandskrónur.
Þá verða öll önnur lán gjaldfærð á okkur, við missum Landsvirkjun, við missum allt.
Alveg eins og Grikkir, alvega eins og Írar, alveg eins og hin fórnarlömb AGS.
Og það er sorglegt að enginn skuli koma þjóð okkar til varnar.
Kveðja að austan.
Aflétting gjaldeyrishafta komin í farveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seðlabankinn notar hluta gjaldeyrisforðans til að kaupa krónur en síðan ætlar hann að selja krónurnar til aðila sem eiga gjaldeyri í ágúst. Þetta hefur verið gert einu sinni áður og Seðlabankinn fékk gjaldeyrinn til baka.
Raunverulegi glæpurinn er að í hverju útboði þá gefur Seðlabankinn ca 2,8 milljarða króna til eigenda gjaldeyrisins, aðila sem honum þóknast. Það er oftast talað um lífeyrissjóðina, en útboðið er öllum opið sem geta boðið yfir 85 milljónir.
Þannig geta auðmenn sem tóku stöðu gegn krónunni í aðdraganda hrunsins komið "heim" með gjaldeyrinn sinn og fengið nær 30% hagnað áhættulaust.
Almenningur er líka blekktur þegar okkur er sagt að Seðlabankinn hafi grætt á þessum útboðum. Það er ekkert minnst á að hann græðir á fyrri hluta þess en tapar á seinni hluta þess. Tapið í síðari hluta þess er ekkert nema styrkur/gjöf til peningaaflanna/auðmanna.
Lúðvík Júlíusson, 13.7.2011 kl. 14:02
Blessaður Lúðvík.
Það sem er að gerast núna er æfing, smáupphæð sem breytir litlu miðað við það óþolinmóða fjármagn sem vill leita úr landi. Finni Seðlabankinn kaupendur af þessum krónum, þá gott og vel, þá er það "innanlandsmál" hverjir græða og tapa, við höfum um það að segja, við getum sett leikreglur þar um.
Það sem pistill minn fjallar um, er það sem á eftir að gerast, um tilgang og réttlætingu risagjaldeyrislánsins, kennt við AGS.
Það eru þessar framhlöðnu skammtímaskuldir sem Gamma talar um.
Til hvers er verið með þetta lán???
Ef það á ekki að nota það eins og er alltaf sagt þegar um málið er rætt. Er svona gaman að borga yfir 30 milljarða í vexti á ári í beinhörðum gjaldeyri bara við það eytt að hafa þessi lán ónotuð????
Og hver segir hvort ekki sé farið að ganga á þau??? Hvar er það upplýst, Már talar alltaf um gjaldeyrisforða Seðlabankans, eins og hann er hrein eign, og talar síðan um ráðstöfun hans.
Verði þetta lán notað, þá er spilið búið, þá ræða menn ekki um hvað er gert og hvað ekki.
Punkturinn þinn er vissulega athyglisverður en sem slíkur kemur hann ekki efni þessa pistils við. En er hins vegar efni í sérpistil og þá í samhengi við ranga skráningu krónunnar vegna gjaldeyrishaftanna.
En það er þín deild að skammast yfir því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2011 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.