Nú þarf Össur að bjarga frændum vorum Írum.

 

Moodys setur landið í rusl og horfur neikvæðar.

Við þessu er aðeins eitt að gera.  Eða reyndar tvennt.

 

Írum vantar sitt ICEsave svo Moodys hækki lánsmat sitt aftur.  Það þarf því að biðja bresk stjórnvöld um að rukka Íra vegna yfirtökunnar á hinum fjóru stóru haustið 2008.  Þar féll mikill kostnaður á breska ríkið sem ætti örugglega að greiðast að írskum skattgreiðendum.

Og Írar þurfa að sækja um aðilda að ESB og taka upp evru hið bráðasta.

Þar með væri vandi Íra úr sögunni í bráð og í lengd.

 

Hvar kemur Össur við sögu???

Jú, það þarf einhvern til forystu og framkvæmdar sem virkilega trúir að innganga í ESB og upptaka evru leysi efnahagskreppu þjóða eins og ástandið í heiminum er í dag.  

Og Össur hefur praktíska reynslu í að innheimta fyrir breta.

Hann er því kjörinn í þetta hlutverk.

 

Að Írar séu í ESB og hafi evru er algjört aukaatriði málsins, raunveruleikinn hefur aldrei reynst Össuri hindrun.

Eina spurningin er hvort Írar gleypi við Samfylkingarráðum.

En íslenska þjóðin gerði það og Írar eru blóðfrændur okkar.  Hugsanlega erfðum við trúgirnina frá þeim.

En allavega væri gustukaverk að láta á þetta reyna og ef Írar neita, þá þeir um það.

 

Við reyndum þá allavega að hjálpa þeim.

Eða þannig.

Kveðja að austan.


mbl.is Írsk skuldabréf í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Íra vantar ICESAVE mundu Jóhanna og Össur og co. segja.  JÁ-MENN KÚGUNAR. Kúgunarskuld er lausn heimsins á efnahagsvanda, Ómar.  Hvílíkt ótrúlegt lið og stuðningshópurinn fyrir þessum fáránleika var lygilega stór.

Elle_, 14.7.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 460
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6044
  • Frá upphafi: 1399983

Annað

  • Innlit í dag: 416
  • Innlit sl. viku: 5180
  • Gestir í dag: 403
  • IP-tölur í dag: 398

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband