Áfram kveður Lilja.

 

Og nær hinum rétta tón.

 

Samt hlustar þjóðin ekki heldur lét auðmenn kosta ómerkilega stjórnmálamenn til að sækja ráð mestu vitleysinga í hagstjórn sem 6.000 ára samtímasaga mannsins greinir frá.  

Auðmönnum var alveg sama þó óráð AGS myndu kolsigla landi þeirra, þeir vildu að þjóðin tæki erlent gjaldeyrislán svo þeir fengu braskarakrónur sínar í evrum á yfirverði.

Hagfræðidvergar Íslands, sem sáu ekkert athugarvert við forsendur útrásarinnar eða þá heimsku að vaxtastefna Seðlabankans  bjó til ofurgjaldmiðil sem engar efnahagsforsendur voru fyrir, þeir kóuðu með auðmönnum, því þeir óttuðust um launaumslög sín.

Uppúr stóð Lilja Mósesdóttir, sem benti á hið augljósa, að þú bregst ekki við kreppu með ráðum sem auka kreppu.

Og Lilja benti á að braskarakrónur átti að skattleggja til hlýðni, ekki skuldsetja þjóðfélagið til andskotans.

 

Þekkt leið sem hefur virkað hjá öðrum löndum.

 

Núna á að eyðileggja aðrar þjóðir, fórna almenningi svo hinir ofurríku haldi bólueignum sínum.

Þá er gott að minnast á Ísland, en gleyma að taka fram að íslenska þjóðin reis upp gegn mestu vitleysunni, þess vegna gekk ICEsave ekki eftir, og auðmenn urðu svo hræddir að þeir báðu Seðlabankastjóra að hægja á braskarakrónukaupum.

Með öðrum orðum, þjóðinni tókst að hindra gjaldþrot sitt, ennþá.

 

Vonandi ber almenningi í þeim löndum sem Eurokratar ætla að setja á hjól og steglu, gæfa til að snúast til varnar líkt og íslenska þjóðin gerði.

Og vonandi klárar íslenska þjóðin dæmið og sendir vitleysingana úr landi og losar sig við hina kostuðu stjórnmálamenn úr stjórnarráðinu.

Þá, fljótlega, verður kreppan minning ein.

 

Því kreppa okkar, og kreppan í Evrópu, er ekki raunveruleg, heldur tilbúningur auðmanna til að knésetja velferðarþjóðfélög okkar.  Það hafa engar hamfarir eða engar styrjaldir eyðilagt framleiðslutæki, við framleiðum nóg af mat og nóg vörum.

Þjóðunum vantar aðeins nothæfan gjaldmiðil og bóluskuldir á að senda heim í föðurgarð.  Ekki innheimta þær hjá blásaklausum almenningi.

 

Og þá, og þá verður áfram gott að lifa í Evrópu.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir Merkel vilja nota Ísland sem fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu hver er munurinn á WC og VG?

Ef maður setur lítinn kúk í WC og sturtar niður fer hann vandræðalaust niður og endar út í sjó.

Ef lítill kúkur er settur í VG skiptir engu máli hversu oft er sturtað niður hann flýtur ofaná í amk 30 ár með tilheyrandi lykt og óþrifnaði.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 12:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar: ertu þá að meina Steingrím J?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2011 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1373075

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband